Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 11

Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 10. marz 1954 DAGUR 11 - FOKDREÍFAR Framhald af bls. 6. „Oddeyrar-sveinar, allir hlífum klæddir, áfram í voðalegt stríð. Ötult er liðið, vér erum óhræddir, orra — þó geysi nú — hríð! Höggin svo látum á bumbunni bylja að brotni hún óðara í smátt. Hausinn á krummanum hjörinn skal mylja, þá hetjurnar reyna sinn mátt!“ Má af þessum síðustu hending- ráða. að „kötturinn" í tunnunni hafí bá sem nú tíðast verið dauð- ur hrafn. Tilheyrir bæjarsögunni. NEI, það er misskilningur að amast við öskudagsfagnaði barn- anna. Þetta er þó t kki nema einu sinni á ári. Og þetta tilheyrir bæjarsögunni. Þessir kattarslagir allir eiga sina sögu og sín Ijóð, ort af þjóðskáldinu, og fjölmargir Akureyringar eiga skemmtilegar endurminningar frá þessum degi þegar þeir voru börn. Bæjarlífið mundi fátækara í dag, ef börnin hér ættu ekki sinn dag. Þetta er eitt af sérkennum Akureyrar. Ef það væri horfið, mundi bærinn svipminni en hann er í dag. MÓÐIR, KONA, MEYJA. Framhald af bls. 6. skemmtanir, fundi eða annað, sem rænir þau svefni, nema um hreina undantekningu sé að ræða. Svefnþörf barna er talin sem hér segir: Svefnþörf 7 ára barna sé um IIV2 klst. á sólarhring. 10 ára barna sé 10—11 klst. á sólarhring. 13 ára barna sé um 10 klst. á sólarhring. 15 ára barna sé um 9—10 klst. á sólarhring. - Þorsteinn Þorsteinss. Framhald af 2. síðu. okkur hvöt og leiðsögn á starfs- árum þínum hér. Nú, þegar við höfum kvatt þig hinztu kveðju og vitum þig horfinn um hið mikla Vonarskarð, þökkum við þetta og biðjum að sama bjart- sýni og sama trú fylgi þér á landi lifenda. Blessuð sé minnhig þín. B. B. Er enginn rofi á Dal- víkurlínunni? Rafoi'kulaust var í Skjaldarvík og nágrenni nú um helgina, frá laugardegi fram á mánudags- kvöld, og þagnaði endurvarps- stöðin, og rafmagnsleysið skap- aði mjög mikla erfiðleika fyrir elliheimilið í Skjaldarvík. Ástæð- an fyrir straumrofinu var bilun á Dalvíkurlínu á Hámundarstaða hálsi. Virðist undarlegt, að bilun þar skuli þurfa að valda raf- magnsleysi hér skammt norðan við bæinn. Er annað tveggja, að ekki er rofi á línunni, eða ekki hefur verið hirt um að nota hann, ef hann er til, t. d. í spennistöð- inni við Hjalteyri. Þyrfti að ganga þannig frá þessum málum, að bilun utarlega á línunni verði ekki til'þess að sviþta allan vest- urkjálkann rafmagni. Árshátíð fclagsins verður liald- in á Varðborg laugardaginn 13 marz n. k. kl. 9 e. h. Áskriftalisti liggur frami í Bókaverzlun Axels Kristjáns- sonar h. f. Aðgöngumiðar verða scldir á Varðborír á föstudaginn og laugardaginn kl. 6—9 e. h. Síðir kjólar dökk föt. Dansleikur verður svo sunnu- daginn 14. marz kl. 9 e. h. á sama stað. Hið vinsæla Munnhörputríó Ingþórs Haraldssonar skevrmtir bceði kvöldin. Stjórn K. A. SÍS framleiðir raf- móíora Sambanil ísL samvinnufélaga hefur nú hafið framleiðslu á raf- mótorum, en þetta er nýr þáttur í íslenzkum iðnaði. Fram til þessa hafa rafmótorar Verið fluttir hingað frá útlöndum; um 2000 á ári. Hin nýja verk- smiðja SÍS mun geta afkastað um 600 mótorum til að byrja með, en möguleikar eru á verulegri aukningu. Það er Jötunn h.f., sem hefur tekið að sér að smíða raf- mótorana í húsakynnum sínum við Hringbraut 119 í Reykjavík. Nauðsyn þótti að ráða hingað erlendan sérfræðing til þess að hafa yfirumsjón með framleiðsl- unni, og var ráðinn hingað Joa- chim Briiss, raffræðingur frá Berlín. Verksmiðjan tekur eins árs á- byrgð á öllum rafmótorum, sem hún framleiðir, og felst í þezsu mikið öryggi fyrir kaupendur, en fullyrt er, að rafmótorar