Dagur - 30.04.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1952, Blaðsíða 1
12 SIÐUR Framsóknarnienn! Munið árs- hátíð JFramsóknarfélags Akur- eyrar að Hótel KEA laugard. 10. maí næstkomandi. Framsóknarmenn! Munið út- breiðslufund Framsóknarfél. í bæ og sýslu að Hótel KEA sunnud. 11. maí næstk. — Sjá nánar í greinargerð í blaðinu. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 30. apríl 1952 18. tbl. Þetta er Loch Ness-skrímslið! Skotar ræða nú mjög um Loch Ness skrímslið og þykjast hafa aukn- ar sannanir fyrir hérvist þess. Skoti nokkur tók þessa mynd í júlí í fyrra, ki. 6 að morgni. Sá þá ferlíkið á ferð um vatnið, greip mynda- vélina sína og hljóp niður á vatnsbakkann og smellti af. Myndin þykir merkilegt sönnunargagn í Skotlandi, þótt aðrir láti sér fátt um finnast og gruna Skota um auglýsingabrellu til að laða að ferðam. Norðurför Eysteins Jónssonar er frestað um eina viku S r Urbreiðslufundur Framsóknarfélaganna verður sunnudaginn 11. maí - ársliátíðin laugar- daginn 10. maí Tilboð Brunabótafélags Islands hefur enn ekki hlotið afgreiðslu í bæjarstórn Engin hrifning yfir kjörum félagsins - eðlilegast að bæjarfélagið krefjist þess að trygging- arnar verði gefnar frjálsar Útbreiðslufundi þeim, sem Framsóknarfélögin í bæ og sýslu ætluðu að halda um næstu helgi, hefur verið frestað um eina viku, til sunnudagsins 11. maí n.k. Verður fundurinn haldinn að Hótel KEA þann dag kl. 4 síðd. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra mætir á fundinum. Er þessi frestun gerð vegna þess að ráðherrann getur — af óviðráðanlegum ástæðum — ekki komið norður fyrr. Árshátíð Framsóknarfélags Akureyrar, sem verða átti næstk. laugardags- kvöld, verður haldin laugardag- inn 10. maí, að Hótel KEA, og verður Eysteinn Jónsson gestur r Aætlimarbílarnir ætluðu yfir Öxnadals- heiði í gærkvöld Norðurleið h f. hefur tekið upp áætlunarferðir hingað á bílum sínum og var ætlunin að bílar kæmu yfir Öxnadalsheiði í gær- kvöld. Munu verða ferðir tvisvar í viku til að byrja með. Félagið mun ætla að gera tilraun með svefnvagnaferðir á þessari leið í sumar. Framsóknarfélaganna á hátíðinni. Framsóknarmenn í bæ og sýslu eru hvattir til þes sað fjölmenna á árshátíðina og fundinn. Nánari tilhögun verður auglýst í næsta blaði. Togararnir, sem hafa verið að veiðum á Selvogsbanka að und- anförnu, hafa orðið varir við geysilega mikla síld alldjúpt í 'sjó ög hafa reynt að ná síldinni í nýju flotvörpuna, en síldin hefur reynzt of kvik fyrir þetta veiðar- færi enn sem komið er og hefur lítið sem ekkert fengist. M. a. mun togarinn „Jörundur" hafa gert nokkrar tilraunir til þess að veiða síldina í vörpuna en árangur hefur orðið lítill. Skip- stjórinn á „Jörundi“ telur þetta eitt hið mesta síldarmagn, sem hann hafi orðið var við. Þótt þessar tilraunir hafi ekki enn borið árangur, er ekki þar Reynt verður að ná olíunni úr E1 Grille Eftir nokkra daga verður hafizt handa um að reyna að bjarga olíunni úr olíuskipinu E1 Grillo, sem liggur sokkið í Seyðisfirði. Þýzkar flugvélar sökktu skipinu á stríðsárunum, en Olíufélagið h.f. hefur keypt það, þar sem það liggur og hef- ur látið athuga björgunar- möguleika. Björgunarleiðangur sá, er brátt mun leggja upp frá Reykjavík, er á vegum Hamars h.f. og stjórnar Benedikt Grön- dal verkfræðingur honum. — munu um 12 menn verða í leið- angrinuni. Ætlunin er að ná olíu úr tönkum skipsins, en síð- ar verður ákveðið, hvort reynt verður að bjarga skipinu sjálfu. Hollenzki skákmeistar- inn Prins kemur til bæjarins í dag iwg'tsi'ðf «8 * *■» g * í @ 9<s IQ HoIIenzki skákmeistarinn L. Prins er væntanlegur hingað til bæjarins í dag á vegum Skák- félags Akureyrar og mun hann dvelja hér í nokkra daga og tefla fjölskákir, hraðskákir og klukku- skákir við skákm. hér. Prins er í hópi kunnustu taflmeistara í Ev- rópu og hefur hvað eftir annað getið sér orð ó alþjóðlegum skák- mótum. Fyrsta fjölskák hans verður í kvöld, að Hótel KEA, og teflir hann þá við 40 beztu skák- menn bæjarins. Öllum skák- mönnum er heimilt að taka þátt í þessu fjöltefli og næstu fjöltefl- um, eftir því sem rúm leyfir. með sagt að flotvarpan dugi ekki til síldveiða og munu margir hafa í hyggju að reyna flotvörpuna fyrir Norðurlandi í sumar, m. a. Guðmundur Jörundsson á „Jör- undi“. Verður hún vafalaust reynd ýtarlega í sumar, í núver- andi mynd eða eitthvað breyttri eftir því sem reynslan kennir. Margir velta því