Dagur - 14.07.1954, Síða 4

Dagur - 14.07.1954, Síða 4
4 D A G U K Miðvikudaginn 14. júlí 1954 Ferðaþættir eftir HANNES J. MAGNÚSSON, skólastjóra Það var lagt af stað með Gull- faxa frá Reykjavík laugardaginn 12. júní kl. 8 árd. í glaða sólskini. Það skein eftirvænting og til- hlökkun úr augum þessara ungu farþega, er þeir voru að ganga út á flugvÖllinn þennan morgun, því að fæstir þeirra munu hafa flogið áður, hvað þá yfir breið úthöf. Og ekki furðar mig á, þótt eftirvænt- ingin hafi stigið nokkuð hátt þennan sólbjarta morgun, því að hér var vissulega verið að leggja Út í mikið ævintýri. Flugið yfir hafið gekk með ágætum, enginn varð flugveikur, enda veður hið ákjósanlegasta alla leið. Eftir rúma 5 klukkust. lentum við á Fornebuflugvellin- um utan við Osló. Voru þar fyrir til að taka á móti okkur Þorleifur Thorlacius sendiráðsritari og P. Ekloe ræðismannsritari. Greiddu þeir fyrir okkur á ýmsan hátt meðan við biðum eftir lestinni. K1 .8,40 lögðum við af stað með næturlestinni til Andalsnes. Við höfðum pantað far löngu áður og gátum því öll fengið svefnvagn, enda kom það sér vel, og börnin sváfu ágætlega um nóttina, en misstu auðvitað af hinu fagra út- sýni á þessari leið. Kl. 6,10 komum við Andalsnes, og voru þar mættir fulltrúar frá 'Álasundi til að taka á móti okkur. Söngstjóri okkar, Björgvin Jörg- ensson, fékk blómvönd, og var síðan setzt að morgunverði. Við þessi fyrstu kynni af Álasundi voru móttökurnar hinar hjartan- legustu. Áður en lagt var af stað frá Andalsnesi fengu allir fagra myndabók af Álasundi, vándaða bók um fiskveiðisýninguna (fisk- erimessen), aðgangskort að allri sýningunni, kort, sem veitti rétt- indi til ókeypis ferðalaga með öll- um strætisvögnum borgarinnar og löks 10 kr. í peningum. Var svo lagt af stað með tveim- ur stórum vögnum til Álasunds, en sú ferð tók tæpa 4 tíma. Þegar til Álasunds kom, fór fram opinber móttaka við Möre ungdomsskole. Þar voru mættir forseti bæjarstjórnar, Paulus Gjörtz, ræðismaður íslands í Ála- sundi, Óskar Larsen, Georg Garshol, formaður fiskveiðasýn- ingarinnar, sem var upphafsmað- ur að boði kórsins til Álasunds, sendiherra Anderssen Rysst, sendiherra Bjarni Ásgeirsson, stjórn Karlakórs Álasunds, sem hafði tekið að sér móttökur kórs- ins, og margt annarra manna. Þarna var einnig fjölmenn drengjahljómsveit, sem heilsaði okkur með þjóðsöng íslendinga. Var þetta hin hátíðlegasta stund. Var síðan setzt að morgunverði inni í skólanum, sem átti að verða heimili okkar næstu daga. Nokkrir voru þó á einkaheimilum úti í bæ, eða samtals 11 börn. Undir borðum bauð Georg Garshol, formaður fiskveiðisýn- ingarinnar, okkur velkomin og skýrði frá tildrögum þessa heim- boðs. En tildrögin voru þau, að hann hlustaði eitt sinn af tilvilj- un á barnatíma í norska útvarp- inu, og heyrið þá barnakór syngja, sem honum geðjaðist svo vel að, að hann sagði við sjálfan sig: Þennan kór verðum við að fá til Álasunds á Fiskerimessen. Þetta var þá Barnakór Akureyr- ar ,og eftir þetta var hafizt handa með að fá kórinn til Noregs. Þarna fluttu ræður forseti bæjarstjórnar, Andressen Rysst, sendiherra, Bjarne Korsnes, for- maður karlakórsins, o. fl. Þarna var annars margt gesta. Kórinn söng 3 lög, en að því búnu fóru allir að koma sér fyrir. Klukkan 6.30 var allur hópurinn sóttur, og var nú haldið til íiskcri- messen. Þar söng barnakórinn svo nokkur liig fyrir þúsundir áheyr- enda og vakti strax mikla athygli. Mánudaginn 14. júní mætti kór- inn í Alþýðuhúsinu, sem er stærsta samkomuhús