Dagur - 14.07.1954, Síða 11

Dagur - 14.07.1954, Síða 11
Miðvikudaginn 14. júlí 1954 D A G U R 11 - Frjáls verzlun hundrað ára (Framhald af 4. síðu). frjálsu verzlun á margan hátt. Ýmsum virðist, að þar hafi oft miður tekizt en skyldi, svo að verzlunarmál á íslandi eru mjög umdeild, eins og allir vita. Og nú er hundrað ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar í verzl- unarmálum. Sannarlega er vel þess vert, að myndarlega sé upp á afmælið haldið, enda efa ég ekki, að svo verði. Við erum svo fjarskalega gefnir fyrir að halda upp á öll afmæli, að nærri má geta, hvort okkur sést yfir þetta. Vísast er nú þegar hafinn ein- hvers staðar mikill undirbúning- ur. Ekki kæmi mér á óvart, þó að út yrði gefið stórt rit, já, kannske fleiri en eitt og fleiri en tvö, þar sem lofsungin væri hin frjálsa verzlun, en bannsungin hvers konar einokun og haftaverzlun. Það væri nú annað hvort, að landsfólkinu væri gert vel Ijóst á slíkum tímamótum, hvílíkur reg- inmunur er á frelsi og ófrelsi í verzlunarefnum. En hvernig væri nú að halda upp á afmælið með þeim hætti, að láta landslýðinn sjá og þreifa á því, svo vel sem unnt er, að verzl- unin sé frjáls, og að hún sé virki- lega gjörólík gömlu einokuninni með öllum sínum prettum, skulda fjötrum og óbilgirni? Hví ekki að efna til verzlunarsýningar, láta alia sem við verzlun fást, taka á því, sem þeir eiga til, og kynna hina frjálsu verzlun okkar? Slík sýning yrði yafalaust til þess að menn ræki augun í eitthvað, sem öðruvísi mætti og betur fara. Kannske ríkisvaldið vildi ríða á vaðið og láta fram fara ýtarlega athugun á verzlunarlöggjöfinni, ef einhvers staðar fyndist laga- krókur, sem úr mætti rétta, eða burtu nema. Hvernig væri t. d. að taka bátagjaldeyrisfyrirmælin í eins konar „gegnumlýsingu“? Hví ekki að efna til samkeppni um beztu vörur, fullkomnustu þjónustu, lægsta verð? Það er mjög vinsæl tízka nú á dögum að keppa um alla skapaða hluti. Hví ekki að keppa á þessu sviði líka? Höfum við ekki tilvalda aðilja til að taka að sér forystuna, setja upp leikreglur og gefa verðlauna- gripi? Jú, eg held nú það. Eg leyfi mér aðeins að benda á Verzlun- arráð íslands og SÍS. Verzlunar- mannastéttinni, — öllum, sem við verzlun fást, ætti að vera þetta kærkomið verkefni. Verzlunin nú á dögum er svo snar þáttur daglegs lífs, að full- komin þörf er á að kryfja til mergjar og kynna það öllum landslýð, hvernig hún þarf að vera og hvemig hún getur hezt verið. Eg efa reyndar ekki, að flestir sameinist um þá skoðun, að hún eigi fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning í landinu, úrræði til stuðnings í hinni óhjákvæmilegu en oft örð- ugu baráttu fyrir lífsnauðsynjum. Vitaskuld hlýtur verzlun þó alltaf að verða atvinna fyrir þá, sem við hana vinna, meira að segja sæmi- leg atvinna ,en hún má ekki vera möguleikf fyrir einstaka menn til að skófla saman fjármunum án tillits til alls annars en gróðans. Hundrað ára afmælið er vel til þess fallið, að allir, sem treysta sér til að taka þátt í slíkri sam- keppni, spreyti sig á því að sýna, hvernig verzlun á að vera, svo að enginn efi leiki á, að hún sé hag- stæð landsfólkinu og setji ekki annað sjónarmið ofar en að þjóna