Dagur


Dagur - 22.09.1954, Qupperneq 6

Dagur - 22.09.1954, Qupperneq 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 22. sept. 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Innlendar bátasmíðar og erlendar Á SUNNUDAGINN VAR birti bl. „Tíminn“ í Reykjavík samtal við Gísla Konráðsson, fram- kvæmdastjóra skipasmíðastöðvar Kaupfélags Ey- firðinga hér í bæ. Hefur Gísli þar, svo sem vænta mátti, margt harla athyglisvert og fróðlegt að segja um endurnýjun bótaflotans islenzka, að- stöðu innlendra skipasmíðastöðva til þess að leggja þar sinn skerf af mörkum og loks viðhorf lands- laganna og stjórnarvaldanna til þessara mála, eins og sú afstaða hefur birzt bæði í orði og verki á undanförnum árum. — Þótt samtal blaðsins við framkvæmdastjórann færi fram í tilefni af því, að skipasmíðastöð KEA er nú að hefja smíði 65 smá- lesta fiskibáts, og snúist að nokkru um starfssögu þeirrar stofnunar og hin sérstöku viðhorf hennar, er það þó engan veginn aðalatriðið, heldur er þarna í stórum dráttum lýst þróun og framtíðar- horfum harla markverðrar og þýðingarmikillar innlendrar iðngreinar, sem fyrir fáum árum stóð með miklum blóma, veitti stórfellda atvinnu í landinu og reyndist sjávarútvegnum hin þarfasta hjálparhella í öllu því, er snerti viðhald, endur- nýjun og aukning skipastólsins — iðngreinar, sem virtist í hvívetna, og í sem skemmstu máli sagt, hafa haiia þýðingarmiklu og raunar ómissandi hlutverki að gegna í atvinnulífi framsækinnar og vaxandi fiskveiðiþjóðar, enda hlyti þessi ungi og efnilegi kvistur á meiði íslenzks iðnaðar að eiga mikla framtíð fyrir höndum, ef vel og hyggilega væri á spilunum haldið af hans hálfu, og ráða- menn þjóðfélagsins þekktu í annan stað sinn vitj- unartíma og ræktu með forsjá og fyrirhyggju skyldu sína og þjóðfélagsins alls við þennan þroskavænlega og þarfa nýgræðing í atvinnulífi landsmanna. ÞAÐ VAR Á síðustu árunum fyrir heimsstyrj- öldina síðari — og þó e. t. v. einkum á fyrstu stríðsárunum þá — að þessi framvinda náði há- marki sínu. Sem dæmi um þróunina má geta þess, að árið 1940 hóf skipasmíðastöð KEA starfsemi sína ó því að leggja kjölinn að m.s. Snæfelli, 165 smálesta skipi, og næstu tvö árin voru í smíðum þar á stöðinni, auk Snæfells, 2 bátar, 88 smálestir hvor, og nokkur önnur smærri för og fleytur. En þetta var svo sem ekkert einsdæmi. Víða annars staðar á landinu risu upp á þessum árum nýjar skipasmíðastöðvar, en hin eldri fyrirtæki færðu einnig út kvíarnar og tóku að sér æ fleiri og stærri verkefni. Á þeim árum þótti það vænlegt fyrir unga og efnilega menn að læra báta- og skipa- smíðar, enda eignaðist þjóðin þá á skömmum tíma ólitlegan og sívaxandi hóp velmenntaðra og prýði- lega starfhæfra manna í þessari iðngrein, við hlið þeirra dugmiklu völunda, er fyrir voru. Og allt þetta gerðist þrátt fyrir þá raunasögu á hinu leit- inu, að löggjafar þjóðarinnar og æðstu ráðamenn höfðu enn ekki skilið sinn vitjunartíma að þessu leyti, þannig t. d., að efnivöi'ur, er fara skyldu til íslenzkra nýsmíða á þessu sviði, voru á þeim árum miklu harðar skattlagðar með tillitslausum og ósanngjörnum innflutningsgjöldum en sams konar varningur, sem fluttur var inn í fullsmíðuðum skipum og bátum, sem gerðir voru af erlendum höndum í útlendum skipasmíða- stöðvum. EN