Dagur - 26.03.1952, Blaðsíða 10

Dagur - 26.03.1952, Blaðsíða 10
10 DAGUR Miðvikudaginn 26. marz 1952 Þorp í álögum Saga eftir Jul'ia Trujtt Yeiini 26. DAGUR (Framhald). Mildin 'í svipnum hafði horfið næsta skyndilega. Rödd hennar varð hörð og bitur, og hún notaði hana helzt til þess að læða skæt- ingsorðum til hans. Hún var með sífellt nöldur og sífelldar ásakanir og allt þetta gerðist löngu áður en hann kynntist Evu og áður en hann var nokkuð farinn að ná sér eftir vonbrigðin og undrunina, sem gift- ingin hafði valdið honum. Rödd Jónatans var dimm og þreytuleg. „Við getum ekki verið hér lengur, Eva, við verðum að fara burt.“ Hún sneri sér hægt við og horfði á hann. Og um leið og hún sá hann, sá hún sjálfa sig. Þau voru bæði af léttasta skeiði, eins og blóm á síð- sumri. Henni vöknaði um augu, en hún gat samt ekki varist brosi. — Myndin af þeim báðum var lítið eitt spaugileg. Þarna 'voru tvær manneskjur á miðjum aldri, virðu- legar og settlegar, að ræða í alvöru að hlaupast á brott til þess að njót- ast! Eva velti því fyrir sér í hug- anum, hvort eldra fólk fórðáðíst 'syndina af meiri dugnaði en yngra fóJkið vegna þess að það væri í sjálfu sér fráhverfara henni eða hvort það væri af því að syndin gerði það hlægilegt. Hún gekk nokkur skref í átt til hans. „Jónatan....“, segði hún. En hvernig átti hún að byrja? Hún ! vissi vel, að ef Jónatan var ákveð- inn, mundi hún fara með honum, hvort sem hún maldaði lengur eða skemur í móinn nú. Eva hafði aldrei kunnað þá list að segja nei og standa við það. En hann tók af henni orðið. „Við erum orðin of gömul, Eva,“ sagði hann. „Kannske hefðum við átt að haga málum öðruvísi í upphafi, en þó veit eg ekki hvernig." „Nei. Það mundi ekki hafa breytt neinu. Þótt við hefðum tækifæri til þess að lifa það allt aftur, held eg ekki að það mundi breyta neinu.“ Hún þagnaði andar- tak, en sagði svo (og hún þóttist heyra á raddblænum að hún tryði ekki sínum eigin orðum). „En við getum beðið, Jónatan. Kannske læknar tíminn þessi sár eins og önnur.“ „Kannske", sagði hann um leið og hann kyssti hana, fyrst lauslega, léttilega, en svo heitar og fastar, eins og hafði verið á fyrstu dögum hinna löngu kynna. Hann yfirgaf hana, gekk út úr stofunni. Hún fylgdi honum ekki til dyranna, eins og hún var vön. En hún gekk út að bogagluggan- um og beið þar unz hann kom í ljós neðan við gluggann og hélt út á strætið. Hún sá, að hann bar skaut- ana í hendinni. Hann hlaut að hafa tekið þá út úr skókassanum í for- stofunni niðri. Þeir höfðu verið geymdir þar árum saman. Ekkert sýndi betur en þetta atvik, að þetta vat endirinn.' Ó, Jónatan, h'ugsaði Eva. Og áð- ur en hann var horfinn sjónum, voru augu hennar svo fúíl af tár- uni, að hún sá ekkert lengur. Hún stjeri frá glugganum og færði sig innar í tóma stofuna. Faith steig upp á gangstéttar- hellurnar, sem gáfu til kynna að komið væri á aðalgötu þorpsins. Henni' Var órótt inn'anbrjósts og hún horfði athugviltim augum allt í kringum sig. Það er rétt eins og eg haldi að óvinur leynist í hverjum glugga, hugsaði hún og ávítaði sjálfa sig fyrir heimskuna. En við pabbi þekktum marga bæi eins og þenn- an, hélt hún éfram hugleiðingum sínum, og aldrei áttum við neina óvini þar. Eg skrifaði um fólk, sem gæti. hafa búið í bæ eins og þess- um,.en það fólk var ekki óvinveitt. Eig er að verða eitthvað skrítin, hugsaði hún. Ekkert hefur í raun- inni breytzt. Ekkert. Þar sem .aðajgatan.tieyg.ði pi5ur að ánni, stóð brúnmálað hús, sneri gafli að fljótinu. Stór messingplata tilkynnti að þar væri grafari staðar íns. Svartklædd kona kraup og var að þvo útitröppurnaf. IJún rétti úr sér þegar Faith nálgaðist, gekk |í veg fyrir hana út á miðja r gang- stéttina; setti hendúrnar’ á mjaðm- irnár og hórfði hvasst á hanaý „Þú þurftir endilega að skipta þér af (ÍÍHBiíhallaði sér að henni og. orðin komu í hásu hvískri: „Hann hafði ekki hug- myiid úm ríeitt. ög hann hefði aldr- ei vitað neitt. Við mundum þá ekki hafa verið allslaus, þegar ellin kemur.