og þjóna vel. Síðan samvinnufélögin hófust á legg hefur skapazt vettvangur fyrir fólkið sjálft til að beita kröftum sínum og úrræðum til félagslegra átaka í verzlunarmál- um. Þetta hefur verið gert, og verkin tala betur en nokkur frá- sögn um það efni. Kaupfélögin hafa um langt skeið haft foryst- una um hóflega álagningu. Þau hafa að verulegu leyti haldið niðri verðlagi, þó að í einstökum tilfellum kunni að hafa út af bor- ið. Þau hafa tryggt aðstöðu sam- vinnumanna til að halda í horf- inu, safnað sjóðum til að mæta skakkaföllum og tryggt sér með þeim ódýrara rekstrarfé en ann- ars hefði verið, auk nauðsynlegra framkvæmda fyrir sjálf fyrirtæk- in, að styðja og lyfta undir mörg menningar- og framfaramál. Kaupfélögin munu ekki eiga örðugt með að taka þátt í keppni um hagstæða verzlun fyrir lands- fólkið. Þau hafa fyrr gert það, en auðvitað þyrftu þau að kappkosta það ennþá betur, því að aldrei má slaka á klónni. E. t. v. hefur eig- inhagsmunasemin aldrei áður verið eins áleitin og hún er nú, svo að kappróður fyrir ennþá betri verzlun og miklu meiri til- litssemi í þeim efnum og öðrum, ætti að geta orðið hið þarfasta fyrirtæki. Eg vísa svo þessum hugleiðing- um um sýningu, verðlaunasam- keppni og hagsbóta-kappróður til réttra aðilja, — forvígismannanna í verzlunarmálunum. Vafalaust taka þeir góðfúslega vinsamleg- um bendingum áhugamanns um gagnlega og viðeigandi viðhöfn í tilefni af þessu merka afmæli. J. Ó. Sæmundsson. Sumarleyfin (Framhald af 2. síðu). yrða að það er langt frá því vandalaust að verja sumarleyfi sínu á þann hátt að betur sé farið en heima setið. Má í því sambandi minna á örþreytt og dapurt fólk, sem algengt er að sjá eftir mis heppnað ferðalag hinna dýrmætu daga. En hvei’jir vilja ekki sjálfir ráða sínu eigin sumarleyfi? Á meðan sumir skreppa til Spánar, rölta aðrir á gamlar smalaslóðir. Mótorhjól Dömu-sundbolir á 110 og 132 kr. Nælonsokkar vieð svörtum saum og hæl. B r ú ð u r á kr. 36, 31. 39 og 43. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. til sölu. Upplýsingar hjá Þorsteini Jómssym, Þórshamri. NLFA Heilhveiti, nýmalað Rúgmjöl, nýmalað Bankabygg, nýmalað Hafrar, kurlaðir Rúsínur, m. steinum Eplamauk Gulrótarmauk „Prikken“ barnafæða Þangmjöl Þangm j ölstöf lur Hvítlaukur Hvítlaukstöflur Smáramjöl Þurrger Fjallagrös Kandís Jurtate Nyponte Piparmyntute Lyfjate „Vitalia“-korn. VÖRUHÚSIÐ H.F. V estfirzkur harðfiskur nýkominn. VÖRUHÚSIÐ H.F. 1 1 B e r j a t í n u r sérl. góðar. Berjafötur VÖRUHÚSIÐ H.F. Séra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup hefur beðið blaðið að geta þess, að hann hafi þurft að skreppa til Reykjavíkur og verði því fjarverandi fram að helgi. — Nágrannaprestarnir sinna störf- um hans á meðan. Guðsþjónustur í C.rundarþinga- prestakalli. Hólum, sunnudaginn 26. júlí kl. 1.30 e. h. — Saurbæ, sama dag kl. 3.30 e. h. — Grund, sunnudaginn 2. ágúst kl. 1.30 e. h. — Kaupangi, sunnudaginn 9. ágúst kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnud. 16. ágúst kl. 1.30 e. h. Föstudaginn 9. þ. m. var jarð- sett að Einarsstöðum í Reykjadal Kristjana Jónsdóttir frá Stóru- Laugum, háöldruð kona, móðir Olafs Aðalgeirssonar og þeirra systkina á Stóru-Laugum. Krist- jana heitin var eyfirzkrar ættar. