Dagur - 09.02.1955, Síða 1
12 SÍÐUR
Skrií brezkra blaða. sjá bls. 6.
Fregnimar frá Rússlandi,
bls. 7.
Dagur
DAGUR
kemur næst lit miðviku-
daginn 16. febrúar.
XXXVIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 9. febrúar 1955
6. tbl.
Blysför til íngimimdar - afhjúp-
uð brjcstmynd í Lóni
Ingimundur Árnason, fulltrúi í KEA og fyrrum söngstjóri Geysis,
varð sextugur sl. mánudag. Er hans minnzt af því tilefni á 2. síðu
blaðsins í dag. Honum var margvíslegur sómi sýndur. Mesta athygli
vakti blysför Geysismanna, er þeir fóru frá Lóni heim til Ingimund-
ar. Gengu þeir með 40 logandi kyndla um götur bæjarins, en heima
við hús Irfgimundar voru flutt ávörp. Síðan var skotið 60 flugeldum
til heiðurs afmælísbaminu. Var þetta hátíðleg og skemmtileg athöfn
og safnaðist mikill mannfjöldi saman í Oddeyrargötu og grennd.
Á sunnudagskvöldið afhjúpuðu
Geysismenn brjóstmynd af Ingi-
mundi Árnasyni söngstjóra og er
myndin geymd í Lóni. Myndina
gerði Jónas Jakobsson mynd-
höggvari. — Við þetta tækifæri
flutti Hermann Stefánsson, for-
maður Geysis, ávarp, en Ingi-
mundur þakkaði heiðurinn og
árnaði Gcysi heilla. Myndin sýnir
Hermann Stefánsson flytja Ingi-
mundi ávarp, t. h. er Árni Ingi-
mundarson núv. söngstj. Geysis.
Nokkrir gestir voru viðstaddir
þessa athöfn, auk fjölskyldu
Ingimundar og Geysismenn, og
flutti Friðgeir Berg árnaðaróskir
af hálfu gestanna.
Kyrrsfaii í verkfðllsmálum
Ekki voru taldar horíur á því í Reykjavík í gærkvöldi, að
deilan við matsveina á kaupskipaflotaniun mundi leysast í dag
eða á morgun. Verða landsmenn því enn að búa við samgöngu-
leysi og vaxandi vöruþurrð á afskekktum stöðum vegna kaup-
deilu fárra manna.
Stjórnarvöld ræSa m aS leggja niður
berklahælið í Krislnesi 00 stofnsetja þar
geðveikraspítala
Landlæknir, heilbrigðismálaráðherra
og berklayfirlælmir væntanlegir norð
ur til þess að athuga málið - Verða þau
samtök, er studdu stofnun Kristnes-
hælis, spurð ráða?
Svo vel hefur miðað áfrarn í haráttunni við berklaveikina hér á
landi undanfarna árartugi, að nú er farið að ræða um það í alvöru,
hvort ekki megi leggja niður berklahælið í Kristnesi og taka húsa-
kost þar til annarra nota.
Harðbakur fékk fisk,
sem liafði verið mis-
þyrmt
Togarinn Harðbakur kom af
veiðum um helgina með 135
tonn af saltfiski og um 40 tonn
í herzlu, en hafði áður lagt upp
40 lestir á Vestfjörðum. Skip-
stjóri í þessari ferð var Alfreð
Finnbogason. Skipsmenn höfðu
meðferðis allstóran þorsk, er
þeir fengu út af Vestfjörðum,
og var fiskurinn með teygju-
band um hausinn og framan-
verðan bolinn. Hcfði tej gju-
bandið skorizt í gegnum roðið
og inn í fiskinn á parti. Hefur
nú á seinni árum nokkrum
sinnum komið fyrir, að slíkir
fiskar væru dregnir úr sjó. —
Helzt er til getið, að unglingar
dragi þessa fiska við bryggjuog
setji teygjubönd á þá og sleppi
síðan. En er fiskurinn vex,
skerst teygjan inn í hold og
drepur fiskinn að lokum. Þetta
er ljótt athæfi og vonandi, að
slíkur fengur fáist aldrei fiam-
ar úr sjó við fslandsstrendur.
Mikill afli „Jörundar“
Togarinn Jörundur kom af veið-
um í gærmorgun með mikinn
afla, 250—270 lestir, sem fara í
herzlu hér. Hafði skipið áður
landað 32 lestum á Þingeyri í
þessari ferð. Er þetta afbragðs-
afli.
