Dagur - 27.01.1954, Síða 7
Sliðvikudaginn 27. janúar 1954
DAGUR
7
Hörgdælir sigruðu í skákkeppni
við Akureyringa
Síðastliðinn sunnudag fór fram
skákkeppni í milli Skákfélags
Akureyrar og nokkurra bænda
úr Hörgárdal. Teflt var á 10 borð-
Akureyri:
1. Kristinn Jónsson Vi
2. Steinþór Helgason 0
3. Haraldur Bogason 0
4. Ingimar Jónsson 1
5. Anton Magnússon %
6. Sigurður Jónsson 0
7. Adolf Ingimarsson 1
8. Rögnvaldur Rögnvaldsson 14
9. Friðgeir Sigurbjörnsson 14
10. Gunnlaugur Guðmundsson 0
Alls 4
Úrslit þessi sýna að Hörgdæl-
ingar standa á gömlum merg í
skákíþróttinni.
Fyrir 25 árum var mikið teflt í
Hörgárdal og mun þar hafa verið
annað eða þriðja sterkasta skák-
um. Hörgdælir sigruðu með 6
vinningum gegn 4 v. — Úrslit
einstakra skáka fara hér á eftir
Hörgdælir:
Baldur Guðmundsson 14
Halldór Guðmundsson 1
Guðmundur Eiðsson 1
Helgi Friðfinnsson 0
Friðfinnur Friðfinnsson 14
Búi Guðmundsson 1
Steinberg Friðfinnsson 0
Árni Haraldsson 14
Þórólfur Magnússon 14
Ólafur Stefánsson 1
Alls 6
félag landsins á þeim tíma.
Skákfélag Akureyrar þakkar
Hörgdælum fyrir skemmtilegan
leik og höfðinglegar móttökur.
Rögnv. Rögnvaldsson (form.).
- Kaupin á togaranum „Sléttbak"
(Framhald af 1. síðu).
lagi og hefði verið vel við haldið.
Voru samningar síðan undir-
ritaðir og togarinn afhentur Út
gerðarfélaginu.
Undirtektir í bæjarstjórn.
Þegar hingað norður kom og
málið kom fyrir bæjarstjórn,
sannaðist, að áhugaleysi Sjálfst,-
manna fyrir þessum togarakaup-
um hafði verið meira en orðin ein.
Á bæjarstjórnarfundi þeim, sem
um þetta fjallaði, kom í ljós að
aðeins 1 af 4 bæjarfulltrúum
Sjálfstæðismanna hafði áhuga
fyrir málinu, þótt við endanlega
atkvæðagreiðslu færi svo, að
helmingur liðsins greiddi atkvæði
með kaupunum, sem búið var að
gera og ganga frá. Af hinum
tveimur er það að segja,
að annar greiddi atkvæði gegn
málinu, en hinn sat hjá. Þannig
var ,,forusta“ Sjálfstæðisfl. í
merkustu aukningu atvinnu-
tækja, sem hér var gerð á s.
ári.
Ef bæjarfélagið hefði ekki átt
aðra að en foringja Sjálfstæðis-
manna hér í bænum, hefðu þessi
togari aldrei hingað komið.
Skipið reyndist vel.
Það var nokkur vísbending um
afstöðu sumra Sjálfstæðismanna
til þessa máls, að þeir bera það
út um bæinn að togarinn Slétt-
bakur hafi reynzt heldur illa og
verið dýr í viðhaldi. En sannleik-
urinn er að skipið hefur reynzt
mjög vel og ódýrara í viðhaldi en
Kaldbakur, sem er jafngamalt
skip.