“ Faith hórfði á bana, í þögulli undrun. En konán hvárf af götunni eins skyndilega og hún hafði kom- ið þangað. Á næsta augnabliki kraup hún aftur við að skúra tröppur grafarans. Faith stóð kyrr í sömu sporum. Hvað var að? Hvað hafði gerzt? En hún gat ekki borið þessar spúmingar upp við neinn. Það var til einskis að standa þar. Hún hélt áfram göngunni. Ekkert gat lengur kæft þá til- finningu, að þegar hún gékk ínn í bæinn, géngi hún á fund óvina sinna, Jafnvel Amos virtist henni vera úr hópi fjandmannanna. Hún háfði forðast'hann nú um nokkurt skéið, óg hún fánn, áð ef hún mætti honum húj mundi hún líta á hann sem ókunnan mann) og vináttan og glaðværðiny 1 sem" þau höfðu átt sameiginlega og notið sameigín- lega, mundi eins ög fjarlægur löngu liðinn draumur. Nú var hún rétt að segja komin að pósthúsinu. Þegar hún gekk fyr- ir anddyri Saddlers veitingahúss, sá hún konu staðnæmast skyndi- lega og snúa að henni. Hún þekkti Barnavagii, vandaður, til sölu. Else Snorrason, Sími 1460. Veiðistöng Vönduð laxastöng, hjól og líná, selst allt í einu. Tæki- færisverð. Afgr. vísar á. Skemmtisamkoma og dans að Hótel KEA sunnudaginn 30. marz n. k. Skemmtiatriði kl. 15.30 og 20.30. Kantötukór Akureyrar. Góðir útsæðiskassar til sölu. — Lágt verð. Rammagerð Jóhanns Arnasonar, Hafnarstræti 97. íbúð til sölu Vegna brottflutnings úr bænum er til sölu lítil íbúð í innbænum. Afgr. vísar á. Ljósbrún karlmannaföt og FERMINGARKÁPA úr gabardine til sölu. Tæki- færisverð. Fjölbreytt úrval a£ FATA- EFNUM fyrirliggjandi. Sigurður Guðmundsson, klæðskeri, Helgamagrastræti 26. Fermingarföt til sölu í Fjólugötu S. Sími 1642. hana — hún þekkti allt fólkið í Ár- móti í sjón. — Hún hafði gengið nógu oft fram hjá henni, séð hana tilsýndar á götu, til þess að per- sónuleiki hennar hafði aðskilið sig frá fjöldanum. í huga Faith var yndisþokki einkenni þessarar konu. Hún var ekki ung lengur, en þó voru hreyfingar hennar ungleg- ar og fagrar og hún bar sig tígulega. Andlitið, sem blasti við Faith, var brosandi, en þó lýsti það til- finningum, sem voru á miklu róti. Það var eins og^ konan væri veik eða a. m. k. mjög mikið niðri fyrir. En brosið var kyrrt og það var ekki óvingjarnlegt. „Þér eruð Faith Goodþind?“ „Já.“ Faith beið. Það var engin óvild í þessari rödd, heldur aðeins for- vitni, kannske aðdáunarvottur? — Röddin var mjúk og hljómfögur. Lpksins sagði konan: „Mig lang- aði til að sjá yður.“ ' (Framhald). Jarðarför móður okkar, INGIGERÐAR ZÓPHONÍASDÓTTUR frá Skáldalæk, sem andaðist að Kristneshæli þann 13. marz, fer fram frá Ak- ureyrarkirkju laugardaginn 29. marz og hefst kl. 1.30 e. h. Soffía Árnadóttir. Trausti Árnason. Stefán Árnason. Hjörleifur Árnason. Zóphonías Árnason. Þökkum innilega samúð og hluttekningu við andlát og jarð- arför SIGURJÓNS RÖGNVALDSSONAR. Fyrir mína.hönd og annarra vandamanna. Anna Sigmundsdóttir. Hjartans þakkir til ykkar allra, fjær og nœr, fyrir | hlýjar ltveðjur og margs konar vinsemd mér sýnda á t | 60 ára afmœli mínu. — Lifið heil. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. 1 Þurrkaðir ávextir Rúsínur m. steimim og steinlausar Rúsínur í pökkum Sveskjur Kúrennur Þurrkuð epli Aprikosur Döðlur Blandaðir ávextir Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. L Skógrækfarfélag Eyfirðinga tekur á móti pöntunum á trjáplöntum eins og að undanförnu. Pantanir sendist til undirritaðs fyrir 15. apríl næstkomandi. Ármann Dalmannsson. Sími 1464. 0 Garðeigendur! Sel í vor, á venjulegum tíma, alls konar KÁL- "og SUMARBLÓMA-PLÖNTUR, svo sem: Hvitkál Rauðkál Blómkál Toþpkál Grœnkál Savoykál. fremur: Levköj Stjúpur Morgunfrúr Nceturfjólur Nemesiur Bellisa Phlox Humal Mimulus o. fl. Kálið er allt í moldarpottum; er æskilegt að það sé pantað í tírna. Tekið á móti pöntunum í síma í Laugabrekku (bæjarsími) alla daga til kl. 1 e. h. og frá kl. 6 e. h. Hreiðar Eiríksson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.