Dagur - 14.07.1954, Síða 1

Dagur - 14.07.1954, Síða 1
GERIST ÁSKRIFENDUR! Sími 1166. XXXVII. árg. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! 12 SJÐUR Akureyri, miðvikudaginn 14. júlí 1954 31. tbl. Kanada - land hinna miklu framfíðarinöguleika - er ein sferkasta stoðin undir allri starísemi NATO Rætt við HÁUK SNORRASON, ritstjóra Svo sem áður hefur verið getið hér í blaðinu fór Haukur Snorrason, ritstjóri Dags, vestur um haf um mánaðamótin maí—júní sl. í boði Atlantshafsbandalagsins og ríkisstjórnar Kanada. Ferðaðist hann þar um landið þvert og endilangt að kalla í hópi 20 blaðamanna frá 13 þjóðlöndum. — Haukur kom heim úr þessu ferðalagi um mánaðamótin síðustu, en veiktist á heimleiðinni og liggur nú allþungt haldinn í Sjúkra- húsi Akureyrar, og því miður ekki líklegt, að hann geti tekið upp full störf fyrst um sinn. — Fréttamaður Dags koin að máli við Hauk nú um helgina, þar sem hann liggur á sóttarsæng sinni í sjúkrahúsinu, og spurði frétta úr förinni. Sunnudaginn 4. júlí sl. var haldinn fundur Framsóknar- manna í Norðlendingafjórðungi á Akureyri. Fundurinn hóíst kl. 3 e. h. Formaður undirhúnings- nefndar, Ásgrímur Stefánsson, setti fundinn, en fundarstjóri var Þorsteirin Mf. Jónsson, skóiaStjóri, og til vara Kavl Kristjánsson, al- liingism. Riíarar voru Eiríkur Brynjólfsson og Eiríkur Sigurðs- son, Fundurinn var vel sóttur úr öllum sj'slum og kaupstöðum á Norðurlandi. Þeir dr, Kristinn Guðmunds- son, utanríkisráðherra, og Skúli Guðmundsson, fjármálaráðhei-ra, fluttu framsöguræður á fundin- um. Að máli þeirra loknu hófust fjörugar umræður um ýmis mál, sem nú eru efst á baugi í þjóðfé- laginu. Þessir menn tóku til máls, auk ráðherranna, Karl Kristjáns- son, alþingismaður, Bernharð Stefánsson, alþingismaður, Eiður Guðmundsson Þúfnavöllum, Jón Haraldsson, Einarsstöðum, Helgi Aðaifundur Sambands ísl. samvinnufélaga, er haldinn var að Bifröst i Borgarf. í byrjun þessa mánaðar, fjallaði um mörg merk mál, sem vakið hafa athygli almennings í landinu. Má þar t. d. nefna tilraun þá, er Sambandið hyggst gera til þess að lækka byggingarkostnað í landinu, með því m. a. að efna til höggsteypugerðar og beita sér fyrir öðrum nýjungum á því sviði. Þá lætur almenningur sig mildu skipta aukningu skipa- Símonarson, Þverá, Jón Kjart- ansson bæjarstjóri, Siglufirði, Ásgrímur Stefánsson Akureyri, Jón Jónsson, Böggvisstöðum, Jón Melstað, Hallgilsstöðum, Stefán Friðrikssón Siglufirði, Jón Jóns- son, Fremstafelli, Jón Jóhanns- son, Skarði, og Bjarni Jóhanns- son, Siglufirði, og sumir oftar en einu sinni. Á fundinum kom fram ein- dreginn áhugi fyrir auknu starfi flokksfélaganna og stefnumálum F ramsóknarf lokksins. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur og ályktanir: 1. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim umbótum, er fengizt hafa fyrir forgöngu núverandi utanríkismólaráðherra á samn- ingum við Bandaríkjastjórn um varnarliðsmálin og treystir því, að framkvæmd hins nýja sam- komulags verði heilsteypt og röggsamleg að hálfu íslands. 2. Fundurinn væntir þess, að (Framhald á 4. síðu). stóls Sambandsins og ráðagerð- ir um frekari sókn á þeim vett- vangi, þar sem stefnt er m. a. að því marki, að íslendingar geti sjálfir tekið olíuflutninga íil landsins að fullu í sínar hendur. — Hcildarumsetning SÍS varð meiri á sl. ári en nokkru sinni fyrr, og nam 500 millj. kr. Þar af 184,5 millj. lijá Utflutningsdeild, og hafði sú deild ein aukið veltu sína um 43 millj. króiia, og 179 millj. hjá Innflutningsdeild, sem jók Gestir Norðurleiða hófu samskot til fólksins á Fremri-Kotum Hópferðir vestur næstu kvöldin í fyrrakvöld bauð Norður- leið li.f. starísfólki símstöðvar- innar hér og nokkrum fleiri gesturn í bílferð vestur á flóða- svæðin í Norðurárdal. í bíln- uin söfnuðust kr. 2500, er af- hentar voru fjölskyldunni á Fremri-Kotum, er orðið heíur fyrir svo þungum búsifjum af völdum skriðufallanna, svo sem alkunnugt er. Reið for- stjóri Norðurleiða, Lúðvík Jó- hannesson, á vaðið með kr. 1000.00 gjöf í þessu skyni. í ráði er, að Ferðaskrifstofan hér efni til hópferða héðan, nú næstu kvöldin, vestur á skriðusvæðin. Eklti er að furða, þótt fólk fýsi að sjá ummerki hinna ægilegu náttúruhamfara, sem þar hafa átt sér stað að undanförnu. En vel ’mættu væntanlegir þátttakendur og aðrir, sem leið eiga um þessar slóðir nú fyrsta sprcttinn, taka sér fordæmi fyrsta ferðahóps- ins til fyrirmyndar og eftir- breytni, þannig, að