Dagur - 11.04.1953, Side 12

Dagur - 11.04.1953, Side 12
12 Laugardaginn 11. apríl 1953 Bagur menn fórust í snjóflóðinu Auðnum í Svarfaðardal | Fjársöfnun til styrkt- \ ar bóndanum á Auðnum Ríkissf jórnin útvegar bæjarútgerð Siglufjarðar 4,5 millj. kr. lán Tveir heimilismanna björguðust nauðuglega - nær allur bústofn fórst - öll hús jarðarinnar í rústum - vasklegt björgunarstarf Svarfdælinga í stórviðrinu á iöstudaginn langa féll mikið snjóflóð á bæinn að Auðnum í Svarfaðardal og færði bæjarhús öll á kaf og möl- braut þau og fórust tveir menn í flóðinu en tveimur heimilismönn- um björguðu Svarfdælingar úr rústunum og flóðinu, en þeir brugðu skjótt og vasklega við til hjúlpar í óveðrinu. 4 HEIMILISMENN. Á bænum voru 4 heimilismenn, Jón Ágústsson bóndi og kona hans, Rannveig Valdimarsdóttir frá Teigi í Vopnafirði, og foreldr- ar bóndans, Ágúst Jónsson, aldr- aður og hættuf búskap, og kona hans, Snjólaug Flóventsdóttir. — Björguðu sveitungar þeirra þeim Jóni og móður hans lifandi úr flóðinu, en Ágúst fannst örendur um nóttina og undir morguninn unga konan, og er talið að þau hafi látizt skjótlega eftir að flóðið féll á bæinn. SÁ ÞAKIÐ Á ANNARLEGUM STAÐ. Næsti bær við Auðnir er Hóll og er skammt í milli bæjanna. í hríðarupprofi undir kvöldið á föstudaginn langa sá bóndinn á Hóli, Zóphonías Jónsson, sem snöggvast heim að Auðnum og virtist honum þak íbúðarhússins undarlega framarlega á hlaðvarp- anum. Fór Friðbjörn sonur hans þá sem skjótast að athuga, hverju þetta sætti, og varð þá ljóst hvernig komið var. Hafði flóðið fallið á bæinn um kl. 5 e. h. — Selveiðar Norðmanna Frá því hefur áður verið skýrt hér í blaðinu, að er vetfarsíld- veiðunum lauk, hafi allmörg skipanna frá Álasundi og Sunn- mæri þegar búizt á selveiðar í Vesturísinn, hér norður af fs- landi. En nokkru áður voru þrjú hinna stærri selveiðiskipa í Ála- sundi farin áleiðis vestur til Ný- fundnalands. Hefur veiði þeirra skipa gengið allvel, og fréttist eftir miðjan marz, að veiði þeirra væri allt að 10.000 selir á skip, — og nú nýskeð segir útvarpsfrétt: 10 12.000 selir. Aftur á móti kvað selveiði í Vesturísnum hafa verið fremur treg, og að sum skipanna muni hafa lagt af stað vestur til Nýfundnalands. — Er það all-langsótt veiði og harð- sótt, en ekki er slegið slöku við, og sækja norsk selveiðiskip nær á hverju ári þangað vestur. Heimilismenn á Hóli brugðu skjótt við að koma fregninni um dalinn og jafnframt að ná sam- bandi við Dalvík og tókst það með aðstoð stöðvarstjórans á Urðum og útvarpsins. Drifu menn skjótt að slysstaðnum, þótt veður væri hið versta og var björgunarstarf þegar hafið. — Slysavarnasveitin í Dalvík bjóst þegar til ferðar og hafði snjóýtu meðferðis, en hjálparmenn gengu á skíðum. Var stórfenni og mjög erfitt að brjótast fram dalinn. TVEIMUR BJARGAÐ. Svarfdælingar heyrðu brátt til Jóns bónda á Auðnum, þar sem hann var grafiim í fönninni og náðu honum, og nokkru síðar móður hans. Var Jón bóndi furðulega hress, en móðir hans meidd og þjökuð. Næst fannst Ágúst Jónsson örendur og undir morgun fannst lik ungu konunn^ ar. Hafði hún lent mjög djúpUÍ fönninni. SKEPNUR FÓRUST — HÚS GJÖREYÐILÖGÐ. Nær allui- bústofn bóndans fórst í flóðinu, aðeins 2 ær voru lifandi af 35, allir nautgripir fór- ust, en 2 hestar voru lifandi. Öll hús éyðilögðust gjörsamlega. Fjallsmegin við bæinn voru hest- hús, efst, þá hlaða, fjárhús og fjós, sambyggt, þar næst bæjarhúsin og var skammt í milli. Nýtt, ein- lyft steinhús var þar og framan við það og áfast timburstofa. Var fólkið í framhúsinu, er flóðið féll á bæinn og gafst ekkert ráðrúm til undankomu. Öll húsin gjpr- eyðilögðust, kurluðust bókstaf- lega í smátt, svq og allt innbú að kalla má, og má segja að allt þetta heimili hafi gjörsamlega