Kaupin á Sléttbak eru glöggt
dæmi um það, hverja þýðingu
hefur fyrir bæjarfélagið að
hafa í bæjarstjórn framkvæmda-
mann og hæfileikamann sem Jak-
ob Frímannsson. Að öðrum fram-
bjóðendum ólöstuðum, ætti^það
að vera hverjum bæjarmanni
augljóst, að hann er líklegastur
þeirra allra nú sem áður til að
vinna að eflingu atvinnulífsins og
aðstaða bæjarins út á við er
styrkari en ella vegna þess trausts
sem hann nýtur hjá peningastofn-
unum og ríkisvaldi og hjá öllum
almenningi. Kaupin á Sléttbak-
sýna, hvernig slíkir fulltrúar
vinna fyrir bæinn.
Dylgjur ísl. í sambandi við það
mál, eru einhver lágkúrulegustu
skrif, sem sést hafa hér fyrir
kosningar, og er langt jafnað. En
á þeim sést, að samvizka .,Sjálf-
stæðishetjanna góðu“ er heldur
bágborin, í þessu máli a. m. k.
Athugið!
INNIHURÐIR
tvöfaldar, kr. 160.00 pr. stk.
*
Önnumst
INNRÉTTINGAR
°g
HÚSASMÍÐI
*
LÍKKISTUR
ávallt fyrirliggjandi.
*
T résmíðaverkstæðið
Reynir s.f.
(við Sjávargötu).
lngólfur Jónsson (sínii 1401)
%f
Guðmundur Valdemarsson.
MÓÐIR, KONA, MEYJA.
ATHAFNIR ERU BETRI EN
INNANTÓMUR ORÐA-
FLAUMUR.
(Framhald af 4. síðu).
með einhverju. — Á vegi Fram-
sóknarflokksins hafa fyrr en nú
orðið slíkar pólitískar vindbólur,
en örlög þeirra eru ávallt hin
sömu, þær springa og samlaga sig
síðan umhverfinu, þar sem um-
breytingin er hagfelldust í þann
og þann svipinn.
Kjósandi góður! Ef þú vilt
áframhaldandi þróun í þessu bæj-
arfélagi, þá áttu að nota atkvæði
þitt þann veg að styðja frambjóð-
endur Framsóknarflokksins, því
að þeir eru fulltrúar athafna og
áframhaldandi vaxtar í þessu
bæjarfélagi. Fyrir því liggja stað-
reyndir undangenginna ára. Þær
staðreyndir eru engin innantóm
orð, heldur raunveruleiki, sem þú
með eigin augum getur séð hvar
sem þú ferð um bæinn.
Samvinnumaður.
I. O. O. F. — Rbst. 2 — 102127814
I. O. O. F. = 13512981/!* -
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju kl. 2 e. h. n.k. sunnudag.
(Gamli sjómannadagurinn). —
F. J. R.
Möðruvallakl.prestakall. Mess-
að að Bægisá á sunnudaginn 31.
janúar og á Bakka sunnud. 7.
febrúar kl. 2 e. h. — Fermingar-
börn vorsins komi til spurninga.
Sóknarprestur.
Litmyndir frá Bermuda-eyjum
og Portúgal verða sýndar að
Sjónarhæð á sunnudaginn kl. 5—
5.30. Almenn samkoma á eftir. —
Allir velkomnir. Sunnudagaskóli
kl. 1. — Aðrar samkomur sem
venjulega.
Hjónaefni. Nýlega opinberuðu
trúlofuh sína í Reykjavík ungfrú
Ester Sighvatsdóttir Andreasson-
ar bónda, Ragnheiðarstöðum í
Gaulverjarhreppi, og Kristján
Jónsson Kristjánsson, Spítalaveg
17, Akureyri.
- FOKDREIFAR
(Framhald af 4. síðu).
meðal andstæðinga kommúnista
hér í bænum vegna þess að ,,sig-
urhorfui'“ C-listans séu nú slíkar!
