Dagur - 22.09.1954, Page 9

Dagur - 22.09.1954, Page 9
Miðvikudaginn 22. sept. 1954 D A G U R S Nokkur úrslit á Héaðsmóti U. M. S. E. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 100 m hlaup. Ingólfur Jónsson U.M.F.S. 11.5 sek. Trausti Ólason U.M.F. Reynir 11.6 sek. Haukur Frímannsson U.M.F.S. 11.8 sek. 400 m hlaup. Stefán Skagfjörð U.MF.Sb.hr. 56 2 sek. Þorsteinn Marinóss. U.M.F.R. 58.0 sek. Jóhannes Sigvaldason U.M.F. Þorst. Svörfuður 58,6 sek. 1500 m hlaup. Stefán Árnason U.M.F S. 4.37.7 mín. Sveinn Jónsson U.M.F.R. 4.39.0 mín. Stefán Skagfjörð U.M.F Sb.hr. 4.44.0 mín. 3000 m lilaup. Stefán Skagfjörð U.M.F.Sb.hr. 10.35 5 mín. Sveinn Jónsson U.M.F.R. 10.36.5 mín. Jón Gíslason U.M.F.R. 11.26.5 mín. 80 m hlaup kvenna. Helga Árnadóttir U.M.F.Á. 11.6 sek. Helga Þórsdóttir U.M.F.Þ.Sv. 11.6 sek. Rósa Árnadóttir U.M.F.Á. 12.0 sek. Langstökk. Árni Magnússon U.M.F.Sb.hr. 6.23 m Stefán Árnason U.M.F.S. 6.12 m Haukur Frímannss. U.M F.S. 6.09 m Þrístökk. Árni Magnússon U.M.F.Sb.hr. 13.43 m Þóroddur Jóhannss. U M.F.M. 12.92 m Haukur Frímannsson U.M.F.S. 12.07 m Hástökk. Hörður Jóhannsson U.M.F.Á. 1.59 m Árni Magnússon. U.M.F.Sb.hr. 1.48 m Haukur Frímannsson U.M.F.S, 1.48 m Stangarstökk. Stefán Árnason U.M.F.S. 3.02 m Jón L. Jónsson U.M.F.Á. 2.70 m Þóroddur Jóhannss. U.M.F.M 2.57 m Langstökk kvenna. Helga Árnadóttir U.M.F.Á. 4.39 m Helga Þórsdóttir U.M F.Þ.Sv. 4.21 m Kringlukast. Stefán Árnason U.M.F.S. 32.47 m Þóroddur Jóhannss. U.M.F.M 31.56 m Árni Magnússon U.M.F.Sb.hr. 31.31 m Kúluvarp. Þóroddur Jóhannss. U.M.F.M 12.01 m Árni Magnússon U.M.F.Sb.hr. 11.02 m Reimar Sigurpálss. U.M.F. ÞorSt. Svörfuður 10.85 m Spjótkast. .. Ingimar Skjóldal U.M.F.F. 44.75 m !. Jóhann Daníelss. U.M.F.Þ.Sv. 42.05 m !. Stefán Árnason U.M.F.S. 35.90 m Fimmtarþraut. L. Stefán Árnason U.M.F.S. 2228 stig !. Vilhelm Guðmundss. U.M.F.S. 2006 stig 5. Þóroddur Jóhannss. U.M.F.M. 1909 stig 4x100 m boðhlaup. 1. A-sveit U.M.F.R. 50.7 sek. 2. A-sveit U.M.F.S. 51.7 sek. 3. A-sveit U.M.F.M. 53 8 sek. Stig félaga. 1. U.M.F. Svarfdæla . 43 stig 2. U.M.F. Saurbæjarhr. 34 stig 3. U.M.F. Árroðinn 24 stig 4. U.M.F. Reynir 21 stig 5. U.M.F. Möðruv.sóknar 20 stig 6. U.M.F. Þorst. Svörf. 14 stig 7. U.M.F. Framtíðin 6 stig Stighæsti einstaklingur móts- ins var Stefán Árnason U.M.F.S. hlaut hann 25 stig. Bezta einstaklingsafrek móts- ins var árangur Ingólfs Jónssonar í 100 metra hlaupinu 11.5 sek. er gefur 828 stig. Héraðakeppni milli UMSS og UMSE Sunnudaginn 22. ágúst háðu Skagfirðingar og Eyfirðingar héraðakeppni í frjálsum íbróttum og knattspyrnu, er þetta í þriðja skiptið, sem slík keppni er. Að þessu hinni heimsóttu Ey firðingar Skagfirðinga og fór keppnin fram á Sauðárkrók. Keppt var aðeins í fimm grein um frjálsíþrótta og urðu úrslit í þeim sem hér segir: 100. m. hlaup. 1. Ingólfur Jónsson E. 11,8 sek. 2. Þorvaldur Óskai'ss. S. 11,9 sek 3. Stefán Guðmundss. S. 12,0 sek 4. Árni Harmannsson E. 12,2 sek, 1500 m. hlaup. 1. Stefán Árnason E 4,38,0 mín 2. Sveinn Jónsson E. 4,43,4 mín .3 Páll Pálsson S 5,07,9 mín. Spjótkast. 1. Ingimar Skjóldal E. 46,04 m. 2. Ólafur Gíslason S. 45,2 lm. 3. Stefán Guðmundss S. 43,56 m. 4. Jóhann Daníelsson E. 42,66 m. Þrístökk. 1. Sævar Guðmundss. S. 113,00 m, 2. Árni Magnússon E. 12,96 m. 3. Haukur Frímannss. E. 12,17 m 4. Hörður Pálsson S 11,91 m. 4x100 m. boðhlaup. 