Dagur - 24.04.1954, Side 7

Dagur - 24.04.1954, Side 7
Laugardaginn 24. apríl 19S4 D A G U R 7 ‘r _c--'r 2\£i X'\l &$fS' ’ W-,' w JT”' ' ' . ' , ' »• . Fánaborgin á Ráðhústorgi. Þannig var umhorfs í hjarta Kaupmannahafnar þá þrjá daga, sem forseta- hjónin dvöldu í borginni. meðan íorsetinn dva Danskor almenningur fékk meira að vita um ísland á f áum dögum en kennt er á mörgum árum í dönskum skólum Kaupmaunaliöfn 7. apríl: Kaupmannahafnarbúar þekkja í dag íslenzku fánalitina. Allir borgarbúar — og fjölmargir aðrir Danir — hafa gengið í gegnum stórlcostlegt námskeið í því efni þessa síðustu daga. Fram til þessa hafa litir íslenzka fánans komið mörgum Dönum ókunnuglega fyrir sjónir og yfirleitt hefur þekking almennings á högum Islands, sögu þess og menningu, verið af harla skornum skammti. Kom það fram í blaðaskrifum um liandritamálið í sl. mánuði, að enn í dag er kennsla :um íslenzk efni í dönskum skólum harla fábrotin. En sjón er sögu ríkari. Eftir þriggja daga dvöl forsetans á danskri grund, getur énginn Kaupmannahafnarbúi hafa kom- izt hjá því að •kynnast íslenzkum málefnum, sjá íslenzka fán- ann og mynd forsetahjónanna. Hér er ekki rúm til þess að rekja öll þau blaðaskrif, sem orð- in eru um ísland þessa síðustu daga — jafnvel ekki þau ein sem birtust fyrir 5. apríl — því að þar er um að ræða marga tugi blaðadálka og ógrynni mynda. En úrklippur sanna, að hér er um að ræða gífurlegt lesmál og að öll meiriháttar blöð landsins voru þarna að verki. Aldrei hefur neitt nándar nærri eins mikið verið ritað um ísland í Danmörk á jafn skömmum tíma. Borg í íslenzkum litum. Blaðamannahópurinn íslenzki, sem gisti Danmörk um vikutíma í boði dönsku stjórnarinnar, í til- efni af för forsetahjónanna, hafði dvalið úti á landi í nokkra daga áður en hin opinbera móttaka forsetans hófst. Hvarvetna þar varð vart við mikinn áhugi fyrir íslandi. Móttökur þær, sem okk- hafnarborg í íslenzkum skrúða. Það var eftirminnileg sjón og ógleymanleg. Fánaborg. Er við gengum frá skipsfjöl við Skt. Anna Plads og héldum upp í borgina, um Breiðgötu, Kóngsins Nýjatorg, „Strikið“ og Ráðhús- torg, varð ljóst, að þessi dagur var helgaður íslandi og það eins þótt þá hefði borizt fregnin um andlát MÉirthe krónprinsessu Noregs, og þau tíðindi settu Dani í mikinn vanda. Þegar við höfn- ina blöktu íslenzkir og danskir fánar hlið við hlið, og þessi fána- borg þéttist því meir, sem nær dró Ráðhústorgi. Þegar í Breið- götu blasti við, hvar verzlunarhús höfðu ekki aðeins íslenzka fána uppi, heldur og myndir af for- setahjónunum í útstillingarglugg- um sínum og voru myndirnar jafnan sveipaðar íslenzkum fána- borðum. Hin stóru verzlunarhús á „Strikinu" höfðu uppi marga fána, en þegar kom inn á Ráð- hústorg var komið að miðstöð skreytinganna. Öll hús umhverf is torgið voru skreytt íslenzkum og dönskum fánum. Yfir þvert torgið var mikil fánaborg og skiptust á íslenzkir og danskir litir. Stórblaðið „Berlingske Tid- ende“ gerði ekki endasleppt við að fagna komu forsetahjónanna. Uppi á miðri stórbyggingu blaðs- ins, þar sem gengið er af torginu inn á „Strikið", var komið fyrir ljósmynd af forsetahjónunum í fullri líkamsstærð. Ef maður stóð á miðju Ráðhústorgi einhvern tíman á þessum þremur dögum, sem forsetaheimsóknin stóð yfir, var íslenzka fána að sjá svo langt sem augað eygði, hvert sem litið var. Allir sporvagnar borgarinn- ar höfðu og fána uppi, er þeir óku um borgina, og var það sérstakur heiðursvottur. Glæsilegar móttökur með íslenzka fána í bakgrunni. Móttökurnar á Tollbúðar- bryggjunni, að morgni hins 