Dagur - 22.09.1954, Side 2

Dagur - 22.09.1954, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 22. sept. 1954 Benedikf Sigfússon átfrædur Ármann Dalmannsson, sextugur Þann 30. ágúst varð Benedikt Sigfússon á Hofi í Hörgáidal áttræður. Er hann Eyfirðingur að ætt og voru foreldrar hans Sigfús Jónsson og Sigurbjörg Jóhanns- dóttir í Ytra-Dalsgerði. Þar fæddist Benedikt, en fór korn- ungur í fóstur til Benedikts Jó- hannssonar í Hvassafelli, móður- bróður síns, og konu hans Sigríð- ar Tómasdóttur, og var þar til fullorðinsára. Árið 1906 fluttist Benedikt út í Möðruvallasókn og bjó þar fyrst í Stóru-Brekku, en í full 30 ár hefur hann átt heimili á Hofi og jafnan haft nokkra búsýslu. Kona Benedikts var Guðfinna Þorláksdóttir, ættuð úr Köldu- kinn, en hún er látin fyrir tæpum 10 árum. Einkadótitr þeirra, Sig- ríður, býr með föður sínum. Benedikt var annálaður fjör- og röskleikamaður, og, þrátt fyrir nokkra vanheilsu hin seinustu misseri, ber hann ellina vel og breytir ekki um skaplyndi. Óska þess allir hans mörgu vinir, að svo megi haldast, unz yfir lýkur, og árna honum gæfu og blessunar á þessum tímamótum ævi hans. Einn þeirra. Kveðja frá fornvini. 1 tilefni af áttræðisafmæli forn- vinar rníns og félaga, Iienedikts Sigfússonar, langar mig til að varpa að honum árnaðaróskum og þakk- læti fyrir gömul og góð kynni. Við eriun liáðir fædclir á sama bænum, liann röskum tug ára fyrr en ég. Báðir liöfum við slitið barns- skónum á sömu slóðum og stigið á þeim mörg sporin í fjöllum og af- clölum Djúpadalsins, svo nú eru naumast eftir annað en vörpin ein. Báðir cigum við þaðan bjartar og ljúfar æskuminningar um athafnir og leiki, ástardrauma og æskubrek. Einn þráðurinn í æsku- og ung- lingsminningum minum er tengdur við Benedikt Sigfússon. Eg var enn barn að aldri, þegar hann var orð- inn fullgildur til ýmissa starfa, scm öðrum, jafnvel honum elclri, var ekki trúað til. A þeim árum var „fært frá“, og ær hafðar í kvíum í seli og heimá eftir selstöðuna. Þegar eg man fyrst eftir Benedikt, var hann orðinn smali, þá innan við tvítugt. Hann var allra manna harðskarpastur og fóthvatur svo að af bar og þótti af- burða smali. Þó var það ekki þctta tvennt, scm eg cláðist rnest að í sam- bandi við smalamennsku hans, held- ur hvað hann gat hóað liátt og clá- samlega vel, að mér þótti, og bctur og öðruvísi en allir aðrir í sveitinni. Að öðru dáðist eg líka í fari hans, en það var geigleysi hans við að klifra í klettum og skjótleki lians til úrræða. IJeyrði eg oft um það tal- að, að Bensi í Hvassafelli hefði með dirfsku og snarræði bjargað kind- um úr Hömrunum í Hvassafellsdal, sem komnar voru þar í svelti og sjálfheldu. A unglingsárum Benedikts var honum samtíða um skcið í Hvassa- fclli Hallgrímur Hallgrímsson, hag- yrðingur góður og gamansamur. Var Haligrímur faðir Kristjönu, konu Þorvalds Hclgasonar, öku- manns á Akureyri. Um Benedikt og smalamennsku hans orti hann þessar stökur: „Bensi hóar fast í féð íjalls af mjóu riði,. háum spóahljóðum mcð hjarðar sóar friði. Klifrar verstu kletta sá, kannar flesta dali. Iíættum sést ei hopa frá / heimsins mesti smali.“ í glaðværum unglingahópnum „undir fjöllum" var Bcnedikt jafn- an hrókur alls fagnaðar, og þó að liann væri kominn yfir tvítugt, jiá taldi hann sig ekki upp úr Jiví vax- inn að taka þátt í leikjum okkar yngri félaganna: hafnarleik og pinnaleik. Þótti okkur fengur góð- ur að fá hann með. Benedikt var röskleikamaður til allrar vinnu, þarfur og hollur hús- bændum sínum. Hann var clýra- vinur mikill og lét sér annt um þau. Sérstaklega bar hann mikla um- hyggju fyrir smalahundum sínum, og lét þeim líða sem bezt. Eitt sinn slasaðist einn jreirra á Ijá, svo að tvísýnt var um bata hans. Þá tók