verið lagt í rústir í þessu ægilega snjó- flóði. MIKIÐ EIGNATJÓN. Jón Ágústsson á Auðnum var nýlega tekinn við jörðinni og hafði keypt hana, hafði ennfrem- ur ráðizt í að byggja íbúðarhús. Á svipstundu missti hann ástvini sína tvo, eiginkonu og föður, og allar veraldlegar eigur. Er missir hans allur mikill og óbætanlegur. En sveitungar hans -hafa hafizt handa um fjársöfnun honum til styrktar og munu margir aðrir einnig vilja leggja þar hönd á plóginn. Stendur þessi fjársöfnun yfir nú. Hér á Akureyri veita blöðin gjöfum móttöku, eins í Reykjavík. Ekki er vitað til að, snjóflóð hafi áður fallið á bæjarhús á Auðnum. Utvegsbankinn hér lánar rúmlega eina millj. kr j Hafin er f jársöfnun til styrkt- j É ar bóndanum á Auðnum í [ j Svarfaðardal, er varð fyrir j j hinum hörmulega ástvinamissi j | í snjóflóðinu á föstudaginn! j langa, og um leið öreigi, því að j ! flóðið tók húsin, bústofninn og \ j innbúið allt að kalla má. Er j ! þetta meira fjárhagstjón en ! = réttmætt og mögulegt er að j j einn maður beri, enda mun al- [ j mennur vilji fólks víða um j j land að hlnupa undir bagga [ [ með honum. Blöðin liér á Ak- ! j ureyri taka á móti framlögum. j [ Afgreiðsla Dags í Hafnarstræti! j 88 er opin alla virka daga. •mmmimmimmimimmmimmimmimmmmimmmmmimmmmmi* Dr. Sveinn Þórðarson skipaður skólameistari á Laugarvatni Dr. Sveinn Þórðarson mennta- skólakennari hér á Akureyri var hinn 1. apríl skipaður skólameist- ari við hinn nýja menntaskóla á Laugarvatni. Skipaði forseti Is- lands hann í embætti skv. tillögu menntamálaráðherra. Á meðal um- sækjenda um embsfettið voru m. a. Steindór Steindórsson mennta- skólakennari, dr. Broddi Jóhann- esson uppeldisfræðingur og Ólaf- ur Briem kennari á Laugarvatni. Dr. Sveinn er maður á bezta aldri og hefur notið álits og vinsælda í starfi sínu hér nyrðra. Stjórnmálaumræður í Framsóknarfélaginu á miðvikudag Framsóknarfélag Akureyrar heldur fund n.k. miðvikudags- kvöld og verður þar rætt um stjórnmálahorfurnar, síðasta flokksþing Framsóknarmanna og kosningarnar í sumar. Þess er vænzt að félagsmenn fjölmenni á þennan fund. Á miðvikudngsmorguninn kom hingað norska hjálparslíipið Nor- sel, sem fylgist með norska sel- veiðiflotanuni í Vesturísnum svo- nefnda, mcð 3 slasaða mcnn og voru þeir lagðir hér inn á sjúkra- húsið og liggja hér enn. Tveir þeirra voru fótbrotnir, höfðu slasast við að stökkva frá skipi niður á ísinn til selveiðanna, en hinn þriðji hafði fengð skot í ökla og var það slysaskot. Norsel fór héðan síðdegs á miðvikudag Siglufjarðartogaramir tveir, sem bundnir hafa verið síðan í janúar, eru nú famir eða um það bil að fara á veiðar og hefur gieiðst úr fjárskorti útgerðarinn- ar með þeim iiætti að ríkisstjórn- in hefur útvegað stórlán til rekst- ursins en hefur jafnframt hlutast til um að ný útgerðarstjórn ann- ist reksturinn. Verður forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins jafnfram forstjóri togaranna, sem þó verða reknir á ábyrgð bæjarsjóðs Siglufjarðar. Stórtap 1952. Siglufjarðartogararnir voru rekn- ir með stórfelldum halla á sl. ári, eða um 2 Vz millj. kr., að því hermt er í Siglufjarðarblöðum, en tapið á árinu 1951 nam um 2 millj. Nem- ur þetta tap sem svarar öllum álögðum útsvörum í kaupstaðnum sl. 2 ár. Var bærinn kominn í þrot með rekstur skipanna og leitaði til ríkisstjórnarinna um aðstoð, en at- vinnuástand í Siglufirði er og hef- ur verið mjög erfitt að undanförnu. Greiddist svo úr þessum málum nú skömmu fyrir mánaðamótin, að ríkisstjórnin hljóp undir bagga með ýmsum skilyrðum þó. Milljón frá Útvegsbankanum. Lánsfé það, sem Siglufjarðarbær fær, er frá lánsstofnunum og rík- inu og skiptist þannig: Landsbank- inn 1 millj., Útvegsbankinn á Ak- ureyri 1 millj. 