Dagur - 14.07.1954, Síða 9

Dagur - 14.07.1954, Síða 9
MiSvikudaginn 14. júlí 1954 D A G U R 9 Góðir ffestir vestan um liaf [anada - land framtíðarinnar „ísland þér slapp aldrei hönd öll af barni þínu,“ heyrðist kveðið upp úr leiði erlendis. Og víst er það svo um alla, sem stálpaðir hafa flutzt vestur um haf. Þeim fylgir ættarjörðin á leið arenda. Hugur og hjarta bera mót heimalandsins. Það er ekki aðeins að fornöld þess og sögur verði að dýrum fjársjóði andans. Yfir sjálfu landinu hvílir heill- andi birta æskunnar. Endur- minningin geymir mynd landsins eins og hún mótaðist í sálina á dreymnasta skeiði ævinnar, þeg- ar allir litir eru skærari en seinna verður. Næstum því hver íslendingur, sem fargað hefir leiði sínu í fjarlæg lönd, hefir einhvern tíman þjáðst af heimþrá og oft mikið. Og er þeir hafa stritað og slitið kröftum sínum í fjarlægri heimsálfu, hefir það iðulega sannast að: Sárt brenna fingur, en sárar brennur hjartað. Hvergi búa jafnmargir íslend- ingar fjarri ættjörðinni, sem í Vesturheimi. Um 1930 var talið, að þar byggju alls um 40 þúsund manns af íslenzku ætterni eða. sem svaraði fjórðungi íslenzku þjóðarinnar. Allmargt af þessu fólki er að vísu af annarri og þriðju kynslóðinni, og eru því tök íslands mjög tekin að slakna á því sumu sem vonlegt er. En þeir eru enn margir, sem heima eru fæddir, og brennur ættjarð- arástin þeim í brjósti jafnheitt og fyrr, ef til vill enn heitari en nokkru sinni áður, eftir því sem fleiri hinna eldfl íslendinga ganga fyrir stapánn og þeir, sem eftir verða, einangrast meir í þjóðahafinu. Og þó að ísland sleppi áldt.ei: hfendi- af þessum mönnum, hefir íslenzka þjóðin hér heima of lítið gert til að rétta þeim hönd í þjóðernisbaráttunni vestra, sem stöðugt verður þyngri fyrir fót, eftir því sem lengra líð- ur. Þó hefir nokkur viðleitni verið í þessa átt á seinni árum, t. d. með því að styrkja íslenzku vikublöðin og bjóða einstaka manni heim, en senda aðra vest- ur. Samskipti milli heimaþjóðar- innar og íslendinganna í dreifing- unni vestan hafs hafa því verið allt of lítil. Ágæt var hugmynd Finnboga Guðmundssonar pró- fessors að efna til hópferða yfir hafið, enda þótt hún sé fu.llseint fram komin. Sú för tókst með ágætum á síðastliðnu sumri, en nægileg þátttaka mun ekki hafa fengizt í sumar. Hinir heima- fæddu Vestur-íslendingar, sem efni hafa á að ferðast, eru að verða of fáir og strjálir til þess að hægt sé að ferma eitt flugfar á hverju sumri. Of lengi hefir þögnin varað og fálætið milli frænda og vina. Of margir hurfu inn í þorpið hljóða, áður en veruleg gangskör var gerð að því að ryðja veginn til meira og betra samfélags báðum þjóðarbrotun- um til ávinnings og gleði. Samt eru einnig nú í sumar nokkrir ágætir og nafnkunnir Vestur-íslendingar hér á ferð. Má þar á meðal nefna prófessor Richard Beck og frú hans, Berthu (fædd Samson). Hann var hér sendifulltrúi á 10 ára lýðveldis- hátíðinni og við biskupsvígsluna, er fram fór í Reykjavík 10. júní sl., og flutti einnig Synódunni kveðjur vestan um haf, ásamt sr. Haraldi Sigmar, er þar var stadd- ur líkra erinda. Er dr. Riehard Beck svo kunnur hér heima fyrir vísindastörf sín og ágætt