Dagur - 02.11.1955, Side 1

Dagur - 02.11.1955, Side 1
12 SÍÐUR Fylgist meö því, sem gerizt hér í kringum okkur. — Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 9. nóvember. XXXVIII. árg. Akureyri, miðvikudagnn 2. nóvember 1955 51. tbl. íslenzkt NóMsverðlaimaskáld var minnzt 25 ára afmælis Gagn- HaUdór Kiljan Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955, fyrst- ur Islendinga. Sænska akademían tilkynnti þessa ákvörðun hinn 27. október. Segir í viðurkenningunni. að Halldór fái verSIaunin fyrir að hafa í skáldskap sínum hafið hina hetjulegu frásagnarlist íslendinga hinna fornu til vegs í nútímanum. Þessum tíSindum hefur verið hjart- anlega fagnað á Islandi — nær undantekningarlaust. Erlend hlaSaum- mæli, sem til hefur frétzt, eru að kalla á eina 1 und, að viðurkenningin sé verðskulduð, og hefði mátt koma fyrr. Verðlaunin nema 190 þús. sænskum krónum, og hefur ríkisstjórn íslands tilkynnt, að hún muni beita sér fyrir því að þau verði skattfrjáls hér heima. SkáldiS er vænt- anlegt til íslands nú næstu daga, og verður hátíðlega fagnað hér. — Ljósmynd af skáldinu heima á Gljúfrasteini eftir Jöran Forsslund. 50 lesía vélbálur bætist í skipa- flota Akureyringa - kom hingað frá Danmörk á sunnudaginn Fimmliu lesta vélbdtur hefur brrlzt í skipaflota Akureyringa, og er langt siðan hefur fjölgað rí þeim vettvangi, Hins vcgnr hafn nokkrir brítar verið seldir héðan rí tiðnurn ríru m. Iíinn nýji bátur heitir „Gunnar," og er eign Júllusar I-Ialldórssonar útgerðarmanns hér og sona hans. Sóttu þeir bátinn lil Danmerkur og sigldu honum heim. Skipstjóri í þeirri för var Jón Sigurðsson frá Svájbarði í Glerárþorpi. M. b. Gunnar er bvggður í Kaup- inannahöfn árið 1914, cr fallegur bátur og vandaður, búinn öllum ný- tízku siglinga- og öryggistækjum. Vélin er 120—135 hestafla Alfa- dísilvél. Ganghraði er 8.J4 míla. Ferðin lrá Danraörk gekk vel þrátt fyrir erfitt veður. Reyndist báturinn vel í livívetna. Tók liöfn hér eítir rösklega 7 sólarhringa úti- vist, þar af lágu þeir 18 klst. við Færeyjur vegna óveðurs. Fer ií velrnrvertíð. Júlítis Halldórsson segir blaðinu, að báturinn verði gerður út héðan, nú fyrst á vetrarvertíð syðra, ftá sonar Ingibjörg Steingríms- dóttir syngur hér á veg- um Tónlistarfélagsins Tónlistarfélag Akureyrar heldur 4. og síðustu tónleika sína á Jressu ári, fimmtudaginn 3. nóv. kl. 9 e. h. 1 Nýja Bíó. Mun ungfrú Ingibjörg Steingrímsdóttir þá syngja fyrir styrktarmeðlimi félagsins og gesti þeirra. Dr. V. Urbancic aðstoðar. Ingibjörg útskrifaðist frá Kon- unglega tónlistarskólanum í Kaup- mannahöfn fyrir nokkrum árum, og hefur síðan verið fastráðinn söng- kennari hjá Sambandi ísl. karla- Grindavík. Verður Edvard sonur hans skipstjóri á bátnum. Akureyringar samfagna Júlíusi og sonum hans með himi nýja bát og óska þeim gæfu og gengis. kóra. Að loknu námi hélt hún tón leika í Reykjavík, á ísafirði og hér á Akureyri, við mjög góða dóma. Nti er Ingibjörg nýkomin frá Stokkhólmi, jrar sem hún hefúr æft hjá Jiekktri rússneskri söngkonu, Madame Skilondz, og munu bæjar- búar fagna því að fá að heyra til hennar á ný. Á söngskránni era lög m. a. cftir Björgvin Guðmundsson, Þórarin Jónsson, dr. Urbancic, Brahms, Handel, Mozart o. fl. Tónlistarfélagið væntir Jtess, að styrktarmeðlimir greiði gjöld sín að fullu við móttöku aðgöngumið- anna, sem vcrið er að bera út til þeirra, eða til gjaldkera félagsins, Vegleg hátíðasamkoma að Hótel KEA í gærkvöldi t gær voru liðin 25 ár síðan Gagnfræðaskóli Akureyrar var setlur í fyrsta sinn og var af- mælisins minnzt á veglegri há- tíðasamkoinu sem haldin var að Hótel KEA í gærkveldi. Jafn- framt var þar minnzt 20 ára far- sællar skólastjórnar Þorsteins M. Jónssonar, sem lét af skólastjórn nú á þessu hausti. Jón Sigurgeirsson, sem gegnir skólastjórastörfum um sinn í veik- indaforföllum Jóhanns Frímanns skólastjóra, ávarpaði Þorstein M. Jónsson, Arni Jónsson kennari flutti ágrip af sögu skólans og Þor- steinn M. Jónsson, fyrrv. skólastj., flutti ræðu. Síðan voru frjáls raeðuhöld. Söngkór eldri nemenda söng undir stjórn Askels Jónsson- ar. — Þetta hóf sátu fyrrverandi nemendur, kennarar, eldri og yngri, og ýmsir gestir. I gærmorgun var afmælisins minnzt með hátíðasamkomu í skólahúsinu. Þar flutti Arni Jóns- son kennari ágrip af sögu skólans og sagði endurminningar frá fyrri skólaárum, en Þorst. M. Jónsson, fyrrv. skólastjóri, ávarpaði nem- endur og kennara. 