Dagur - 26.03.1952, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 26. marz 1952
D AGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstoía í Hafnarstræti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 40.00. • -
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björmsónar h.f.
Þáttaskil í íslandssögunni
UPPSÖGN brezk-danska sáttmálans um land-
helgi Islands, frá 1901, má kalla þáttaskil í Islands-
sögunni. Upp úr þeim aðgerðum eru sprottnar hinar
meiri framkvæmdir í landhelgismálum þjóðarinnar.
Uppsögn samningsins var yfirlýsing af íslands hálfu,
að landsmenn sjálfir hefðu tekið þessi mikilvægu
hagsmunamál í sínar hendur og hygðust ekki hlíta
forsjá erlendra samningamanna, er uppi voru fyrir
hálfri öld og spurðu Islendinga aldrei um þeirra vilja
í þessum málum. Um uppsögn þessa samnings var,
þegar á hólminn kom, enginn ágreiningur á Islandi.
Það undrar menn nú mest, að sú aðgerð skuli ekki
hafa verið framkvæmd fyrir löngu eða að minnsta
kosti strax eftir lýðveldisstofnunina 1944. Ekkert var
til fyrirstöðu að segja samningnum upp. Það var
löngu heimilt með ákveðnum fyrirvara.
UPPSÖGN brezk-danska samningsins frá 1901
hafði ekki verið rædd opinberlega af neinni alvöru
þegar flokksþing Framsóknarmanna kvað úpp úr méð
það 1946 að þetta skref bæri að taka hið fyrsta.
Þangað má rekja þær aðgerðir í landhelgismálunum,
sem nú er verið að framkvæma. Um þessi mál var að
yísu enginn opinber ágreiningur. En þau lágu í þagn-,
argildi. Eftir samþykkt flokksþingsins 1946, komst
skriður á málin, þá vildu allir Lilju kveðið hafa. En
samt varð verulegur dráttur á, að til raunhæfrá að-
gerða kæmi. Þann drátt má telja skiljanlegan. Smá-,
þjóð verður að fara gætilega í samskiptum sínum við
aðrar þjóðir og gæta þess, að hafa lög og íétt ætíð sín
megin. En þótt drátturinn á framkvæmdunum sé
skiljanlegur, er erfiðara að fá upplýst, hvers vegna
þessum málum var ekki hreyft þegar eftir lýðveldis-
stofnunina. Þá tók við völdum stjórn, sem lét sig.mjög
skipta sjávarútvegsmál og kenndi sig við nýsköpun.
En hún einbeindi aðgerðum sínum að aukningu fiski-
flotans, og gleymdi verndun fiskimiðanna. Það má
, ■
kalla furðulega óskammfeilni, þegar þeir menn, serti
báru ábyrgð á embætti sjávarútvegsmálaráðherra á
þeirri tíð — þykjast nú hneykslaðir á því, að ekki
skuli gengið lengra í verndun fiskimiðanna en hin
nýja landhelgisreglugerð ríkisstjórnarinnar gerir ráð
fyrir. Það er auðvelt að heimta landhelgi langt norður
fyrir Grímsey, þegar engin ábyrgð fylgir slíkum kröf-
um, en hvað tafði framkvæmdir þessara manna 1944
1—1947? Nýsköpunarstjórnin — og kommúnistar sér-
staklega — gleymdi landhelgismálunum. Það situr
illa á kommúnistablöðum í dag að vanþakka það, sem
nú hefur verið gert, og heimta landhelgi á borð við
þá, sem Rússar hafa tekið sér í krafti vopnavalds og
án samráðs við aðrar þjóðir.
ÁKVARÐANIR um útvíkkun landhelginnar eins
og nú hefur verið tilkynnt að verði eftir 15. maí, eiga
fylgi alþjóðar. Æskilegt hefði verið að þessar aðgerðir
hefðu náð lengra, hefðu rýrt möguleika útlendinga að
sækja gull í greipar Ægis á þær slóðir, sem réttmætt
má telja að sé athafnasvæði íslendinga og ekki ann-
arra. En kröfur um slíkar aðgerðir eiga sér ekki stoð í
raunveruleikanum. Þær hefðu verið gersamlega
óframkvæmanlegar og auk heldur stefnt í bráða
hættu þeirri friðun hinnar minni landhelgi, sem nú er
stefnt að. Slíkar kröfur eru því, eins og á stendur,
ábyrgðarlausar með öllu og stefna til tjóns fyrir mál-
stað Islendinga en ekki gagns. Engir nema forsvars-
menn kommúnista hafa heldur tekið sér þær í munn.