1. Sveit U. M. S. E. 50,0 sek. 2. Sveit U. M. S. S. 50,0 sek. Frjálsíþróttakeppnina sigruðu Eyfirðingar með 30 stigum gegn 21, en knattspyrnukeppnina unnu Skagfirðingar, skoruðu 5 mörk en fengu 1. Herbergi til leigu á Oddeyri. Uppl. í s'wia 1165. Gullbrúðkaup í Fremsta-Felli Hjónin í Fremsta-Felli í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu, frú Rósa Guðlaugsdóttir og Kristján Jóns- son bóndi, héldu veglegt gull- brúðkaup 15. ágúst. Veizlugestir voru þar úr öllum sveitum sýslunnar og víðar að. Sátu hófið um 300 manns. Var ríkulega veitt og ekki teljandi þrengsli í hinum nýju og óvenju- lega myndarlegu húsakynnum. Margar ræður voru fluttar. — Ræðumenn voru meðal annarra þessir: Baldur Baldvinsson, odd- viti, Júlíus Havsteen, sýlumaður, Karl Kristjánsson, alþingismað- ur, Jón Sigurðsson, Yzta-Felli, Jónas Jónsson, Samvinnuskóla- stjóri, bróðir Kristjáns, Sigurður Geirfinnsson, hreppstj., og svo að sjálfsögðu Kristján bóndi. Milli ræðanna var sungið undir stjórn Páls H. Jónssonar, sem einnig var veizlustjóri. Og að endingu var dans stiginn. Kristján Jónsson á langan bú- skaparferil að baki. Á fyrstu bú- skaparárum byggði hann upp jörð sína að þeirra tíma hætti. Hann var líka einn þeirra, sem á þeim tíma byggði rafstöð við bæ sinn, undir handleiðslu Bjarna Runólfssonar frá Hólmi. Voru þessar framkvæmdir mikið átak fyrir efnalítinn bónda í þá daga. En Kristján. í Fremsta-Felli og kona hans hafa lifað tvenna tíma. Bærinn, sem þau byggðu, vand aðann að þeirra tíma sið, entist ekki búskapartíð þein'a.. Litla rafstöðin er nú hætt að framleiða Ijós og yl, en ný og fullkomnari félagsrafveita nokkurra bænda þar um slóðir, byggð fyrir for- göngu Kristjáns, tekin til starfa fyrir nokkru. Gamli bærinn hefur líka þokað, en ný og mjög fullkomin húsakynni eru risin á staðnum, byggð af þeim feðgum í Fremsta-Felli. Hjónin í Fremsta-Felli hafa staðið í fremstu röð þingeyskra- búenda. Heimili þeirra verið ann álað fyrir greiðasemi. Þar hefur jöfnum höndum verið griðastaður gamalla og ungra, svo að orð hefur af farið. Kristján hefur haft á hendi margháttuð félagsmálastörf í sveit sinni og sýslu og notið mik- ils trúnaðar að verðleikum. Börn Rósu og Kristjáns eru: Anna, gift Júlíusi Lárussyni frá Klaustri, búsett í Reykjavík. Rannveig, gift Páli H. Jóns- syni, kennara, Laugum. Áslaug, ekkja Sigurðar Thorla- cíusar, skólastjóra, Reykjavík. Friðrika, gift Jóni Jónssyni, bónda, Fremsta-Felli. Helga, gift Jóhanni Jóhannes- syni, bónda, Silfrastöðum, Skaga- firði. Jón, giftur Gerði Kristjáns- dóttur, bónda, Fremsta-Felli. Jónas, cand. mag., Reykjavík. Dagur árnar gullbrúðkaups- hjónunum og niðjum þeirra allra heilla. Prjónavél sem ný, til sölu. Uppl. í síma 1529. ÁVARP TIL VINAR MÍNS, Kristjáns Jónssonar ÓÐALSMANNS AÐ FREMSTA-FELLI í KÖLDUKINN OG KONU HANS, frú Rósu Guðlaugsdóttur, Á GULLBRÚÐKAUPSDEGI ÞEIRRA, SUNNUDAGINN 15. ÁGÚST 1954. Innilegasta ósk mín til ykkar er sú, aö bjarkailmur, sólskin og sunnan- blær megi leika sem lengst um líf ykkar, heimili og hérað. Og þegar aftni ævi ykkar hallar, þá megi hún líða fram milt og ljúflega við þýðan fuglasöng í lofti og lífilm sígrænna grasa af frjómagni íslenzkr- ar jarðar. * Kristján minn! Þakka þér handtök þín, traust og hlý. Þakka þér enn á ný vinsemd þína °g gjöf í garð æskuhallar Akureyrar. Þar varstu enn að verki með lífinu, vorinu og langri framtíð. * Lifið heil og blessuð alla stund við arfleiíð og endurskin þingeyskrar menningar. Sunnudaginn 12. september 1954. JÓN BENEDIKTSSON, prentari. Ársþing Fjórðungssambands Norðurlands Verður Húsmæðrakennaraskólinn fluttur til Ak.? Fjórðungssamband Norðurlands hélt ársþing sitt að Hótel KEA dagana 12. og 13. september sl. Tillögur og samþykktir þings- ins voru margar hinar athyglis- verðustu og verður þeirra vænt- anlega getið síðar, þegar rúm leyfir í blaðinu. Þingið afgreiddi meðal annars þessa tillögu: „Fjórðungsþing Norðlendinga telur einsætt, að Húsmæðrakenn- araskóla íslands verði fluttur til Akureyrar, og fái til afnota bygg- ingu húsmæðrask.ólans þar, er nú stendur ónotuð, og skorar fastlega á yfirstjórn fræðslumálanna og Alþingi að sjá um að'svo verði.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.