Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 9

Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 10. marz 1954 DAGUR 9 Viðfal ¥tS Jóhann Frímann um skólsrníl I Bandaríkjunum Framhald. af bls. 7. . fámennir í hópnum að þessu sinni, auk íslendingsins einn Finni, en aðrir ekki. Skiptust skólamenn þessir á að halda er- indi, hver um uppeldismál og skólakerfi síns lands, meðan þeir dvöldu þarna, og var sú kynn- ingarstarfsemi hin fróðlegasta og vel þegin. Þá gafst kennurunum einnig færi á að hlýða á fyrir- lestur, sem frú Roosevelt, hin heimskunna ekkja Roosevelts heitins forseta, hélt á meðan þeir dvöldu í Syracuse, og þótti þeim mikið til erindis frúarinnar, skörungsskapar hennar og per- sónuleika alls, ekki sízt í rökræð- um þeim, er á eftir fylgdu. Suður að Mexikóflóa. Að lokinni þessari þriggja mán aða dvöl í Syracuse, var kenn- araflokknum skipt í nokkra smærri hópa, sem héldu hver í sína átt. Jóhann Frímann hélt suður á bóginn, um Miðríkin og Suðurríkin, allt til New Orleans, nálægt mynni Missisippi-fljóts, og var þó staðnæmzt í ýmsum stórborgum á þeirri leið. í New Orleans var dvalið um jólin og fram á nýja árið. Þetta er gömul borg á Ameríkuvísu, og nýstár- legt fyrir Nörðurálfumenn að kynnast henni, þvi að svipmót rómanskrar rmenningar, einkum franskrar ' og sþánskrar, er þar enn þá yfirgnæfandi í ýmsum greinum. Þarna_—- sem og alls staðar þar,«- sem við var staðið að nokkru ráði *— voru skólar, söfn og aðrar menningarstofnan- ir skoðaðair, svo sem framast varð við komið. Sumar var þarna og sólskin, eins og það gerist heitast og bjartast á íslandi, þótt almanakið segði, að kominn væri hávetur. — Eftir nýárið var aftur haldið norður á bóginn, en þá var farin önnur leið — vestur um Suðurríkin og Miðríkin, eins og leið liggur til Kansasríkis. Var staðnæmzt í höfuðborg þess fylk- is, Topeka, og annaðist fræðslu- málastjórnin þar allar móttökur gestanna og fwirg'reiðslu. með hinum mestu ágætum. Var nú kennurum ætlað að lokum — áður en þeir héldu til Washing- ton á ný og þaðan lieim á leið — nálega mánaðar dvöl, hverjum í sínum gagnfræðaskóla þar í fylkinu. Var fyrirhugað, að Jó- hann Frímann dveldi þennan síð asta mánuð í gagnfræðaskólanum í Hutchinson í Kansas, en vegna lasleika, er hann hafði kennt þá um nokkra hríð, varð ekki af því, og hélt hann nú til austur- strandarinnar og Norðurríkjanna aftur og litlu síðar út hingað til íslands. Varð dvöl hans í Banda- ríkjunum því um það bil mánuði styttri en upphaflega hafði verið ráðgert. Glæsilegir skólar. Ekkert tii sparað að búa æskulýðinn sem bezt úr garði, áður en hann hefur lífsbaráttuna. Auðvitað verður fátt eitt sagt í stuttu blaðaviðtali um svo stór- fellt og yfirgripsmikið mál eins og skóla- og uppeldiskerfi Banda ríkjanna, sagði Jóhann Frímann, er blaðið spurði hann um þetta atriði. — Og auðvitað væri það mikil ofdirfska af mér, ef ég léti í það skína, að ég væri fær að fella um það efni nokkurn end- anlegan dóm eftir ekki meiri kynni en þetta. Eg vona þó, að mér gefist færi á því síðar að segja eitthvað nánar frá skoð- unum mínum og kynnum af þessu á öðrum vettýapgi 'og'.í betra tómi. En í sem skemmstu máli get ég þegar sagt þetta: Ég skoðaði fjölmarga skóla vestan hafs, allt frá hinum glæsilegustu háskólum með þúsundum nem- enda til afskekktra sveitaskóla, þar sem aðeins var einn kennari að starfi. Sameiginlegt með lang- flestum þessara skóla virtist mér það, að ekkert er til sparað að gera þá sem bezt úr garði og búa æskulýðnum sem fullkomn- ust skilyrði til náms og þroska. Skólaskyldualdurinn er víða sá sami og hér, en þó sums staðar 1—2 árum lengri, auk þess sem skólarnir starfa miklum mun lengur árlega þar en hér. Allur samanburður er erfiðari sökum þess, að skólamálin; eru