íslendinga skortir ekki aðeins
vopnavald til þess að verja 12
milna landhelgi eins og Rússar
gera. Þá skortir líka það ofbeldis-
hugarfar, sem undir þeirri land-
hélgi sténdur.'Um þessi mál verður
íslenzka þjóðin að eiga samskipti
við nágranna sína. Hún verður að
standa fast á rétti sínum og þoka
þar hvergi, en hún má heldur ekki
gefa tilefni til tortryggni eða sýna
óbilgirni. Nýja reglugerðin um
landhelgislínu er byggð á fullum
réttindum íslands og á fyllstu
sanngirni í garð annarra þjóða. ís-
lendingar geta vel gert þá kröfu til
annarra, að þeir meti þær stað-
reyndir og láti af órökstuddum
sleggjudómum sem þeim, er sum
brezk blöð hafa birt um þessi mál
síðustu dagana.
FOKDREIFAR
Atómljóð McDaniels.
WESTON MCDANIEL þurfti
ekki Jengi að dekstra íslenzku
skáldunum, að koma atómljóðun-
um, sem eg birti hér í síðasta
þaetti, í íslenzkan búning. Nokkr-
ir hafa þegar snarað „stuttkviðl-
ingum“ hans á íslenzku, og ef að
Venjti fér, itiúnu þýðingar berast
fram éftír öllu sumri. Þannig er
það oft, þegar blöðin leita til les-
endanna með eitt eða annað.
Margir bregða fljótt við ,en aðrir
ei-u svifaseinni. Ráðningar á jóla-
gátu Dags voru að berast langt
fram í janúar t. d., enda þótt
ráðningarfrestur væri til nýjárs
aðeins, Voru þar að verki nátt-
úrlegt seinlæti manna og svo ís-
lenzk póstþjónusta, dyggur banda
maður. Én sem sagt: Weston Mc-
Daniel hefur þegar fengið ósk
síng uppfyllta, og hér kemur Ijóð
í .safnið, hans (hefur þegar fengið
birtar þýðingar á 100 þjóðtung-
um segii' hann). Þýðandinn er
Friðgeir H. Berg skáld og var
fljófur að koma erindunum frá
HUM.
Húmið er kvöldriðukústur
er sópar af himninum
silfurþráðum.
Þegar nátthrafnar svífa
og setjast hljóðlega
á sjpnarhvings rönd.
VERTU SEM ÖRNINN.
Ef húgur byltist
í hvirfilbyl efans.
Ef tennur og kjálkar gnesta
og lokast af kvölum.
Vertu sem örninn,
er fjaðraúfinn flýgur
fjallstindum af,
og í hrifningU stígur
ofar stormi.
Skólabúningar.
1 EINU sunnanblaðanna var
þess getið nýlega, að nemendur í
framhaldsskóla í höfuðstaðnum
hefðu fengið sér skólabúning, í
þessu tilfelli peysur, sérstaklega
gerðar fyrir skólann. Við fyrstu
sýn halda menn e. t. v. að hér sé
einhver tilgerð hjá unga fólkinu,
einhver löngun í einkennisbún-
inga og þrá ,að láta á sér bera. Eg
held nú, að engin slík sjónarmið
hafi ráðið gerðum þessa sunn-
lenzka skólafólks, heldur blátt
áfram praktísk og efnahagsleg
sjónarmið. Og eg held að þau séu
mjög athugandi. Því þarf ekki að
lýsa, að allur fatnaður er orðinn
dýr í landi hér. Það kostar skild-
ing nú til dags að klæða ungt
skólafólk, sVo að vel sé. Og það
er ekki létt verk að heldur. Þrátt
fyrir vaxandi vöruúrval er eins
og heppile'gur fötnaður á börn og
unglinga sitji alltaf á hakanum.