land- kynningarstarf fyrir ísland í Vesturheimi, að óþarft er að kynna hann nánar, enda hefir ýmislegt verið um hann ritað í íslenzk dagblöð undanfarið og slíkt hið sama hefir verið gert um séra Harald Sigmar, er skrapp hingað norður um land á ættar- stöðvarnar í Reykjadalnum og messaði í kirkjunni á Einarsstöð- um. Þá vil eg nefna aðra góða gesti, sem borið hefir að garði mínum og vart eru eins vel kunnir á ís- landi, að minnsta kosti fyrir norðan land, en það eru þau Páll S. Pálsson, skáld, og kona hans, frú Ólína (fædd Egilsdóttir), ættuð úr Borgarfirði eystra. Voru þau á ferð til æskustöðva frúar- innar á Austurlandi, en þaðan hafði hún flutzt um 14 ára aldur- inn vestur um haf ásamt ættingj- um sínum. Bróðir hennar, Pétur Anderson, er einn af auðugustu hveitikaupmönnum Winnipeg- borgar. Frú Ólína kom heim árið 1930 og hafði þá meðferðis gjafir austfirzkra kvenna vestan hafs til húsmæðraskólans á Hallormsstað. Ætt Páls S. Pálssonar er úr Borgarfirði syðra. Hann er fædd- ur í Reykjavík 17. sept. 1882. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Helgadóttir frá Snóksdal í Dala- sýslu og seinni maður hennar: Skarphéðinn ísleifsson bóndi á Norður-Reykjum í Hálsasveit. Eftir lát manns síns (1894) flutti Sigurbjörg til Ameríku árið 1897 ásamt sonum sínum tveimur og settist að í Winnipeg. Tók hún þá upp nafn fyrra manns síns og nefndist Pálsson. Þegar Páll kom vestur þrem árum síðar tók hann upp þetta ættarnafn fjölskyld- unnar, sem auðveldara var í framburði engilsaxneskum mönn um en föðurnafn hans. Bræður Páls voru þeir Hjörtur, Jónas og Kristján, sem allir voru gáfaðir menn og skáldmæltir, en einkum var þó Jónas kunnur fyr- ir hljómlistargáfu sína og starf- semi að þeim málum meðal Vest- ur-íslendinga. Eftir Kristján, sem var albróðir Páls, kom út Kvæðabók að honum látnum (Winnipeg 1949), sem sýndi að hann var ágætt skáld. En tvær Ijóðabækur hafa verið gefnar út eftir Pál: Norður-Reykir 1936 og Skilarétt 1947. Eru í báðum þess- um bókum margt afbragðskvæða, sem sýna fjölþætta Ijóðagáfu, þar sem skiptast á djúp alvara og góðlátleg kímni, skapar athuganir og hugljúf kenndaljóð. Meðal Vestur-íslendinga er Páll nafnkenndur maður. Hann er nú fluttur til Gimli, en bjó lengi í Winnipeg og tók þar mik- inn þátt í félagsmálum íslend- inga, enda vann hann ötullega að hverju því málefni, er hann fylgdi fram og var jafnan mikill munur að mannsliði hans. Hann vai' t. d. einn af beztu leikendum meðal íslendinga í Winnipeg, söngmað- ur góður, vinsæll og hvers manns hugljúfi. Þegar Páll fór vestur um haf um aldamótin, mundi hann naumast hafa trúað því, að hann fengi ekki að líta ættjörðina fyrr en eftir meira en hálfa öld. í ljóðum hans, eins og öðrum ljóð- um Vestui'-íslendinga, birtist heimþráin sár og heit og þangað sveif ljóðgöngull hugur hans jafnan. Kemur þessi þrá hans fram m. a. í hinum látlausu en innilegu Vorvísum til íslands: Arfi íslands hljóður andans Berurjóður þráir látlaust ár og öld. Kýs þar helzt að heyja hinztu þraut og deyja, þegar loksins kemui' kvöld. Upp frá leiðum lágum landnemanna sjáum stíga bjartan bjarma í geim: Birtir yfir öllu íslands tignu fjöllum. — Feðra