Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 9

Dagur - 11.04.1953, Blaðsíða 9
Laugardaginn 11. apríl 1953 D AGUR 9 Bændur og verkfallið Eftir ÁRNA JAK0B5S0N í Skógarseli Allmikið hefur verið talað urn verkfallið, það hið mikla, sem gert var 1. des. í vetur, ekki sízt um það, hver hlutur bændanna ætti að vera á eftir. í tilefni af því tók fyrstur til máls Gunnar Sigurðsson bóndi í Seljatungu í Flóa. Gerði hann það í Morgunbl. 4. jan. sl., með harðri ádeilu. Svo rak hvað annað. Ekki væri nú fráleitt að athuga hvað talað hefur verið og gert síðan verkfallinu lauk, ef vera mætti að einhver áttavísun um árangur- inn, og að hverju muni fara fram- vegis að öllu óbreyttu, og því fremur sem nokkuð er um liðið, og binda sig þá ekki við að ræða þær ráðstafanir einar, er að bændunum sneru. F axaflóaborgirnar. Er þá fyrst að spyrja: Hverjir gerðu verkfall? Hverjir ætluðu að græða mest á því? Fyrri spurningunni er fljót- svarað: Það voru Reykvíkingar og borgirnar þar í grennd. Flest félög utan af landi, víðast hvar, hafa dansað allnauðug. Þótt for- ingjarnir á Akureyri létu mikinn, fékkst vart nokkurt atkvæði í „Iðju“ til þess að gera verkfall við fyrstu lotu. Gunnar í SeÍjatungu telur það vera fávíslegt að velj'a þennan tíma. Það orkár tvfmælis, fyrst verkfallið vár‘' tángarsókn á stjórnina, og súmir verkfallsmenn með takmarkaða atvinnu. Hátíð- irnar voru í nánd, og það sem meira var: bezti atvinnutími á Suðvesturhorni landsins var framundan. Það hlaut að koma mikill fjöldi fólks fólks í at- vinnuieit á þessar slóðir eftir ný- ár og nú var um að gera að borg- irnar syðra gætu gráett á þessu fólki. Hugmyndin um, að þetta var á bak við, sannaðist á því, að hvorki í útvarpsumræðum í des. né viðræðuþófi um lausn deil- unnar, var minnst á husaleiguna einu orði, svo að vitað væri. Eins og húsaleigan í borgunum suð- vestanlands kæmi dýrtíðinni nokkuð við? — Nei, sussu nei. — Þessar borgir gátu hæglega dreg- ið til sín mikið fé fyrir rándýra húsaleigu — og með fleiri ráð- um — eins og sést á því að nú er húsnæði leigt fyrir margfallt verð við það, sem fyrir var. Það, sem kynni að vinnast fyrir þetta fólk, með lausn verkfallsins, þá var það að taka frá því aftur og meira til. Verkfallsblað segir þó frá þessu okri, en hvorki með reiði né grátklökkva, þótt skjól- stæðingar ættu í hlut. Hér var meiri veiði. Útsvör áttu að lækka á miðlungs- og hátekjumönnum, en hækka á stórlöxum. Þeir eru flestir í Reykjavík og með viðskiptum gátu þeir hæglega varpað þeirri byrði yfir á alla landsmenn, en það gátu bæir og sveitir út um land með engu móti. Þetta kvað nú upp úr með, fyrstur manna, verkalýðsforingi á Akureyri og þótti nú súrt að bíta í það epli, sem hann þó hafði átt hlut að, í sköpun arverkinu. En það átti að láta bændur setja niður svo um munaði, og það tókst. Gunnar í Seljatungu segir að við bændur biðjum ekki um nein- ar náðargjafir. Það er rétt. En hann biður um réttlæti. — Nei, það eigum við ekki að gera: Við eigum að heimta réttlæti. Að biðja íbúa borganna á suðvestur- horni landsins, er fásinna, því að þá gengjum við bónleiðir til búða. Viðhorf bænda. Bændurnir á Suðvesturlandi áttu að heimta skaðabætur fyrir það tjón sem verkafólkið olli þeim. Það er skrílríki, þar sem það er látið viðgangast að eyði- lögð séu matvæli og sjúklingum og börnum varnað lífsnauðsyn- legrar heilsulindar. Það gerist með þeim