Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 6

Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 2. nóvember 1955 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 90. — Sími 1166. Árgangurinn kostar kr. 75.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi og á laugardögum þegar ástaeða þykir til. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Hin óttalega tilliugsun EIN TILHUGSUN þykir foringjum Sjálfstæðis- flokksins óbærilegust, er þeir horfa fram á veginn og kanna hið pólitíska landslag: Að þeir missi völd- in, verði utangátta meðan aðrir fara með stjórn þeirra mála, sem nú lúta þeim. Að sú komi tíð, að menn úr innsta hring hafi ekki lengur núverandi ráð á leyfum og lánum, gjaldeyri og útflutningsverzlun, embættum og bitlingum. Ætla má, að þarna sé svo mikið i húfi, að þau fyrirtæki og þeir peningakóng- ar, sem eiga hluti í Sjálfstæðisflokknum h.f., og hafa fengið ýmiss konar gróðaaðstöðu x þjóðfélag- inu fyrir, horfi ekki í nokkurn tilkostnað ef um væri að tefla að halda þessari aðstöðu eða sleppa henni. Flokksstarfsemin og aðstaðan er sannarlega mill- jónabusiness fyrir slíka aðila. Og til of mikils ætl- ast, að þeir ætli að sleppa hljóðalaust. OG HLJÓÐIÐ er í Morgunblaðinu á sunnudag- inn. Blaðið segir að vondir menn í Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki séu að brugga launráð gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir tali um að taka höndum saman í kosningum og fella frambjóðendur íhalds- ins til hægri og vinstri. Og bjóða fólki upp á lands- stjórn, sem ekki nýtur föðurlegrar handleiðslu Ól- afs Thors. Er að furða, þótt heyrist ramakvein? Hin sundraða fylking lýðræðissinnaðra íhaldsand- stæðinga ætti samkvæmt frásögn blaðsins loksins að hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það þurfi samstarf en ekki sundrungu til þess að svipta íhald- ið gróðaaðstöðunni og færa stjórnarfarið meira til samræmis við hagsmuni almennings í landinu. — Gott væri ef satt væri. En gallinn er bara sá, að Mbl.er ekki að lýsa orðnum hlut heldur er það með skrifum þessum aðeins að hrella eigin flokksmenn, særa þá til þess að halda fastar um aðstöðuna, spýta enn meira í flokksbyssuna, auka enn áróður og blekkingar og breiða sauðargæruna enn dyggi- legar en áður yfir úlfseyru gróðahyggjunnar í allra- stéttaflokknum. Hinn ömurlegi sannleikur er, að lýð ræðissinnar, sem eru andvígir íhaldinu og sérrétt- indaaðstöðu stórgróðamannanna, eru sundraðir í þremur flokkum, og hafa enn ekki borið gæfu til að taka höndum saman og skapa á stjórnarfarinu svip- mót almennings í landinu fremur en ásýnd pen- ingavaldsins. Hróp Mbl. um að slík samfylking sé að komast á nú, er blekking ein, ætluð til að hressa upp á andagift burgeisanna og leiða athygli þeirra að því, hvar sé hættan mesta. En um le'ið minnir blaðið andstæðinga íhaldsins á það, hvar það er veikast fyrir, og hvernig skynsamlegast sé að skipa áhrifum þess hófsamlegan sess í íslenzku þjóðlífi. Á UNDANFÖRNUM árum hefur stór hópur ís- lenzkra kjósenda gerzt algerlega óvirkur í barátt- unni við sérréttindapólitík hinna fáu og ríku, með því að kasta atkvæði á utangarðsmenn kommún- ismans. Þessi afstaða hefur verið vatn á myllu íhaldsins. Enn varð það yfirráðum þess til styrktar, er hinn svonefndi Þjóðvarnarflokkur var stofnaður. Loks var það um langt árabil nokkur trygging fyrir valdaaðstöðu foringja Sjálfstæðisflokksins, að for- vígismenn Alþýðuflokksins kusu fremur að eiga samstarf við þá en Framsóknarmenn. Þegar nú Mbl. lítur yfir vígstöðuna í dag, er allt með kyrrum kjörum í herbúðum kommúnista og þjóðvarnar. En blaðinu þykir sem afstaða Alþýðu- flokksins sé ekki eins örugg og áð- ur. Svo kynni jafnvel að fara, að þau öfl þar, sem vilja gjarnan eiga samvinnu við Framsóknarflokkinn, verði mestu ráðandi um það er lýkur. Þessi óttalega tilhugsun verður blaðinu efni í hræðslu- greinina á sunnudaginn. Það lætur sem þegar hrikti í stoðum í spila- borg fjáraflamannanna í höfuð- staðnum. MBL. LÆTUR sem það hafi ljóstað upp miklum leyndardómi. Þau viðbrögð þess eru lærdómsrík, og minna á, hvað niðri fyrir býr. Þetta eru nefnilega ekki ný við- horf, heldur gömul og alþjóð kunn. Framsóknarflokkurinn hefur jafn- an viljað eiga góða samvinnu við jafnaðarmannaflokkinn og aðra lýðræðissinnaða umbótamenn. — Með samstarfi bænda, verka- manna og annarra launþega við sjávarsíðuna, má vissulega treysta