Benedikt hundinn í fang sitt og hélt á honum.meðan annar heimamaður sendi honum banaskotið. Fór hon- um þá líkt og Gunnari á Hlíðar- enda forðum, er hann mælti við Ivolskegg: „Högg þú bestinn, ekki skal hann lifa við örkuml." Ekki cr rúm til að rekja hér fleiri minningar, enda mun hér staðar numið. Nú eru fráfærur aflagðar og hætt að smala kvíaám. Smalahóin hans Bénsa í Ilvassafelli eru hljóðn- uð. Etjúpidalurinn yrnur ékki leng- ur af hljóðunum hans. Nú cr hann orðinn gráhærður öldungur. En góðlátlega brosið hans-og blik augn- anna lifir cnn, eins og ilmur minn- inga liðinna æskudaga. Eg óska, gamli vinur, að aftan- skinið verði þér hlýtt og bjart í örmum umhyggjusamrar dóttur. Hólmgeir Þorsteinsson. Lítið lierbergi óskast til leigu á Syðri- brekkunni. Afgr. vísar á. Stúlkur vantar í eldhús og á ganga Krist- neshælis 1. okt. n. k. eða fyrr. Góð kjör! Upplýsingar gefur ráðskonan, yfirhjúkrunarkonan og skrifstofan. Símar 1119 og 1292. Kavíar er ágætt ofan á brauð. Fæst í túbum. Nýlenduvórudeild STRÁSYKUR MOLASYKUR FLÓRSYKUR PÚÐURSYKUR KANDÍS Verðið hvergi lægra. N ýlevduvönidelidin og útibúin. r - Iþröttir Akureyringa (Framhald af 12. síðu). vöru: „Til hvers fjandans höfum við ríkisstjórn (eða bæjarstjórn), fyrst hún lætur þetta afskipta- laust?“ Og sannarlega mætti bæjarstjórn Ak. ríða á vaðið með umbætur í þessu efni, — já, það er nauðsyn, svo framarlega, að hér eigi að vaxa upp heilbrigður, þróttmikill lýður til starfa í fram- takssömu bæjarfélagi og dafnandi bæ. Að öðrum kosti mun metn- aður Akureyringa áfram talinn „sprenghlægilega“ lítill. Eftir góðan — reyndar sval- andi — sprett í sundlauginni, skrapp eg inn í íþróttahúsið. Þar var Axel Andrésson í kuldanum (af bví að þetta var sunnudagur) með 14 smástráka í aukatíma. — Axel er landskunnur knatt- spyrnuþjálfari, nýbyrjaður 3ja vikna námssk. hér á vegum ÍBA fyrir drengi 4—16 ára — í þrem aldursflokkum. Hann kom hingað frá Húsavík — þar voru þát-ttak. um 170 alls. Hér þótti ekki fært að sinna öðru en knattspyrnu f. drengi (geyma handknattleik kvenna), en hér virðist deyfðin ríkja öllum öðrum stöðum frem- ur, segir kennarinn mér. Aðeins 70 drengir hafa enn mætt í þess- um stóra bæ, þyrftnu að vera meira en tvöföld sú tala. Mér flýgur í hug, að hér sé slælegar auglýst en við kvikmyndasýning- arnar, ella er hér um fáheyrt siimuleysi að ræða. Kostnaður er enginn að kalla, aðeins kr. 10 f. allan tímann. Enn er þetta í byrj- un aðeins, og alltaf hægt að kom- ast með-í hópinn, þótt ekki sé frá upphafi. Æfingar eru í íþrótta- húsinu enn — síðar úti á velli, yngsti fl. — til 8 ára — kl. 1.30 e. h„ hinir síðar. Vissulega mun drengjunum vera mikil gleði og hvatning til dáða á þessu sviði að era þarna með. ekki sízt, er þeir heyra, að Axel hefur kennt á Akranesi og meira en á nokkrum öðrum stað, m. a. löngum verið með þessum þekktu knattspyrnu- köppum þeirra Akurnesinga, sem jafnvel við Akureyringar erum stundum hreyknir af. Og viðþessa íþrótt er mest um vert "?lð byrja ungur, segir Axel Anrésson. — Foreldrar! Athugið hvort þið gerið ekki rétt í því að beina drengjum ykkar nokkuð frá kvikmyndahúsunum, út á völl, upp í sundlaug og iþróttahús — og þá er nú tækifærið gefið hjá Axel Andréssyni. Uiiglingsstíilku vantar mig hálfan eða allan dag- inn, til áramóta. Guðrún Isberg, Hárgreiðslust. Bylgju Til leigu: Stórt herbergi í miðbænum, fyrir reglusaman karlmann. Afgr. vísar á. Afgreiðslustúlka óskast strax. LITLI BARINN Hafnárstræti 105. Þann 12. þ. m. varð Ármann Dalmannsson sextugur. Hér á Akureyri, þarf enginn að spyrja hver Ármann sé, við hann kann- ast allir og þá ekki sízt allt íþróttafólk, svo mikið hefur hann komið við sögu í allri íþrótta- starfsemi hér á Akureyri undan- farna