hætti, að úr spenum kúnna streymir lind, sem ekki er hægt að stöðva, og nú er það verðmæti eyðilagt að meira eða minna leyti, ef ekki kemst á rétta staði eða til næringar börnum og sjúklingum, að minnsta kosti. Þetta er hliðstæða við það ef læknir gerði verkfall og leikmenn yrðu að gera að meinum hinna sjúku. Líka hliðstæða við það, ef hásetar tækju skipstjórnarmenn fasta og færu sjálfir að stjórna til ófarnaðar. Hvort tveggja þetta varðar refsingu. Það þjóðfélag, sem er svo vanmáttugt, að það verndar ekki þegna sína fyrir skaðræðisverkum, sem matvæla- skemmdir eru og stefnt er að heilsueyðingu manna, verður að bæta fyrir þann vanmátt sinn. Þess konar verk létu þeir Staun- ing og Attlee ekki viðgangast, þar sem þeir réðu ríkjum og voru þó verkamannaforingjar. Það skorti samtakamátt bænda til þess að geta heimtað þetta, því að ríkið gat alveg eins greitt þess konar bætur eins og það gat tekið 12 milljónir upp úr götunni í fjölskyldubætur til ríkra og fá- tækra. Bændur voru látnir lækka verð sinnar vöru. — Sverrir Gíslason réttlæti það méð því, að' salán aukizt, og þá sennilega að þetta vinni sig upp. Þetta er hliðstæða við það, að stéttafélög launþega lækkuðu kaup sitt í von um meiri atvinnu. Þetta getur verið hyggi- legt. En þó því aðeins að aðrir vinnandi menn geri hið sama. En af því að það gildir ekki á þeim bæjunum, þá kemur það að lok- um niður á bændum, enda virðist Sv. G. standa þarna á allhálu svelli, og ber margt til, sem ekki er unnt að tala um hér. Nýju tækin og framleiðslu- kostnaðurinn. Því hefur verið haldið fram, að vörur bænda gætu lækkað vegna aukinnar vélanotkunar, sem knú- ið væri af olíum eða með rafi. Hugsanarétt er þetta. En líta ber á að þessi umskipti í notkun tækja er svo nátilkomin. Til þess þurfti fjármagn, og því fjármagni þarf að skila aftur, hvort sem er langsparað fé heima fyrir eða lánsfé. Fjárfestingar í vélakaup- um og ræktun krefjast þéss að fá tilbærilegt verðlag afurða alllengi á eftir framkvæmdum. Ekki þarf að ásaka togaraflot- ann nýja né vélbátaflotann fyrir skort á nýjum tækjum, en þó virðist þar ekki ganga allt að ósk- um, þeir þurfa hátt verð fyrir af- urðir til að halda velli, þótt eins sé þar eins og með tækni í bún- aði, að hvort tveggja er þjóðar- nauðsyn. Nú um 20 ára skeið hefur því verið haldið fast fram af sósíalist- um o. fl., að hátt kaupgjald í bæj- um og mikil atvinna færði bænd- um hátt afurðaverð. Þessi kenn- ing er bæði tvíeggjuð og viðsjál. Reynslan er búin að sýna, nú um 30 ára bil, að á hverjum öldufaldi mikils atvinnulífs í borgum verð- ur mestur fólksstraumur frá sveitunum til bæjanna. Sjálfsagt er gott fyrir margar sveitir að fá hátt verð innanlands fyrir af- urðir, en það hefur fyrir aðrar verið keypt með fráhvarfi margra þeirra beztu sona og dætra. Nú hefur sýnt sig að þessi kenning er að setja iljarnar upp en höfuð- ið niður. Borgir suðvestanlands fengu mjög hækkað kaup til sinna manna og sæmilega at- vinnumöguleika, auk tilraima- starfsemi til dýrtíðarstöðvunar. Þó er bændum ætluð lækkun kaups, auk þess sem gerð yar stór niðurgreiðsla á mjólkurvör- ur, sem smýgur inn í vitund borgabúa, að lengra skuli nú haldið þai-na áfram, því að hér sé veikleiki fyrir. Athyglisverður áramótaboð- skapur. Þótt landbúnaðarráðherrann virðist hafa sett hér niður, er óvíst að rétt sé að sakfella hann, því að sýnt er að hann hefur fengið hér dýrkeypta