bæjarins, í ltoði hús- mæðrafélags Álasunds. Húsið var troðfullt, og var Barnakórnum þar ákaft fagnað. Þarna söng kórinn nokkur lög við mikla hrifningu. Á eftir þakkaði forstöðukona félagsins og færði hverjum Islendingi að gjöf silfurskeið, og söngstjórinn fékk blómvönd. Þarna var einnig tekin mynd af hópnum, er birtist í blöð- unum daginn eftir. Var næst haldið til hinnar for- kúnnaríögru Álasundskirkju. Þar söng kórinn nokkur lög, og organ- leikari kirkjunnar lék nokkur lög á orgelið, sem er eitt hið vandaðasta í Noregi. Frá kirkjunni var svo haldið í barnaskólann, sem er hinn full- konmasti að öllum útbúnaði. Þar söng kórinn einnig nokkur lög, og skóljnn var skoðaður. Síðari hluta dagsins skoðuðu börnin svo liina miklu fiskveiða- sýningu, cn um kvöldið var full- orðna fólkið í boði l'lisnes skóla- stjóra, sem cr liinn mesti söng- og h 1 j óm 1 i s tar u n n a n d i. Þriðjudaginn 15. júní fengum við orðsendingu um, að 260 börn frá Moldö myndu koma við í Álasundi þá um daginn, og fylgdi þeirri orð- sendingu ósk um að fá að sjá Barnakór Akureyrar á bryggjunni á tilteknum tíma. Við urðum við þessari beiðni. Kórinn söng nokkur lög fyrir þessi frændsystkini sín, og við lærðum þeim blómVönd sem kvcðju frá Islandi. Það má geta jtess hér í eitt skipti fyrir öll. að það voru einkum tveir vinir okkar í ÁJasundi, sem fylgdu okkur stöðugt eftir eins og góðir forcldrar, en það voru þau Bjarne Korsnés, formaður karlakórsins, og frú Oddfrlður Hákonardóttir Sæ- tre, ættuð frá Reykhólum á Barða- strönd, en hefur verið í Álasundi um 30 ára skeið. Klukkan 7 tim kvöldið vorum við sótt til dvalarstaðar okkar í Möre- ungdomsskole og flutt til Alþýðu- hússins, en þar átti samsöngur barnakórsins að hefjast kl. 8. Hús- ið tekur 600 manns í sæti og var orðið troðfullt löngu áður en sam- söngurinn hófst. Siingnum var frá- bærlega vel tekið, og söngstjóra og kór bárust fjórir blómvendir, þar á mcðal einn frá biirnunum í Moldö. Á eftir samsöngnum tóku til máls forseti bæjarstjórnar, scndiherra Norðmanna, Andcrsen-Rysst, sendi- Jicrra íslands, Bjarni Ásgeirsson, o. fl. Kórinn varð að syngja nokkur aukalög. Tvær af íslenzku konun- um, sem voru með í förinni, gengu fyrir kórnum í íslenzka þjóðbúu- ingnum og báru íslenzka og norska fá.na og stóðu sitt hvorum megin við kórinn á meðan hann söng. Þetta var áreiðanlega stærsta stundin, sem börnin höfðu nokk- urn tíma lifað, og það því fremnr sem þau fundu góðvild og hjarta- hlýju streyma til sín úr öllum átt- um. Miðvikudaginn 16. júní var lagt af stað klukkan 8 um morguninn í skemmtiferð inn á Sunnmæri, sem er forkunnar fögur sveit, og komið við í Sykkylven, sem er fagurt sveitaþorp á Sunnmæri. Þar borð- uðum við morgunverð, en héldum síðan til Fjellsæter, sem er fjalla- hótel inn af Sunnmæri. Var þar dvalið lengi dags, og iindu allir sér vel. Var síðan aftur lialdið til Syk- kylven. Þar borðuðum við kviild- verð í boði bankastjórans, en kl. 8 var söngskemmtun í leikfimisal barnaskólans, og var það eins konar vígsla á salnum, þvf að skólinn er alveg nýr og hinn fullkomnasti. Þarna munu hafa vcrið um 600— 700 manns og viðtökur forkunnar góðar. Forseti bæjarstjórnar flutti stutta en snjalla ræðu og þakkaði kórnum fyrir komuna og ágætan söng. Á eftir var skólinn skoðaður og blessað fólkið, sem þarna kom, ætlaði aldrei að vilja skilja við okk- ur, svo mikil var alúðin og góðvild- in. Þegar lagt var af stað aftur, fylgdi okkur fjöldi fólks niður að ferjunni. Kórinn kvaddi með þjóð- söngvum Imggja