25 ára starf. Gagnfræðaskóli Akureyrar var stofnaður með lögum 19. maí 1930 og var settur í fyrsta sinn 1. nóv. 1930 af Sigfúsi Halldórs frá Höfnum, er þá hafði verið ráðinn skólastjóri. Skólinn starfaði i húsi Iðnaðarmannafélagsins við Lund- argötu og var einn kennari, auk skólastjórans, Jóhann Frímann, núverandi skólastjóri. Skólinn út- skrifaði fyrstu gagnfræðingana ár- ið 1932 eftir tveggja vetra nám. Fyrstu árin starfrækti skólinn kvölddeild, og starfsmenn hans sáu um skólahald Iðnskólans. Árið 1934 var 3. bekk bætt við og var skólinn þriggja vetra skóli, unz núverandi fræðslulög tóku gildi en eftir það fjögurra vetra skóli agsins til jóia - giæsileg verðlaun Framsóluiarfélag Akureyrar er nú að liefja vetrarstarfið. Er þeg- ar ákveðið að efna til fjögurra skemmtikvö'da að Kótel KEA til jó!a. Verður þar spiluð Fram- sóknarvist og keppt inn glæsileg verðlaun. Verða þrenn aðalverðlaun veitt að lcknum öllum 4 spilakvöldun- um og eru þau þýzk þvottavél, Westinghouse-hrærivél og Heklu- kuldaúlpa. — Aukaverðlaun verða einnlg veitt eftir hvert kvöld. — Stjórnandi spilamennskunnar verð ur frú Helga Jónsdóttir. Fyrsta spilakvöldið er næstk. föstudagskvöld, en síðan 8. nóv., 2. des. og 16. des., á sama stað. Stjórn Framsóknarfél. ræðst í að efna til þessarar keppni í því trausti, að hún verð'i fjölsótt, enda hér til mikils að vinna. Þátttakendur geta skráð sig á skrifstofu Framsóknarílokksins í Hótel Goðafoss, kl. 10—12 og 5 —7 í dag og næstu daga eða í síma 1443. Skemmtikvöldin eru nánar aug- lýst í blaðinu í dag. Skólinn bjó við þröngan og óhent- ugan húsakost unz núverandi skólahús var tekið í notkun árið 1944. Voru nemendur þá orðnir 200 talsins. Árið 1947 var skólan- um skipt í verknáms- og bóknáms- deildir. I ár eru 350 nemendur í skólanum, en alls munu um 2200 nemendur hafa stundað nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar frá upphafi. Farsæl skólastjórn Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn M. Jónsson tók við skólastjórn árið 1935 af Sigfúsi Halldórs, en hafði áður verið for- maður skólanefndar, frá stofnun skólans. Er því nú einnig minnzt 20 ára skólastjórastarfs Þorsteins og forustu hans í málefnum skól- ans, allt frá upphafi. — Starf sitt við skólann rækti hann af frábærri alúð og mikilli röggsemi. Vann Þorsteinn alla tíð af mikilli elju að vexti og þroska skólans, og að efl- ingu hans út á við og inn á við. Þegar hann lætur af störfum er Gagnfræðaskólinn fjölmennasti framhaldsskóli bæjarins, býr við vinsældir nemenda og foreldra, og nýtur mikils álits út á við sem ágæt mennta- og uppeldisstofnun. Þótt margir hafi lagt skólamálinu drengilegt lið á liðnum tíma, er hlutur Þorsteins M. Jónssonar þar langsamlega mestur. Mun skólinn lengi búa að stjórn hans. Þröngt um skólann á ný. Á 25 ára afmælinu blasir sú staðreynd við bæjarbúum, að skólahúsið, sem reist var af mynd- arskap á striðsárunum, er orðið of lítið, og er mikil þörf úrbóta á næstunni. Byrjað var á viðbótar- byggingu fyrir nokkrum árum, en aldrei lokið. Væri það viðeigandi afmælisgjöf til þessarar merku stofnunar af hendi bæjarfélagsins, að þeirri byggingu verði að fullu lokið á þessu ári. Hús Gagnfræðaskóla Akureyrar, byggt 1942—1944. Nú er húsið orðið of lítið og þörf úrbóta.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.