Dagur - 26.03.1952, Side 2

Dagur - 26.03.1952, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 26. marz 1952 Berátta Sjálfstæðismenne við dreuginn, sem þeir vöktu upp sjálfir Dagskrármál landbúnaðarins: Hvernig á að afhorna nautgripi? 1 nýlegu Mprgiuiblaði var frá því skýrt, að alþingismaður Ak- ureyrarkaupstaðar hafi á gleði- samkomu flokksmanna hér lagt það rækilega fyrir brjóstið á þeim, að Sjálfstæðisflokknum sé bezt treystandi til þess að efla mótvægið úti á landi gegn ofur- valdi höfuðstaðarins í pólitískum og efnahagslegum greinum. Ekki vai- þess getið að þing- maðurinn hefði tekið dæmi úr sögu liðinna ára til þess að sanna vilja flokksins í þessu efni, og var það skaði. Viðhorf flokka til mála verður fremur að marka af at- höfnum þeirra, en skrafi velvilj- aðra fjokksmanna, sem hafa þá líka litla möguleika til þess að valda stradmhvörfum í málefna- baráttu. Söguleg athugun bendir því miður eindregið til þess, að ekkert mark sé takandi á þessari fullyi’ðingu þingmannsins. Sjáif- stæðisflokkurinn hefur lítinn skilning sýnt á nauðsyn þess, að efla mótvægi úti á landi, og hvað Akureyri viðkemur sérstaklega, hefur flokkurinn ýmist sýnt við- leitni bæjarins í þessa átt, mikið skilningsjeysi eða fullan fjand- skap. í þetta sinn verður að nmgja að rekja hér afskipti flokksins af einu stórmáli, er geysilega þýðingu hafði fyrir þjóðina í heild og þetta bæjar- félag alveg sérstaklega. Afstaða flokksins þar svipti Akureyri mestu atvinnuframkvæmdum í sögu bæjarins og stöðvaði sókn að glæsilegu takmarki. Sprengiefni þá og nú. Morgunblaðið komst í þá hlá- legu aðstöðu fyrr á þessum vetri, að berjast af alefli við draug, sem liðsmenn blaðsins vöktu upp fyr- ir nokkrum árum og blaðið sjálft blés lífsanda í eftir beztu getu. Morgunblaðið magnaði þennan draug og sendi norður yfir heiðar til þess að vinna á áburðarverk- smiðjumálinu, sem hér var á döf- inni árin 1944 og 1945 Honum tókst ætlunarverk sitt og hvarf heim til föðurhúsanna. En svo bar það til í vetur, að kommún- istar náðu tangarhaldi á honum og sendu Morgunblaðsliðinu. — ■ Þótti þetta þá óþarfur gestur. Draugur þessi er hin margum- • talaða sprengingarhætta, sem átti að vera samfara því að framleiða ammoníum nítrat á íslandi. Utan- þingsstjórnin hafði undirbúið áburðarverksmiðjufrumvarp, og þáv. atvinnumálaráðherra Vil- hjálmur Þór fengið færustu sér- fræðinga til þess að athuga að- stæður hér. Var lagt til að reisa mannvirkið hér á Akureyri. Átti jafnframt að hefja stórfram- kvæmdir við viðbótarvirkjun Laxár. Ef allt hefði verið með eðlilegum hætti, hefði áburðar- verksmiðja verið tekin til starfa hér á Akureyri fyrir nokkrum árum og virkjun sú við Laxá, sem enn sér ekki fyrir endann á, hefði verið gerð fyrir löngu fyrir margfalt minna fé en nú er kost- að til hennar. En þá kom til sög- unnar Morgunblaðsdraugurinn. Því var haldið fram í blöðum, á mannfundum og á Alþingi, að áburðartegund sú, sem framleiða átti, væri stórhættulegt sprengi- efni. Var- þetta aðalröksemdin gegn rriálihu og gekk svo langt. að málgagn Sjálfstæðisflokksins hér, íslendingur; beitti sér mjög gégn framkvæmdunum á þessum för- seridum. Þáv. þingmaður kaup- staðarins greiddi atkvæði gegn máiinu á þingi. Með þessum áð- gerðum öllum tókst að koma málinu fyrir kattarnef og fyrir- byggja stærstu framkvæmdir, sem nokkru sini hafa verið ráð- gerðar á Akureyri. Þetta var framlag Sjálfstæðisfl. á