landanna. Svo var kvaðzt með húrrahrópum, og biirn- in á bryggjunni veifuðu til okkar, þar til skipið hvarf út í kvöldmóð- uná. Fimmtudagurinn 17. júní var feg- ursti dagurinn í Álasutídi. Veður var skínandi fagurt, og bærinn var fánum skreyttur vegna þjóðhátíðar Islendinga. Klukkan 11 árdcgis baúð íslenzki ræðismaðurinn, Oskar Larsen, okk- ur til morgunverðar á Fjellstua, en það er veitingahús, sem stendur uppi á háum klettatindi, er nefnist Axla, og liggja þangað upp um 400 tröppur. Er staöur þessi eign Góð- templarareglunnar í Álasundi. — Þarna tóku ræðismannslijónin for- kunnar vcl á inóti okkur. Þarna komu menn frá norska útvarpinu og tóku á segulband stutta dagskrá. Kórinn söng nokkur lög, fréttamað- ur ræddi litla stund við fararstjóra okkar, Tryggva Þorsteinsson, og lítil stúlka úr kórnum, Anna G. Jónasdóttir, sagði nokkur orð og flutti kveðju heim. Var þessari dag- skrá svo útvarpað frá Osló þá um kvöldið. Voru gerðar ráðstafanir til að hlustendur licima gætu hlýtt á þessa dagskrá, en það virðist hafa farið á aðra leið: Kl. 4.80 vorum við svo sótt heim að Möreskóla, og var nú ferðinni heitið út í Selerhytta, en það er sumarhótel, sem stendur á eyju skammt úti í firðinum og er eign einhverra sjómannasamtaka í bæn- um. Þarna fór svo fram skilnaðar- liófið, og fyrir því stóð Karlakór Álasunds. Annars varð þarna fjöldi fólks, og m. a. ýrnsir fyrirmenn bæj- arins. Þarna borðuðum við miðdag, og Bjarne Korsnes setti lióf þetta mcð snjallri ræðu og karlakórinn söng nokkur lög. Undir borðum fóru fram mikil ræðultöld, en aðal- ræðuna flutti forseti bæjarstjórnar, sem þakkaði kórnum fyrir komuna, en síðan skiptust rnenn á gjöfum. Karlakórinn gaf öllum íslcnding- unum minjagripi, en Tryggvi Þor- stcinsson, fararstjóri okkar, afhenti ýmsum vinum okkar þarna smágjaf- ir frá kórnum, en undirritaður þakkaði móttökur allar með stuttri ræðu. Þá var einnig skipzt á blóma- gjöfum. Bál var kveikt á ströndinni. Loks var setzt að kaffiborði. Því næst stingu kórarnir nokkur lög livor, og að lokum þjóðsöngvana. Við gleymum aldrei þessu kvöldi í Álasundi. Þarna ríkti svo mikil hjartahlýja, góðvild og bróðurþel,. að það var engu líkara ,en að við værum þarna hjá foreldrum okkar, systkinum eða öðrum nánum ætt- ingjum og vinum. Það má segja, að börnin okkar hafi sigrað Álasunds- búa með söng sínum og framkomu allri. Og Jieir voru margir, sem sögðu við mig, að þetta væru Jtau háttprúðustu (kultiveruðustu) börn, sem þangað hefðu komið. Börnin vöktu livarvetna athygli með prúð- mannlegri og fágaðri íramkomu. Kveðjurnar voru innilegar þetta kvöld, en margir ætluðu að koma og kveðja okkur á bryggjunni næsta morgun. (Framhald). Nýr verðlaunabikar samnorrænu sund- keppninni Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, hefst nú reglubundin opnun sundlaugarinnar að Laugalandi í Hörgárdal, þar sem sundnámsskeiðum skóiabarna er lokið. Hefur aðsókn að lauginni verið með mesta móti í vor, og all- margir tekið þar þátt í samnorr- ænu sundkeppninni. En nú hefur verið efnt til inn- byrðis keppni milli hreppanna fjögurra, sem standa að lauginni, Glæsabæjar, Öxnadals, Skriðu og Arnarness, og gefinn til verð- launagripur þeim hreppnum, sem hlutfallslega á flesta sundmenn, þá er þreyta 200 metrana í norr- ænu sundkeppninni. Er það bik- ar, mikill og fagur og gefandi Haraldur Sigurðsson, íþrótta- kennari, sem lengst hefur kennt sund í lauginni. En vænta má, að þessi hugkvæmni og skörungs- skapur Haralds örvi nú til dáða, unga og gamla, konur sem karla, og enginn vilji láta sinn hlut eftir liggja eða sinnar sveitar. Ungmennafélög hreppanna hafa að þessu tilefni sundnáms- skeið tvö kvöld vikunnar f.yrst um sinn, undir stjórn kennara Ungmennasambands Eyjafjarðar, Höskuldar Karlssonar. Eiturefni í innfluttu lieilhveiti í Heilsuvernd (1.