NÚ GERAST snögg og ör- lagarík þáttaskil í allri þessari sólarsögu. — Var það vegna þess, að íslenzku skipin og bátarnir reyndust verr en þeir útlendu, eða stæðust ekki samkeppnina að öðru leyti á jafnréttisgrundvelli? — Ónei, öðru nær! Óhætt er að fullyrða, að þeir hafi yfirleitt reynzt fullteins vel sem þeir út- lendu, og algerlega staðið þeim ó sporði í samkeppninni, og það jafnvel þrátt fyrir óðurnefndan aðstöðumun, svo óeðlilegur og ranglátur sem hann þó var. — Hvað olli þá þessum snöggu um- skiptum? í sem skemmstu máli sagt fyrst og fremst það, að „ný- sköpunarstjórnin“ sæla kom til sögunnar og kunni ekki önnur ráð betri til þess að koma hinum mikla erlenda gjaldeyri, sem þjóðin átti þá, í lóg, en þau m. a. að fylla markaðinn með innflutt- um bátum í stórum stíl. Þar við bættist síðan óhagstæð afkoma bátaflotans í mörg ár, einkum aflabrestur á síldveiðunum, sem lamaði mjög eðlilega kaupgetu útvegsmanna. SÚ SAGA, sem síðan hefur gerzt í þessum efnum, er bæði fjölþættari miklu og lengri en svo, að hún verði rakin til nokk- urrar hlítar í stuttri blaðagrein. — En í sem skemmstu máli sagt standa sakir þannig í dag, að skipasmíðastöðvar íslenzkar hafa oftastnær harla lítil verkefni fyrir dýran og ágætan útbúnað sinn og duglega og færa völunda, önnui' en stopular viðgerðir og viðhald, þegar slíkir hlutir eru þá ekki einnig sóttir til útlanda! — Ýmsar þarfar og réttlátar leiðréttingar hafa að vísu fengizt nú upp á síð- kastið, fyrir atbeina góðra manna, á tolla- og skattalöggjöfinni og framkvæmd hennar að þessu leyti, og víst er það góðra gjalda vert, en hrekkur þó engan veginn til að jafna það misræmi, sem síð- an liefur skapazt á verðlagi hér á landi annars vegar og erlendis á hinu leitinu, svo að innlendir bát- ar þola nú illa samanburð við hina erlendu, hvað verðlag snert- ir, þótt enn séu þeir fyllilega samkeppnisfærir að öðru leyti, svo sem um styrkleika og vand- aðan frágang í hvívetna. Og þegar þess er gætt, að um 63% af kaup- verði bótsins er innlendur kostn- aður, aðallega vinnulaun, og þar með sparaðui' dýrmætur, erlend- ur gjaldeyrir, virðist engin fjar- stæða, heldur sjálfsagður hlutur og í fullu samræmi við þróunina á öðrum sviðum atvinnulífsins, — að hið opinbera skerist hér í leik- inn og jafni þennan aðstöðumun, svo að íslenzkar skipasmíða- stöðvar geti aftur hafið starf sitt með fullum krafti og hlotið eðli- lega þróun og þroska. — Það þykir nú, eins og sakir standa, ekki sérlega álitlegt lengur að gerast skipa- eða bátasmiður hér á landi, með það í vændum að fá aðeins að sinna viðgerðum og hvers konar „smáklastri“, sem ekki þykir ómaksins vert að sækja til útlandaj Og á meðan þannig er í pottinn búið, horfir ekki vænlega um eðlilega fjölgun og viðhald þessarar stéttar, þegar gömlu völundarnir hverfa smám saman af sjónarsviðinu, hver af öðrum, fyrir aldurs sakir. Þetta þarf að breytast, og það eru stjórnarvöld landsins, sem verða að hafa þar forgönguna og sýna þessari iðngrein meiri skilning og liðsemd en verið hefur. Því að víst er það bæði rétt og satt, „að varla er það afsakanlegt, að ein mesta fiskveiðiþjóð heimsins byggi ekki fleytur sínar sjálf“, og hafi þó bæði til þess ágætan og sérmenntaðan mannafla, vélar og húsakost, en skorti aðeins skiln- ing og