Dagur


Dagur - 11.04.1953, Qupperneq 4

Dagur - 11.04.1953, Qupperneq 4
I D A G U R Laugardagimi 11. apríl 1953 Át træður : Merkar kvikinyndir um S extugur: Ingimar Eydalr fyrrv. rifstjóri Björn Jóhannsson bóndi, Syðra-Laugalandi Síðastl. þriðjudag varð Ingimar Eydal, fyrrv. ritstjóri, 80 ára gamall og minntust margir, bæði nær og fjær, þessa aldurhnigna sæmdarmanns við það tækifæri, með heillaóskum og heimsóknum. Tók Ingimar sjálfur á móti gestum sínum á heimili sínu og ræddi við þá. Er hann hress í anda sem jafnan fyrr, en heilsu hans hefur a3 öðru leyti allmjög hnignað hin síðari ár. Ingimar Eydal er fyrir löngu þjóðkunnur maður af ritstörfum sínum og stjómmálabaráttu. Hann ®r Eyfirðingur og hefur lifað hér og starfað alla sína löngu ævi. — Hann nam við Möðruvallaskóla og síðan á Askov í Danmörk, en hóf síðan kennslustörf hér heima í Eyjafirði, fyrst hélt hann unglinga- skóla í framfirði, en síðan varð hann barnakennari hér á Akureyri og gegndi störfum við Barnaskóla Akureyrar um meira en þrjá ára- tugi. Jafnframt kennslustörfum hóf Ingimar þátttöku í opinberum mál- um, enda var hann bæði ágætur mælskumaður og ritfær vel. Hann átti sæti í bæjarstjórn um hrið og var forseti hennar um tima, hann var og framarlega í ýmsum félags- skap í bænum. Einkum lét hann Á morgun, sunnudaginn 12. apríl verður fermingarguðsþjónusta í Ak- ureyrarkirkju kl. 10.3f) f. h. Séra Pé'tur Sigurgeirsson fermir ]>á eftir- talin börn. Drengir: Árni Kárason, Skólastíg 1. Bernharð S. Haraldsson, Geislag. 37. Birgir E. Tryggvason, Helga str. m. 45. Birgir V. Ágústsson, Ránargötu 10. Eðvarð P. ólafsson. Qddagötu 3. Enjil Aðólfsson, Sólvöllum. Guðmundur Ágústsson, Aðalstræti 10. Guðm. Hallgrimsson, Gránufél.g. 5. Gunnbjörn Valdimarsson, Norðurg. 16. Halldór H. R. Friðjónsson, Strandg. 9. Halldór I. Elíasson, Hafnarstræti 29. Helgi O. Konráðsson, Skipagötu 8. jngólfur O. Georgsson, Gránufé'l.g. 6. Jóhannes Sigurjónsson, Grænumýri 1. Jóhannes V. Haraldsson, Oddagötu 5. Marínó Jónsson, Aðalstræti 74. Óli B. H. l’álmason, Ægisgötu 18. Ragnar II. Bjamason, Hríscyjarg. 21. Sigurður F. Jóhannsson, Hafnarstr. 53. Sigurðru' I. Vatnsdal, Norðurgötu 30. Símon J. Ellcrtsson, Eyrarvcg 7 a. Skjöldur E. Sigurðsson, Holtagöttt 10. Skúli Svavarsson, Norðurgötu 54. Stefán E Eyfjörð, Skipagötu 5. Stcinn I>. Karlsson, Litla-Garði. Svavar Eiríksson, Möðruv.str. 9. Viðar Garðarsson, Engimýri 2. Viðar Guðmundsson, Ægisgötu 17. kaupfélagsmál til sín taka og var árið 1917 kjörinn í stjórn Kaup- félags Eyfirðinga og jafnan end- urkjörinn síðan til ársins 1951, er hann gaf ekki kost á"endurkjöri fyrir aldurs sakir og heilsubrests. Var hann þá kjörinn heiðursfélagi kaupfélagsins einum rómi á aðal- fundi. Þótt Ingimar Eydal rækti öll störf sín með prýði og hefði álit af þeim, mun það þó óumdeilt að áhrifamestur og kunnastur varð hann af blaðamennskustörfum sín um, en hann var ritstjóri Dags frá upphafi 1918 til ársins 1945, að undanteknum þeim tíma er Jónas Þorbergsson gegndi ritstjórastarf- inu, en það voru rösk 7 ár. Hefur enginn blaðamaður á Akureyri, fyrr né stðar, gegnt starfi hjá sama blaði svo