—2. h. 1948 og 2. h. 1949) hefur verið sagt frá því, að eitruðu efnasambandi (köfnunarefnis-tríklorid, einnig kallað agene) sé blásið inn í hveiti til að verja það skemmd- um. En skýrt frá vísindalegum dýratilraunum, sem sýndu, að efni þetta olli alvarlegum tauga- truflunum, er leiddu tilrauna- dýrin oft til dauða. Fyrir nokkru hefur verið bannað að nota jDetta efni í amerískt hveiti, sem ætlað er til neyzlu í landinu sjálfu. En það mun enn vera sett í útflutn- ingshveiti, og í Englandi mun það einnig vera notað. Nýlega skýrir enska tímaritið RUDE HEALTH svo frá, að efni - F jórðungs|)ing Frarn- sóknarflokksins (Framhald af 1. síðu). fulltrúar flokksins á Alþingi og í ríkisstjórn standi' hér eftir sem hingað til vel á verði í landhelgis- málunum á grundvelli samþykkt- ar flokksþings Framsóknai-manna ái'ið 1946 og síðari ályktana og aðgerða fulltrúa flokksins í þess- um málum. 3. Eftir ástæðum lýsir fundur- inn ánægju sinni yfir þeim stjórnarsamningi, sem gerður var við myndun núverandi ríkis- stjórnar, sérstaklega þó varðandi framkvæmdir í raforkumálum. Treystir fundurinn ráðherrum Framsóknarflokksins og þing- mönnum hans til þess að tryggja framgang- þeirra mála. 4. Fundurinn samþykkir að minna á, að enn er óbreytt sú stjórnarskrá, sem talið var við stofnun lýðveldisins fyrir 10 ár- um að sett væri aðeins til bráða- birgða. Ennfremur óbreytt kosn- ingalög, sem — ásamt ákvæðum stjórnarskrár um kosningafyrir- komulag — flestum virðist koma saman um að gefizt hafi illa. Skorar fundurinrí á þingmenn Framsóknarflokksins að sleppa engu tækifæri til að koma fram æskilegum breytingum á stjórn- arskránni og kosningalögunum. 5. Fundurinn telur nauðsynlegt að efla starfsemi Búnaðarbank- ans og Fiskveiðasjóðs, og skorar á fulltrúa flokksins í ríkisstjórn og á Alþingi að beita sér fyrir því m. a. með því, að Búnaðar- bankinn láti útibú sitt á Akureyri annast lánveitingar fyrir ræktun- arsjóð og byggingai'sjóð, og. að bankinn leggi útibúinu aukið' fé. til landbúnaðarlána. Ennfremur að ráðstafanir verði gerðar til þess að meira fé vei-ði 'veitt' fil útlána' úr Fiskveiðasjóði til efl- ingar útgerð í Norðlendingafjórð- ungi. 6. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að Framsóknar- flokkurinn á Alþingi og fjármála- ráðherra hans hafa staðið fast á því, að rekstur ríkissjóðs sé hallalaus, og þó jafriframt lagt með miklum árangri áherzlu á meiri aðstoð af ríkisins hálfu en áður var við uppbyggingu at- vinnuveganna, bættan híbýla- kost, aukna aðstöðu til lækninga og heilsuverndar og eflingu menningar í landinu. þetta, agene, sé einnig sett í heil- hveiti. En með því að í heilhveiti er meira af fjörefnum en í hvítu hveiti og allar efnabreytingar ör- ari, þúrfi meira agene í það en í hvíta hveitið til að stöðva efna- breytingarnar og skemmdirnar, sem af því leiðir. Eftir þessu að dæma er það að fara úr öskunni í eldinn að borða erlent heilliveiti í stað hins hvíta. I þessu máli er því eina lausnin sú, að flytja inn kornið og mala það hér heima, annað hvort í stórum kornmyllum eða litlum heimiliskvörnum. Gildir það vit» anlega ekki aðeins um hveiti, heldur almennt um allt korn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.