reynslu. Það kemur fram í áramótagrein hans, sem vakið hefur athygli um allt land. Að efni til er grein þessi að flestu leyti með ágætum. Er þó síður en svo, að þessi orð séu töl- uð af móralskri samábyrgð milli mín og ráðherrans hingað til. Hver vitiborinn maður veit, að hvert það þjóðfélag, sem lætur hermdarverk gerast, og áformað var að gera, í verkföllum, um þriggja vikna tíma á hverju ári, það liðast sundur og verður ekki lengi í tölu sjálfstæðra þjóða. Gildi þess, sem ræðan hafði að flytja sannast vel í því, að þeir einir hafa risið upp til andmæla, sem verið hafa, vitandi eða óaf- vitandi, beinir og óbeinir stuðn- ingsmenn rússnesku ófreskj- unnar.1) Strax hefja fylgismenn hennar áróður. M. a. birtir eitt kommún- istablaðið þá fregn, að nemendur Laugarvatnsskóla hefðu samþ. mótmæli gegn stofnun hers eða lögreglu, með þeim rökum, að nær væri þjóð vorri að befa sátt'A arorð þjóða á. milli en stofna til víga. Eg man ekki til að eg hafi séð barnaskap jafn nakinn fýrir opn- um tjöldum eins og þarna, ef rétt er frá sagt. Trúa þessir unglingar því, að þjóð sem temur sér sumt af því, sem gerðist fyrir jólin í vetur, geti verið trúað til að geta borið sáttarorð þjóða á milli, eða vera virt svo mikils að til hennar verði tillit tekið? Nei, ó-nei — og því síður sem nærri lá að þá væri til víga stefnt. — Með verstu að- ferðum deilunnar, vinnum vér hvorki handrita- eða landhelgis- málið. Talað til mæðranna. Næst var áróðursvélinni beint að mæðrum landsins. Samþykktir eru gerðar. Blað á Akureyri birti nýlega grein með stórri fyrirsögn: „MEÐAN ÍSLENZAR MÆÐUR HAFA KOSNINGARÉTT VERÐUR ENGINN HER STOFNAÐURÁ ÍSLANDI.“ Já — ó-já. Það skal nú ekki minnst á nema eitt atriði í grein frúarinn- ar, sem greinina skrifaði, af því að það er sífellt klifað á svipuðum áróðri: að við eigum að halda fast við okkar þjóðlegu verðmæti, tungu og menningu. Þetta er fávísið, vanmegna þjóðarstolt, klætt í hjúp skyn- helginnar. Frúin veit og allir aðrir, sem þannig tala, að einræð- isharðstjórar vorra tíma hafa alls staðar lamið allt þess konar undir hæl sinn, hvar sem þeir hafa til náð? Þeir gerðu það alveg eins hér, ef til næðu. Af því að svo vill til, að eg ber nokkra tiltrú til ritstjórans, sem 1) Kommúnistar kölluðu naz- ismann þýzku ófreskjuna. Það sem nazisminn var þá, það er rússneski kommúnisminn í dag. Höf. birti grein þessa, vil eg gefa hon- um bendingu: Flokksbróðir hans, ritari franska jafnaðarmannaflokksins, sagði snemma árs 1939: „að það þyrfti að gera allt sem unnt væri til að vinna á móti Hitler, en um- fram allt: ekki stríð.“ — Það þarf nú ekki að segja frá, hvernig fór fyrir Frakklandi árið eftir, það hafði ekki haft nægan viðbúnað. Hvernig frelsaðist Frakkland 1944. Það gerðist með þeim hætti að mæðumar í hinum vestlæga og suðræna heimi leyfðu að synir þeirra færu í herklæði til þess að mölva hlekki harðstjóranna af flokksbræðrum ritstjórans og allri frönsku þjóðinni. Með birtingu greinarinnar er ritstjórinn að gefa til kynna, að íslenzkar mæður séu svo lágra sanda og lítilla sæva, að þær vilji ekki taka þátt vörnum sinnar eig- in þjóðar, eða til varðveizlu lýð- ræðislegs þjóðskipulags, og þjóð- arverðmæta, hvað þá að senda syni sína úr landi til þess að mölva hlekki harð- stjóranna, ef svo kynni við að bera, að annarra þjóða mæður þyrftu slíkt að gera. Mundi mig sízt vara það af þeim ritstjóra, sem skrifað