raddii' heimta oss heim. Meðal Vestur-íslendinga, sem heimsótt hafa Eyjafjörðinn, eru þær frú Anna Vatnsdal og dóttir herinar Guðný Ethel frá Seatle á Kyrrahafsströnd. Frú Anna er fædd vestra, dóttir Jóns Jónsson- ar frá Munkaþverá, er dvaldist rúm 50 ár í Vestui'heimi, en kom heim 1930 og átti síðan heima á æskustöðvunum til dauðadags 1945. Frú Anna giftist Þórði Egg- ertssyni Vatnsdal, ættuðum frá Breiðafirði, og bjuggu þau í Port- land, Oregon, unz Þórður andað- ist fyrir nokkrum árum. En þá flutti hún vestur að hafi, enda voru sum börn hennar flutt þang- að á undan. Frú Anna er mikill Islendingur og talar íslenzku ágætlega, enda atgerviskona í hvívetna, eins og hún á ætt til. — Dveljast þær mæðgur nú hjá skyldmennum sínum á hinu forn- fræga ættaróðali Munkaþverá, er frú Anna hefir frá barnæsku lát- ið sig dreyma um að mega augum líta. Þannig er það, sem raddir feðr- anna heimta niðjana heim. Megi þá hið „íslenzka vomæturyndi“ gera þessum góðu gestum kom- una sem ánægjulegasta og ógleymanlegasta. Innilega fögn- um við þeim og biðjum þeim blessunar. Benjamm Kristjánsson. JEPPI til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar gefur Þorlákur Hjálmarsson, bifreiðast j óri. (Framhald af 1. síðu). og merkismenn þar vestra, sem fyllilega má treysta að viti, hvað peir syngja í þessum efnum, full- yrtu þetta staflaust í mín eyru. Og allir bera þessir öldnu víking- ar órofa tryggð og ræktarsemi í brjósti til gamla ættlandsins og báðu mig fyrir kærar kveðjur heim. Eg á eftir að skila þeim flestum, en mun gera það per- sónulega, strax og nokkur tök eru á. Og hvað vakti svo einkum athygli þína á þessu langa ferðalagi um framandi slóðir? / Tvennt var það einkum, sem mér varð einna starsýnast á: Fyrst hin gífurlegu auðæfi lands og þjóðar. Aðeins rúmlega 15 milljónir manna byggja nú þetta kostamikla land, sem að flatar- máli mun þó næststærsta ríki heims. Nokkuð verulegur hluti þess landsvæðis er að vísu fremur auðnarleg heimskautalönd, en hvers konar málmar og náttúru- auðæfi munu þó leynast þar víð- ast í jörðu, engu síður en í hinum frjósömu og fögru suðurhéruðum, þar sem hin dugmikla og vaxandi þjóð gengur svo ötullega að störf- um að hagnýta sér náttúruauðæf- in, sem þar eru hvarvetna í jörðu og á. Óvíða í heiminum munu framfarirnar og tækniþróunin öllu stórstígari og furðulegri eins og stendur en einmitt þarna. Hin- ar stórfelldu vatnavirkjanir bera þessum hamförum Ijóst og órækt vitni, svo að eitt einstakt dæmi sé nefnt af fjölmörgum öðrum af sama tagi, sem þarna eru á döf- inni. Eg tel víst, að Kanada sé eitt hið mesta framtíðarland, sem nú er til í heiminum, og þrátt fyrir öll þau stórvirki, sem þegar hafa vei'ið unnin þar, muni þó óvíða eða hvergi meiri möguleikar til nýs landnáms og hvers konar stórfelldra framfara á fjölmörg- um sviðum en þar í landi. Enginn má skilja þessi orð mín svo, að eg sé með þeim að hvetja menn til vesturfarar í því skyni að setjast þar að — gerast ein- hvers konar Vesturfaraagent á gamla móðinn. — Því fer auðvit- að víðsfjarri. íslandi svipar ein- mitt æði mikið til Kanada, að því leyti, að hér býr fámenn þjóð í tiltölulega stóru landi, þar