Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 2

Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 2. nóvember 1955 PÁLL ÓLAFSSON: Ljóð. Páll Hermannsson valdi ljóðin. Nýlega er komin út alveg sér- stök ijóöabók. Það eru óprentuð ljóö eftir Fál Ólafsson, og er bókin rúmlega 200 blaðsíður. Páll Her- mannsson, fyrrv. alþingismaður, hefur safnað ljóðunum úr bréfum Páls og eftir fjölda fólks, sem kunnað hefur ljóð hans. Má það merkilegt heita, að hægt sé að safna svo miklu af óprentuðum Ijóðum Páls hálfri öld eftir lát skáldsins. Og er þó mikið enn til óprentað, einkum skammavísur hans og grófar vísur. Þykir mér ólíklegt að þetta sé hægt eftir nokkurt annað skáld en Pál Ólafs- son. En það sýnir aðeins vinsæld- ir ljóða Páls, og hvernig þau hafa verið lærð og lifað á vörum þjóð- arinnar. Páll Hermannssoh skýrir frá ljóðasöfnuninni í fcrmála og hverj- ir hafi verið sér hjálplegastir í því efni. Eru það einkum fjórir menn, þeir Jón G. Nikulásson, læknir, Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur, Qísli Helgason, bóndi, Skógar- gerði, og Pljalti Jónsson, hrepp- stjóri, Hólum, Hornafirði. Ljóð eftir Pál Ólafsson hafa áð- ur komið út í tveimur útgáfum. Um aldamótin gaf Jón Ólafsson þau út í tveim bindum og 1944 kom ný útgáfa af þeim hjá Helga- fellsútgáfunni, og sá Gunnar Gunnarsson, skáld um þá útgáfu. Páll Hermannsson skýrir frá margs konar erfiðleikum við þessa ljóðasöfnun. En sá var mestur, hve erfitt var að vita, hvað rétt var, þar sem orðamunur var á vísun- um. En engum er betur trúandi til þess en Páli Hermannssyni að fara hér sem næst því rétta, svo er hann kunnugur ljóðum Páls og anda þeirra. Þá þurfti hann einnig að ráða fram úr, hvað skyldi birta. Akvað hann að birta ekki að þessu sinni neitt verulega af skamma- vísum skáldsins eða grófum vísum. En hvernig eru þá þessi nýju ljóð? Það er skemmst af að segja, að þarna er margt af fallegum og léttum kvæðum í anda Páls, svo að Ijóðavinir geta ekki ann2ð en lesið þau aftur og aftur. Þó vil eg ekki þar með segja að flest svip- meiri kvæði Páls séu ekki áður fram komin í eldri útgáfum. Þó eru þarna meðal annars tíu Ijóða- bréf, sem ekki hafa birizt áður og er að þeim mikill fengur. Og vel væri það þess vert að gefa út öll ljóðabréf Páls í sérstakri útgáfu og prýðar þau með teikningum eftir einhvern listamann okkar. Því' að ljóðabréf Páls eru skemmtileg og sérstök bókmennta- grein. Bókin hefst á kvæðum og vísum til Ragnhildar. Eru þar margar innilegar ástavísur, því að hjóna- band þeirra var sérstaklega ástúð- legt eins og kunnugt er. En sumar af þessum vísum og kvæðum eru ortar til Ragnhildar áður en hún giftist Páli, en þau unnust hugást- um mörg ár fyrir giftinguna. Hér er fyrsta vísa bókarinnar: „Ástin bægir öllu frá, enda dauðans vetri, af því tíminn er þér hjá eilífðinni betri.“ Hér er önntfr vísa, þar sem skáldið lýsir ást Ragnhildar: „Ástin þín er ekki dyggð. ekki skylda heldur, hún er ekki heldur tryggð, ,, hún er bara eldur.