lengi nema Björn Jóns- son ritstjóri Norðanfara 1862— 1885. Ingimar Eydal gerði Dag að áhrifamiklu baráttutæki fyrir Framsóknarflokkinn og samvinnu- stefnuna. Hann var ágætur stjórn- málaritstjóri, rökfastur, drengileg- ur og skemmtilegur í senn í skrif- um sínum, jafnan ódeigur baráttu- maður fyrir öll þau málefni er hann taldi þjóðinni til gagns og sæmdar. Hann átti sjaldgæfan ,,humor“ í ríkum mæli.Hann naut viðurkenningar langt út fyrir raðir samherja sinna og lauk svo blaða- mennskuferli sínum, eftir látlausar orrustur á andans vettvangi í meira en tvo áratugi, að hann átti ekki óvildarmenn í hópi andstæð- inganna. Er það nokkur vitnis- burður um mannkosti hans og hæfileika. Á þessum merkisdegi í ævi Ingimars Eydal, sendir Dagur hon- um hjartanlegar kveðjur og árnað- aróskir og þakkar honum mikið og gott starf á liðnum árum. Vilhjálmur H. Baldursson, Skipag. 5. l>ór l’orvaldsson, Gleyáreyrum 6. Stúlliur: Állheiður Magnúsdóttir, Grundarg. 3. Aslaug M. Þorstcinsdóttir, Lundarg. 10. Erla Magnúsdóltir, Hríseyjargötu 16. Friðrika A. Adantsdóttir, Bjarkast. 2. Gréta Geirsdóttir, Helga str. magra 27. Guðrún S. Bjarnadóttir, H. str. m. 30. Hallfr. B. Magnúsdóttir, Strandg. 17. Hanna K. Haraldsdóttir, Iiyrarv. 25 a. Heiða H. Jóhannsdóttir, Hafnarstr. 53. Hrafnhildur ólafsdóttir, Grænug. 10. Iðunn Ágústsdóttir, Aðalstræti 70. Ingibjörg ófeigsdóttir, Rauðamýri 8. Ingibjörg Steingrímsdóttir, Strandg. 5. Jenny Karlsdóttir, Hafnarstræti 25. Jórunn S. Björgvinsd., Hafnarstr. 103. Karla II. Karlsdóttir, Sniðgötu 1. Katrín H. Karlsdóttir, Litla-Garði. Klara H. Árnadóttir Lækjargötu 11. Lára K. Ingólfsdóttir, Hríseyjarg. 8. Málfríður Torfad., Hótel Norðurlandi. Ragnh. Garðarsdóttir, Hríseyjarg. 1. Rósa Jónsdóttir, Gránttfélagsg. 53. Róslín Ii. Tómasdóttir, Gránufél.g. 55. Sigríður Ingvarsdóttir, Norðurgötu 19. Sigríður K. Árnadóttir, Hólabraut 17. Sigrún S. Pálsdóttir, Skipagötu 2. Sigurlaug Jónsdóttir, Strandgötu 35 b. Sigurlína Á. Sigurgeirsd., Spítalav. 21. Sigurlína G. Stefánsdóttir, Eiðsv.g. 30. Steinunn S. Jónasdóttir, Þingv.str. 1. Svava B. Lúðvíksdóttir, Rauðaniýri 16. uppeldismál sýndar almenningi Nýlega fékk Barnaverndarfélag Reykjavíkur leigðar kvikmyndir um uppeldismál frá Sameinuðu þjóðunum. Hafa þær verið sýndar fyrir almenning í félögunum syðra og fengið góða aðsókn. Nú er í ráði að fá þessar myndir hingað til Akureyrar um næstu helgi og sýna þær í sambandi við aðalfund Bamverndarfélags Akureyrar í Alþýðuhúsinu næstk. sunnudag. Mun dr. Matthías Jónasson, upp- hafsmaður barnaverndarhreyf- ingarinnar hér, koma norður að forfallalausu og skýra myndirnar. Aðalfundur Barnaverndarfél. hefst í Alþýðuhúsinu kl. 4, og verður honum flýtt, svo að kvik- myndasýningin geti byrjað kl. 5. Allir eru velkomnir á kvik- myndasýninguna meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis. Er þess vænzt að foreldrar í bænum notfæri sér þetta eina tækifæri til að sjá þessar myndir. Fermingargjöf sem endist alla ævi MONT BLANC Bókaverzlun Axels Kristánssonar h. f. Sextugur er í dag víðkunnur og vinsæll Eyfirðingur, Björn Jó- hannsson, bóndi á Syðra-Lauga- landi. Hann