Dagur


Dagur - 24.04.1954, Qupperneq 1

Dagur - 24.04.1954, Qupperneq 1
XXXVH. árg. Akureyri, laugardaginn 24. apríl 1954 20. tbl. GERIST ASKRIFENDUR! Sími 1166. Dagur 12 SlÐUR ASKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! Lofsamleg ummæli m pianóleik Ákureyrings í Ðanmörk Frk. Guðrún Kristinsdóttir lét opinberlega í Álaborg um páskana í konungsgarði í Kaupmannahöfn Þessi niynd var iekin í Amalienborg morguninn sem forsetahjónin íslenzku komu til Kaupmanna- hafnar. Sýnir hún dönsku konungshjónin og dætur þeirra þrjár og forsetahjónin íslenzku. — Þessi mynd birtist í mörgurn dönskum blöðum daginn eftir móttökuathöfnina, A bæjarstjórnarfundi fyrir skemmstu var á dagskrá að bæj- arstjóri birti greinargerð um er- indisrekstur sinn í Reykjavík, þar sem hann vann að lánsfjárútveg- un fyrir bæinn til þess að hefja framkvæmdir við togaradráttar- braut og til þess að ljúka bygg- ingu sundhallar hér og til fleiri framltvæmda. Skýrsla þessi mun hafa verið fremur fáorð, en aðailnntak Lóan kom 11. apríl, stelkurinn á 2. páskad. Farfuglarnir koma nú hver af öðrum og með þeim sumarið. Lóan sást liér fyrst 11. apríl, að því er Kr. Geirmundsson telur, en síðan hafa margir hópar sést, t. d. um páskahelgina. — • Um svipað leyti, eða jafnvel fyrr, komu ýmsar andategund- ir, svo sem rauðhöfði, grafönd og urt. Á páskadagsmorgun flugu gæsir hér yfir bæinn og stefndu á eyrar í Eyjafjarðará fram hjá Kristnesi. Stelkm-inn sást fyrst á 2. páskadag og var óvenjulega seint á ferðinni í ár, því að í fyrra kom hann 12. apríl. Þá sást tjaldur hér nokkru fyrir páska og vafalítið er, að fjölgað hefur í þrasta- hópnum, sem liér hefur dvalið í vetur, nú síðustu dagana. hennar, að allt er enn á huldu um það ,hvort bærinn fær nokk- urt lánsfé sem nemur til þess að geta hafizt handa um þær fram- kvæmdir, sem hér voru einna efst á baugi í bæjarstjórnarkosn- ingunum. Leitað til Framkvæmdabankans. Bærinn mun hafa leitað hófanna hjá Framkvæmdabanka íslands um lán, en ekki er von á endan- legu svari bankans fyrr en í næsta mánuði og munu menn ekki bjartsýnir á að þau málalok verði bænum til mikillar gleði. Þá mun bærinn og lauslega hafa leitað hófanna hjá fleiri peninga- stofnunum, en þar mun sama sagan, lítil svör og óákveðin og allt dregst á langinn. Ilefur verið talað við Útvegsbankann? Það mun ekki hafa komið fram í greinargerð bæjarstjóra, hvort bærinn hefur rætt við stjói'n Út- vegsbanka íslands um að taka upp breytta stefnu gagnvart þessu byggðarlagi og hefja hana með því að lána bænum með við- ráðanlegum kjörum það fé, sem hann nú vanhagar um. En eins og rök hafa verið leidd að hér í blaö- inu áður, er til þess nægilegt fé í þessum banka, því að inneign útibús bankans hér hjá aðal- bankanum í Reykjavík nemur milljónum, á sama tíma sem bankinn hefur lagt öðrum byggð- arlögum milljónatugi til útlána, umfram sparifé, sem allt er í út- lánum. Lán til sundhallarbyggingar. Eins og kunnugt er var ákveðið að taka 400 þús. kr. lán til þess að fullgera sundhöll bæjarins, en það lán mun enn ófengið og situr því allt í sama farinu með þá byggingu og áð- ur og er algerlega óviðunandi. Bæjarbúa mun fýsa að vita hvort bæjarstjórinn hefur leit- (Framhald á 11. síðu). Hljómleifear til ágóða fyrir Barnakórimi Hingað er komin, á vegum ísl. ameríska félagsins, 18 danshljómsveitar ameríska flug- hersins og hafði hún hljóm- leika í Nýja-Bíó í gær- urlög og syrpur. Allur ágóði af þessum hljómleikum rennur til utanfararsjóðs Barnakórs Akur- eyrar. í kv.