“ í kvæðunum um Ragnhildi er ljóðaflokkur í þrem köflum, sem sennilega er ortur meðan fyrri kona Páls er enn á lífi. Þessi flokkur hefur enga sérstaka fyrir- sögn. Hann er með því bezta, sem Páll hefur kveðið. Hann er skrif- aður með hjartablóði skáldsins. Páll hefur ekki viljað birta hann í aldamótaútgáfunni, Antiars er það kafli út af fyrir sig og enn óskráður, hvaða áhrif það hefur haft á ljóðagerð Páls, að kynni hanshg Ragnhildar stóðu allt að 2 áratugum áður en þau áttust. Hann mun hafa ker.nt henni á Eyjólfsstöðum, þegar hún var barn, er henni samtíða um fjögur ár, þegar hún er um tvítugs- aldur og Páll býr á Völlum. Og svo bíður hún eftir Páli í 14 ár frá því, þar til hún er orðin 37 ára. Ber samband þeirra allt frá því fvrsta vott um innilega gagn- kvæma ást. í bókinni eru mörg grmankvæði, cem bera vott um fyndni Páls og gamansemi. Má þar nefna: Minni ölsins har.s Finnboga, Gamanvísur um húfuna, Herhvöt, Lögþrota- staðir, Gátan um L. Popp, frá Seyðisfirði o. fl., auk sérstakra vísna. Nýtur fyr.dni Páls sín víða vel í þessum gamankvæðum. Af innilegum og fögrum kvæð- um í bókinni, auk kvæðanna til Ragnhildar, má nefna: Kvöld- stjarnan, Húsaiiljurnar á Hallfreð- arstöðum, Lóan, Vormorgunn, og Kveðja ti lhörþunnar. Eða er ekki þessi vísa fögur í einfaldleika sín- um: „Nú er úti blessuð blíða, bænum held eg glaður frá. Morgunsólin fjallið fríða fögrum geislum heliir á. Nú er sumar, nú er vor. nú er vetrar hulið spor. Blánar fyrir brosi þínu blíða vor í hjarta mínu.“ En það þýðir ekki að nefna heiti kvæðanna. Það þarf að lesa þau til að njóta fegurðar þeirra og gamanmála. Þegar eg las þessi Ijóð, kannað- ist eg við nokkur þeirra og kunni ljóðabréfið til Rikarðs Þórólfsson- ar um þorrabylinn. Áleit eg, að eg hefði lært það úr ljóðmælum Páls. En það er þar ekki. Mun eg hafa lært það barn að aldri af gamalli, ljóðelskri konu,' sem oft var hjá foreldrum mínum og söng mikið af kvæðum Páls. Sumar vísurnar Orð athafnamannsins „. . . . Líí okkar er stutt; það er ekki svo lengi sem við lifum hér; og er þá ekki ánægjulefira að hyggja til baka og sjá, að maður hafi gert einhverjum gagn og varið nokkrum clögum, peningum o£ ómökum til að styðja að annarra éaéni oé framförum, heldur en að sjá, að allur tíminn hefur éenéið í það að strita sér á sínu heimili, að miklu leyti út úr mannleéu fé- laéi. ... Er það ákvörðun lífs vors, að hver skuli einungis vinna að sínu éaéni oé út af fyrir sié? Eður er það eigi fremur, aþ við er- um settir hér í samvinnu oé hver 'á[áð ’étyðja atmars éaÉns? ■ “ i (Tryggvi Gunnarsson í ræðu 1S65. Úr bók dr. Þórkels Jó- hannessonar um Tryggva.) hef eg lært oíurlítið öðruvísi en er í bókinni. Páll var í þrjú ár hjá Birni Pét- urssyni mági sínum í Jórvík. x Breiðdal, meðan hann var ungur. Eru nokkrar vísur til um Breið- dælinga frá þeim árum. Um svip- að leyti bjuggu hjónin Jón Þor- varðsson, yngri í Papey, og Rósa Snorradóttir frá Eydölum að Osi í Breiðdal. Um þau kvað Páll: ,,Eg má hrósa Jóni á Osi mínum, og henni Rósu, hvar sem fer, hún er ljós í augum mér.“ Þessi vísa er ekki í bókinni, en ef til vill í safni Páls Hermanns- sonar. Jafnvel eilífðarmálin ræðir Páll Olafsson með sinni alkunnu gam- ansemi. Síðasta vísan í bókinni er þannig: „Þó séu brot til sekta nóg og syndir, margfaldaðar, í himnaríki held eg þó þeir holi mér einhvers staðar." Eg flyt Páli Hermannssyni beztu þakkir fyrir söfnun þessara ljóða. Það er létt yfir þeim og munu þau gleðja marga vini Páls Olafs- sonar, ekki sízt á Austurlandi. Eiríkur Siéurðsson. ! Frú Jóhanna Finn- | | bogadóttir 90 ára { | ,22. okt. 1955 | I Frænka, þér eg jeginn