Dagur - 26.03.1952, Síða 11

Dagur - 26.03.1952, Síða 11
Miðvikudaginn 26. marz 1952 D A G U R 11 MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 6. síðu). Hvað er rétt? Franska filmstjarnan, sem er rómuð fyrir fagurt hár, þvær það 4—6 sinnum oftar, heldur en danski sérfræðingurinn vildi láta okkur gera. Hvað er rétt? Eg veit það ekki, en ætli geti ekki verið, að hinn gullni meðalvegur verði einna heppilgasta leiðin í þessu efni eins og flestum öðrum? — Sjálfsagt hentar ekki öllum það sama, og nú getum við reynt hvor aðferðin á bezt við okkar eigið hár. as. - Fokdreifar (Framhald af 6. síðu). vori er hi'tin skemmdarstarfsemi. Örfáir einstaklingar hafa ein- hverjar smávægilegar tekjur af þessu, en starfsemi þeirra sviptir fjölda landeigenda tækifæri til þess að uppskera miklu meira, og hún rýrir auk þess auðlegð hér- aðsins. •— Mjög oft er netaveiði þessi lögbrot. En því miður taka yfirvöldin alltof létt á þessum brotum. Nokkur hreyfing er nú uppi meðal landeigenda og áhuga manna, að stöðva þessa þróun og snúa henni við, efna hér til fiski- ræktar en ekki fiskeyðingar. í Bretlandi er veiðiþjófum stung- ið í tugthúsið mánuðum saman fyrir það eitt, að hafa borið net ólöglega í veiðivatn. Fyrir þetta viðhorf hefur Bretum tekizt að varðveita ár sínar fyrir eyðilegg- ingu og viðhalda auðlegð náttúr- unnar. Betur horfði um okkar náttúruvernd, ef viðhorf Breta ætti að þessu leyti ríkari ítök í hugum fólks. Vargar í véum ís- lenzkrar náttúru ættu hvergi að eiga friðland. Veiðiskapur verð- ur ekki útilokaður, hvorki fisk- veiði í vötnum og ám eða fugla- veiðar. En allt slíkt þarf að vera innan hóflegra og löglegra tak- markana. Þá er slíkur veiðiskap- ur eðlilegur og sjálfsagður. En rányrkjan á engan rétt á sér. Við þurfum að rækta það hugarfar, sem fordæmir hana og tekur hart á henni. Þegar það hugarfar er útbreitt orðið meðal almennings, hættir veiðiþjófnaðurinn að vera „sport“ og fær þá skilgreiningu, sem honum hæfir: hann er ósamboðinn menningarþjóð og á ekki að þolast. ÁVEXTIR Epli, þurrkuð Apríkósur, þurrkaðar Blandaðir ávextir, þurrk. Rúsínur, steinl., í pk. Rúsínur, steinl., í 1. vigt Gráfíkjur Döðiur, í pk. og lausri vigt Appelsínur Niðursoðnir ávextir, m. teg. SÖLUTURNINN við Hamarsstíg Lítil íbúð óskast til leigu fljótlega. Afgr. vísar á. Reiðhjól, nýuppgert, til sölu í IIafncuslxccl i 23. B. Herra-frakkar Höfum fengið nýja send- ingu af herra gaberdine- frökkum; — ljósir, með belti. AMARO-búðin Estreila-skyrtur Höfum fengið nýja send- ingu af hinum margeftir- spurðu Estrella-skyrtum Verðið stórlækkað, — að- eins kr. 105.00. Fermingarskyrtur og * slaufur konta næstu daga AMARO-búðin Plastic-efni Plastic-efni gardínur. dúka AMARO-búðin Rarna-buxur Brúnu barnabuxurnar lcomnar aftur. Nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6. Sama lága verðið! AMARO-búðin Kulda-úlpur Erum að fá aftur hinar margeftirspurðu silkivatt fóðruði! kuldaúlpur fyrir dömur og börn. AMARO-búðin Skíðahúfur Erum að fá skíðahúfur og vettlinga. Nýjasta tízka frá St. Mo- ritz, Sviss. AMARO-búðin Prjónasilki Fáum um næstu mánaða mót kjóla-prjónasilki frá Bandaríkjunum, í miklu úrvali. Sjónleikurinn „T engdamamma44, eftir Kristínu Sigfúsdóttur, verður sýndur að Hrafna- gili næstkomandi laugarda og sunnudag, kl. 9 e. h. Dans á eftir. — Veitnigar, NEFNDIN. Sængurveradamask kr. 28.00 metrinn Léreft, ldeikt og blátt, 16.25 Léreft, hvítt, 140 cm, 23.00 Handklæði, frá kr. E3.50 Borðdúkar, plast, frá 26.75 Ullargarn Peysufatasilki, væntanlegt ÁSBYRGI h.f . - Erlendir ferðamenn (Framhald af 5. síðu). göngutækni og meiri ferðalögum almennings úti í löndum, sem sí- fellt sækist eftir að sjá eitthvað nýtt. Hvað á að gera? Ferðamannamálunum í heild verður ekki kippt í lag á skammri stund, né heldur af Akureyring- um fyrir allt landið. En bæjar- menn