erindið þangað verði ekki aðeins til fróðleiks og skennntunar, held- ur verði um leið skerfur lagður til hjálpar þeim, sem harðast hafa orðið úti af þessum sök- um, og um leið til liðsinnis því erfiða uppbyggingarstarfi, sem þarna verður hafið, til þess að þetta heiðarbýli við þjóðbraut- ina leggist ekki í fulla auðn. veltu sína um 11 millj. kr. Aðr- ar stærstu deildir Sambands- ins eru Véladeild, sem hafði 36 millj. kr. vcltu, Iðnaðardeild með 29 millj. og Skipadeild með 29 millj. kr. veltu. Stendur hagur Sambandsins æ traustari fótum íjárhagslcga á sama tíma og það tekur stöðugt upp ný verkefni á fjölmörgum sviðum, og leysir þau af miklum dugn- aði og framsýni í anda sam- vinnusíefnunnar. Ferðalagið? Eg flaug með Gullfaxa beina leið til Parísar, en þar beið sér- stök flugvél okkar blaðamann- anna og flutti okkur vestur um haf, með stuttri viðstöðu á Azor- eyjum, til Ottawa, höfuðborgar þeirra Kanadamanna. Eigi var þó staðið lengi við þar í það sinn, heldur flugum við vestur ó bóg- inn, með skammri viðdvöld í fá- einum helztu borgunum, svo sem leið liggur yfir hinar geysivíð- lendu sléttur í Ontario, Mani- toba og Saskatchewanfylkjum, yfir Klettafjöll í Alberta og British Columbia og allt til Van- couverborgar á Kyrrahafsströnd. Við stóðum nokkuð við á Van- couvereyju, — Skoðuðum þar m. a. hina miklu flotastöð við Vic- toria, en þar hitti eg t. d. all- marga háttsetta sjóliðsforingja, sem verið höfðu hér á íslandi á heimsstyrjaldarárunum síðari og báru íslandi og íslendingum vel söguna. — Og ekki má gleyma hinum aldna og ágæta íslendingi, Soffaniasi Thorkelssyni, sem þarna er búsettur og ber með miklum sóma sinn háa aldur, 78 ár. Frá Vancouver var síðan flogið norður á bóginn, og nú um gull- grafalandið mikla og fræga úr sögum, Yukon, strjálbýlt land, en fullt hvers konar náttúruauðæfa, í jörðu og á, þótt nú séu málm- leitarmenn atomaldarinnar, með Geigermælinn í höndum, komnir í stað gullgrafaranna með skol- pönnur sínar á þessum slóðum. — Frá Yukon héldum við svo í austurátt um norðvestur-land- svæðin allt til Hudsonflóa, sem enn var ísi lagður, þótt þetta langt væri komið fram á sumar. íbúarnir í Churchill, hinni fornu bækistöð Iiudsonflóafélagsins fræga, sögðu okkur t. d., að sigl- ingar þangað væri naumast að vænta fyrr en um 20. júlí í fyrsta lagi, vegna ísalaga á flóanum, ef að vanda lætur. — Frá Churchill flugum við svo til Toronto og dvöldumst þar um hríð, héldum svo til austurstrandarinnar, en Kanadamenn skiluðu okkur síðan flugleiðis til Parísar, þar sem hópurinn dreifðist, eftir að hafa verið samflota 26180 km. leið. En það mun láta nærri, að eg hafi ferðast 30000 km. alls í þessum leiðangri, þegar heim var komið frá París flugleiðis með stuttri viðdvöl í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Hvað um íslendinga vestan hafs? Eg rakst furðulega víða á landa mína í Kanada. Ekki aðeins í helztu íslendingabyggðunum, svo sem í Winnipeg og þar í grennd, Alberta og á Kyrrahafsströnd- inni, heldur einnig á hinum af- skekktustu og ólíklegustu stöð- um, svo sem í Churchill við Hud- sonflóann, þar sem þrír menn af íslenzku bergi brotnir eru búsett- ir. Mér þótti séi'lega fróðlegt og gaman að sjá mig um í Alberta, þar sem Klettafjallaskáldið okkar mikla, Stephan G. Stephansson, ól svo lengi aldur sinn og bar beinin í fögru og svipmiklu um- hvei’fi, með hátinda Klettafjalla gnæfandi við himin í vesturátt. — Það ei’ alkunnugt og skrumlaust mál, að Kanadamenn telja, að ís- lenzku landnámsmennirnir og af- komendur þeirrá hafi gefizt alveg sérstaklega vel. Alþekktir ráða- (Framhald á 9. síðu). SÍLDVEIÐARNAR: Snæíellið hæsta skipið í f lotanum með 1900 mál og tunnur Á miðnætti á laugardag var Snæfellið búið að fá 1900 mál og tunnur, en Jörundur 1000 mál og tunnur. Allur síldarflotinn var á sama tíma búinn að fá 20 þús. mál og að auki ca. 3 þús. tunnur í frost. — Um hádegi í gær hafði síldarverksmiðjan í Krossanesi fengið 4110 mál síldar til vinnslu. — Síldveiðin hefur verið fremur dræm fram að þessu, enda gæftir stopular. — Eitt skip a. m. k. — Björg frá Norðfirði — mun þó hafa fengið ágæta veiði, 800 mál, á Þistilfirði í gær, og nokkur skip munu ennfremur hafa fengið veiði austur undir Sléttu í gær. Álafaér SIS fjsllai um sitörg merk framfíðar- mál, sem vakið hafa afhygli alþjóðar Heildarumsetningin meiri en nokkru sinni fyrr

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.