sérmál hvers fylkis, og ráða fylkisstjórn- irnai’, eða jafnvel, fræðsluráð hinna einstöku héraða, þar mestu um. Námsefnavalið er talsvert frjálslegra að ýmsu leyti en. hér hjá okkur, einkum í lægri. skól- unum, og meiri stund- lögð á hag- nýta og verklega kennslu en tíð- ast er hér heima, þó að óðum sé nú einnig hér stefnt eftir getu í þá átt með hinu ..nýja“ skóla- kerfi okkar. En vei’kleg kennsla og einstaklingsbundin er auð- vitað miklu dýrari en hið eldra snið, enda eru t. d. vinnustofur flestra amerísku skólanna, sem ég sá, búnar hinum dýrustu og fullkomnustu vei’kfærum og vinnuvélum til hjálpar við kennsluna, svo að eitthvað sé nefnt til samanburðar, sem aldrei getur þó orðið sanngjarn né eðli- legur, nema að vissu marki. En sé þessu sleppt og ölturri þeim 1 gsbankaos mikla umhverfis- og aðstöðu- mun, sem er hér á að ýmsu öðru leyti, virðist mér sannast orða, þegar öll kurl koma til grafar, að vandamál skólanna og upp- eldisstarfsins séu furðulega lík — og raunar að ýmsu leyti alveg hin sömu — bæði austan hafs og vestan. Og líklega á þetta við, í vissum skilningi, hvar sem borið væri niður í heiminum. En ein- mitt af þessum sökum er það harla fróðlegt og mikilsvert fyrir þá, sem daglega standa andspæn- is þessum sömu vandamálum, að þeim gefist stöku sinnum færi á að bera saman ráð sín og læra hver af öðrum, þótt komnir séu af ýmsum og ólíkum þjóðlöndum. Áherzla lögð á þjóðfélagsfræði. Sérstaka athygli vekur, hversu mikla áherzlu amerísku skólarn- ir leggja á námsgrein þá, sem þeir kalla einu nafni „Social studies", en við mundum kalla þjóðfélagsfræði. En þetta er raunar miklu umfangsmeiri fræði grein en við eigum tíðast að venj- ast um fræði með því nafni og grípur inn á svið ýmissa annarra námsgreina, svo að segja má, að hún láti sér ekkert mannlegt ó- viðkomandi. En tilgangurinn með náminu er þó auðvitað fyrst og fremst sá, að gera hinum upp- vaxandi borgurum ljósa aðstöðu þeirra, skyldur þeirra og rétt- indi sem þegna í lýðfrjálsu landi. — Það væri gaman að spjalla nokkru nánar um allt þetta, segir Jóhann að lokum. — en eins og ég sagði áðan, verður það víst að bíða betri tíma. —■ En óhætt er að segja það strax, að vafalaust getum við margt lært og mikils- vert af reynslu og aðferðum Bandarílvjamanna í skólamálum, og haft annað til samanburðar og athugunar, þegar við skipum okkar málum við aðrar og ólíkar aðstæður. Ágæt fyrirgreiðsla. Jóhann Frímann rómaði mjög alla fyrirgreiðslu og skipulagn- ingu á ferðalagi þessu, og frá- bæra gestrisni og vinsemd þeirra Band,aríkjamanna, sem hann hafði nokkur skipti við, bæði opinberra starfsmanna og almenn ings. — Ég vil nota tækifærið, segir hann, og þakka öllum þess- um aðilum, og ennfremur öllum þeim mörgu ráðamönnum hér á íslandi, sem hlut áttu að því að gera mér ldeift að þiggja boðið og fara þessa kynnisför, sem vissulega hefur reynzt mér bæði lærdómsrík og ógleymanleg. Dagur þakkar Jóhanni upplýs- ingarnar og býður hann og fjöl- skyldu hans velkomin heim. Framhald af I. síðu. í Reykjavík. Ef sama stefna væri uppi gagnvart þessum bæ hjá bankastjórninni og á Seyðisfirði og Vestmannaeyjum, ætti bankinn að lána hér upp- hæðir sem skipta tugum millj. umfram það sem nú er. STEFNA LANDSBANKANS. í sama hefti stjórnartíðinda er að finna sambærilegar upplýs- ingar um stefnu Landsbankans og er þar annað uppi á teningn- um, enda þótt augljóst virðist, að útlán til framkvæmda úti á landi eru einnig þar allt of lítiL En á sama tíma sem útibú Útvegs- bankans hér sendi 2,6 millj. kr. til ávöxtunar í Reykjavík, fékk útibú Landsbankans 26,6 millj- ón króna af fé aðalbankans til þess að lána hér. En þótt hér sé allt önnur og heillavænlegri stefna uppi gagnvart þessu byggðarlagi en ríkir hjá Útvegs- bankanum, sést þó, að