5. apríl, voru því alveg sérstaklega glæsilegar þegar þær ber við þennan bakgrunn, hina fánum Úr sýningarglugga við eina aðalgötu Kaupmannahafnar. Þannig voru margir gluggar verzlana og skrifstofa hclgaðir íslandi meðan á forsetaheimsókninni stóð. Þannig getur opinber heimsókn þjóðhöfðingja orðið meiri land- kynning á þremur dögum en nemur allri almennri landkynn- ingarstarfsemi á mörgum árum. Mikill undirbúningur. Það hefur verið á orði heima á íslandi, að stundum hafi andað köldu frá dönskum blöðum, í sambandi við sjálfstæðisbarátt- una, lýðveldisstofnunina og handritamálið. Og því verður ekki í móti mælt, að oft hefur skort skilning og velvilja hjá ýmsum dönskum blaðamönnum, er íslenzk málefni hafa verið á dagskrá. En úr því að þetta er á orði heima fyrir er rétt og skylt, að það komi greinilega fram, að danska „pressan“ lagði fram mikinn og ágætan skerf til þess að skapa hið vinsamlega and- rúmsloft, er umlék allt íslenzkt þessa eftirminnilegu apríldaga, og hún flutti á fáum dögum meiri fróðleik um ísland og ís- lenzk málefni en á mörgum árum áður. Vikuna næstu á undan forseta- heimsókninni kepþtust dönsku blöðin við að flytja greinar um ísland. Ber þar fyrst að nefna stórblaðið „Berlingske Tidende“, sem hafði sent einn af ágætustu blaðamönnum sínum, Carsten Nielsen ritstjóra, og sérstakan ljósmyndara, til íslands í marz, til þess að safna efni til birtingar í sambandi við heimsókn forset- ans. Áður en forsetinn sté á danska grund hafði blaðið flutt hverja greinina á fætur annarri og fjölda mynda um íslenzk mál- efni, um forsetahjónin, viðtöl við forsætisráðherra íslands og ut- anríkisráðherra, greinar um at- vinnulíf, listir, sögu o. m. fl. Allar þessar greinar voru ágætlega gerðar og verulegur skerfur til aukins skilnings á íslenzkum málefnum meðal dansks almenn- ings. En Carsten Nielsen reri ekki einn á báti. ÖIl hin stærri blöð Danmerkur — úti á landi jafnt sem í Kaupmannahöfn — fluttu eina eða fleiri greinar um ísland í vikunni áður en forsetalijónin stigu á land. Með einni undan- tekningu voru greinar þessar mjög vinsamlegar, fróðlegar fyrir danskan almenning ,og báru vott um einlægan vilja til þess að forsetaheimsóknin gæti orðið upphaf nýs kapítula í samskipt- um íslands og Danmerkur. Und- antekningin er blaðið „Informat- ion“ í Kaupmannahöfn, sem flutti hinn 3. apríl ritstjórnar- grein eftir annan aðalritstjóra blaðsins, sem jaðraði við að vera ruddalega skrifuð og bar vott um mikinn skilningsskort þessa blaðamanns á sambandi íslands og Danmerkur fyrir 1944 og á lýðveldisstofnuninni. En þessi hjáróma rödd hafði engin áhrif á svipmót þessara íslendingadaga á danskri grund. Okkur minnti hún aðeins á það eitt, sem eitt sinn var í samskiptamálum landanna og vonaftdi Vet'öur aldrei aftur. ur voru búnar af opinberri hálfu, á Fjóni og á Jótlandi, og frá hendi blaðamanna og alls al- mennings, er við komumst í snertingu við, höfðu fært okkur heim sanninn um að við vorum hjartanlega velkomnir. Við kom- um til Kaupmannahafnar að morgni hins 5. apríl; frá Árósum, og höfðum þegar eftir komuna til borgarinnar lesið ritstjórnar- greinar þær um lieimsókn for- setans og dansk-íslenzka sam- vinnu, sem öll Kaupmannahafn- arblöðin birtu þennan morgun. Við vorum því vel undir það búnir að sjá vinsamlegar og hjartanlegar móttökur forseta- hjónanna og fylgdarliðs þeirra, en þó held eg, að enginn hafi verið viðbúinn því að sjá Kaupmanna- prýddu borg, vinsamleg og ýtar- leg blaoaskrif, lifandi almennan áhuga og hlýtt hugarþel, svo að segja hvar sem maður kom. Iiinn 