SÍS séu vandaðir mjög. UR BÆ 0G BYGGB Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Björg Sig- urjónsdóttir, afgreiðslum., KEA, og Árni Ingólfsson, stýrimaður, Hríseyjargötu 8, Akureyri. Sextugur varð 6. þ. m. Stefán Steinþórsson frá Hömrum, Brekkugötu 12 hér í bæ. St.efán hefur nú um árabil verið póstur á leiðinni Akureyri-Einarsstaðir og rækt það starf með dugnaði og trúmennsku, sem öll önnur, er hann hefur tekið að sér. Hann er víða kunnur sem ágætur ferða maður, fylgdarmaður og hesta- maður. Þeir sem þekkja hann vel vita að hann er líka drengur góður enda vinmaigur hér og í öðrum byggðum þar sem menn hafa haft af honum kynni. Hættulegt ef börn byggjci siijóhús í ruðn- ing £rá vegbeflinum Ástæða er til að vara við þeirri hættú, sem er því samfara er börn byggja snjóhús í sköflum við vegakanta, hvort heldur er í ruðning frá vegheflum eða sköflum, sem líklegt er að hefill- inn komi við. Var nærri orðið slys af slíku í Reykjavík fyrir 1—2 árum, er veghefill tók snjó- hús er börn voru í. Hefilstjórinn getur oft og tíðum alls ekki fylgzt með því, hvort börn hafa grafið sig inn í einhvern skaflinn. Ættu foreldrar að vara börn við þessu og athuga í sínu nágrenni, hvort þar geti verið hætta á ferðum. Meira kom inn fyrir merki Rauðakrossins en áður Akureyrardeild Rauðakrossins hefur beðið blaðið að koma á framfæri beztu kveðjum og þakk læti til allra þeirro, sem önnuð- ust merkjasölu, keyptu merki eða gáfu deildinni gjafir á öskudag- inn s.l. Inn kom hér á Akureyri og í nágrenni rösklega 12000 kr. íyrir merki, sem er nokkru hærri upphæð en áður. Þá bárust gjafir í sjúkraflugvélasjóð deildarinnar, tæplega 3000 kr. Þetta allt þakkar deildin. □ Rún 59543107 — Frl.: Atg.: l. O. O. F. Rbst. — 2 102310814 I. O. O. F. 2 = 1353128V2 = Föstumessa verður í kvöld í Akureyrarkirkju kl. 8.30 e. h. Messað verður í Aknreyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2. e. h. F.J.R. Kaþólska kapellan (Eyrarlands veg 26). Lágmessa kl. 10,30 ár- degis á sunnudag, sem er 2. sunnudagur í föstu; á þriðjudag er Gvöndardagur Hólabiskups. Ollum heimill aðgangur við messur. Árshátíð KA verður haldin n. k. laugardag eins og auglýst er í blaðinu í dag. Munnhörputríó Ingólfs Haraldssonar skemmtir. KA heldur líka dansleik á sunnu- dag. Allir þurfa að hlusta á hið vinsæla munnhörputríó. — Sjá götuauglýsingar. Framhaldsfundi ársþings f.B.A. sem átti að verða næsta sunr.ud,, er frestað til miðvikudags 17. þ. m. kl. 8. e. h. Nefndir, sem starfa áttu milli þingfunda. verða þá að hafa lokið störfum og þurfa álit þeirra og tillögur að leggjast fram á fundinum á miðvikudags- kvöldið. Fulltrúar félaganna í sérráðum þurfa að hafa valið sér formenn og tilkynna það á fund- inum. PrentviIIur urðu í kvæði Emil- íu Sigurðardóttur, „Kveðja til- einkuð Jóhannesi Bjarnasyni frá Flatey“ í síðasta tbl. Þriðja vísa á að byrja svo: „En rnargs er að sakna og minnast," en línan, sem komið hefur í staðinn er rétt upphaf á fimmtu vísu, sem á að hefjast svo: „En bíða og þjást. ..“ fyrir „En líða og þjást. . .“ Heima er bezt, febrúarheftið, flytur m. a. þetta efni: Gleði á heimilunum — eindrægni í sveit- unum eftir Böð'.'yr á Laugar- vatni, Á Hafnarslóð eftir Þor- björn Þórarinsson lækni, Varð- hundurinn, dýrasaga eftir Astrid Stefánsson, Þættir úr Aust- fjarðaför eftir Þorstein Matthías- son, Frá Algeirsborg til Bou Saada eftir Sigurión frá Þor- geirsstöðum, Frá Fornahvammi til Ameríku eftir Ilelga Þóiðar- son, Svona fór um sjóferð þá eftir Magnús Jóhannsson, Hafranesi, framhaldssagan o. m. fl. Eins og þessi upptalning ber með sér, flytur heftið