75 þús., Útvegs- bankinn í Reykjavík 1 millj 750 þús., ríkissjóður (atvinnubótafé) 750 þús. Skilyrði ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin setti ýmis skilyrði fyrir aðstoð þessari og eru þau þessi, að því kom fram á bæjar- stjórnarfundi í Siglufirði nú fyrir skömmu: 1) Núverandi útgerðarstjórn hætti störfum og stjórn ríkisverk- smiðjanna taki að sér reksturinn með Sigurð Jónsson sem fram- kvæmdastjóra, og fyrir reikning bæjarsjóðs. 2) Bæjarstjórn Siglufjarðar veit- ir væntanlegri útgerðarstjórn óaft- urkallanlegt umboð til að annast alla útgerðarstjórn og rekstur tog- araútgerðar bæjarins frá 31. marz n.k. til jafnlengdar næsta ár á ábyrgð og fyrir reikning bæjar- sjóðs Siglufjarðar. Eftir þann tima og aftur á selveiðislóðirnar í Vesturísnum. Eftir hinar miklu slysfarir þar í fyrra, um þetta leyti árs, er fimm selveiðiskip týndust, var ákveðið að hafa hjálparskip með selveiðiflotanum. Norsel er allfrægt skip þótt ekki sé það stórt. Það- flutti sænsk- norsk-brezka vísindaleiðangur- inn til Suðurskautslanda fyrir einum tveimur árum og var hinn kunni landfræðingur, prófessor Ahlman í Stokkhólmi, fyrir þeim leiðangri. getur bæjarstjórn Siglufjarðar eða útgerðarstjómin sagt upp samning- um með sex mánaða fyrirvara. Uppsögn bæjarstjórnar er þó eigi gild nema með samþykki ríkis- stjórnarinnar, meðan ríkssjóður stendur í ábyrgð fyrir lánum þeim fyri bæjarútgerðina, sem hér um ræðir eða eftirstöðvum þeirra. 3) Siglufjarðarbær semji um gjaldfrest á lausaskuldum bæjar- útgerðarinnar. 4) Skuld við Síldarverksmiðj- una Rauðku, kr. 218 þús., greiðist ekki að svo stöddu. 5) Siglufjarðarkaupstaður láti útsvör skipverja standa inni hjá útgerðinni sem áhættufé. 6) Hlutabréf Siglufjarðarkaup- staðar og Rauðku í Fiskþurrkun h.f. verði framseld útgerð togar- anna og fyrirtækið rekið af togara- útgerðinni. 7) Togararnir verði veðsettir ríkissjóði fyrir lánunum, ennfrem- ur síldarverksmiðjan Rauðka á eftir áhvílandi veðum. Sigurður Jónsson og verksmiðju- stjórn hafa samþykkt að verða við tilmælum ríkisstjórnarinnar um að taka að sér rekstur togaranna gegn eftirfarandi skilyrðum: 1) Bæjarútgerðin greiði síldar- verksmiðjunum 1—\Vz% af brúttó tekjum útgerðatinhar í þóknun fyrir framkvæmdastjórn, skrif- stofustörf, skrifstoíuhúsnæði ásamt ljósi og hita. 2) Inneign Siglufjarðarkaupstað- ar á viðskiptamannareikningi, ca. 1 millj. 565 þús. kr., færist sem framlag kaupstaðarins til bæjarút- gerðarinnar á vaxtalausum bið- reikningi. 3) Að Siglufjarðarkaupstað tak- ist að ná viðunandi samningum um greiðslu lausaskulþa þæjarútgerð- arinnar, að álitj stjórnar síldarverk- smiðjanna, en gengið er út frá, að sjóveðskröfur og aðrar kröfur, sem ekki verður komist hjá að greiða, að áliti fulltúa Siglufjarðarkaup- staðar og stjórnar síldarverksmiðj- anna, verði greiddar nú þegar af lánsfé því, sem ríkisstjórnin hefur útvegað. Forsslund skrifar r Islandsþætti í Vi Sænski ritstjórinn Jöran Forsslund, sem hér var á ferðinni í sl. mánuði, er nú farinn að birta íslandsþætti í hinu stóra vikuriti Vi, sem sænska samvinnusam- bandið gefur út, og fjallar fyrsti þáttur hans um ferðina til íslands með Arnarfelli nú í vetúr og er fjörlega skrifaður eins og jafnan áður er þessi ágæti saesnski blaða- maður og ljósmyndari hefur skrifað um íslandsférðir sínar. — Ágætar ljósmyndir prýða greinar hans. Væntanlega mun Vi birta fleiri greinar eftir Forsslund á næstunni. Sýslufundur stendur yfir .Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hófst hér í bænum sl. miðvikudag og mun hann væntanlega standa fram yfir helgi. Mörg mál liggja fyrir sýslunefndirmi til afgreiðslu. Norska eftirlitsskipið flntti hingað 3 slasaða menn af selveiðiflotanum í vesturísnum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.