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Elín Eyfjörð Jónsdóttir frá Finnastöð- um, Látraströnd, og Stefán Árna- son, Þengilbakka, Grenivík. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Þórey Ólafsdóttir í Garðshorni og Þorsteinn Kristjánsson, bóndi á Gásum. — Ennfremur ungfrú Rannveig Ragnarsdóttir frá Hall- fríðarstaðakoti og Friðfinnur Friðfinnsson í Baugaseli, og loks ungfrú Sigurbjörg Helgadóttir og Ragnar Árnason, sjómaður, bæði Akureyri. — Séra Sigurður Stefánsson gaf brúðhjónin saman. 26. júní voru gefin saman í hjónaband á Skinnastað, Axar- firði, ungfrú Jóhanna K. Páls- dóttir og Jón S. Bjarman, stúdent, Hamarstíg 2, Akureyri. Faðir brúðarinnar, séra Páll Þorleifs- son, gaf brúðhjónin saman. Gjöf til Elliheimilisins í Skjald- arvík, til minningar um Soffíu Þorkelsdóttur, kr. 230.00. — Af- 'hent af Arthur Gook. — Beztu þakkir til gefenda. — Stefán Jónsson. N. L. F. A. Fyrirhuguð grasa- ferð laugardaginn 24. júlí, ef nægileg þátttaka fæst. Þátttak- endur gefi sig fram fyrir 20. júlí næstk. Áskriftarlisti er í Vöru- húsinu. Nánari upplýsingar hjá Jóni Kristjánssyni, sími 1374. Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Farið verður í kvöld að Hrauns- vatni og á miðvikudagskvöldið, 21. júlí, að Reykjum í Fnjóska- dal. Farið verður frá Stefni kl. 8 um kvöldið. Farseðlar verða að vera teknir fyrir kl. 5 e. h. á miðvikudaginn. Hjúskapur. 8. júlí voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi ungfrú Solveig Kristjánsdóttir og Einar Marteinn Gunnlaugsson. — 9. júlí voru gefin saman í hjónaband ungfrú Margrét Magnúsdóttir hjúkrunarkona og Valgarður Haraldsson kennari. „Fixo“ fatalím Lím, sem límir alt. VÖRUHÚSIÐ H.F. ÞakJdr! Við viljum hér með láta í ljós þakklæti okkar til allra þeirra, fjær og nær, sem hafa sýnt okkur hjálpsemi og vinsemd vegna sýn- ingarinnar og fundarins á 40 ára afmæli Sambandsins. Akureyri, 12. júlí 1954. Stjórn Sambands norðl. kvenna. Til nýja sjúkrahússins. Áheit frá Þ. S. kr. 100. — Gjöf frá kcnu kr. 300. — Gjöf frá A. S. kr. 150. — Gjöf frá Jóni Melstað og Al- bínu Pétursdóttur kr. 500. — Gjöf frá Guðnýju Sigurðardóttur kr. 150. — Til minningar um Jón Sigurðsson frá Merkigili kr. 1000. Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Hjónaefni. 17. júní sl. opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Karó- lína Bernharðsdóttir, Bjarkarstíg 5, og Árni S. Bjarman. iðnnemi, Hamarstíg 2, Akureyri. Nýkomið: Stofuskápar, 2 gerðir Rúmfataskápar Kommóður, margar gerðir Skrifborð Saumaborð Borðstofustólar. Vcentanlegt á næstmmi: Borðstofuborð Útvarpsborð Bókahillur Barnarúm. :Þýzku gólfteppin : glæsilegu nú seld gegn i afborgunum. • Bólstruð húsgögn h.f. ;Hafnarstræti 88, Akureyri. Sivú 1491. ■',#s#s#s#s#*s#s*#>#s#s#s#'#s#«#s#s#s#s#s#s#s#s#s#s#s#>#s#si Peysutafakápur Peysufatasatín Peysusvuntuefni * Peysubrjóst Skúfasilki Flauelsbönd Flauelsteygja Ermablúndur Húfuprjónar Svartir sokkar. Braunsverzlun BUTASALA í dag og næstu daga. Gaberdinebútar Fóðurbútar Satínbútar Sirzbútar Léreftsbútar o. m. fl. Lækkað verð. Braunsverzlun

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.