þeirri tíð til að efla mótvægið hér. Framvinda söguiinar. Þeir, sem létu blekkjast af þessum málflutningi 1944 og 1945, sáu.ekki í anda framvindu sög- unnar. Þá renndi ekki grun í, að á því herrans ári 1952 mundi Mprgunblaðið standa í stólpa- deilu við kommúnista í höfuð- staðnum um það, þvort spreng- ingarhætta væri samfara fram- leiðslu á ammoníum nítrati eða ekki. Þý tókst Morgunblaðinu að sanna, að andstaða kommúnista væri af annarlegum hvötum gerð og spreningarhjalið allt yæri nán- ast fjarstæða, sem ekki væri orð- um að eyðandi. Hvað hafði breytzt? Fátt annað en það, að nú átti að reisa mannvirkið í Reykja vík en ekki á Akureyri. Það gerði gæfumuninn. Fyrirheitið frá 1942, að „áburðarverksmiðja, sements- verksmiðja og lýsisherzlustöð, munu rísa upp í Reykjavík“ hafði nálgast það stórum að verða - að veruleika. Flokksstjórnin réði. Vitað er, að ýmsir af áhrifa- mönnum Sjálfstæðisflokksins hér beittu sér nauðugir gegn áburð- arverksmiðjumálinu í tíð ný- sköpunai'stjórjiarinnar. En sú vitneskja dugar .ekki til þess að standa undir þeirri fullyrðingu, að þessum flokki sé bezt treyst- andi til þ'ess að efla atvinnufram- kvæmdir úti á landi og skapa mótvægi gegn höfuðstaðarvald- inu. í þessu stórmáli var það flokksstjórnin sem- réði og liðs- menn hér beygðu höfuðið í duft- ið. Fallég orð um öflugt atvinnu- og menningarlíf úti á landi eru góð, þótt ekki sé við merkari tækifæri en gleðisamkomur sanntrúaðra Sjálfstæðismanna. En athafnir eru beti'i. Sagan sýn- ir því miður, að í þessum efnum er það sitt hvað, oið og athafnir. þegar Sjálfstæðisflokkurinn áf- 1 illut.- ...... , , .... ,.. ' ; í STUTTU MÁLI RÚSSNESKA stjórnin birti nýlega niðurstöður fjárlaga sinna. Segir þar að 23% ríkis- teknanna sé varið til hernað- arútgjalda. Hefur upphæ'ðin hækkað, skv. þessum skýrsl- um um 1/5 síðan í fyrra. En á yesturlöndum er engiim trún- aður lagður á þessar tilkynn- ingar. f Bandaríkjunum telja menn víst, að um 50% af rík- istekjunum fari til hernaðar- úagjalda, beint og óbeint. -K í SAMBANDI við takmörk- un þá, sem nýlega var gerð á ferðafrelsi sovétrússneskra sendimanna í Frakklandi — til andsvara lieftingu franskra og annarra þjóða „diplomata“ í Moskva — birti franska utan- ríkisráðuneytið greinargerð um samskipti sín við rúss- nesku stjórnina út af málum franskra borgara, er lent liafa í höndum Rússa. í greinargerð þessari var m. a. eftirfarandi harmsaga, er sýnir betur en langar skýrslur, grimmdina og tillitsleysið, sem einkennir hið rússneska stjórnarfar: Ungur franskur stúdent, Brongniart að nafni, var í sumarleyfis- heimsókn hjá pólskum vini sínum, þegar nazistar réðust á Pólland 1939. Hann flýði úr fangelsi nazista, komst til þess þjuta Póllands, er Rússar lögðu undir sig, vonaði, að Riissar muntíu lijálpa lionuin að komast heim til Frakk- lands. Sú von brást. Hann re.vndi að komast til Rússlands á eigin spýtur og þá leið heim. Hann var liandtekinn 13. des. 1939 og fluttur í þvingunar- vinnubúðir á bökkum Pechera fljóts, þar sem það rennur í Berentshaf. Foreldrar hans lieima í Frakklandi heyrðu síðast frá honum 1940; þá var þýzk-rússneski vinasamning- urinn enn í gildi. Frá því í ágúst 1945 og þangað til í júlí 1946 hélt rússneska stjórnin því fram, í svörum við ítrek- uðum fyrirspumum franska sendiráðsins í Moskva, að ekk- ert væri vitað, hvað orðið hefði um hinn unga Frakka. I>á komst sendiráðið að því, „fyrir