fyrir sér, hvort þessi síld muni í sumar leita vest- ur nieð landi og norður fyrir Látraröst og telja að þannig hafi göngur hagað sér hér á árum áð- ur, er mikil síldveiði var undan Vestfjörðum snemma sumars. Þá fengu verksmiðjur á Vestfjörð- um jafnan nóg hráefni. Hinn 26. janúar sl. gerði Bruna- bótafélag íslands Akureyrar- kaupstað tilboð um nýtt iðgjalda- kerfi brunatrygginga og nýja skipan brunavarnamála í bænum. Bauð félagið fram nokkra ið- gjaldalækkun, er nema mundi 120 þús. kr. á ári samkvæmt áætlun þess, en gerði jafnframt stór- auknar kröfur um brunavarnir, m. a. að komið yrði upp nýjum brunasima, komið upp fastri brunavörzlu, nýr slökkvibíll fenginn o. fl. tæki. Mundi allt þetta kosta ærið fé úr bæjarsjóði, en félagið bauð fram 500 þús. kr. lán til 20 ára, með 5% ársvöxtum. Tilboð þetta kom til fyrri um- ræðu í bæjarstjórn í febrúar og var þá vísað til bæjarráðs, en þar hefur það enn ekki fengið af- greiðslu og munu skiptar skoðan- ir um það, hversu hagkvæmt til- boð þetta sé fyrir bæinn. En ekki vei-ður séð að neitt sé unnið við það að fresta ákvörðun í málinu öllu lengur, nema síður sé, og er þess því að vænta að bæjarstjórn- in taki það til meðferðar hið fyrsta. Bæjarstjórnin hefur ekki sýnt mikla rögg af sér í því efni að fá bæjarmönnum hagstæðari bruna- tryggingakjör. í allt sl. haust og fram í febrúar var beðið eftir þessu tilboði Brunabótafélagsins og ekkert aðhafst á meðan. Aðstaða bæjarins til þess að fó fram hagstæðari kjör hefði þó verið mun sterkari nú, ef kapp hefði verið lagt á það af forráða- mönnum Akureyrar að fá síðasta Alþingi til þess aö taka einokun- arkei'fið á bruntryggingamálun- um til meðferðar. Bæjarstjórnin hafði forgöngu um að hreyfa málinu á Alþingi fyrir nokkrum árum, en þá fékkst ekki árangur. Líkui' eru fyrir því, að betur hefði gengið í ár. Mönnum er orðið það ljóst, að einokunarkerfi það, sem við búum við í brunatryggingamál- um, er úrelt og óréttlátt. For- sendur þær, sem fyrir hendi voru, þegar lögin um Bruna- bótafélag fslands voru sett, eru úr sögunni. Nú er öll bruna- trvggingastarfsemi alíslenzk. Lögbundin viðskipti við ákveð- ið fyrirtæki eru því ekki aðeins óeðlileg, heldur skapa óviðun- andi misrétti í þjóðfélaginu og mjög óhagstæð kjör fyrir mik- inn fjölda landsmanna, miðað við það sem mundi verða við frjálst skipulag. Fullt frelsi á að vera stefna bæjarins. Þess er því að vænta, að þegar bæjarstjórnin tekur tilboð Bruna bótafélagsins til meðferðar, verði jað út frá þeim forsendum, að í framtíðinni eigi að ríkja hér fullt frelsi í tryggingamálunum og ein- okunarkerfinu verði aflétt. Ætti bæjarstjórnin að gera ráðstafanir til þess að fá flutt frumvarp á næsta Alþingi um að afnema einkaleyfi Brunabótafélagsins til húsatrygginga, a. m. k. hér á Ak- ureyri. En sjálfsagt er að semja við það félag um tryggingarnar ef bæjarstjórn sýnist það bjóða eins góð kjör og önnur félög. Mjög vafasamt verður að telj- ast að tilboð félagsins sé einkar hagstætt fyrir bæinn, eins og allt er í pottinn búið. Bærinn er þegar búinn að tapa heilu ári í barátt- unni fyrir fullu frelsi vegna samningaumleitana þessai'a við Brunabótafélagið. Só frestur hef- ur ekki reynst bænum til neinna hagsbóta, og svo mun enn verða um alla samninga, sem byggðir eru á því að eitt fyrirtæki á land- inu eigi um alla framtíð að hafa einkaleyfi til þess að tryggja hús bæjarmanna. Við slíkan lög- verndaðan aðila verður aldrei náð neinum hagstæðum samning- um, miðað við það, sem hægt væri ef fullt frelsi ríkti og sam- keppni í milli tryggingarfélag- anna. Ætti reynslan þegar að hafa kennt forsvarsmönnum Akureyr- ar þessi augljósu sannindi. Vegir illfærir vegna aurbleytu Ymsir vegir hér í héraðinu eru að verða illfærir bifreiðum vegna aurbleytu, t. d. vegurinn um Kaupangssveit og Staðarbyggð, Svalbarðsstrandarvegur o. fl. — Viðgerðum miðar seint áfram og hefur heyrzt að aðalúrræði -vega- málastjórnarinnar eigi að vera að banna .umferð um vegina, enda þótt sumir þessara vega séu lífæð viðkomandi sveitarfélaga og greið ar samgöngur hin mesta nauðsyn. Það mundi þykja í fiásögur færandi sunnanlands, ef aðalvegir í nánd við höfuðstaðinn yrðu aílt í einu bannaðir af einhverjum verkstjórum vegamálastjórnar, enda munu engar slíkar ráðstaf- anir í tízku þar. ikil síldarganga fyrir Suður- fandi' en iffa gengur é íá hana í flolvörpuna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.