er fæddur að Garðsá í Kaupangssveit 11. apríl 1893, son- ur Jóhanns bónda þar Helgasonar og konu hans, Þóru Ámadóttur. Ellefu ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum að Syðra- Laugalandi, og þar hefur hann átt heima ávallt síðan. Eins og öllum hinum eldri Ey- firðingum er kunnugt voru foreldr- ar hans einstök merkishjón og mikils virt í héraðinu á sinni tíð fyrir dugnað og drengskap. Var Jó- hann einn af gildustu bændum sveitarinnar, enda slíkur vinnuvík- ingur, að naumast gat hann talizt einhamur. Vann hann sig upp úr sárri fátækt og varð vel fjáður eft- ir því sem þá gerðist um bændur. Þeim auði var þó ekki safnað með rangindum eða ágengni, því að Jó- hann var allra manna sanngjarn- astur í viðskiptum og rétti mörg- um manni hjálparhönd, heldur var þetta aflafé, sem hann dró saman með frábærri atorku og hörku við sjálfan sig í því skyni að búa börn- um sínum betri afkomuskilyrði í framtíðinni en hann hafði sjálfur fengið að njóta í æsku. Þóra á Laugalandi var bónda sínum mjög samhent um alla elju og búsýslu. Hún var annáluð sómakona, sem lagði öllum gott til og vildi öllum gott gera. Faðir hennar var Árni smiður Hallgrímsson, sem lengi bjó á Garðsá, bróðir Hallgríms hreppstjóra á Hripkelsstöðum. Var hann stálminhugur og fróðléiks- maður mikill, enda var margt gáf- aðra manna í þessari Garðsárætt. Þar voru og söngmenn og gleði- menn miklir. Björn á Laugalandi hefur erft mannkosti ættar sinnar í ríkum mæli. Hann ólst upp við hið mesta vinnukapp, enda er hann harð- skarpur maður að eðlisfari og vann löngum í hamförum, meðan heils- an leyfði. Gengu honum öll störf greitt frá hendi þegar í æsku, enda var lífsfjörið mikið. Kom þetta einnig í Ijós í samkvæmum unga fólksins, því að þar var hann jafn- an hrókur alls fagnaðar og manna harðvítugastur á dansgólfinu, og ekki lét hann sér á þeim árum neitt muna um það, að dansa heila nótt eftir strangasta vinnudag. Þetta hafði þó engin teljandi áhrif á viðhorf hans gagnvart störfum hins daglega lífs né áhuga hans fyrir þeim. Af föður sínum lærði hann fjármennsku, og alla alúð og nákvæmni um fóðrun og meðferð búpenings, enda kemur mannúðar- lund hans í ljós í því sem öðru, að hann vill láta öllum húsdýrum, sem hann hefur undir höndum, líða svo vel sem kostur er á. Þegar faðir hans andaðist með sviplegum atburðum sumarið 1925 tók Björn við búskap á Syðra- Laugalandi og kvæntist árið eftir Emmu Elíasdóttur frá Helgárseli, góðri konu og dugmikilli húsmóð- ur. Réðst Björn þegar í miklar framkvæmdir á jörðinni, stórfelld- ar jarðabætur og byggingar. Gamla kvennaskólahúsið, sem staðið hafði til þess tíma, var nú orðið mjög hrörlegt, og lét hann rífa það og byggja mikið og vandað stein- hús í staðinn og leiða laugina inn í það. Var það þá enn sjaldgæft hér á landi, að farið væri að hag- nýta laugarvatnið á þennan hátt. Ennfremur byggði hann penings- hús yfir 200 fjár ásamt hlöðu úr steinsteypu. Allt, sem hann hefur gert á jörðinni, hefur hann ávallt látið vanda sem mest og engan til- kostnað sparað, svo að verkið megi vera leyst sem myndarlegast af höndum. Rétt þegar Björn hafði lckið þessum framkvæmdum