Lands- bankinn hefur ekki lagt hart að sér um að leggja fram fjármagn til atvinnureksurs ,hér, því að útibú bankans á Eskifirði, sem er miklu minna byggðarlag og fá- mennara, hefur undir höndum stærri upphæð frá aðalbankan- um, eða 26,8 millj. króna í árslok 1952, og hljóta sparifjárinnlög þar því að vera miklu lægri en hér. FJÖTUR UM FÓT. Þessi stefna í bankamálum er hinn mesti fjötur um fót athafna- lífinu hér og þá um leið bæjar- félaginu sjálfu. Bæjarfélagið skortir sárlega lánsfé til ýmissa framkvæmda, sem mundu stuðla að öruggari og betri atvinnu hér, meiri framleiðslu og meiri festu í búsetu bæjarmanna. Til dæmis er nú leitað hófanna hjá Fram- kvæmdabankanum um 9 milljón króna lán til hraðfrystihússbygg- ingar og dráttarbrautar. Þetta fé gæti Útvegsbankinn hæglega lánað án þess að í slíkri lánveitingu fælist annað en viðurkenning á þeirri stað- reynd að bankinn hefur á liðn- um árum mjög afskipt Akur- eyri um lánsfé. Útibúið hér hefur beinlínis verið notað sem sogdæla til að koma fjármagni burtu úr byggðarlag- inu, í stað þess sem slík banka- stofnun á að vera stoð fyrir at- vinnulífið og útvega fjármagn til tryggra og gagnlegra fram- kvæmda. SJÁLFSTÆÐISMENN STJÓRNA. Sjálfstæðismenn flagga nú mjög með tillögum um ýmiss konar rannsóknir á því, kvernig eigi að viðhalda jafnvægi í byggð lands- ins. Um það þarf ekki að deila, að bygging og rekstur hraðfrysti- húss hér og dráttarbrautar, mundi efla atvinnulíf og gera byggðina lífvænlegri en hún nú er og þar með spyrna gegn fólks- flutningunum. 'Eins og sýnt er fram á hér að framan, getur Út- vegsbankian lagt fram lánsfé til þessara mannvirkja og væri sliltt framlag ekki nema fyrsti skerf- urinn til þess að Akureyri nyti jafnréttis við önnui byggðarlög um lánsfé. Hér geta Sjálfstæðis- menn því sýnt, hver alvara er í þingsályktunartillögum þeirra. Þeir ráða yfir Útvegshankanum. Þrír af fimm bankaráðsmönnum hans eru Sjálfstæðismenn og tveir af þremur bankastjórum eru líka Sjálfstæðismenn. Og útibús- stjórann hér eiga þeir að auki. Skorinorð ályktun Rithöfundafélagsins í handritamálinu Rithöfundafélag fslands hélt aðalfund sinn á sunnudaginn og samþykkti þar einróma eftirfar- andi ályktun um handritamálið: „Rithöfundafélag fslands lýsir yfir þessu áliti: Að undirstaða allra samninga í handritamálinu hljóti að vera sú viðurkennjng raunverulegra hluta, að handritin voru á sínum tíma gefin og afhent af íslend- ingum konungi fslcndinga og þeim háskóla, sem þá var einnig háskóli fslendinga; Að handritin voru flutt til þeirr ar borgar, sem þá og lengi síðan var æðsta stjórnarsetur fslend- inga, en þeir áttu þá cnn enga höfuðborg í sínu landi; Að handritin hafa aldrci farið út fyrir íslenzk endimörk, meðan konungssamband hélzt; Að aldrei' verði hægt að inn- ræta íslenzkri þjóð annan skiln- ing en þennan; Að þessi skilningur hljóti fram að ganga, svo fremi þjóðréttur og bróðurleg sambúð eigi að vera um Norðurlönd:“ Ályktunartillogan var lögð fram í byrjun fundar af nokkr- um félagsmönnum og samþykkt einróma og umræðulaust. Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri var end- urkjörinn formaður félagsins. ........... ■ --------------.■* hrír sálmar Rallgríms Péturssonar í nýrri danskri sálmabók danski sálmabók Danska blaðið Horsens Folke- blad birtir 6. febrúar grein um nýja útgáfu af dönsku sálmabók- inni og ræðir sérstaklega um þá nýjung, að í bókinni séu nú 3 sálmar eftir Hallgrím Pétursson, frægasta sálmaskóid íslendinga. Er síðan sagt nokkuð frá ævi séra Hallgríms og skáldskap hans og því fagnað að sálmar hans hafa nú verið teknir upp í dönsku sálmabókina. Er farið mjög lof- samlegum orðum um þá, svo og ’¥ annan andl,egan kveðskap. sérq Hallgi’íms. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.