Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 10.03.1954, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 10. marz 195' DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ÍS355«$S55«SSS55533553$53S555555SS5555«SSS35S$$5555:: bankapólitíkin er rekin með jessum hætti, flytja þingmenn Sjálfstæðisflokksins sýndartillög- ur á Alþingi um rannsókn á því, hvernig viðhalda megi jafnvægi í byggð landsins! ÞAÐ VÆRI í lófa lagið fyrir Sjólfstæðismenn að leggja gögnin á borðið og sýna landsfólkinu, hvernig þeir stjórna bönkunum. En áskorunum um þetta hafa þeir ekki sinnt. Þetta er þó ofur auð- velt. Birta þyrfti skrá um þá, sem skulda bönkunum meira en % milljón króna og þá um leið, hvernig lánsfénu er skipt í milli höfuðstaðar og landsbyggðar. Ef samvizkan er eins góð og blað flokksins hér vill vera láta, ætti ekki að þurfa að fara í felur með þessar upplýsingar. Meira en ár er liðið síðan opinberlega var far- ið fram á að fá slíka skrá birta. f þögninni felast meiri upplýsing- ar fyrir almenning en í langloku- skrifum og fullyrðingum flokks- þjónanna. Yfirráð Sjálfstæðisflokksins í bönkunum ÞAÐ HEFUR lagzt fyrir brjóstið á ritstjóra „ís- lendings“, að á það var bent hér í blaðinu fyrir nokkru að Sjálfstæðisflokkurinn hefði meirihluta- vald í þremur af fjórum aðalbönkum landsins, og beri því höfuðábyrgðina á þeirri stefnu í peninga- og lánsfjármálum, sem þessir bankar reka. Það er nokkur mælikvarði á, hvernig samvizka flokks- manna úti á landi er út af þessum bankamálum, að ritstjórinn fer með yfirráð Sjálfstæðisflokksins sem feimnismál og þorir ekki að kannast við þau. Tekur í þess stað upp þá fáránlegu stefnu, að neita því að Sjálfstæðismenn stjórni þessum þremur bönkum og brígslar Degi um „ósanninda- vaðal“. BLAÐIÐ SKÁKAR hér í því skjóli, að almenn- ingur muni ekki gerla, hvernig bankaráð eru skip- uð eða hverjir eru bankastjórar. Er því rétt að rifja upp nokkra staðreyndir um þetta efni. Tveir af þremur bankastjórum Landsbank- ans eru Sjálfstæðismenn. Þrír af fimm banka- ráðsmönnum bankans eru þar á vegum Sjálf- stæðisflokksins, tveir kosnir beint af fulltrú- um flokksins í Landsbankanefndinni, en einn skipaður af ráðherra. Sjálfstæðismenn hafa þannig eins fullkomin yfirráð yfir Landsbank- anum og verða má. Tveir af þremur bankastj. Útvegsbankans eru Sjálfstæðismenn. Þrír af fimm banka- ráðsmönnum bankans eru Sjálfstæðismenn. Yfirráð Sjálfstæðismanna í þessum banka eru því alger. Athyglisvert er, að það er þessi banki, sem hraklegast kemur fram við at- hafnalíf Akureyringa og Eyfirðinga og safnar sparifé þeirra til höfuðstaðarins í stað þess að lána það til framkvæmda hér. Eini bankastjóri Iðnaðarbankans er Sjálf- stæðismaðui og fjórir af fimm bankaráðs- mönnum eru Sjálfstæðismenn. Ráða Sjálf- stæðismenn því algerlega yfir þessum banka. ANNARS STAÐAR í þessu blaði eru nokkuð nánar rakin afskipti Utvegsbankans af atvinnu- og peningamálum þessa byggðarlags. Þar er að finna eitt gleggsta dæmið um þá stefnu, sem Sjálfstæðismenn reka gagnvart landsbyggðinni. Yfirráð þeirra í þessum banka eru alger, og úti- bússtjórann hér eiga þeir líka með húð og hári. Einn af helztu forvígismönnum Sjálfstæðisflokks- ins er valdamesti maðurinn í bankastjórninni. Þessi banki lánar gæðingum Sjálfstæðisflokksins hundruð þúsunda til villubygginga í Reykjavík og heildverzlunum mikið af því fjármagni, sem að réttu lagi ætti að vera bundið í sjávarútvegi og öðrum atvinnurekstri. Á sama tíma sem gæðingar Sjálfstæðisflokksins ganga í. þennan banka og taka þar stórlán til einkaþarfa, er útvegsmönnum hér nyrðra neitað um smálán til þess að halda bátum sínum á floti og viðhalda nauðsynlegri at- vinnu. Þetta er bankastofnun, sem safnar milljón- úm af sparifé landsmanna í aðalbankanum í Rvík á sama tími og allur atvinnurekstur úti á landi stynur undan lánsfjárskorti. En á sama tíma og Börnin eru heppin með daginn HAFIÐ ÞIÐ tekið eftir því, hve börnin eru heppin með daginn sinn, öskudaginn? Á þriðjudaginn var hér hríðarveður og