eðlilega liðveizlu stjórnar- valdanna. Einhver náungi, sem kallar sig sjálfur „hálfnafna Jóhannesar", og segist kominn hér, rétt í þetta sinn, aftur í gamla hornið sitt — skrifar blaðinu á þessa leið: Gáfaður ér jafnan höfuðstór! HÉR A DÖGUNUM barst mér með ósköp hægum og ódýrum hætti í hendur fremur lítið blað með alveg óvenjulega stórum „haus“, sem tekur yfir nálega fjórðung forsíðunnar allrar. — Með hægum og ódýrum hætti, segi eg, og horfi þá úr mínum eigin bæjardyrum, eins og endra- nær, en ekki blaðsins, sem sjálf- sagt hefur haft af því bæði kostn- að og ýmis konar fyrirhöfn að skila sjálfu sér að láni inn í bæjargöngin til mín og annarra borgara hér og vafalaust víðar. Blað þetta mun koma fremur stopullega út, en eg hef verið fjarvérandi úr bænum öðru hverju að undanförnu, og því að- eins séð blaðið á skotspónum að kalla og varla áttað mig fullkom- lega á því, að slíkur kjörgripur væri til í henni veröld. En nú tók eg það upp þaðan, sem það hafði „legið á gólfi“ og mænt til mín vonaraugum, hristi af því götu- rykið og tók að blaða í tvíblöð- ungnum, því að mér leyst hausinn stóri allgáfulegur, enda er eg höfuðstór nokkuð sjálfur, gengur illa að ná mér í hæfilega stóran hatt, þá sjaldan eg skipti um höf- uðfat, og verð því gegnum þykkt og þunnt að trúa því, sjálfs mín vegna, að ekkert sé hæft í orð- takinu gamla, að „heimskur sé jafnan höfuðstór". „Stórhöfði" liinn nýi. HÖFUÐSTÓRA BLAÐIÐ gáfu- lega kennir sig við einhvers kon- ar þjóðernis- eða þjóðvarnar- flokk, og hef eg að vísu áður heyrt þann flokk nefndan, og þá einna helzt í sambandi við góða borgara, sem gengið hafa af sinni pólitísku barnatrú, tekið nýja trú og þegið á hennar vísu aflausn og fyrirgefningu lítilla synd, áður en þeir hölluðu sér á sitt pólitíska eyra í hinzta sinn. Svona hafði eg heyrt að farið hefði fyrir jafn hrekklausum mönnum, grand- vörum og ágætum í alla staði og þeirra Marteini mínum og Kristó- fer. Og með því að eg heiti nú (Framhald á 11. síðu). t0&smí- 'tu Helgi Valtýssori: ÖRVHENT SÁLARFRÆÐI Ávarp til kennara. I. Þegar skólar byrja á haustin, og ég sé yngstu angana litlu tifa upp kirkjutröppurnar með töskuna sína, vaknar alltaf gömul endurminning í huga mínum og veldur mér sársauka og hryggðar, eins og þá er hún gerðist forðum. Og þó er hún ávallt ný á hverju hausti. — Eg sé í huga lítið barn vera að draga til stafs með vinstri hendi, og kennarinn áræðir ekki að gera -hina minnstu tilraun til að sveigja fálmkennda tilraun Jress í rétta átt, því að „blessað barnið er fætt örvhent, og verður Jjví að varast að þvinga [nið gegn náttúrlegu eðli og tilhneigingu“. — Og „þökk sé hinni nýju sálar- fræði, sem frætt hefur foreldra og kennara um nauð- syn Jtcss að láta örvhent börn fá að þroskast, eins og náttúran sjálf hefur ákveðið og ætlazt til". Og þannig halda svo hinar 200 milljónir örvhentra manna áfram í heiminúm og skrifa mcð vinstri hendi, þær sent J)á kunna að draga til stafs. — Þökk sé hinni nýju sálar- fræði! Þetta ætti að vera nægilegur inngangur, og ég vík þá að því, sem fyrir mér vakir. En Jtað er byggt á sann- færingu minni og reynslu, en ekki á misskilningi og ósannaðri sálarfræði. Það eru nú allmörg ár síðan. Eg var að vanda próf- dómari við burtfararpróf barnaskólans. í ritgerðar- prófi