Dagur


Dagur - 09.02.1955, Qupperneq 12

Dagur - 09.02.1955, Qupperneq 12
12 Daguk Miðvikudaginn 9. febrúar 1955 Ólafsfirði, Sauðárkrók og Húsa- vík boðin aðild að fogaraútgerð Fjórir Akureyringar fara á skautamót ísl- lands í Reykjavík Afgreiðslutregða í Póllandi veld- ur kolaskorfinum hér á landi Verður leitað samstarfs við Útgerðar- félag Akureyringa h. f.? Um þessar mundir eru að hefj- ast í Reykjavík viðræður um út- gerð togara þess, er ríkissjóður keypti af Vestmannaeyingum fyrir jólin og hefur legið syðra síðan. Ræða fulltrúar frá 3 kaupstöð- um við ríkisstjórnina og saman innbyrðis um útgerð togarans, en þeir eru frá Ólafsfirði, Sauðár- króki og Húsavík. Samvinna við Akurcyringa? Nokkuð mun þess gæta, að sumum aðilum þyki eríitt að stofnaðilar séu svo margir, eink- um þar sem slíkt skip þarf að eiga aðgang að góðri höfn, sem ekki er fyrir hendi á þessum stöðum þremur, og aðstöðu til viðgerðar o. fl. og því þörf á sam- staríi við 4. aðilann. Hafði Ólafs- firðingum komið til hugar, að reyna að semja svo við Útgerð- arfélag Akureyringa. að það sæi um rekstur togarans og töldu þeir það hagkvæmt með tilliti til aðstöðunnar, sem hér er búið að skapa fyrir togaraútgerð, og vegna reynslu Útgerðarfélagsins, og ekki sízt vegna þess álits, sem togaraútgerðin hér nýtur hvar- vetna fyrir góðan og hagkvæman rekstur. En óljóst er enn, hvort slík samvinna væri möguleg, þótt horfið yrði að því ráði af þeim, er taka við nýja togaranum, að leita eftir henni. Fleiri skip? Kaupstaðirnir hér nyrðra munu hafa í hyggju að benda á, að sam- vinna þriggja kaupstaða um einn togara sé ýmsum eríiðleikum háð, og væri því e. t. v. skynsam- legra að miða samstarfið við rekstur tveggja togara. En fleiri sunnlenzkir togarar en togari Vestmannaeyinga munu taldir vera falir nú. Hvað sem um það verður, er ljóst, að atvinnuástand hér nyrðra og sífelldir fólks- flutningar til Faxaflóahafna, er þannig vaxið, að óvenjulegra að- gerða er þörf til að hamla þar á móti. Virðist aukin togaraútgerð hér norðanlands þar líklegt bjargráð. Bærinn ekki aðili að landamerkj um Kílsár og Hesjuvalla Tapaði hæstaréttarmáli Síðastl. miðvikudag féli í Hæstarétti dómur í máli því, er spannst af landamerkjum Kífsár og Hcsjuvalla og vatnstöku Ak- ureyrarbæjar í Hlíðarfjalli. Hafði Akureyri áfrýjað undir- réttardómi, því að bærinn taldi sig ekki geta unað landamerkja- ákvörðun, er eigendur jarðanna gerðu sín í milli árið 1952. Tapaði bærinn því máli í undirrétti og Margt verzlimarfólk hefur gengið í F.V.S.A. Aðalfundur Félags verzlunar- ig skrifstofnfólks á Akureyri var haldinn sl. laugardag og bættust félaginu þá margir liðsmenn. Gengu 47 í félagið á fundinum og tvöfaldaðist félagsmanntalan. — Kjörin var ný stjórn í félaginu og skipa hana þessir menn: Jón Samúesson, útibússtj. hjá KEA, formaður, Björn Þórðarson, skrifstofum. hjá KEA, ritari, Kolbeinn Helgason ,verzlunai-m. hjá Kf. Verkamanna, gjaldkeri, meðstjórnendur þeir Magnús Björnsson, verzlunarm. hjá Axel Kristjánssyni h.f., og Sig. Jónas- son, skrifstofum. hjá Útgerðar- félagi Akureyringa h.f. Á fundinum kom fram, að verzl- unarstéttin hefur áhuga fyrir að efla félagið. Stjórninni var falið að vinna að samningagerð um kaup og kjör með hliðsjón af að- gerðum félags verzlunar- og skrifstofufólks í Reykjavík. áfrýjaði til Hæstaréttar. Urslit þar urðu þau, að ákvöfðun und- irréttar um málskostnað var staðfest og' ber, Akureyri að greiða bændum málskostn- að í undirrétti og Hæstarétti, en að öðru leyti var mál- inu vísað frá dómi með því að bærinn var ekki talinn vera aðili að landamerkjaákvörðuninni og ekki hafa heimild til að véfengja hana. Meiri málaferli. Þótt þessu máli sé nú lokið, fer meira á eftir, bar sem málarekst- ur út af mati á vatnstöku úr landi jarðanna og hvort greiða eigi fyr- ir vatnsréttindi. sem talin eru til- heju-a þessum jörðum. Vaknar sú spurning, hvort bærinn hefði ekki sparað sér fé og fyrirhöfn me ðþví að semja um þessi mál við bændur án milligöngu dóm- stólanna. Bræðslumaður á Jör- undi brenndist Það slys varð í síðustu veiðiför Jörundar, að lok sprakk af suðu- kari í lýsisbræðslu og brenndist bræðslumaðurinn, en hann er Óli Magnússon, Aðalstræti 4 hér í bæ. Meiðsli hans eru ekki talin lífshættuleg. Kom hann með skipinu hingað til bæjarins í gærmorgun. Skautafélag