hélzt fram undir miðvikudagsmorgun, en þá tók að birta og á sjálfan öskudag- inn var bjart og fallegt veður, enda nutu börnin þess í ríkum mæli. Þannig hefui þetta verið mörg undanfarin ár. Öskudags- veðrið hefur jafnan verið bjart og gott, enda hefur unga fólkið tek- ið daginn snemma. Það er varla orðið bjart, þegar flokkarnir eru komnir á kreik. Og með almenn- um fótaferðartíma hefst „kattar- slagurinn“ í portum og húsasund- um. Að honum loknum er haldið í miðbæinn og allt til hádegis setja börnin svip á bæinn. Þau fara syngjandi um göturnar og inn í búðirnar. Búningarnir eru margvíslegir og allir skrautlegir. Á miðvikudaginn sá eg nokkra púka, eina beinagrind, tvo spila- gosa, marga kúreka og skeggjaða karla og snædrottningar með kórónu skiptu tugum. Ótal fleiri gerðir búninga máiti sjá, enda mun það hafa kostcð mikið starf fyrir foreldra og börnin sjálf að útbúa þá alla, en tilhlökkun og eftirvænting hefur sjálfsagt verið mikil og langvinn. Tíðkast hvergi nema hér. ÞETTA TILSTAND á ösku- daginn tíðkast hveigi á landinu nema hér á Akureyri. Annars staðar láta menn sér nægja að lauma öskupoka á náungann og gera sér e. t. v. emhvern daga- mun í mat og drykk, en hvergi nema hér hafa börnin gjörsam- lega lagt daginn undir sig. Og einmitt af því, að þessi dagur til- heyrir bæjarlífinu hér alveg sér- staklega, er gaman að honum. Sumir eru að amast við þessum sið barnanna og tala um að rétt- ast væri að banna þessi hátíða- höld þeirra. Eg held að þeir, sem um þetta tala ættu að gá að því, hvort þeir séu ekki að verða þröngsýnir og skapvondir með árunum. Þeir, sem kér eru fæddir og uppaldir, mega líka muna sína æskudaga. Því að þetta er engin ný bóla á bæjarlífinu, heldur gömul og reynd og þessi ösku- dagsfagnaður og kattarslagur hefur líklega tíðkast hér allt síðan hér reis upp allfjölmennur verzl- unarstaður á fyrri tíma mæli- kvarða. Meira bar á stálpuðiun börnum fyrr á árum. EINA BREYTINGIN, sem eldri Akureyringar segja að orðin sé, er að nú ber meira á litlu börn- unum en áður. í gamla daga voru það stálpaðir drengir, sem jafnan höfðu forustu flokkanna á hendi. Og líklega er nú meira kostað til búninganna en áður var og þeir oft á tíðum skrautlegri og dýr- ari og er það eðlileg afleiðing betri afkomu og breyttra lífs- kjara. En í öllum aðalatriðum er siðurinn hinn sami nú og var fyr- ir 50—70 árum. Matthías kvað stríðssöng fyrir drengina. Á ÖSKUDAGINN í sl. viku sagði einn af eldri borgurum bæjarins, Hallgrímur Valdimars- son fréttaritari, mér skemmtilega endurminningu frá öskudags- fagnaði barnanna hér á Akureyri árið 1888. Þá voru hér raunar tveir bæir fremur en einn, Odd- eyri og Akureyri, og talsverður rígur í milli bæjarhlutanna. Allt svæðið frá Bótinni og inn í Fjöru var óbyggt, og hvergi húskofi nema grútarskúrarnir á Torfu- nefi. Rígurinn í milli bæjarhlut- anna kom líka frani í leik barn- anna. Á öskudagmn 1888 var Pollurinn allur ísi lagður, Odd- eyrardrengir stefndu liði sínu til Innbæjar og fóru eftir ísnum, en Fjörubúar héldu til móts við þá út á ísinn Voru fylkingar skraut- legar og allvel vopraðar korðum og tréöxum. Hallgrfmur átti þá heima á Oddeyri og var í sveit Oddeyringa, en fyrirliði Fjöru- búa var Steingrímur Matthías- son, seinna læknir. Tókst nú bar- dagi í milli fylkinganna úti á ísnum, en Oddeyringar fóru hall- oka, enda ekki að furða, því að séra Matthías hafoi ort herhvöt mikla fyrir flokk Steingríms son- ar síns og kyrjuðu drengirnir hana hástöfum, er fylkingarnar sigu saman hér 'útí á Pollinum. Hallgrímur man enn upphafið á þessu ljóði: „Upp Fjöruþjóð á Akureyri og afreksmenn sem byggið Gil. Með fylktu liði og gyrtir geiri vér göngum snúðvgt víga til. En hvar er tröllið? hvað var þetta? þar hangir tunnubundin ketta.“ o. s. frv. Ljóðið er raunar birt í Ljóða- safni Matthíasar, heildarútgáf- unni frá 1936. Lýkur ljóðinu á þessari hvöt: „Fram þér Fjörungar, fram þér Gilungar, höggvum haus frá daus, hníg þú ærulaus, og ligg þar langi raftur!