hér geta og eiga að búa í haginn í sínum eigin bæ. Við stöndum nær því takmarki að geta verið ferðamannabær en aðrir staðir á landinu, og eigum að nota okkur þá möguleika. Hér gæti verið um að ræða mjög drjúga tekjulind fyrir bæjarfé- lagið í heild. En hvaðan á forust- an að koma? Hér þyrfti að vera starfandi einhver stofnun, er hefði þessi mál sérstaklega með höndum fyrir bæjarmenn. Ferða- skrifstofa ríkisins nægir þar ekki, hún starfar að nokkru leyti á öðru sviði en hér er ætlast til. Hér í bæ þyrfti að vera nefnd manna, frá bæjarstjórn og öðrum aðilum, er hefði forustu um að þoka áleiðis þessum málefnum og undirbúa framtíðaratvinnu- veg. Fordæmi slíkrar starfsemi þarf ekki langt að sækja. Tilgangurinn með þessum orð- um er að hrinda af stað umræð- um um þetta stóra mál. Orðið er frjálst hér í blaðinu um þessi efni. Sjálft mun blaðið víkja að málinu í heild og einstökum atr- iðum síðar. ÚR BÆ OG BYGGÐ Hjartaásinn, heimilisrit Hjarta- ásútgáfunnar, marzheftið, flytur m. a. viðtal við Jón Norðfjörð leikara í tilefni af 35 ára leikaf- mæli han sá þessum vetri. Ann- að efni er: Söngva Borga, kvæði 'eftir Hjört Gíslason, ennfremur ljóðabrot og lausavísur eftir sama höf., margar þýddir sögur og frá- sagnir, framhaldssögur o. fl. Akureyringar! Munið eftir að gefa litlu fuglunum. Aðalfundur Sveinafélags járn- iðnaðarmanna. — Á aðalfundi Sveinafélags járniðnaðarmanna nú fyrir skömmu voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Jóhann Indriðason, formaður. Hrafn Sveinbjarnarson, varaformaður. Lárus Haraldsson, ritari. Þórður Björnsson, spjaldskrárritari. — í trúnaðaráð, auk stjórnar, voru kosnir: Árni Magnússon, Stefán Snæbjörnsson, Jónas Bjarnason, Björn Júlíusson. » Huld 59523265 IV V H. S. M. □ Rún 59523266Va — H. S. M. I. O. O. F. — Rbst. 2 — 10032681/2. I. O. O. F. = 1333288% — 1 = Mersr.ð í skóiahúslnu í Gleár- þorpi kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. r— P. S. Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 næstk. sunnudag. Boðunardagur Maríu. — F. J. R. Munið eftir skemmtisamkomu Kantötukórs Akureyrar að Hótel KEA á sunnudaginn kemur, 30. marz. Fjölbreytt skemmtiatriði bæði um eftirmiðdaginn og eins að kvöldinu, svo sem: söngur, spurningaþáttur, ýmsir gaman- þættir, veitingar, dans o. fl. Nán ar í götuauglýsingum, Æskulýðs- félag Akureyr- arkirkju.— — Almennur æskulýðsfund- • ur í Samkomu- húsinu kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. —- Allt fólk er velkomið fundinn méðan húsrúm leyfir. — Húsið verður opnað hálf tíma áður en fundurinn hefst. . Stúkan „Brynja“. Systrakvöld næstk. mánudag kl. 8,30 e. .h. Orstuttur fundur og að því loknu bjóða systurnar bræðrunum til kaffidrykkju, ýmsra skemmti- atriða og að síðustu verður dans- að. Skjaldborgarbío sýndi um síð- ustu helgi efnismikla og skemmti lega músíkmynd sem heitir Trompetleikarinn og serri segir á athyglisverðan hátt fgá gleði og sorg, sigrum og ósigrum. Síðustu sýningar á þessari mynd verða sennilega um næstu helgi. — ,Elsku mamma mín“ heitir myndin sem sýningar eru að hefjast á, mynd, sem mun eiga erindi til allra, sem þekkja hand- leiðslu góðra mæðra. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hefur árshátíð í Al- þýðuhúsinu við Lundargötu n.k. laugardagskvöld. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu verka- lýðsfélaganna seinni part vik- unnar. Til Einarsstaðakirkju. Kr. 210 frá M. S. Á. — Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá N. N. — Kr. 25 frá B. G. — Kr. 50 frá N. N. — Mótt. afgr. Dags. Gjafir til Hljóðfærasjóðs Barna- skólans. Frú Rúnu Hrönn Krist- jánsdóttur kr. 50.00, Sigríði Guð- mundsdóttur kr. 100.00, Eiríki Stefánssyni og frú (áheit) kr. 200.00, Stefaníu Jónsdóttur kr. 50.00. Kærar þakkir. H. J. M. Til sölu í Brekkugötu 29, uppi norðurdyr, lallegur ferm ingarkjóll, stður kjóll og 2 kápur, sem nýtt. — Tæki færisverð. Herbergi, með eldunarplássi nú Skilvís arreiðsla óskast begar. Einhleyp kona. Afax. vísar á. Fegrunarfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn sl. sunnudag. Var þá kjörin ný stjórn fyrir félagið og skipa hana: Sigui'ður Pálsson menntaskólakennari, formaður, frú Dagmar Sigurjónsdóttir, varaform. Aðrir í stjórn: Björn Guðmundsson, lögregluþj., Kjart an Ólafsson, póstur, Elísabet Ei- ríksdóttir, bæjarfulltrúi, Helgi Steinarr, sláturhússtj., frú Mar- grét Sigurðardóttir. Varastjórn: Anton Ásgrímsson, kaupm., frú Gunnlaug Thorarensen, Jóhann Þorkelsson, héraðslæknir, Araór Karlssbn, deildarstj., frú Ásgerð- ur Einarsdóttir. Kjörið var einnig 15 manna trúnaðarráð. :— Jónas Rafnar, alþingism., var kjörinn lögfræðilegur ráðunautur félags- ítis!' ■ ' ' 1 ’ ‘ "" '■ r' ■ Föstuguðsþ.iónusta er í Akur- eyrarkirkju í kvöld (miðviku- dagskvöld) kl. 8.30. — Fólk er vjnsamfega beðið um, að hafa með sér Passíusálmana. — P. S. Barnastúkan Sakleysið heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h. — Venjuleg fundarstörf. Kosning embættis- manna. Upplestur. Leiksýning. Kvikmynd. Allir embættismenn mæti. Mætið stundvíslega. Fjöl- mennið. Aðalfundur Rauða-Kross ís- lands, Akureyrardeild, verður haldinn annað kvöld (fimmtu- dagskvöld) kl. 8.30 e. h. í Rotary- salnum. Sjónarhæð. Sunnudagaskólinn kl. 1 á sunnudögum. Almenn samkoma kl. 5. Arthur Gook tal- ar. Allir velkomnir. Biblíunámsskeiðið. Samkoma næsta laugardagskvöld kl. 8.30. Efni: Endurfæðingingin. Allir velkomnir. Sæmundur G. Jó- hannesson. Barnastúkan „Sajnúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 30. marz næstk. kl. 10 f. h. Kosning embættismanna. — Skemmtiatriði auglýst í barna- skólanum. Mxmið minningarspjöld sjúkra- hússins! Fást í Bókaverzl. Axels og í Blómabúð KEA. Fíladelfía. Almennar samkom- ur eru í Lundargötu 12 sunnu- daga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Sunnudagaskóli kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin. — Saumafundir fyrir stúlkur á miðvikudögum kl. 5.30 e. h. Zíon. Samkomur næstu viku. Sunnud. kl. 10.30 f. h.: Sunnu- dagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samk. — Þriðjud. kl. 5.30 e. h. Fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Miðvikudag kl. 8.30 e. h.: Föstu- hugleiðing. (Takið Passíusálmana með). — Fimmtudag kl. 8 e. h.: Fundur fyrir ungar stúlkur. K. F. U. M„ Akureyri, Fundur í Zíon næstk- sunnudag. Y.D. kl. 1 e. h. — U.D. kl. 2 e. h. í ferðasögu Gookshjónanna hér í blaðinu í sl. viku var varpað fram þeirri spurningu, hvort nokkur hefði komið til Tasmaníu frá íslandi síðan Jörundur hunda dagakóngur lenti þar í fangavist á fyrri öld. Frú í bænum hringdi til blaðsins og sagðist hafa fengið bréf frá skólabróður sínum í fyrra, dagsett í höfuðborg Tas- maníu (Burnie). Vilbergur Júlí- usson kennari frá Hafnarfirði var þar á ferð. Hann ferðaðist víða um Ástralíu. Til nýja spítalans. — Gjöf frá Pálínu Jónasdóttur og Árna Jón- assyni frá Steinkoti, til minning- ar um foreldra þeirra Jónas Ól- afsson og Guðrúnu Árnadóttur og systursyni þeirra, Núma og Kristján, kr. 1000. — Góðtempl- arareglan á Akureyri kr. 7010. — Ónefnd kona kr. 100. — Sveinn Stefánsson kr. 1000. — Skólabörn í Barnaskóla Akureyrar( ágóði af skemmtun) kr. 2000. — Hulda Ólafsdóttir og Höskuldur Steins- son kr. 100. — Sigfríður Ragnars- dóttir, Inga Ólafía Haraldsdóttir, Margrét Skúladóttir (ágóði af tombólu) kr. 22. — A. J., áheit, kr. 500. — Búnaðarfélag Arnar- neshrepps kr. 1000. — Hjón á Ak- ureyri kr. 10000. — Kirkjukór Svalbarðsstrandar, minningargjöf um Sigríði Halldórsdóttur, kr. 1000. — Skipshöfnin á Kaldbak kr. 3630. — Ónefndur kr. 500. — Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétúrsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.