NEMENDUR og aðstandendur
þeirra eru misjafnlega efnum
búnir og vill þá stundum fara svo
að þessi mismunur verður aug-
ljós í klæðaburði nemendanna og
getur slíkt haft óheppileg áhrif á
sálarró þeirra og þroska. Eða í
annan stað, að fátækir foreldrar
leggja meira að sér að fá nem-
anda góð klæði og í samræmi við
tízku en efni standa til. Hvorugt
er gott. Með allsherjar skólabún-
ingi væri stýrt fram hjá þessum
vandamálum báðum. Þá væru
allir jafnir fyrir augliti kennara
og skólasystkina, og væntanlega
yrði skólabúningur ódýrari en
hinn misjafni og sundurleiti
klæðnaður, sem nú er í tízku.
SKÓLABÚNINGA mætti kaupa
í allstórum stíl í einu, og því
væntanlega fá þá með góðum
kjörum. Fyrirtæki mundu fús á
spreyta sig á því að útvega klæðn
aðinn. Til dæmis peysu og buxur
°S peysu og pils, eða stakk og
buxur og stakk og pils. Eða eitt-
hvað annað, sem þætti í senn
hentugt og smekklegt. Vafalaust
mun þessi hugmynd sæta and-
spyrnu meðal ýmissa nemenda.
Einkennisbúningar hafa aldrei átt
upp á pallborðið hjá Islending-
um. E. t. v. bendir einhver á, að
þeir hafi skaðleg áhrif á ungar
sálir. En eg held samt að skól-
arnir eigi vel að athuga þetta for-
dæmi sunnlenzka framhaldsskól-
ans. Það má benda á ýmis vand-
kvæði þess fyrirkomulags, að
búningur segi til um stöðu
mannsins og stað, en það má líka
benda á margt, sem mælir með
því, bæði efnahagsleg atriði og
önnur. Á þessum síðustu dýrtíð-
ar- og skólagöngutímum sýnist
mér rétt að skólartiir taki þessi
mál til umræðu, enda mun nú sú
líka vera reyndin á.
Vargar í véum.
BÓNDI hér út á Ströndinni
sagði blaðinu frá því nýlega, að
varla liði sá dagur, að ekki kæmu
menn héðan af Akureyri á vél-
bátum út í víkurnar austan meg-
in fjarðarins og létu skothríðina
dynja á æðarfuglinum, sem þar
hefur haldið sig undanfarna ára-
tugi. Eru svo mikil brögð að
þessum veiðiskap, að ekki er unnt
að horfa upp á hann aðgerðar-
laust öllu lengur.
ÆÐARFUGLINN er friðaður.
Æðarvörp eru á nokkrum jörð-
um við fjörðinn austanverðan, og
mundi vera á fleiri stöðum, ef
þessi nytjafugl fengi að vera í
friði og eitthvað væri gert til þess
að laða hann að. Þegar sótt er að
fuglinum með skothríð, hverfur
hann af fornum slóðum. Þannig
er þetta að verða hér nú. Æðar-
fuglinn er að hverfa af fornum
slóðum við Eyjafjörð, fyrir dráp-
gimi og skilningsleysi örfárra
einstaklinga. Náttúra héraðsins
er snauðari eftir en áður og
landsnytjar rýrari. Þetta er eyði
leggingarstarf, sem ekki er hægt
að horfa þegjandi upp á. En fleiri
eru vargar í véupi en æðarfugla-
skyttur. Á hverju vori tekur sig
upp hér í bænum hópur manna til
þess að drepa silung, sem ætlar
að ganga í ár héraðsins, áður en
hann kemst í ferskvatnið og að-
stöðuna til þess að hrygna, auka
kyn sitt og gera náttúru landsins
auðugri en áður. Netaveiðin und-
cfn árósum í Eyjafirði á hverju
(Framhald á 11. siðu).
/Cw/a,
Um hárþvott og hirðingu
Kaupmannahöfn í marz.
Við könnumst allar við þá ömurlegu tilfinningu,
sem gerir vart við sig, þegar hárið á okkur er í ólagi
— óhreint, klístrað, klofið í endana eða rytjulegt á
einn eða annan hátt. Það er engu líkara en að sálar-
ástandið fari úr jafnvægi um leið, skapið verður leitt
rétt eins og hárið, og okkur finnst lífið lítið
skemmtilegt og allar okkar flíkur fara illa. Það ætti
ekki að vera vandi að bæta úr því, kann einhver að
segja, bara þvo hárið, þegar það er orðið óhreint,
eins og aðra hluta líkamans. En það er margt ann-
að, sem kemur til greina, og nú skulum við heyra
álit sérfræðings og staðhæfingu franskrar film-
stjörnu.