tilviljun“, hvar stúdentinn var í haldi. Hóf á ný umleitanir um frelsun hans og lét nú fylgja upplýsingar um, hvar ltans væri að leita. Rússar ját- uðu nii, að Frakkinn væri í fangabúðum þeirra; hann hcfði verið dæmdur í fiinm ára fangelsi fyrir að fara í óleyfi yfir landamerki Pól- lands og Lithaugalands. Frek- ari eftirgrennslan leiddi í ljós, að árið 1942 höfðu rússnesk stjórnarvöld bætt 10 ára fang- elsisdómi ofan á vegna þess að Frakkinn hefði staðið fyrir „óleyfiiegum áróðri“ í fanga- búðunúm. Franska sendiráðið benti á, að í’ússneskir borgarar, dæmd ir eftir frönskum lögum á stríðsárunum hefðu verið látnir lausir í stríðslok. Það benti líka á, að Rússar hefðu sleppt úr haldi þýzkum stríðs- föngum, sein gert hefðu Rúss- uin meira ógagn en Frakkinn með „óleyfilegum áróðri“, þótt sannaður væri. Rússar sVör- urðu því einu til að hinn ungi, ógæfusami maður, mundi taka út refsingu sína og ljúka refsi- vist sinni. Rússar neituðu ab koma bréfiiin frá foreldrmn piltsins til skiia. Nú á þessu ári létu Rússar það uppskátt að Gilbert Rrongv.iai't hefði dáið úr berklutn í íússneskum vinnu- búðum fyrir norðan heim- akautsbaitg á sl. hausti. — Er þessi saga eklci lengri. FYRIR NOKKRU síðan birtist grein í enska mánaðarritinu „The Home Farmer" eftir Mr. A. B. Roth, Sussex, um aðferðir við af- hornun og þýðingu þeirrar aðgerð- ar. Hér á eftir verður getið helztu atriða úr grein þessari og stuðst við danska þýðingu. Aður en menn tóku nautgripi í þjónustu sína og gerðu þá að hús- dýrum, notuðu nautgripirnir horn- in sér til varnar gegn þeim villi- dýrum, sem ásóttu þé. Eftir að nautgripir voru gerðir að húsdýr- um, voru hornin ekki nauðsynleg að þessu leyti og að áliti manna al- gjörlega til óþurftar, því nautgrip- irnir beita þeim enn þann dag í dag, ekki gegn villidýrum, heldur gegn hver öðrum, mannvirkjum og jafnvel mönnum, með þeim afleið- ingum, að stundum eru gripirnir holstungnir eða rifnir og mörg dæmi eru um, að menn hafi orðið illt útleiknir af hornóttum naut- gripum. Það er almennt álitið, að kollótt ir eða afhornaðir nautgripir þrífist betur en hornóttir. Sumir halda því hins vegar fram, að kollóttum mjólkurkúm hætti til þess að safna meiri fitu á skrokkinn en eðlilegt má teljast af mjólkurkúm. Aðrir eru aftur á móti þeirrar skoðunar, að hornlausar kýr mjólki meira, vegna þess að þær séu mikið ró- legri, því að þær þurfi ekki að ótt- ast að fó hornstungu frá nágranna- kúnni. Á það má benda, að þegar ókunnugar, kollóttar kýr koma saman, er venjulega mjög lítið um bardaga. Með því að afhorna er engu að tapa, en allt að vinna. KOLLÓTT er ríkjandi eiginleiki yfir hornóttu og er þvi fræðilegur möguleiki fyrir því, að fó kollótt kyn, en það fara e. t. v. ekki saman aðrir verðmeiri eiginleikar við kollótt og því hæpið að gera kyn- fætur á þeim forsendum einum, enda eru nú til ýmsar aðferðir, sem gera það auðvelt og kostnaðarlítið að losna við hornin. Auðvelt er að afhorna kálfana viku gamla (eða þegar gripirnir eru tveggja ára gamlir eða eldri). Aðferðin við afhornun á kálfum er í aðalatriðum þannig: Klippa skal allt hár umhverfis hnyflana og á þeim og sé þessi klippti flötur á stærð við fimmeyring, siðan er smurt yfir og umhverfis hnyflana, eða þar sem móta finnst fyrir þeim og reynist Antimontriklórið i kollo- dium mjög vel og með þessu efni tekst afhornun venjulega fullkom- lega. Eitursódi (Ætskali) ,er þó jafnvel enn öruggari, en