Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR DAGUR kemur næst út á reglul. útkomudegi, miðvikudag- inn 17. marz. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. áskrifendur! Gerizt XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. marz 1954 13. tbl. Forseti ístands ieggur aí stað í Utanríkisráðherra verður með í förinni Eins cg áður hefur verið til- kynnt, er ákveðið að forseti fs- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson. og frú hans, fari í opinbera heim- sókn tii Norðurlandanna í apríl- mánuði næstk. Munu forsetahjónin fara utan með m.s. Gullfossi um mánaða- mótin marz-apríl. Komið verður til Kaupmannahafnar að morgni Mánuður síðan Eimskip liefur sent skip norðnr f dag er réttur mánuður síð- an Iiér sást síðast skip frá Eim- skipafélagi fslands. Nú innan fárra daga er loks von á skipi frá félaginu með umhlcðslu- vörur úr Reykjavík. Mun láta nærri að þegár það skip kemur hafi skip ríkisins, Esja og Ilekla, farið þrjár íerðir frá Reykjavík hingað norður, ým- ist ausíur cða vestur fyrir land, cn erlendu vörurnar, sem koma til landsins á vegum Eim- skipafélagsins koma ekki með strandferðaskipunum. Lands- menn verða að bíða cftir þeim svo vikum og mánuðum skiptir, en strandferðaskipin hafa á sama tíma oft á tíðum ekki nægan fiutning. Réttmætt væri, að Eimskipafélagið scndi vörur með strandferðaskipun- um á sinn kostnað. Þyrfti Al- þingi að taka það mál til með- ferðar næst þegar krafa um skattfrelsi Eimskipafélagsins kemur þar á dagskrá. mánudags hinn 5. apríl og dvalið bar í 3 daga. Síðan halda forsetahjónin áfram sjóleiðis til Noregs, og ráðgert að Gullfoss komi til Oslo 8. april. .í Oslo verður dvalið til laugardags 10. apríl. Um páska dveljast forseta- hjónin á skíðahóteli í Guð- brandsdölum, en eftir páska verður farið til Svíþjóðar og Finnlands. Heimsóknin til Svíþjóðar er ráðgerð dagana 21., 22. og 23. apríl, en að henni lokinni verður flogið til Finnlands og dvalið þar dagana 24.—26. apríl. Verða forsetahjónin gestir þjóð- höfðingja á hverjum stað. í fylgd með forsetahjónunum verður utanríkisráðherra dr. Kristinn Guðmundsson, forseta- ritari, Hendrik Sv. Björnsson, og kona hans, og Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi. Vekur athygli á Norðurlöndum. Norðurlandablöðin bera þess vott nú undanfarnar vikur, að fyrirhuguð heimsókn forseta ís- lands vekur mikla athygli Danska blaðið Berlingske Tid- ende hefur haft mikinn viðbúnað til þess að birta greinar um mál- efni íslands í sambandi við heimsókn forsetans. Hefur einn af ritstjórum blaðsins, Carsten Nielsen, dvalið í Reykjavík að undanförnu ásamt ljósmyndara frá blaðinu, til þess að viða að sér efni. 2,6 millj. kr. al 17,8 millj. kr. innstæSu tiér Sendihcrra Kanada Myndin er af dr. J. B. C. Wat- kins, sein um þessar mundir er að taka við embætti ambassadors Kanadastjórnar í Moskvu. Dr. Watkins var áður sendiherra Kanada í Noregi og á íslandi mcð aðsetri í Oslo. Hann er kunnur íslándsvinur og heíur þýtt íslenzk skáldverk á ensku. Hann kom liingað s.l. sumar og ferðaðisí um landið. Watkins er fyrsti ambassa dor sem Kanadamenn útnefna í Moskvu eftir njósnamálin frægu í aðalbankanum i Reykjavík Á sama tíma leggur aðalbankinn 57 millj- króna til atvinnulífs þriggja kaupstaða - furðuleg stefna Sjálf- r stæðismanna í stjórn Utvegsbankans gagnvart bæ og liéraði í árslok 1952 var liér í blaðinu dregin upp mynd af stefnu þeirri, er Útvegsbandi íslands rekur gagnvart þessum bæ og héraði. Á sama tíma sem bankinn lánaði þremur kaupstöðum úti á landi samtals um 45 millj. króna af fé aðalbankans, dró hann til sín 3,7 millj. af sparifé manna hér í bæ og héraði og ávaxtaði syðra. Frumsýning á Sluigga- ri • • r ðveini a morgun Á morgun hefur Leikfélag Ak- ureyrar frumsýningu á Skugga- Sveini Matthíasar Jochumssonar og sýnir leikinn nú í heild sinni og óstyttan. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. Ýmsir af kunnustu leikurum bæjarins leika og í sjón leiknum svo sem rakið var í síð- asta tbl. Rík ástæða íyrir almenning að fylgjast með verðlagi í verzlunum á hverjum tíma Um hver mánaðamót birtaverðlag á ýmsum nauðsynja- verðiagsyfirwldin skýrslu umvarningi hjá Kauptélagi Eyfirð- lægsta og hæsta smásöluvcrð á ýmsum nauðsynjavamingi í Reykjavík og sýnir þessi skýrsla jafnan, að rík ástæða er til þess fyrir almenning að fylgjast með verðlagi í verzlunum þvi að það er ærið misjafnt. inga hér á Akureyri er lægra en lægsta verð í Reykjavík á sama tíma samkvæmt þessum opinberu skýrslum. Dæmi um þetta er verðlagsskýrslan, sem birt var 1. marz s.l. Er hér á eftir getið nokkurra atriða úr henni og til samanburðar verð KEA á sama tíma: Lægra verð hér á Akureyri En fyrir fólk hér um slóðir má það teljast athyglisverðast við þessa skýrslu, að hún sannar að Verð KEA um s.l. mánaðamót Rúgmjöl kr. 2.39 pr. kg. Haframjöl kr. 2.65 Hrísgrjón kr. 5.40 (frá 4. marz) Sagógrjón kr. 5.19 Kartöflumjöl kr. 4.15 Púðursykur kr. 3.00 Kandís kr. 5.10 Sítrónur kr. 10.00 Strásykur kr. 3.10 Lægsta verð í Rvík. miðað við 1. marz kr. 2.30 kr. 2.95 kr. 5.95 kr. 5.20 kr. 4.55 kr. 3.20 kr. 5.50 kr. 10.00 kr. 3.10 Var bó ríkjandi hér hin mesta lánsfjárkreppa og kyrkingur í atvinnulífi vegna þess hve illa gekk að fá fé til framkvæmda. Það er nú ljóst, að lítil breyting * hefur orðið á þessari stefnu. Að- albankinn hefur aukið útlán sín til annarra kaupstaða en Akur- eyrar um ca. 12 millj., en inneign útibúsins hér var enn rösklega 2,6 millj. í árslok 1952, en lengra ná ekki reikningar bankans, sem birtir eru í stjórnartíðindum. Er B-hefti stjórnartíðinda 1953, með reikningum bankanna 1952, ný- lega komið út. TÖLUR SEM TALA. Misræmi það, sem er í stefnu Utvegsbankastjórnarinnar gagn- vart einstökum kaupstöðum er gífurlegt, eins og sést af þessum tölum: Árið 1952 er sparifé manna og innstæða á hlaupareikningi við útibú Útvegsb. kr. 17.846.953.73. Af þessu fé geymir banka- iitibúið í aðalbankanum í Reykjavík kr. 2.658.540.79 og er eina útibú bankans sem flaggar með slíkri inn- stæðu. Önnur bankaútibú hafa fengið til ráðstöfunar milljónatugi af fé aðalbank- ans, eða um 57 milljónir. Er j)ó innstæða á sparisjóðs- og lilaupareikningum við útibúið bér hærri en nokk urs staðar annars staðar. Stefna bankastjórnarinnar kem- ur glöggt í ljós af eftirfarandi yfirliti: Á ISAFIRDI er innstæða á sparisjóðs- og hlaupareikn. kr. 7.491.465.41. Öll þessi upphæð er í útlánum og AÐ AUKI kr. 6.540.265.18 frá aðalbankanum í Reykjavík. í VESTMANNAEYJUM er innstæða sparisjóðs og hlaupareikn. kr. 17.093.596.64, eða lægri upphæð en hér á Ak- . ureyri. Þar er allt þetta fé í út- lánum (þótt 2,6 millj. skorti á það hér) og AÐ AUKI kr. 36.224.464.87 frá aðalbankanum í Reykjavík. Á SEYÐISFIRÐI er innstæða á sparisjóðs- og hlaupareikningum krónur 3.669,966.69, og er allt þetta fé í útlánum og að auki krónur 15.105.628,48 frá aðalbankanum í Reykjavík. Samtals leggur aðalbankinn þessum útibúum því um 57 millj. króna til atvinnurcksturs á sama (íma og hann tekur af þessum bæ og héraði 2,6 millj. til ráðstöfunar Frafhald á 9. síðu. Kolin lækka um 20 krónur - hvað um rafmagnið? „Hvassafell" er nýlega komið hingað með kolafarm frá Pól- landi, og hefur verðið lækkað um 20 krónur lestin. Kosta kolin nú kr. 450.00 í bing, en kostuðu 470 kr. áður. Heimkeyrð kosta kolin nú kr. 497.50 lestin. Rafmagn til upphitunar er verðlagt í samræmi við kolaverð og hefur hækkað með hækkuðu kolaverði. Virðist nú tækifæri til þess að snúa við á þeirri braut og lækka rafmagnið til sam- ræmis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.