yildi \ í fccrct dýrcin brctg., i Þctkkct cillt frá æskudögiim, \ \ círna heilla’ í dag. \ Margar eru minningarnar, \ bVljög þær sækja á. \ Margt að þakka, margt. að \ i bíessa, i i mörgu skýra frá. \ Allt frá þinnar æskudögum i örðug var þín för. \ Samt þér aldrei æðru fengu \ I erfið lífsins kjör. \ Aldrei hugsjúk, aldrei döpur, I alltaf stillt og hress, i barstu lífsins byrðar þungu, I börnin minnast þess. I Þolinmóð með Gtiði gekkstu, \ Guð þitt hæli var. \ Trúarstyrk þú treystir f honum, \ traust þitt öruggt var \ Þó ctð syrti oft í álinn, | ætíð ráð þút sást. \ Guðstraust þitt var geislinn f bjarti, \ Guð þér aldrei brást. i Breiðist yfir brautir þínar \ bjarmi fagurskær. \ Eftir lífsins örðugleika 1 allt í Ijósi hlær. \ Liður senn að síðsta kveldi, l sól við hafsbrún skín i Yndislegt þá er að sofna, = elsku frænka min! VALD. V. SNÆVARR. ínnlend íramleiðsla 1» |)iirrðar gengin - Pétur segir frá inniendiim og e í FRÓÐLEGU erindi sem Pétur Gunnarsson tilraunastjóri flutti í landbúnaðarþætti útvarpsins á mánudaginn, gerði liann fóður bú- peningsins að umræðuefni. Sem að líkum lætur, verður fóðrun búfjárins ná allólík eftir landshlutum að þessu sinni. Eænd- ur sunnanlands og vestan verða að fóðra fénað allan á hröktum heyj- um og fremur litlum. Auk þess er svo síðslægjan, sem verkaðist sæmilega í haust, en var fyrir löngu úr sér sprottin. En á Norð- urlandi, allt frá Skagafirði til Aust- urlands, var veðrátta einmuna góð til heyskapar og eru heyin á því svæði því að sjálfsögðu mjög góð. Vegna ástandsins sunnanlands og vestan gerði ríkisstjórnin ýmsar ráðstafanir í öryggisskyni. Hey- sýnishorn voru tekin víðs vegar frá óþurrasvæðinu og efnagreind. Var það gert með tilliti til vænt- anlegra fóðurbætiskaupa. Tilraunastjórinn gat í upphafi máls síns á fóðureininguna, sem lögð er til grundvallar við fóðrun búpenings. 1 fóðureining er 1 kg. byggs eða 1,8 kg. af góðri velverk- aðri töðu. Þegar grasið er ofsprott- ið, þegar það er slegið, þarf meira í hverja fóðureiningu og einnig ef heyið hrekst. Eitt mikilsverðasta efni töðunnar er eggjahvítan. Hún er eftir því meiri, sem fyrr er sleg- ið og betur borið á af köfnunar- efnisáburði. I ágætri, snemmsleg- inni og vel verkaðri töðu eru um 170 gr. af hreinni eggjahvítu í hverri fóðuréiningu, en minnkar ört ef grasið bíður of lengi eða heyið hrekst. Á Norður- og Norðausturlandi voru þurrkarnir svo miklir og stöð- ugir, að hætt er við steinefnavönt- un í heyfóðrinu, sérstaklega í ný- ræktartöðu. Taldi Pétur Gunnars- son að í hverju kg. af nýræktar- töðu væru um 3 gr. af kalsíum en 5 gr. í töðu af gamalræktuðum tún um. Benti hann í því sambandi á, að í daggjöf af heyi munaði það 24 gr. fyrir hverja kú, og væri um- hugsunarvert fyrir bændur. Væri þessa ekki gætt, gæti fyrr en varði komið að þvi að augljós steinefna- vöntun kæmi í Ijós. Þá taldi hann einnig mjög nauðsynlegt að sjá kúnum fyrir nægum steinefnum, ekki sízt í geldstöðunni. Þau söfn- uðust í beinin, sem varaforði til næsta mjólkurtímabils. Einnig væri vert að minna á að lýsi væri alltaf nauðsynlegt handa kúm. Ein ! matskeið á dag og ætti aldrei að ; gefa annað en gott lýsi. —o— Á ÓÞURRKASVÆÐINU, sagði ! hann, að hefðu tapast auðmeltustu : næringarefni fóðursins. Gerlagróð- i ur tæki sér bólfestu í röku heyinu j