áratugi. Eg ætla ekki að rekja hér neitt æfiágrip eða starfssögu Ár- manns, það hefur þegar verið gert af öðrum, sem eru mikið kunnugri því. Aðeins vildi eg minnast á þjónustu hans í þágu íþróttamálanna hér. — Akureyri hafði lengi búið við mjög erfið skilyrði til allrar íjiróttaþjálfunar og vegna húsnæðisleysis var ekki hægt að æfa neinar íþróttagreinar að vetrinum. Úr þessu var loks bætt með byggingu íþróttahúss- ins. Árum saman var svo unnið að því að fáákveðiðíþróttasvæðiá hagkvæmum stað í bænum, loks- ins tókst þetta og nú hefur Akur- eyri eignast mjög fagran og vandaðan leikvang til íþrótta- keppni í öllum frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Er hann stað- settur svo vel að vart verður á betra kosið. Við undirbúning að þessum miklu mannvirkjum hefur Ár- mann unnið allra manna mest og sýnt þar mikla ósérplægni og elju. Hann hefur verið í stjórn íþróttahússins síðan það tók til starfa, og haft umsjón með því. Ennfremur hefur hann vcrið í vallarráði (þ. e. a. s. í stjórn hins nýja íþróttavallar). Árið 1944 var íþróttabanalag Akureyrar stofn- að af 7 íþróttafélögum. Þá kom til að velja því formann, sem allir Höfinn mjög fjölbreytt iirval af fata- og dragtarefnum. Föt frá kr. 1040.00. Dragtir frá kr. 970.00. SAUMASTOFA Björgvins Friðrikssovar s. f. Landsbankahúsinu, s'nni 1596 Til sölu - ódýrt: ÞVOTTAVINDA ÞVOTTABALI (stór) SKÍÐASKÓR nr. 40 SKÍÐABUXUR GÍTARPOKI (stór). Afgr. vísar á. gætu sameinast um, var það mik- ill vandi, því að tvö stærstu fé- lögin höfðu oft eldað grátt silfur saman. Það þurfti því að fá mann sem gæti borið klæði á vopnin og hann fékkst, það var Ármann Dalmannsson. Hann var einróma kosinn af öllum hlutaðeigendum. Á hverju ári síðan hefur hann verið endurkosinn, og sýnir það betur en nokkuð annað, hvers trausts hann nýtur hjá öllum bandalagsfélögunum. Enda mun óhætt að fullyrða að vandfundinn hefði sá maður verið, sem hefði tekizt betur en Ármanni að leysa þetta starf af höndum. Ármann er mikill starfsmaður, mjög samvinnuþýður og um- gengnisgóður. Hann er ágætur félagsmaður, sívökull og fórnfús, svo að af ber. Hann er laginn við að semja um ágreiningsmál og mikill mannasættir. Fyrir hönd allra íþróttamanna og kvenna á Akureyri óska eg Ár manni innilega til hamingju, í til— efni af þessum tímamótum í æfi hans, og vil um leið nota tæki- fæi'ið til að þakka hoonum öll hans störf í þágu íþróttamálanna. B. H. - Ný verkfæri 4/ (Framhald af 1. síðu). að taka framförum til bóta, svo sem algengast er um nýupp- fundna hluti. Skærpeplógurinn. Hitt verkfærið, sem Búnaðar- samband Eyjafjarðar festi kaup á, er Skærpeplógurinn. Honum hefur lauslega verið lýst áður hér í blaðinu. Þarf engu við það að bæta, nema því, sem fagnaðar- efni er öllum bændum, að dag hvern bætast við stórar,plægðar spildur á uppþurrkuðum mýrum. Bera þær ljóst vitni um þá verk- menningu er þessi afkastamikli plógur skapar bændum í barátt- unni við óræktarlöndin. Lciðbeinir um val líflamba. Sú nýung verður upp tekin hjá Búnaðarsambandinu að í'óðu- nautur þess, Ingi Garðar Sig- urosson, mun í haust annast leið- beiningar við val líflamba, hjá þeim er þess óska. Er þetta hin athyglisverðasta nýjung og munu mai'gir bændur hugsa gott til samstarfs við ráðunautinn á þessum vettvangi. Hann mun og leiðbeina við stofnun sauðfjár- í'æktarfélaga. Ráðunauturinn vinnur nú að jarðabótamælingum í héraðinu og geta bændur leitað til hans vax'ð- andi útlánum á jarðyrkjuvei’k- færum Búnaðai’sambandsins. Stóx’virkar vélar eru enn í gangi í héraðinu. Má þar til nefna 6 skurðgröfur. Ármann Dalmannsson er for- maður Búnaðai’sambands Eyja- fjarðar. Barnakerra til sölu, nýleg, með skýli. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.