Dagur - 11.04.1953, Page 11

Dagur - 11.04.1953, Page 11
Laugardaginn 11. apríl 1953 D A G U R 11 - Læknamálið o. fl. tíðindi frá Moskvu (Framhald af 1. síðu). á síðasta flokksþinginu á sl. ári — og varið heilli ævi til að skapa, var lagt á hilluna. Nýtt þrístirni kom fram á sjónarsviðið, þar sem eru þeir Malenkov for- sætisráðherra, Bería innanríkis- ráðherra og Bulganin hermála- ráðherra. Molotoff virðist ekki hafa vald til annars en stjórna utanríkismálum. Ætlað var að Malenkov hefði ekki meira vald en hinir tveir, enda lét hann af ritarastarfi flokksins. Þá voru þúsundir fanga látnir lausir og verð á neyzluvörum almennings var lækkað (og um leið gefið til kynna að hernaðarundirbúningur inn væri ekki rekinn af sama kappi cg fyrr).. Loks kom svo læknamálið. Gagnrýni á stefnu Staiíns. Allt fram til þess sem lækna- málið var opinberað mátti segja að ekki væri gengið beinlínis á móti stefnu Stalíns. En í tilkynn- ingunni um læknana lá í augum uppi að hún fól í sér harða gagn- rýni á starfi fyrrverandi stjórnar. Þetta leiddi m. a. til þess, að ýms- ir fóru að velta því fyrir sér, hvort arftakar Stalíns hafi ekki beinlínis'losáð sig við hann og hin hættulegu yfirráð hans. Það er vert að minna á, að einn helzti '■ Rússlandssérfræðingur samtím- , r.ns, G.’crge Kennan, fyrrv. sendi 'i herra í Moskvu, hefur lýpt, Stalín j þannig, að hann væri „óttasleg- inn, erfiður og geðvondur gamall maður“ nú hin síðustu ár. Skoð- anir Kennans hafi ekki notið þess fylgis, sem vert væri, því að hann veit hvað hann ér að tala um. — Áður en Stalín hrakti Kennan frá ' Moskvu, sagði Kennan við er- lenda blaðamenn þar, að í Kreml væri hópur manna, sem gjaman vildi breyta um stefnu. Er því svo að sjá, að hann hafi betur en allir aðrir á Vesturlöndum rennt grun í, hvað í vændum var. Úttuðust um aðstöðu Rússa. Skoðun Kennans var, að valda- menn við hirð Stalíns óttuðust að of djarft væri spilað og aðstaðan væri ekki trygg. Hann nefndi Bulganin sem einn hinna óánægðu, sem teldu að Rússar væru búnir að leika af sér í Asíu og væru að tapa í kalda stríðinu í Evrópu. Þeir vildu því ekki halda lengra á þeirri braut, held- ur slá undan og búa betur um sig. Stalíndýrkun á undanlialdi. Fleira er hér athyglisvert, til dæmis það, að dýrkun Stalíns sem yfirmannlegrar veru er nú látin niður falla í rússneskum biöðum og hefur svo verið síðan jarðarförin var gerð. Kennan hefur sagt, að hann mundi ekki verða neitt undrandi þótt það ætti eftir að koma á daginn, að Stalín yrði að lokum nefndur erkisvik- ari við hugsjónir kommúnismans, byltingarinnar. Og Malenkov- dýrkun, sem hófst fyrst eftir valdatöku hans, hætti snögglega eftir að Krúsjeff tók við aðalrit- arastarfi kommúnistaflokksins. — Nú eru tilskipanir gefnar út í nafni miðstjórnar flokksins en ekki í nafni Malenkovs persónu- lega. Fleira er athugavert. Til dæmis það, að læknarnir voru sakaðir um að hafa myrt Sjadan- off, sem var fjandmaður Malen- kovs. Ef sú ásökun hefði verfð réttmæt, hvað þá? Nýtt útsýni. En hvernig Stalín dó og hvernig valdabaráttunni reiðir af, er þó í rauninni minna um vert en það, að þessir atburðir hafa opnað nýtt útsýni og e. t. v. er það skárra út- sýni en áður var, ef menn gleyma því ekki að undansláttur hér get- ur vel þýtt framrás þar. Þannig segist þessum blaðamönnum m. a. frá. - Bagskrármál lanclbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). framt veitt því fólki, er við hann vinnur viðunandi lífskjör, og til Dess að ná því marki er mikil, en skynsamleg, vélanotkun eitt mik- ilsverðasta hjálpartækið. Eg segi skynsamleg, því að vélar geta líka orðið að ómögum. Því að það er ekki hægt að segja um þær allar, eins og karlinn sagði um árabátinn sinn: „Mér þykir vænt um bátinn minn, hann étur nú engan mat frá mér.