sem gnægð er ónotaðra náttúruauð- æfa og hvers konar framtíðar- möguleika, ef rétt er á haldið. Enginn fslendingur þarf því, að mínum dómi, að leita á framandi slóðir til þess að finna sér verk- efni og framtíðarstarf, því að nóg skilyrði eru hér um langa fram- tíð í okkar eigin landi. Hitt ati'iðið, sem einkum vakti athygli sína, var það, hversu geysimarkverður og öflugur þátt- takandi Kanada er í Atlantshafs- bandaláginu. Þessi gagnauðuga og atorkusama þjóð lætur ekki við það eitt sitja að styrkja sínar eigin hervarnir af hinu mesta kappi og stórhug — ekki sízt varnarlínuna yfir norðurheim- skautshéruðin þver, til öryggis gegn hugsanlegum loftárásum yf- ir Norðurpólinn sjálfan — heldur sendir hún daglega að kalla úr landi miklar birgðir ágætra ný- tízku vopna og hvers konar her- búnaðar og varnartækja til sam- starfsríkjanna í Evrópu vestan- verðri og annars staðar í heimin- um. Okkur gafst þess kostur að fylgjast að nokkru með þeim undii'búningi og sjá hvern skips- farminn af öðrum af þessum varningi láta úr höfn austur um Atlantsála. Ágæt gestrisni og fyrirgreiðsla. Haukur rómaði mjög frábæra gestrisni og fyrirgreiðslu þeirra Vestmanna. — Áætlunin var mjög ströng og hin sífelldu ferða- lög á langleiðum harla erfið. En þau voru prýðilega skipulögð, svo að segja má, að hugsað væri fyrir hverju smáatriði, og alúð og vin- semd gestgjafa okkar var mikil og rausnin frábær, segir ritstjór- inn að lokum. — Þetta rabb verð- ur að duga í bráðina, en auðvitað hef eg í hyggju að skrifa greina- flokk í blaðið um þetta efni, strax og heilsan leyfir. Dagur býður Hauk ritstjóra velkominn heim úr þessu langa ferðalagi og óskar þess, að hann megi sem allra fyrst hljóta góðan og fullan bata. - Skriðuföllin (Framhald af 7. síðu). og það mundi og hefur bætt úr tjóni af völdum landskjálfta og eldgosa. Eg veit eigi hvort gerlegt er að ryðja skriðunum að einhverju leyti af túninu í Kotum, vegna þess hve grýttar þær eru, en þess má geta, að grjótið situr mest of- an á. Með jarðýtum nútímans má afreka mikið og skriðan á túninu er óvíða mjög þykk. Sjálf- sagt yrði að færa grjótið saman í hryggi í lægðir, eða grafa fyrir það grófir og síðan vinna aftur upp landið. Þetta er sjálfsagt mikið verk, en því má ekki gleyma, að nokkuð er til þess vinnandi, frá þjóðfélagslegu sjón- armiði séð, að halda Kotum í byggð og þarna er nýbyggt vand- að íbúðarhús. Fyrir nokkrum dögum ók eg um Norðurárdal til Akureyrar og dáðist að þeim ágæta vegi, sem þar var búið að gera, og hve mik- ið og gott mannvirki þar hefði verið unnið. Þessi vegur virtist mjög traustur og geta staðið óhaggaður í árhundruð. Túnið á Fremri-Kotum var þá í blóma, og eg dáðist að þeim framkvæmdum er þar var búið að gera, er báru það með sér að þar bjó áhuga- samt dugnaðarfólk. Breyting sú er þarna hefur orðið á örstuttri stundu, er alveg lýgileg. Hin fagra braut er horfin og orðin að algerðri vegleysu, ræsi brotin og brýr þurrkaðar burtu og hið blómlega býli er líka þurrkað út, aðeins hvítt, snoturt íbúðarhúsið stendur eftir einmana, og sting- ur í stúf við gráa grjóteyðimörk- ina. — Ólafur Jónsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.