með hann þarf að fara með meiri gætni, því að sódinn getur bæði brennt föt og hendur þess, sem framkvæmir verkið. Þegar afhornun fer fram, er bezt að' sauðbinda kálfinn með mjúkum kaðalspotta. Einn maður á þá auð- velt með að halda við haus kálfs- ins. Hinn klippti blettur er bleytt- ur lítið eitt, síðan er sódanum nuddað ofan í innvafðan pappír. Strax og maður finna má að húðin sé brennd og þegar finnst fyrir beinhnúðunum á hauskúpu kálfs- ins, er aðgerðinni lokið. Eituisód- ann ber að geyma í loftþéttu glasi. Lendi of mikill sódi á höfuð kálfs- ins, þarf að þerra hann burtu með votum klút. Sömuleiðis þarf sá, er framkvæmir verkið, að þvo sér vel um hendur. Kálfurinn finntir dálít- ið til, en eftir fáar mínútur frá því að að'gerðinni er lokið, er hann að mestu laus við óþægindi og hefur fulla matarlyst. Hörð skorpa myndast á hnyflinum, en að fáum vikum iiðnum dettur hún burt og eftir er hárlaus blett-ur, sein hærist smátt og smát-t. Kálfurinn vex og verður kollóttur og lærir aldrei að beita hornum. Ef afhorna á fullorðna gripi get- ur verið um fleiri aðferðir að ræða. Ein er sú, að saga hornin af og er eðlilegast að sú aðgerð sé fram- kvæmd af dýralækni. Er þá grip- urinn venjulega svæfður með kloro formi eða deyfður líkt og gert er þegar tennur eru dregnar úr mönnum. Svæfingin þykir betri, því að þá eru gripirnir fullkomlega rólegir og blóðþrýstingurinn lítill og blæðing verður minni. Þessi að- ferð er ekki hættulaus og því ekki almennt ráðlögð nema í sérstökum tilfellum. Ónnur aðferð er sú, að binda með bandi eða gúmmíhólk, t. d. af- skornum af spenagúmmíi um hár- svörðinn eða hornið eins neðarlega og hægt er. Þrýstingur bandsins verkar þannig á hið nýmyndaða horn ,að blóðrás til hornsins stöðv- ast, hornið verður kalt og deyr innan tíðar. Að, fáum vikum liðn- um má brjóta hornið af með léttu höggi, þótt um fullorðinn grip sé að ræða. Blæðir þá lítið sem ekk- ert, hornvöxturinn er stöðvaður og fljótlega grær húð og hár yfir sárið. Greinarhöfundur getur þess, að hann hafi útbúið sér gúmmíspennu, sem hægt var að skrúfa þétt að horninu og herða að henni smátt og smátt daglega um leið og hún þrengir sér inn í hornið.Telur hann að þessi aðferð sé langöruggust við afhornun fullorðinna gripa, sárs- aukalaus að kalla og hættulaus. Aðferðin er álíká góð og örugg og þegar spotta er bundið um rót venjulegrar vörtu, t. d. á hendi, en á þann hátt er venjulega auðvelt að fjarlægja vörtur. Þannig eru helztu atriðin í grein þessari. Hér á landi mun það yfirleitt vera fótítt að afhorna, vegna þess að menn þekkja lítið til þeirra að- ferða, sem tiltækar eru, en á hinu er enginn efi, að afhomun er til mikilla þæginda. Erlendis er mjög algengt að afhorria bæði með þess- um aðferðum og fleirum. T. d. mun vera nokkuð algengt í Englandi að nota sérstakt, rafhitað járn til þess aðbrenna hornmyndunarvefinn á og umhverfis hnyflana. Það mun einnig tíðkast að nota glóandi járn, en báðar þessar aðferðir þykja nokkuð sársaukafullar fyrir ung- káifinn og því umdeildar af þeirri ástæðu. Á. J. A t v i n ii a Ábyggileg stúlka getur feng- ið atvinnu við afgreiðslu nú þegar. Uppl. í Hafnarstr. 105, kl. 8-9 í kvöld. Guitar, amerískur, til sölu. Aðalbjörg Aðalbjarnardóttir, Prjónastofan Ðrífa. Sólrík stofa í nýju h’tisi til leigú með að- gangi að baði og síma. Upplýs. í sima 1937, kl. 5 —7 e. h.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.