og heyfrumurnar héldu áfram að j starfa. Ylli þetta margs konar j efnaskiptum, sem flest miðuðu að j því að skemma fóðrið. Vegna rign- j inganna sunnanlands hefði líka j eftirtekjan orðið minni af hverjum j ha. lands. Gæti sá munur numið j allt að helmingi, þótt sprettan j væri sæmileg. \ Búnaðarfélag Islands lét efna- j greina fóðurgildi heys frá ýmsum j stöðum og sérstaklega msltanlega j eggjahvitu þess. Var sýnishornun- : um skipt í 2 flokka. I öðrum voru ti": hrakin hey snemmslegin, en í hin- fóðurbætiskaup al- og síldarmjöls til Gunnarsson tilraunastj. rlendum fóðurtegimdum um síðslægja sæmilega verkuö. Rannsóknirnar gerðu Ólafur Stef- ánsson og Pétur Gunnarsson. Nið- urstöðurnar sýndu að taðan var léleg og eggjahvíturýr. Af snemm- slegnu töðunni þurfti til jafnaðar 2,32 kg. í hverja fóðureininigiu og af síðslægjunn 2,16 kg. I snemm- slegnu töðunni voru 83 gr. meltan- leg eggjahvíta í fóðureiningu og er það helmingi minna en í vel verk- aðri, snemmsleginni töðu. En í síð- slægjunni var aðeins 48 gr. melt- anleg eggjahvíta. TILRAUNASTJÓRINN gat þess að oft gengi illa að fá skepnur til að eta nægilegt fóöurmagn af hröktum heyjum. I ornuðum heyj- um, sem nú væru víðast á óþurrka svæðinu, rynnu eggjahvítuefnin saman og reyndust tormelt fyrir kýr og væri nauðsyn að gefa grænt hey með. Til dæmis um þetta nefndi hann heysýnishorn •-úi» BórgarÍirði. Þar reyndist eggjahvítan í hverju kg. 126 gr., en þar af aðeins 18 gr. meltanleg. Þá gerði hann votheyið að um- talsefni. Til þess að fá gott vothey þyrftu að myndast mjólkursýrur. Þær myndast af sykri. En í sumar er sykurmagnið lítið í heyjunum, sem auk þess eru gróf og stórgerð og illa fallin til votheysgerðar, nema þau væru söxuð og marin. Að siðustu gerði tilraunastjórinn fóðurbætisþörfina að umræðuefni. Sýnt er að mikið þarf að gefa í vetur af kjarnfóðri, sunnanlands, bæði Iýsi, steinefna- og eggjahvítu- ríku fóðri, til uppbótar hinu stór- skemda heyi. Sem betur fer, er dýrasta og betza eggjahvítuefnið ríkulegt í innlendum fóðurtegund- um, svo sem í síldarmjöli, karfa- mjöli, hvalmjöli og fiskimjöli. Síldarmjölið er eggjahvíturíkast. En því miður var ekki til nema 1000 tonn af því eftir síldarver- tíðina í sumar, og er það þegar uppselt. I góðu síldarmjöli er um 70% eggjahvíta. Úr hausum og slógi er mjölið verra og ætti að vera mikill verðmunur á því. í hvalmjölinu er 65% eggjahvíta og hráfita 5—6%. Það er dökkleitt og lyktarsterkt, en gott fóður. í því er 4—5% vatn og aska 24— 26%. Af því hefur verið selt inn- anlands í sumar um 1000 tonn og er ekki meira til. Hvalmjölsfram- leiðslan hefur þó aukizt ár frá ári. Það kostar 230 kr. pr. 100 kg. á framleiðslustað. — Karfamjölið er með 60—64% eggjahvitu og kost- ar 240—250 kr. 100 kg. Af því er enn til nokkurt magn. — Þá er fiskúrgangur ágætt fóður, en sein- legt að brytja það niður og önglar hafa stundum grandað búfénu. Hin eggjahvíturíku fóðurefni eru dýrust á heimsmarkaðinum og þvi mikilsvert að oftast er fram- leitt nægilega mikið af þeim inn- anlands. NÚ STENDUR stórfelldur inn- flutningur fóðurbætis fyrir dvrum. Verðið er eitthvað hagstæðara en í fyrra. Mais kostar 182,30 kr., Hominy feed 170,19, Hominex 169,86, kurl. maís 182,22, hveiti- (Framhald-á. ll.-síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.