öld leikur þessi hljóm- sveit fyrir dansi á árshátíð fsl.- ameríska félagsins á Hótel KEA og mun þetta langstærsta og veigamesta danshljómsveit sem leikið hefur fyrir dansi hér í bæ. Ungur Akureyringur, sem að undanförnu hefur stundað nám í píanóleik við Kgl. Tónlistarhá- skólann í Kaupmannahöfn, liefur hlotið mjög lofsamlega dóma fyr- ir frammistöðu sína á opinberum hljómleikum í Álaborg nú um páskana. Hinn ungi listamaður er ung- frú Guðrún Kristinsdóttir (deildarstj. Þorsteinssonar). Kom hún fram á hljómleikum á vegum Tónlistarfélagsins í borginni, ásamt cellóleikaranum Lars Geisler. Ungfrú Guðrún hefur verið nemandi pi'óf. Haralds Sig- urðssonai', en Geisler hefur num- ið hjá Erling Blöndal Bengtson. Guðrún Kristinsdóttir hefur hlotið mikið lof kennara sinna fyrir ágæta tónlistargáfu og hún lauk prófi frá Tónlistarháskólan- um með ágætum vitnisburði í desember sl., en stundar nú framhaldsnám. Lofsamleg ummæli gagnrýnenda. í dagblöðunum í Álaboi'g birt- ust mjög lofsamleg ummæli um hljómleika þessa. Listamennirnir ungu léku sónötur eftir Shosta- kovich og Brahms, og Guðrún lék auk þess einleik, Fantasíu í f- moll eftir Chopin og varð hún að leika aukalag að lokum. Um leik Guðrúnar komst gagn- rýnandi dagblaðsins í Álaborg þannig að orði: „Hún sýndi með leik sinum, að hún á einmitt þá tilfinningaríku skapgerð, sem getur hafið túlkunina upp til hæða sannrar listar. Og þótt hún væri ágæt í túlkun sinni á són- ötunni, með cellóinu, sýndi hún í fantasíu Chopins, hversu af- bragðsgóðui' (ypperlig) píanó- leikari hún er. Þarna var skap og tækni í ágætu samræmi, enda var hrifning áheyrenda mikil og varð listamaðurinn að leika aukalag, sálmalag eftir Bach, og var það unaðslega leikið.“ Að lokum segir blaðið að hinir ungu listamenn báðir geti litið björtum augum á framtíðina, því að þeir eigi báðir hæfileika og kunnáttu til þess að ná langt á list’amannsbrautinni. Annað blað segir um leik Guð- í'únar, að hún hafi mikið tækni- legt vald yfir hljóðfærinu og mikla hljómhæfni, og hafi það einkum komið fram í Chopin- verkinu. Forseti íslands í Finn- landi í dag í morgun fóru forsetahjónin flugleiðis til Finnlands að aflok- inni opinberri heimsókn í Sví- þjóð. Var tekið á móti þeim í Sví- þjóð með mikilli viðhöfn og mjög í sama stíl og í Danmörk. Ræða konungs Svíþjóðar og blaðaskrif, bera vott um einlægan vinarhug til íslands. Forsetafrúin og drottningin Myndin cr frá viðhafnarför forsctahjónanna um götur Kaupmanna- hafnar til Amalienborgar, í fylgd dönsku konungshjónanna. í fer- eykisvagninum sitja forsetafrú, Dóra Þórhallsdóttir, og drottningin danska, Ingiríður.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.