Akureyrar hefur ákveðið að senda fjóra menn til keppni á skautamót íslands, sem háð verður í Reykjavík um næstu helgi. Skipadeild SÍS hefur sparað Eyfirðingum fé með lágum farmgjöldum Verður Björn Baldursson, skautameistari Akureyrar meðal keppendanna, en aðrir, sem héð- Bjöm Baldursson skautameistari Akureyrar. Myndin er tekin fyrir nokkrum dögum af Gísla Olafss. an fara eru: Guðlaugur Baldurs- son, Ingólfur Ármannsson og Kristján Árnason. Keppt verður í 500„ 1500, 3000 og 5000 metra hlaupi. Skautamennirnir munu í góðri æfingu nú og má vænta hins bezta af þeim. 4, Norðfirðingar taka upp útgerðarform Akur- eyringa Norðfirðingar hyggjast fá nýj- an togara í stað Egils rauða, og hafa í hyggju að hverfa frá bæj- arútgerð, en taka í þess stað upp form það, sem hér hefur reynzt vel, sem sé hlutafélag, sem bær, félög og einstaklingar eiga. Hinn 18. janúar sl. birti Al- þýðumaðurinn hér á Akureyri grein um kolaskortinn hér í bæn- um og var greinin augsýnilega birt án þess að blaðið hefði gert tilraun til þess að kynna sér áotæðuna fyrir kolaþurrðinni eða afla sér upplýsinga um farm- gjöld á kolum. í tilefni af þessum skrifum hef- ur Dagur fengið eftirfarandi upplýsingar hjá SÍS um kolakaup og kolafarmgjöld: Afgreiðslutregða í Póllandi. Höfuðástæðan til þess, að kola- skortur hefur verið hér á Akur- eyri, eins og víðast hvar um land- ið, eru erfiðleikar á að fá kol af- greidd frá Póllandi Hafa miklar tafir orðið á afgreiðslu kola af þessum sökum og hefur þetta leítt til þess, að keypt hafa verið kol frú Rússlandi og Bandaríkjur.um til að forðast frekari vandræði hér á landi. Að þessu geta hvorki KEA eða SÍS gert. Farmgjöldin. Varðandi farmgjöldin fyrir kol skal það tekið fram, að öll farm- gjöld fyrir þungavöru stórhækk- uðu erlendis á seinni hluta ársins 1954 og mavgvíslegur aukinn kostnaður olli því, að íslenzk skip urðu að gera hið sama, enda þótt SÍS hafi ekki hækkað kolafarm- gjöld sín eins mikið og erlendu skipin. í desember flutti Hvassafell kol til Akureyrar frá Stettin í Pól- landi og var farmgjald 48 shill- ingar Stuttu síðar var leigt all- miklu stærra skip til að flytja pólsk kol til Reykjavíkur, og ætti bæði höfnin og stærð skipsins að lækka farmgjaldið, en samt varð það 50 shillingar. Helgafell flutti einnig kol til Akureyrar í desember, en þau komu frá borginni Riga í Sovét- ríkjunum. Er það rúmlega þriðj- ungi lengri siglingaleið en frá Stettin og því óhjákvæmilegt, að farmgjaldið væri allmiklu hærra, en þó tókst að halda því niðri í 58 shillingum. Hefur sparað Eyfirðingum fé. Um svipað leyti og skipadeild SÍS tók þessi farmgjöld fyrir flutning með eigin skipum, varð bæði SÍS og aðrir aðilar að sæta hinum stórhækkuðu farmgjöldum á erlendum skiþum Hefur til dæmis ekki verið annars kostur en að leigja erlend skip fyrir 90— 100 shillinga, þegar um er -að ræða hinar erfiðari hafnir og jafnvel sumar hinna betri. Af þessu mætti vera Ijóst, að skipadeild SÍS hefur ekki skatt- lagt Akureyringa, heldur benda allar líkur -til, að hún hafi sparað þeim allmikið fé. Ef erlend skip hefðu verið leigð til þeirra kola- flutninga, sem SÍS-skipin hafa annast, hefðu þau án efa kostað milli 60 og 100 shillinga fyrir lest- ina. íslendingur á vegum S.þ. í Mexikó Gunnar Böðvarsson verkfræð- ingur frá Reykjavík er nýlega kominn til Mexikó á vegum Tæknihjálpar Sameinuðu bjóð- anna. Gunnar mun vinna að jarð- hitarannsóknum í Mexikó og að- stoða þarlenda verkfræðinga í þeim fræðum. Jarðhiti er mikill í Mexikó og hefur stjórn landsins fengið áhuga fyrir að nýfa það afl. Gunnar Böðvarsson er einn af kunnustu jarðhitasérfræðingum heimsins og hefur áður verið fenginn til að rannsaka jarðhita- möguleika á vegum Sameinuðu þjóðanna. Búizt er við að hann dvelji í Mexikó um þriggja mán- • aða skeið, eða þangað til í marz- mánuði. Ungt fólk á skautum á íþróttasvæðinu nýja Sú nýbreytni er nú upp tekin hér, að sprautað hefur verið vatni ó æfingavöllinn við íþróttasvæðið nýja, og hefur þar verið beztar skautasvell að undanfömu og margt um manninn á degi hverjum, einkum sækir imga fólkið fast að stunda skautaíþróttina og er það gott og gagnlegt. Myndin er tekin nýléga á skautavellinum og er þar þröng á þingi, sem oftast á kvöldum upp á síðkastið. (Ljósm.: G. Olafsson).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.