Menn eru lítt sammála um kosn-
ingahorfurnar í bænum, nema að
öllum kemur saman um, að
hvernig svo sem allt veltist • að
lokum sé eitt víst: kommúnistaí’
munu enn gjalda afhroð, enda er
nú kunnugt um ýmsa brodda
flokksins, sem eru orðnir saddir
lífdaga og hafa kvatt kóng og
prest og skellt hurðinni á eftir
sér. Er líklegast að þau örlög
bíði kommúnistanna nú, að tapa
öðrum fulltrúa sínum í bæjar-
stjórn og eru þetta gleðileg aft-
urbatamerki í bæjarlífinu.
Vínber
Óbrennt kaffi
á gamla verðinu
Kaupfél. Verkamanna.
- Radartækin
(Framhald af 8. síðu).
Jakob benti á, að bæjarstjórnin
hefði á sl. kjörtímabili reynt að
styðja málið, m. a. með því að
leggja til ókeypis land fyrir völl-
inn, sand og möl til flugvallar-
gerðarinnar og með því að færa
rafmagnslínur, en það mun kosta
talsvert fé.
Allt flugvallarmálið hefur not-
ið þess, að þeir sem með flugmál
fara, vilja styðja Akureyri ogEyja
fjörð til þess að komast í sem ör-
uggast flugsamband við umheim-
inn. í þessu efni hafa margir
unnið gott starf, en sérstaklega
má taka fram, að allt málið hefur
notið stúðnings Framsóknar-
flokksins, utan bæjar og innan.
Kvenfélag Akureyrarkirkju
heldur framhalds-aðalfund í
kirkjukapellunni 28. janúar kl. 5
e. h. Rætt um fermingarkyrtlana.
Nauðsynlegt að konur fjölmenni
stundvíslega. Stjórnin.
Höfðingleg gjöf. Hjónin Guð-
björg Pálsdóttir og Sigfús Jóns-
son, Víðivöllum 14, Akureyri,
hafa gefið tíu þúsund krónur til
Nýja sjúkrahússins. Flyt eg gef-
epdunum alúðar þakkir stjórnar
sjúki-ahússins fyrir örlæti og vel-
vilja í garð þess. — Brynjólfur
Sveinsson.
Árshátíð Karlakórs Akureyrar
verður haldin á Hótel KEA laug-
ardaginn 6. febr. Styrktarfélagar
vitji aðgöngumiða á sama stað
miðvikudagskvöldið 3. og fimmtu
dagskvöldið 4. febrúar.
Frá íþróttafélaginu Þór. Leik-
stofur félagsheimilis templara að
Varðborg, verða opnar fyrir fé-
laga miðvikudaginn 27. þ. m. og
og annan hvern miðvikudag fyrst
um sinn. Aðgangur er ókeypis. —
Nýjir félagar geta látið innrita sig
á staðnum. Börn 8—13 ára fá að-
gang kl. 6—8 e. h., eldri félagar
kl. 9—11 e. h. Að þessu sinni
verður til skemmtunar billiard,
borðtennis, bob, spil, töfl, bækur
og kvikmynd. Fjölmennið og tak-
ið með ykkur nýja félaga. —
Stjórnin.
I. O. G. T. Stúkan ísafold-
Fjallkonan nr. 1 heldur fund n.k.
mánudag kl. 8.30 e. h. í Skjald-
borg. Innsetning embættismanna
o. fl. Skemmtiatriði. Sérstaklega
óskað eftir að unga fólkið komi á
fundinn. Nýir félagar velkomnir.
Rauði Krossinn. Gjafir til hjón-
anna á Heiði: Ó. A., Akureyri, kr.
500. — Skarphéðinn Ásgeirsson,
Ak., kr. 500. — Steingrímur Is-
feld, Ak., kr. 100. — Magnús, Ak,,
kr. 10. — Soffía Þorkelsdóttir,
Ak., kr. 100. — Bjarni Sigurðsson,
Ak., kr. 100. — Vigfús Einarsson,
Ak., kr. 100. — Pálína Tryggvad.,
Ak., 50. — Svava Árnadóttir, Ak.,
kr. 100. — A. G. J.. Ak., kr. 150.