Sérfræðingurinn.
Eg átti á dögunum leið til hársala og sérfræðings
í faginu. Erindið var að fá gert við tvær fléttur, sem
kunningjakona mín hafði beðið mig fyrir. „Má ekki
setja þær saman og gera úr þessu eina góða fléttu?“
spurði gamli maðurinn, þegar hann hafði skoðað
flétturnar og handfjatlað þær um stund. Eg svaraði
auðvitað neitandi: „Þær verða að vera tvær, þær
eru handa konu, sem notar íslenzkan þjóðbúning.“
Þá lyftist heldur brún á karli: „Nú, nú, þá skil eg
það, eg hef útbúið fleiri hundruð fléttur fyrir ís-
lenzkar konur þá áratugi, sem eg hef starfað að
þessul* Og nú urðu samræðurnar. strax líflegri.
Hann sýndi mér margar gerðir af hári, yigtaði og
mældi (hár er selt eftir vigt) og haníllék hárið með
þeim fádæma næmleik og tilfinriíngú,. seín fag-
mönnum einum er lagið. * ............
Og svo barst talið að hári kvenna í dag, perma-
nentliðun, hárþvotti, hirðingu o. fl. Er skemmst frá
því að segja, að eg fékk þarna um hálftíma fyrirlest-
ur um hársnyrtingu og ýmsar orsakir þess, að hárið
verður „þreytt“, eins og hann kallaði það.
Þegar hárið er klístrað og „fitnar“ fljótty getur
það stafað af vítamínskorti. Það getuv líka stafað af-
því, að taugarnar eru ekki í sem beztu lagi. Það má
ekki þvo hárið oftar en einu sinni á tveggja til
þriggja vikna fresti, en þess á miíli má npta hár-
púður (þurrshampó) og bursta hárið vel á eftir.
Óræktarlegt og „þreytt“ hár er gott að þvo upp úr
eftirfarandi: 2 eggjarauður, safi úr Vz sítrónu og
svolítið af köldu vatni (soðið) er þeytt vel saman og
úr þessu er hárið þvegið í stað þess að nota sápu eða
lög. Þetta á að hreinsa ágætlega og gefur hárinu þar
að auki næringu. Ekki má búast við neinu krafta-
verki eftir fyrstu skiptin, en sé hárið þvegið þannig
um nokkurn tíma, mun sjást og finnast verulegur
munur á því til hins betra.
Annars er heilbrigðir lifnaðarhættir bezta ráðið
til þess að fá ræktarlegt og fallegt hár, þ. e. a. s.
vítamínrík fæða, hæfileg útivist, nægur svefn og
reglubundið líf. Svo mörg eru þau orð, en þetta var
aðalinnihald ræðu danska hársalans.
Filmstjarnan.
Leikkonan Corinne Calvet, sem kölluð hefur ver-
ið hin franska Rita Hayworth, hefur í blaðaviðtali
látið hafa eftir sér: „Þegar maður vinnur mikið,
tjóir ekki að halda í við sig í mat til þess að varð-
veita hinar „fínu línur“. Húðin og augun munu
strax láta á sjá. En eg geri annað, eg varast feit-
meti og geri léttar leikfimisæfingar daglega. Ef eg
verð svöng á milli máltíða, borða eg eitt epli, eins
og það kemur fyrir. Það dregur úr svengdinni, án
þess þó að fita mann.“ Og svo bætir hins franska
filmstjarna við: „Með tilliti til fegrunar þá legg eg
aðaláherzluna á hirðingu hársins. (Calvert hefur
mikið og fallegt ljósbrúnt hár). Eg þvæ það tvisvar
í viku, og skola það úr sítrónuvatni. Hér er upp--
skriftin: 1 sítróna er skorin í smábita, og er suðan
látin koma upp á henni í Vz 1. af vatni. Vökvinn er
síaður, og hárið skolað úr honum, að loknum þvott-
inum. Þetta á sérlega vel við ljóst hár, en litlítið
hár fær mjög fallegan blæ, sé það skolað úr þessari
blöndu.“ (Framhald á 11. síðu).