fjölbreytt úrval inn- lendra greina og er hið glæsileg- asta. Aðalfundur Barnaverndarfélags Akureyrar verður haldinn í Varðborg næstkomandi sunnu- dag kl. 4 síðd. — Venjuleg aðal- fundarstörf. — Erindi um heilsu- gæzlu barna, Stefón Guðnason læknir. — Kvikmynd um leik- skóla. — Félagar eru hvattir til að mæta. Nýii félagar velkomnir. Eins og annars staðar er augl. í blaðinu í dag verður aðalfurdur Skógræktarfélags Eyfirðinga 14. þ. m. í fundarsal ÍBA Akureyri (íþróttahúsinu). Nauðsynlegt er að fulltrúar frá deildunum mæti. Freyr, marzheftið, flytur ýms- ar góðar greinar að vanda. Rit- stj. skrifar um fjárhúsbygging- ar, Páll Sigurbjörnsson um kyn- bætur nautgripa, Sturla Friðriks son um grastegundir á sáðslétt- um, ritstj. greinina Að Víðivöll- um í Fljótsdal. Margt fleira er í heftinu. Þessu hefti Freys fylgir smárit, sem heitir Varizt slysin, og eru í bæklingnum leiðbein- ingar fyrir þá,: sem vélar nota. Virðist þettá vera hin g'agnleg- asta útgáfa. Frá Skíðafélagi Akureyrar: Skíðakennsla fyrir drengi fer fram í Búðargili og Brekkugötu næstu daga kl. 5.30 e. h. Dýraverndunarfélag Akureyr- ar vill niinna fólk á að gefa litlu íuglunum, sem nú hópast heim að húsum og bæjum í bjargarleit. ®Fundur í Yngstu deild kl. 10.30 f. h. og í stúlknadeild kl. 8 e. h. n.k. sunnudag. Febrúarhefti Samvinnunnar flytur merka grein eftir Jón Sig- urðsson í Yztafelli, sem hann nefnir Starfssvið samvinnunnar, og fjallar um raforkumálin og sveitirnar. Af öðru efni má nefna: Sagt er frá því, að hafin sé framleiðsla rafmótora á veg- um SÍS, og er það nýjung í iðn- aði á landi hér. Þá eru nokkrar þýddar greinar, framhaldssaga og fleira. Kristniboðshúsið Zíon. Föstu- samkoma verður fimmtud. 11. marz kl. 8.30 e. h. (Passíusálm- ar), og almenn samkoma sunnud. 14. marz kl. 8.30 e. h. — Gunnar Sigurjónsson, cand theol. talar. Allir velkomnir. I. O. G. T. Stúkan Brynja held- ur fund í Skjaldborg mánudaginn 15. marz á venjulegum tíma. Tekið á móti nýjum innsækjend- um. Rætt um áfengismálin á Al- þingi o. fl. Afhentir frímiðar á bíósýningu. Farið í leiki. Fjallræða Krists. Komið og heyrið framhalds-fyrirlestur um frægustu ræðuna, sem flutt hefir verið, — fjallræðu Krists — með táknmynd til skýringar, sunnud. kl. 5 á Sjónarhæð. — Allir vel- komnir. Aðrar samkomur sem venjulega. I. O. G. T. Varðborg. Næstkomandi föstudag verða leikstofur og lestrarstofa opnar fyrir templara og gesti þeirra eftir kl. 8.30, — Knattborð, borð- tennis, töfl, spil. Á lestrarstofu bækur og blöð. Sýnd verður kvikmynd. Leiðrétting: í frásögn blaðsins af andláti Þorsteins Sveinssonar frá Hóli, er tekin var upp úr Lögbergi í Winnipeg, er ekki rétt farið með nöfn íoreldra Þor- steins. Þau hétu Sveinn Sveins- son og Anna Jónasdóttir. Aðalfundur Bílstjórafélags Ak- ureyrar var haldinn s.l. miðviku- dag. Stjórn skipa: Jón B. Rögn- valdsson form , Ragnar Skjóldal, Bjarni Kristinsson, Sigurgeir Sigurðsson og Björn Brynjólfs- son. Félagsmenn eru um 160 tals- ins. Aðalfundur Vélstjórafélags Ak. var haldinn fyrra sunnudag. Stjórn skipa: Kristján Kristjánss. form., Stefán Þorsteinsson gjald- keri, Svavar Björnsson ritari og Eggert Ólafsson varaform. Fé- lagsmenn eru um 80 talsins. Barnastúkurnar Akureyri. Leik stofurnar í Varðborg eru opnar fyrir meðlimi barnastúknanna, föstudaginn 12 þ. m kl. 5—7 e. h. Meðal annars verður sýnd kvik- mynd, keppni í leikþrautum. — Verðlaun veitt. 85 ára varð í gær Pétur Ólafs- son fyrrum bóndi á Hrafnastöð- um í Hmfnagilshreppi, Jaj5|r Ja* kobs ritstjóra, Jónasai' tilrauna* stjóra og þeirra systkina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.