3. og 4. apríl hafði verið dumb- ungsveður í Danmörk, gengið á með rigningu og kuldahryðjum. En morgunn hins 5. apríl rann upp bjartur og fagur. Þetta var raunar fyrsti sannkallaði vordag- urinn í Kaupmannahöfn, sögðu Danir sjálfir. Er við hröðuðum för okkar niður á Tollbúðarbryggju til þess að horfa þar á þann sögulega at- burð, er danskur konungur tók í fyrsta sinn opinberlega á móti ís- lenzkum þjóðhöfðingja, voru Kaupmannahafnarbúar þegar farnir að taka sér stöðu á gang- stéttum, þar sem gott útsýni var til skrúðfarar forsetahjónanna og konungshjónanna til konungs- hallarinnar. Á einum stað sá eg hvar barnakennarar voru komnir á vettvang með bekksagnir sínar og skein eftirvæntingin út úr litlu andlitunum. Gaman var að sjá þessi dönsku börn veifa jafnt ís- lenzkum sem dönskum fánum. Hér skal ekki endurtekið það sem áður er sagt í fréttaskeyti til blaðsins um það er gerð- izt á Tollbúðarbryggju þegar „Gullfoss" renndi að hafnar- bakkanum. Danir eru gömul mcnningarþjóð með sterka „tradition". Gamalt ríki með fornar venjur og mikla virðingu fyrir þeim, kann að setja slíkar athafnir á svið með þeim glæsi- leik og því litskrúði, sem til þarf til þess að lyfta þeim upp úr því að verða innantómt tildur til þess að verða viðhöfn, sem talar til tilfinninga og metnaðar. Það hlýtur að verða öllum þeim ís- lendingum, er sáu, ógleymanlegt, er „Gullfoss“ — hið sviphreina og tígulega skip, — sigldi upp að bryggjunni með forsetahjónin í lyftingu meðan hið aldna Sixtus- virki lét fallbyssurnar syngja, en æðstu menn hins gamla sam- bandsríkis okkar stóðu hátíða- búnir í landi, umkringdir heið- ursvörðum úr lífverði og húsara- sveitum í litskrúðugum einkenn- isbúningum. Og ekki síður að sjá hin glæsilegu íslenzku forseta- hjón, í látlausum klæðnaði innan um allt skrautið, vekja aðdáun áhorfenda fyrir höfðinglega og virðulega framkomu. Það sópaði að þeim, Friðriki Danakonungi, Ásgeiri forseta og dr. Kristni ut- anríkisráðherra. Virðulegri full- trúar gátu íslendingar naumast átt á danskri grund og gerðarlegri maður en konungur er ekki á hverju strái. Og svo hurfu skrautvagnar konungs sýnum áhorfenda á Tollbúðarbryggju, inn í hina fánum skrýddu borg, við fagnaðaróp mannfjölda, við hófatak velríðandi húsarasveita, í sólskini og hressandi andvara. Þáttaskil. Landgangan var sögulegur at- burður. Með henni lauk kapítula í sögu dansk-íslenzkra samskipta, er hófst á Þingvöllum 17. júní 1944. Danskur konungur og ís- lenzkur forseti tókust hjartanlega í hendur. Þetta hjartanlega hand- tak var hvarvetna sjáanlegt þessa daga, sem forsetinn dvaldi í Dan- mörk. Og rík ástæða er til að ætla, að það verði merki íslenzk- danskra samskipta á ókomnum árum, og það eins þótt enn verði einhver bið á því, að öll mál, sem ágreiningi hafa valdið, verði far- sællega til lykta leidd. — H. Sn. Málverkasýning Garðars Loftssonar Á skírdag opnaði Garðar Lofts- son málverkasýningu að Hótel KEA. Á sýningunni eru yfir 80 myndir: olíumálverk, vatnslita- myndir og svartlist. Sýningin verður opin fram í næstu viku. VerkefniGarðars eru allfjölbreytt og hafa þessar myndir yfirleitt ekki komið fram fyrir almenn- ingssjónir áður. Aðsókn hefur verið góð, og þegar hafa um 10 myndir selzt. Eru bæjarbúar ein- dregið hvattir til þess að sækja sýninguna, sem er opin frá kl. 2 —11 e. h. daglega. Frá Amtsbókasafninu. Allir þeir, sem haldið hafa bókum lengur en tilskilinn lánstíma (14 mánuð), gjöri svo vel og skili þeim nú þegar, ella verða þær sóttar á kostnað lántaka.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.