— Pálína Jónasdóttir, Árgerði,
kr. 50. — S. og S., Ak., kr. 500. —
Kristrún Benediktsdóttir, Ak., kr.
50. — Margrét Antonsdóttir, Ak.,
kr. 500. — N. N., Ak., kr. 50. —
G. P., Ak, kr. 100. — B. B„ Ak„
kr. 20. — Guðiún Sölvadóttir,
Ak„ kr. 10. Auk þess fatnaður. —
ATH. Söfnunin hætitr um næstk.
mánaðamót.
Hestamannafélagið Léttir ætlar
að starfrækja tamningastöð í
vetur frá febrúarbyrjun til maí-
loka. Tekui' stöðin ótemjur til
tamningar og tamda hesta til
þjálfunar. Ef vel tekst til sem
miklar líkur benda til er tamn-
ingastöðin mikils virði fyrir hina
mörgu hrossaeigendur í bænum.
Foreldrar! Minnið börn ykkar
á að hanga ekki aftan í bílum á
götunum, en þeim hættir við
því, sérstaklega þegar þau eru
að koma í skólann og fara úr
honum. Þetta er lífshættulegur
leikur, og ber því að reyna að
venja börnin af honum.
Sameiginlegur fund-
ur á sunnudaginn
(kosningadaginn) kl.
5 e. h. í kapellunni.
Kaþólska kapcllan (Eyrar-
landsv. 26). Lágmessa á sunnu-
daginn kl. 10.30 árdegis. — Á
undan messu er kertavígsla í stað
vígslu á þriðjudag, en þá er kynd
ilmessa. Fólk getur komið með
sín kerti til vígslu Öllum heimill
aðgangur við messur.
- Fundurinn síðastlið-
inn sunnudag
(Framhald af 5. síðu).
bæjarins og útlit bæjarins. Hann
taldi skipulagsrriálin hér ekki hafa
fai’ið vel' úr’ hendi. Hér hefði ver-
ið hafizt handa. af myndarskap
um aldamót um skipulagningu,
en svo hefði sigið á ógæfuhlið
eins og skipulag Oddeyrar sýndi
bezt. Hann ræddi galla þess, að
skipulagsnefnd í Reykjavík skuli
ráða mestu um útlit bæjarins og
benti á nauðsyn þcss, að í bænum
starfaði arkítekt. Nú í dag væri
aðkallandi að ganga frá skipulagi
ýmissa svæða, en seinagangur á
því torveldaði bcinlínis fram-
kvæmdir í bænum.
Þá rakti hann og það, sem gert
hefur verið til að bæta útlit bæj-
arins og einnig sumt af því, sem
láðst hefur að gera. Ræddi m. a.
um Ráðhústorg, hvernig að því
hefði verið búið. Stæðu þar enn
hálfgerð hús, sem samkvæmt
samþykktum bæjarins hefði átt
að ljúka fyrir 20 árum. Taldi
hann þessum bletti í hjarta bæj-
arins og ýmsum fleirum, ekki
sóma sýndan, og væri þörf á úr-
bótum hið bráðasta. Ennfremur
að taka til höndunum, þar sem
verið væri að opna nýja leið inn
í bæinn að norð'an, fjölfarna aðal-
leið, en það umhverfi í bænum
sjálfum væri til minnkunar.
Margt fleira drap ræðumaður á
og var gerður ágætur rómur að
rnáli hans, sem og annarra ræðu-
manna. Lauk fundinum með því,
að fundarstjórinn, Ingimundur
Árnason fulltrúi, mælti nokkur
hvatningarorð til fundarmanna
um leið og hann þakkaði ræðu-
mönnum þeirra skerf og sleit
fundinum.
2 duglegar stúlkur
geta fengið vinnu í Kexverk-
smiðjunni Lorelei frá næstu
mánaðamótum.
x B-listinn