“ 2. Spurning: Að sjá þeim fyrir verkefni sem hæfir þeim, oé. nægi- :ega miklu, til þess að þær geti svarað vöxtum af því fé, sem í þær er lagt. Það mun þegar nokkuð á dví bera, að búin séu of lítil til að bera þann véiakost, sem þegar hef- ur verið keyptur. Og misnotkun á sér víða stað. Eg tel það ekki vio næfi Farmall A eða Ferguson- traktors að draga áburðardreifara, sem ætlaður er fyrir hest, enda legur dreifarans og styrkleiki ekki neinu samræmi við afl og hraða traktorsins. Eg nefni þetta dæmi vegna þess að mér er kunnugt um að þetta á sér allvíða stað. Nei, bezt not höfum við af vél- um og verkfærum með því að réyna ekki þol þeirra til hins ítr- asta, verja þau ryði og fúa og sjá þeim reglulega fyrir smurningu. Sum verkfæri vinna mjög illa nái þau að ryðga og má .þar til nefna plóga, skera á upptökuvél um, raðhreinsara og fleira, og vil eg benda bændum á hið ógæta ryðlosunar- og ryðvarnarefni FERROBETT. Aðalatriðið við viðhald véla er að þekkja vélina og finna strax og lagfæra ef ciithv.-tð- bilárý arinars getur það valdið, meiri. og minni skemmdum. Bezt er tvímælalaust að vélar og verkfæri séu geymd í húsi, þó er ef til vill enn meira um vert, að við þær sé skilið smurðar og að þær séu varðar með lakki eða málningu. Varast skyldi að geyma nokkuð sem er salt nálægt vélum og verk færum úr járni 3. spurning: Verkfærin þarf að verja fyrir sól, snjó, regni og raka og til þess eru að mínum dómi mjög ókjósanlegir braggar eða önnur járnhús. Steinsteypt, vönduð hús eru óþarflega dýr og halda frekar í sér raka. Lang hagkvæmast mundi vera ef hægt væri, að fá ný, verksmiðju 'tníðuð járnhús af ýmsum stærð um. Þau hafa alla þá kosti til að bera, sem verkfærageymsla þarf að hafa og það að auki: að fljótlegt er að reisa þau og þarf ekki dýra fagmenn til. Þægilegt að stækka þau og flytja ef með þarf. Frá Krabbameinsfélagi Akur eyrar. Fyrsti sunnudagur í apríl hefur verið valinn sem alþjóðleg ur baráttudagur gegn krabba meini, og í tilefni af því hefur Krabbameinsfélag íslands fengið leyfi til að selja merki til styrktar starfsemi sinni næstk. sunnudag. 12. apríl, í helztu kaupstöðum landsins. Krabbameinsfélag Ak ureyrar væntir þess, að fólk hér á Akureyri bregðist vel við og kaupi merkin, er komið verður með þau heim til þess. Hjónaefni. Á páskadag opinber uðu trúlofun sína ungfrú Sólveig Kristjánsdóttir verzlunarmær og Einar Gunnlaugsson, Fögruvöll um, Glerárþorpi. Samlágningarvél — R. C. Allen — til söln. Bragi Eiriksson. Simi 1612. lí1 bœ I. O. O. F. = 13441081/2 Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Hólum, sunnudaginn 19. apríl kl. 1 e. h. Saurbæ, sama dag, kl. 4 e. h. — Grund, sunnu- daginn 26. apríl kl. 1.30 e. h. — Kaupangi, sunnudaginn 3. maí kl. e. h. — Munkaþverá, sunnu- daginn 10. maí kl. 1.30 e h. Kirkjubrúðkaup. Þann 4. apríl sl. gaf séra Pétur Sigurgeirsson saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Ólafíu Margrétu Guðjónsdóttur og Kára Braga Jónsson prentnema í Prentverki Odds Björnssonar. Heimili ungu hjónanna er í Þórunnarstræti 93. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína í Reykjavík ungfrú Guðbjörg Tómasdóttir, Bjarmastíg 6, Akureyri, og Svavar Jóhannesson, Akureyri, nemandi í Kennaraskólanum. Bændaklúbbsfundur verður n.k. Driðjudagskvöld að Hótel KEA kl. 8.30. — Umræðuefni er heyverk- Samvinnan, aprílheftið, flytur Detta efni: Gernýting í iðnaði og verzlun, ritstjórnnrgrein, Framtíð íslands byggist á frjómætti jarðar og afli fallvatna eftir Jón Sig- urðsson í Yztafelli, Kvikmyndir framtíðarinnar, þýdd grein, Hlöðukálfur, smásaga eftir Sig- urjón Jónsson frá Þorgeirsstöð- mn, Viðtal við ungan kaupfélags- stjóra, grein um „jeppa háioft- anna“, Ágrip af sögu verzlunar- samtaka við ísafjarðardjúp eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöð- um, þátturinn svipi rsamtíðar- manna, um myndir Emils Thor- oddsen, framhaldssaga o. fl. Strandarkirkja. Áheit kr. 50.00 frá J. G. Mótt. á afgr. blaðsins. Samkomugestunum í Nýja-Bíó a páskadaginn er vinsamlega boðið á samkomu í Sjónarhæð á sunnud. kl. 5. Ræðuefni: Sáð- maðurinn og jarðvegurinn. Fokdreifar (Framhald af 6. síðu). leg réttarmorð, var það eitt, að einvaldinn rússpeski, sem yfir þessari réttvísi drottnaði, fékk heilablóðfall og dó. Engin tíðindi, sem borizt hafa frá Rússlandi um langa hríð, hafa vakið meiri at- hygli um gjörvallan heim en til- kynning Bería innanríkisráð- herra í Moskvu um læknamálið. En þá ber svo við, að kommún- istablaðið hér telur ekki ástæðu til að vitna í Bería. Einu sinni þóttu allt fréttir, sem gekk út af munni kommúnistaleiðtoganna, en nú er öldin önnur. Kannske samvizkan sé ekki góð hjá því fólki hér úti á íslandi, sem lengi hefur verið ginnt til þess að trúa því blókalt, að réttvísin væri hvergi meiri en hjá Stalín og stjórnarfarið hvergi heilbrigðara? Eða eru þeir að búa sig undir að taka við fregnum að austan um að sjálfur hinn gengni einvaldi hafi í rauninni verið erkibófi og fjandmaður þjóðar- innar? Kommúnistar eru orðnir ýmsu vanir og fyrir þá er hentast að láta sér ekki verða bylt við óvænt tíðindi og hafa sannfær- inguna vel smurða svo að hún geti snúizt lipurlega þegar kallið kemur. Náttúrugripasafn bæjarins er opið á hverjum sunnudegi kl. 2— 4. Safnið er í slökkvistöðinni nýju, aðgangur er ókeypis. „Dómar“. Vegna veikinda eins leikandans falla niður sýningar á „Dómum“ um þessa helgi. Áheit á Sólheimadrenginn. Kr. 50 frá J. J. Mótt. á afgr. blaðsins. Látin er hér í bænum nú fyrir nokkrum dögum frú Dagmar Sigurjónsdótir, kona Haraldar Guðnasonar verkam., á bezta aldri. Frú Dagmar var framarlega í ýmsum félagsskap kvenna hér í bæ, var form. félags Sjálfstæðis- kvenna, í stjórn Fegrunarfélags Akureyrar og lét til sín taka í fleiri félögum. Blaðið vill vekja athygli for- eldra í bænum á kvikmyndasýn- ingu sem Barnaverndarfélagið hér gengst fyrir á morgun kl. 5 í Alþýðuhúsinu. Þar verða sýndar kvikmyndir um uppeldismál, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið gera. Aðgangur er ókeypis. Sextugur varð 7. þ. m. Guð- mundur Stefánsson í Árgerði í Glerárþorpi, einn hinn mesti myndar- og dugnaðarmaður í verkamannastétt hér um slóðir og vel metinn af öllum, sem til hans þekkja. Heimilisblaðið Haukur, apríl- heftið, flytur m. a. þetta efni: Vitrun Hallgríms Péturssonar eftir Þorst. Þ. Þorsteinsson, Flugmenn vílja ekki fljúga þrýstiloftsflugvélum, þýdd grein, Nýjasta nýtt, í tækni og hefst þar með nýr þáttur í blaðinu undir því nafni, Listamannaþáttur, er fjallar að þessu sinni um Gunnar Eyjólfsson leikara, þá eru margir þýddir þættir og sögur, kvæði og lausavísur og sitt hvað fleira. Þetta blað er mjög snoturt að öllum frágangi. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánud. 13. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Fundarefni: Kosning embættismanna o. fl. Bíóin. — Stórmyndin „Glötuð helgi“, sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum og vakti þá mikla eftirtekt, verður sýnd í Skjald- borgarbíói fljótlega. Þá sýnir bíó- ið nú á næstunni ameríska mús- íkmynd, sem _,Humoresque“ heit- ir. Var hún sýnd hér fyrir nokkr- um árum og vakti athygli, enda er hvort tveggja að hún er skemmtileg og vel leikin og flyt- ur afbragðs tónlist, bæði fiðluleik og píanóleik (Oscar Levant). — Nýja-Bíó er einnig með ágætar myndir á næstunni: „Gulleyj- una“, sem gerð er eftir heims- frægri skáldsögu Robert Louis Stevenson, og japönsku verð- launamyndina Rasho Mon, sem hvarvetna hefui- vakið mikla at- hygli. Bréfaskiptaklúbburinn The Hi- bernian Link í London óskar að komast í samband við íslendinga, sem gjarnan vilja standa í bréfa- skiptum við menn í öðrum lönd- um. Menn geta snúið sér til for- seta klúbbsins, Mr. Vemon R. Crowley, 15 Hay Hill, London W. 1. og senda jafnframt utaná- skrifað umslag (eigin adr.) og al- þjóðleg svarmerki fyrir burðar- gjaldi. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Samkoma á sunnudag kl. 8.30 e. h. Sigurmundur Einarsson frá Reykjavík talar. — Söngur með guitar- og orgelleik.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.