kom verð- fallið mikla eftir 1930, þegar svo mjög kreppti að fjárhag bænda að naumast var líft við búnað í sveit- um. Stóðu þeir bændur þó einkum höllum fæti, sem stórhuga höfðu verið og ráðizt höfðu í kostnaðar- samar umbætur á jörðum sínum. Var þetta ástæðan til þess, að Björn seldi ríkinu jörð sína og hafði þá í huga að hverfa að öðru starfi. En af þessu varð þó eigi, heldur réðst svo, að hann bjó áfram á Syðra-Laugalandi, og töldu sveitungar hans það betur farið. En það sýnir eitt með öðru þegnlund hans og manndóm, að enda þótt hann yrði þannig afhend- ur jörðinni og það væri honum vit- anlega ekki með öllu sársauka- laust, þá hefur hann þó hvergi lát- ið staðar nema að gera henni allt til góða, sem hann hefur orkað, í stórfelldum jarðabótum og hefur setið hana í hvívetna með miklum myndarskap. Eru þó lítil líkindi til að hann alheimti daglaun að kveldi fyrir þau mörgu handtök, sem hann hefur lagt í þessa jörð, fremur en íslenzkir bændur munu almennt gera. En það er óbifandi trú hans, að hvert það verk, sem vel er unn- ið og miðar að viðreisn lands og lýðs, hafi sitt menningargildi, hvað sem líður öllum ■ persónulegum hagnaðarvonum, enda er Björn mjög laus við allan smásálarskap og persónulega eigingirni. En þó að Björn hafi ávallt verið mikill starfsmaður og gæddur mörgum þeim höfuðkostum, sem góðan bónda mega prýða, þá hafa þó áhugaefni hans verið miklu víðfeðmari en búsýslan ein og önnur veraldarvísan. Frá ungum aldri hefur hann verið sílesándi um hin sundurleitústu efni og á hann fallegt safn góðra bóka. Eink- um hefur hann yndi af skáldskap, ekki sízt í bundnu máli, Og ber gott skyn á. Nær sjóndeildarhringur hans langt út fyrir hin hversdags- legu störf, og vel kann hann að segja frá, einkum þvx, sem kími- legt er, því að hann hefur glöggt auga fyrir öiíii slíku. Manna glað- astur er hann ennþá í góðum hóp, og vís væri hann til að bregða sér enn út á gólfið, ef svo bæri undir, þó að starfið sé orðið mikið, og margur væri tekinn að þreytast sem jafnmikið hefði unnið og hann. Auk þess sem hann hefur haft forsjá stórbús og mannmargs heimilis, hafa smám saman hlaðizt á hann ýmiss konar trúnaðarstörf fyrir sveit hans og hérað, sem hann hefur leyst af höndum með alúð og samvizkusemi. En ekki sízt hef- ur hann unnið vinsældir og virð- ing manna fyrir það, hversu bón- greiður hann er og fús til að leysa hvers manns vandræði, sem til hans leitar. Er hann venjulegast manna fyrstur að rétta náunganum hjálparhönd þegar eitthvað hefur bjátað á, og iðulega hefur hann gert það að fyrra bragði óbeðinn, sem gleggst sýnir drenglund hans og mannúðlegt hugarfar. Eg undirritaður hef átt margt saman við Björn Jóhannsson að sælda frá æskuárum og minnizt þess alls með þakklæti og ánægju. Hann er nú staddur á sextugsaf- mælinu í Reykjavík hjá dætrum sínum tveimur, sem þar eru giftar. Sendi eg þessum góðvini mínum og fornkunningja beztu árnaðar- óskir á þessum merku tímamótum ævi hans, og veit eg að slíkt ’jiS sama munu gera fjöldamargir vinir hans hér um slóðir. Bcnjamín Kristjánsson. Fermingin a morgun

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.