varð ég þess var, að tvö barnanna í sania bekk skrifuðu með vinstri hendi. Þetta var ömurleg sjón, allt að Jiví eins og að sjá fótabæklað barn ganga bogið, skakkt og skælt í hverri lueyfingu. — Þetta voru lagleg börn og efnileg, en ltver hreyfing liandarinnar var fum- kennd og paufaleg, og mér leið afar illa Jjennan cnda- lausa hálftíma, sem próf Jjetta stóð yfir. Það er alls ekki sambærilegt að sjá fullorðna vinna örvhent í samanburði við paufalegt fum barns við örv- hent skrifstörf, Jjar sem sjást ætti léttur leikur liprar rithandar. Ég talfærði Jjetta við skólastjórann eftir á og gat J>ess, hve mér hefði virzt [>etta .ömurleg- sjón. Og ég mun hafa spurt: — Hví í ósköpunum hafið }>iö ekki látið blessuð börnin temja sér að beita hægri hendi i skrift, hvað sem öðru líður? Og svari skolastjórans hefi ég ekki gleyint síðan. Það mun liafa verið á Jiessa leið: „Sálfræðingar vara álvarlega við því að þvinga ekki -börnin til að breyta á móti náttúrlegu eðli sínu,“ etc. £g varð forviða á svarinu og hefi ekki gleymt |>ví síðan! Hvernig gat nokkur sálfræðingur, verið svo sljór eða vankunnandi í uppeldismálum, að honum dytti í hug, að nokkur góður kennari þvingaði barn til nokk- urs skapaðs lilutar, og allra sízt til erfiðs náms! — Nei, góður kennari notar allt aðrar áðferðir. Ög reynsla hans er sú, að barni má kenna nærri því alia skapaða hluti 2 leik, sem barninu sjálfu er yndi að og átlægja! Og þd aðferð myndi liann einmitt nota við örvlientu börninl Og svo einn góðan veðurdag myndu ]>au skrifa eðlilega og liðlega með hægri hendi, án þess að urn nokkra þvingun og því síður kraftaverk sé að ræða! Er Jjetta [rá hægt á þennan hátt og auðveldlega. Auðvitað. Reynslan sannar Jictta betur en nokkrar fræðikenningar. Mikið af Jressari örvhentu sálarfræði er háskaleg og hjátrúarblandin og sannanasnauð fræðimennska, sem veldur Jjví, að samvizkusatnir kennarar áræða ckki að gera neina tilraun upp á eigin spýtur. £g hefi séð þetta gerast Jiegar á bernskuárum. Æsku- vinur minn einn skrifaði prýðilega með báðum lwnd- um, en var þó leiknari með vinstri hendi, því að liann var raunverulega örvhenur á alla vinnu og hafði einn- ig lært skrift Jiannig. ITvernig hafði J>á slíkt kraftaverk getað gerzt? Ósköp einfalt. Hann æfði sig sjálfur og sigraði, þrátt fyrir alla sálarfræði, sem ltann enda hafði enga liugmynd um. Og hann var sami káti og fjörugi strákurinn eftir sem áður. Og þó varð hann að skrifa mcð venjulegum klofnum penna, sem annars cr ætlað- ur liægri hendi, og er því erfiðari í vöfum. Ivúlupennar þekktust þá ekki. Ég fullyrði að öll örvhent börn geti „kvalalaust" lært að skrifa með hægri hendi, sé rétt að farið frá upphafi, og það gerir góður kennari þvingunarlaustl Þetta ætti að gerta verið skemmtilegur leikur upp á báðar hendur, og mun ég víkja nánar að því í síðari hluta greinar minnar. (Framhald). GRÆNMETISRÉTTIR Saxað hvítkál. Hvítkálið er Jrvegið og saxað með hníf á fjöl, J>ang- að til Jiað er mjög fínt. Þannig er [>að liollast og nær- ingarbezt. Saxað grænkál. Grænkálið er saxað með hníf á fjöl, hrært með ögif af gulaldin og sykri og litlum rúsínum. Á sama hátt má fara með spínat og kerfil. Þetta grænmeti er venju- lega borðað með málamat.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.