“ Var ekki að furða þótt flótti brysti í lið Oddeynnga er Fjöru- þjóðin geystist fram undir þess- um stríðssöng. Matthías mundi líka drengina á Oddeyri. EN MATTHÍASt hefur líklega fundizt hann vera nokkuð harð- hentur á Oddeyrarsveinunum í þessari stríðshvöt sinni og hann bætti þeim það því upp með þessu ljóði, sem hann orti fyrir þá í tilefni af „kattnrslag11 nokkr- um árum seinna: Framhald á bls. 11. / ieimskulegt bann sviptir íslenzkar húsmæður pressugeri til brauðgerðar Meðal nágrannaþjóða okkar fæst pressuger í öll- um matvörubúðum og húsmæður nota það miklu frekar í bakstur en bökunarduftið, sem hér er alls- ráðandi. Hér á landi er pressuger aftur á móti bannvara. Áfengisverzlun ríkisins hefur einkasölu á því og selur engum nema brauðgerðarhúsum. Al- menningur má ekki nota pressuger í brauð, þótt það sé miklu betra og hollara en bökunarduftið. Vafa- laust er, að það er hræðslan við bruggun áfengis, sem hefur komið þessari ólánsskipan á hér hjá okkur, en fáránlegt er þetta bann í meira lagi. Skyldi nokkuð meiri hætta á því að þetta ger yrði notað til bruggunar hér en í öðrum löndum? Hús- mæðurnar ættu ekki að gjalda vitlausra ákvæða og ofsahræðslu sumra manna við bruggun. Pressuger er ekki aðeins betra í brauð en bökun- arduft, heldur líka hollara. Það inniheldur B-víta- mín, en bökunarduftið inniheldur aftur á móti kol- súr sölt, sem eru alkalísk í vatnsupplausn og B- vítamínin eyðileggjast í slíkri upplausn. Brauð, sem í er bökunarduft, innihalda því ekki B-vítamín. Nú eru brauð einn hinn þýðingarmesti B-vítamíngjafi okkar og er því augljóst, að í matarbrauð á alls ekki að nota bökunarduft heldur pressuger. Það á ekki heldur að nota bökunarduft í eggjakökur, búðinga o. s. frv. heldur pressuger. Minna gerir til þótt bök- unarduft sé notað í sætar kökur, sem eingöngu eru ætlaðar til bragðbætis við hátíðlég tækifæri, eru ekki matur í líkingu við almenn matarbi'auð. Fjöldi heimila notar heimabökuð brauð einvörðungu. Hið heimskulega bann á sölu pt'essugers í.matvörubúð,- um sviptir þessi heimili þýðingarmiklum B-víta- míngjafa og getur haft áhrif almennt á heilsufar fólksins. í kaupstöðunum gerir þetta minna til, því að þar notar fólk yfirleitt brauð úr brauðgerðar- húsum til matar og í þau er eingöngu notað pressú- ger. En í sveitum er heimabakað brauð algengast. Þar er beint tjón af þessari ráðstöfun. A jk Áfengismál eru nú mjög á dagskrá. Hér skal ekki um þau rætt að sinni. En ein af þeim breytingum, sem gera þarf í sambandi við þau mál, er að afnema hin heimskulegu ákvæði, að ekki megi selja al- menningi pressuger. Slíkt er er talinn hinn sjálf- sagðasti nauðsynjavarningur í matvöruverzlunum nágrannaþjóða okkar. Og það er engin ástæða til þess að svipta íslenzk heimili aðgangi að þessari vöru, þótt unnt sé að misnota hana, þar sem áhugi er fyrir því. Það má líka misnota sykur og rúsinur. BÖRNIN ÞARFNAST NÆGILEGS SVEFNS Börnin þurfa lengri svefn en fullorðnir. Ef vekja þarf barn til þess að fara í skólann, fær það ekki nægan svefn og fer of seint í háttinn. Skólalæknir mikill, Carl Schiötz, hefir sagt, að fáist ekki nægur svefn, er öll önnur heilsuverndar- starfsemi einskis virði. Ónógur svefn sljófgar eftir- tektina, minnið og þolið, það veldur smám saman drunga, sleni og mikilli viðkvæmni. Dr. Schiötz segir, að 8 ára barn eigi aldrei að hátta seinna en kl. 8 að kvöldi. Fótaferðatíma barnsins megi síðan lengja um fjórðung stundar árlega næstu árin, aldrei eigi unglingar á skóla- skyldualdri, þótt í æðri skólum sé, að hátta seinna en kl. 10 á kvöldin. Skólarnir mega ekki leggja meii'i vinnu á börn og unglinga en það. að þeir hafi nægan tíma til leikja og útivistar, og geti þó með góðu móti farið í háttinn á réttum tíma, — og for- eldrum ber að sjá um að þau geri það. Það þarf að skýra fyrir foreldrum, hve mikilvægt lieilbrigð- isatriði þetta er, og hve nauðsynlegt er að börnin venjist strax á að ganga snemma til hvílu. Það á ekki að leyfa börnum og unglingum að sækja Framhald á bls. 11.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.