hefur hreinskilnasta eftirmæli við frá- fall víðfeðmasta harðstjóra síðari tíma. Atkvæðaveiðar Alþýðuflokksins. Sterkasta stuðningsblað komm- únista, að því er varnir landsins snertir, er „Frjáls þjóð“. Snemma í vetur sagði Arnór þar, að rétt- ara væri þó að hugsa sér innlend- an her, en þann erlenda, en þeg- ar ráðherrann talfærir að þessu þurfum vér að hugsa til, tryllist þessi sami maður af vandlætingu. Að vísu var nú tæpast að vænta annarra hreystiverka úr þeirri áttinni. En hitt var furðulegra hversu hinn „glæsilegi" foringi Alþýðufl., Gylfi Þ. Gíslason, bregzt hér við. í þingræðu, sem hann flutti 22. okt. og birt var í Alþýðublaðinu 8. febrúar segir hann: „Eg er sannfærður um, að verði ekki breytt til um stefn- una, sem fylgt hefur verið við framkvæmd samningsins, þá mun meiri hluti þjóðarinnar snúast gegn því, að annarri þjóð séu faldar vamir landsins, og vilji að við tökum þær í eigin hendur og takmörkum þær þá að sjálfsögðu við tak- markaða getu.“ Þetta skýrir Hannibal þannig, að hér sé meint að vera ætti allt eins og áður: ekkert þjóðvarnar- lið, engin lögregla, enginn her. Það þýðir: allt sé varnarlaust, því að með einhverju þessu verða „varnir“ að vera. Jú, þetta þýðir það að fylgja óskum kommúnista í öllu. Þeir styðja við bakið á þeim flokki, sem þeim er nú erf- iðastur, og allar þessar sam- þykktir styðja að því sama. Líklegt má telja að Alþýðu- flokksmenn geri þetta til at- kvæðaveiða frá þeim sem fátt þekkja, lítið skilja og ekkert vilja vita í þessum málum. Svartasta íhald veraldarsög- unnar. Nú verður hrópað: íhaldsmað- ur! Fasisti! Þeir, sem það gera, mega kalla mig hvaða nafni sem jeir vilja, en því, sem hér er haldið fram, er með þeirri vitund gert, að andstæðingarnir eru að styðja svartasta íhald sem ver- aldarsagan getur um á síðari öld- um, og sem hefur kippt fram- vindu mannréttindalegrar sið- menningar hins hvíta kynflokks aftur á bak um 2 þúsund ára bil, eða til hliðstæðu við galeiðu- þrælkun Rómverja frá þeim tíma. Og það eru einmitt Gylfi, Hannibal og Bragi, sem staðið hafa að útgáfu bókai'1) sem sannar að þetta hefur gerzt á þrjátíu ára tímabili, og bæði af því og fleiru, vildi eg nokkurs af þeim vænta og margt við þá eiga. Sjálfsagt getum við Gunnar í Seljatungu og aðrir bændur tak- mörkuð áhrif haft á það, hvað gerizt næstu árin, en þó nokkur. Þegar við göngum til kosninga í vor, ætlum við að snúa bökum saman og heimta það af þing- mannsefnum þeim, sem vilja fá okkar atkvæði, og láta eiðstaf fylgja, að þau hlutist til um að löggjöf verði sett, sem fyrirskipar, að verstu verkin sem gerðust í desember gerist ekki aftur hér á landi — annars kjósum við þá ekki á þing. Skógarseli 20. marz 1953. Ámi Jakobsson. J) Þrælabúðir Stalíns. Takið eftir! Nýkomin herra og dömu- reiðhjól í sex mismunandi litum, verð frá kr. 1130.00. Lakk fyrir tré og jám alls- konar litir. — Standarar á reiðhjól mjög vandaðir. Reiðhjólaverkstœði Hannesar Halldórssonar Hólabraut 19. Tilboð óskast í íbúð mína Gránufélags- götu 43, neðstu hæð 2 her- bergi og eldhús. Tilboðum sé skilað fyrir 20. þ. m. til Valgerðar Stefánsdóttur Gránufélagsgötu 43, sem gefur allar nánari uppl. Ú t h e y Eg hef nokkra hesta af góðu útheyi, til sölu. Tryggvi Ólafsson, Gilsá 1. Höfum fyrirliggjandi nýja tegund af einþættu bleikjuðu :i nærfatabandi. ULLARVERKSMÍÐJAN GEFJUN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.