Nú næstu daga munu væntan-
legir hingað norður helztu for-
vígismenn Heilbrigðismála þjóð-
arinnar, m. a. landlæknir, heil-
brigðismálaráðherra, berklayfir-
læknir og yfirlæknirinn á Kleppi,
og er erindi þeirra að skoða að-
stöðuna í Kristnesi og ræða við
forstöðumenn hælisins um mögu-
leika á því, að flytja sjúklingana,
sem þar eru nú til Vífilstaða og
hætta rekstri berklahælis í
Kristnesi, en taka húsin til ann-
arra nota. Er þá helzt rætt um
geðveikrasjúkrahús, en veruleg-
ur skortur er á spítalarúmi fyrir
geðveikt fólk í landinu.
Fækkað hefur á berklahælum.
Um áramótin síðustu voru 58
Isjúklingar á Kristnesi, en hælið
Spamaðarpostularnir vildu
ekki spara launin handa
sjálfum sér
Á bæjarstjórnarfundinum á þriðjudaginn fluttu Sjálfstæðis-
menn og kommúnistar ýmsar sýndartillögur til að spara. Þær
voru felldar, og áttu þeir aldrei á öðru von. Flestar gat ábyrg
bæjarstjórn aldrei samþykkt. En ein sparnaðartillaga var
raunhæf og aðgengileg: Að fella niður 70 þús. kr. framlag til
að LAUNA BÆJARSTJÓRNARMENN FYRIR FUNDA-
SETU OG STÖRF I ÝMSUM NEFNDUM. Þetta mál hafði
bæjarstjórn í hendi sér. En hvernig fór? Sparnaðarpostularnir
vildu ekki spara þessi útgjöld. Tillagan var felld með 6 : 5 atkv.
Atkvæðagreiðslan féll þannig: Með því að afnema þessar
greiðslur voru þessir bæjarfulltrúar: Jakob Frímannsson,
Guðm. Guðlaugsson, Þorsteinn M. Jónsson, Guðm. Jörundsson
og Marteinn Sigurðsson. Með öðrum orðum. Allir þrír fulltrú-
ar Framsóknarmanna, einn fulltrúi af 4, sem Sjálfstæðisfl. hef-
ur í bæjarstjórn, og eini fulltr. Þjóðvarnarmanna. En þeir sem
VILDU HALDA f LAUNIN OG EKKI BYRJA SPARNAÐ-
INN HEIMA FYRIR VORU ÞESSIR: Helgi Pálsson, Jón Sól-
nes, Jón Þorvaldsson, Björn Jónsson, Guðrún Guðvarðardóttir
og Steindór Steindórsson, 3 Sjálfstæðismenn, tveir kommún-
istar og fulltrúi Alþýðuflokksins.
Á þessu máli sjá menn alvöruna í sparnaðarskrafinu og
raunverulegt innihald í boðskap slíkra sparnaðarpostula. ^
er talið fullsetið með 73—75
sjúklingum Af þessum 58 sjúkl-
ingum er talið að um 20 verði út-
skrifaðir á næstu mánuðunv Á
Vífilsstöðum er talið rúm fyrir
um 200 sjúklinga, en þar voru um
sl. áramót um 140, og talið að um
40 af þeim verði útskrifaðir á
næstu mánuðum. — Má sjá a£
þessum tölum, að rúm mundi
fyrir alla sjúklinga í Krístnesi á
Vífilsstaðahælinu, og þess vegna
er mál þetta nú komið á dagskrá.
Hins vegar er verulegur skortur
á sjúkrahúsi fyrir geðsjúklinga
og er þess vegna um það rætt,
hvort nota megi húsakost Krist-
neshælis fyrir geðveikraspítala,
ef horfið verður að því ráði að
leggja berklahælið niður.
Skammur reynslutími.
Mál þetta mun vekja mikla at-
hygli hér nyrðra. Kristneshæli er
upphaflega stofnsett með mikilli
fjárhagslegri aðstoð Norðlend-
inga. Mun menn fýsa að vita,
hvort nú verður horfið að því
ráði að leggja hælið niður án
nokkurs samráðs við þá aðila, er
þar lögðu mest fram. Það mun
koma í ljós, að mörgum mun
virðast sá reynslutími, sem er af
fækkun berklasjúklinga, full-
skammur til að stíga svo örlaga-
ríkt spor sem að leggja niður
Heilsuhæli Norðurlands. Er það
raunverulega ekki nema hluti sl.
árs, sem mjög rúmt gerist á hæl-
inu. Virðist leikmönnum djarft
teflt, að leggja hælið niður þegar
árið eftir eða svo. Norðlendingum
mun og þykja þörf á að það sé
(Framhald á 11. síðu).
Bóndi hlaut liapp-
drættisbílinn
Særsta vinning í happdrætti
dvalarheimilis aldraðra sjómanna
í sl. mánuði hlaut Úlfur Indriða-
son bóndi og oddviti á Héðins-
höfða á Tjömesi. Var það Ford-
fólksbifreið, árg. 1955.