lýðræðislegt stjórnarfar í landinu og auka efnahagslegt réttlæti. Slíkt samstarf mundi friða þjóð- félagið og skapa festu og öryggi í atvinnumálum. Þetta hefur jafnan verið viðhorf Framsóknarmanna, og í þeim efnum hefur ekkert nýtt gerzt upp á síðkastið. Ramakvein Mbl. er e. t. v. runnið upp af þeirri vitneskju, að nú sé fremur jarð- vegur en oft áður fyrir slíkt sam- starf innan Alþýðuflokksins. — Er vonandi, að sú óttalega tilhugsun sé ekki ástæðulaus með öllu. En úr því mun reynslan skera, þá tím- ar liða. Er það ekki ofsagt? „Nokkrir símalausir" skrifa blað- inu: ari hálendisvegir eru líklegasta nýjungin. „í SÍÐASTA tölunblaði „Dags“ er því slegið föstu, að nú sé loks fullnægt allri eftirspurn fólks á Akureyri um að fá síma. Á eftir þessari frétt kemur svo heillöng uppptalning, eftir símastjóranum, hr. Gunnari Schram, um lagningu síma hér í nágrannasveitir, jafnvel inn til innstu afdala. — Að sjálf- sögðu er ekki nema gott eitt um þetta að segja, en eitthvað finnst okkur bogið við þetta, sem ennþá bíðum eftir að fá síma, þrátt íyrir mikla eftirgangsmuni við síma- stjórann hér og jafnvel loforð frá hans hendi um að verða við ósk- um okkar um að fá hann. I tilefni þessa er hér með spurzt fyrir um eftirfarandi: I fyrsta lagi: Hvers vegna lætur símastjórinn þá fullyrðingu frá sér fara, að full- nægt sé eftirspurn fólks á Akur- eyri um síma, þegar hann veit sjálfur, að svo er ekki? I öðru lagi: Eru býlin hér í bæj- arlandinu, sem eru þegar að kom- ast inn í sjálfan bæinn, og sum komin það, ekki talin með Akur- eyri, og hvar dregur hann þá merkjalínu? I þriðja lagi: Hverju sætir það, að ábúendur nefndra býla skuli vera settir svo mjög utangarðs, að þeir hafi snöggtum minni mögu- leika á að fá síma heim til sin, heldur en þeir, sem búa í hinum dreifðu sveitum? I fjórða lagi: Hvernig er hægt að réttlæta það, að símapöntun frá árinu 1946 skuli vera ófullnægt enn, þrátt fyrir eftirgangsmuni og endurnýjun? Og ' síðast en ekki sízt: Eiga menn yfirleitt ekki kröfurétt á því, að loforð manna í opinberum stöðum séu meira en fleipur eitt? Hillingar framtíðar. SIÐAN hugleiðingar í þessum dúr birtist hér í blaðinu í sumar, hefur það gerzt, að tveir þingmenn hafa flutt tillögu til þingsályktun- um rannsókn vegarstæðis og möguleika vegargerðar á hálend- inu. Vonandi fær þessi tillaga góð- ar byr á Alþingi og vonandi lætur ríkisstjórnin síðan hendur standa fram úr ermum við rannsókn málsins. Þetta er ekkert hégóma- mál. Þetta er stórmál fyrir lands- byggðina og — i hillingum fram- tíðarinnar — fyrir allt landið. Reynslan í dag. EF KOMINN væri upphleyptur vegur á allri leiðinni í milli Gríms- staða á Fjöllum og Skjöldólfsstaða í Jökuldal mundi greiðfært öllum bílum allt til þessa dags austur á Fljótsdalshérað og Austfirði. En nú eru áætlunarferðir og venjuleg- ar bílferðir þangað lagðar af fyrir alllöngu, til tjóns og óþæginda fyr- ir alla aðila. Ofærðin stafar ekki af snjó á hálendinu, því að hann er nær enginn, heldur af því, að sá litli snjór, sem fyrir er, safnast einmitt á þjóðveginn, sem er víða eins og skurður og geymir snjóinn því sérlega vel. — Þetta kemur glöggt fram í viðtali við Sigurjón Rist vatnamælingamann, hér í blaðinu í dag. Hann kom að aust- an í sl. viku og lýsir vegferðinni. Þessi kunni ferða- og fjallamaður er líka þeirrar skoðunar, að öræfa- vegur milli landshlutanna sé veg- ur framtíðarinnar. Þannig munu þeir hugsa fleiri, sem alkunnugir eru á hálendinu. Morgunblaðið samfagnaði — en sárnauðugt. Nokkrir símalausir." ÖLL ÍSLENZKU dagblöðin fluttu Öræfavegir á dagskrá! í SUMAR er leið ræddi eg í þessum þætti lítillega um öræfa- veg í milli landsfjórðunga. Þjóð- vegurinn þræðir ströndina og byggðina. Það er eðlilegt. En eng- an veginn víst, að þar sé heppileg- asti akvegur í milli landshornanna. Við - ströndina er snjóþyngst. Þar er rakinn mestur og úrkoma.Inntil landsins er oft snjólétt, þótt allt sé að kalla á kafi út við strönd. Al- kunna er, að Hólsfjalla- og Möðru- dalsbændur beita fé sínu lengur en aðrir. Mývetningar flytja fé sitt á Austurfjöll, þótt tæpast sé hagi í útsveitum. Þetta segir allt sína sögu. Svo eru það vegalengdirnar. Austfirðingar krækja hingað norð- ur á leið til athafnasvæða við Faxaflóa, við hér vestur á land til þess að komast suður. Þetta getur ekki verið framtíðarskipan lang- leiðanna. Hinir styttri og snjólétt- samdægurs myndum prýddar greinar um hið nýkjörna Nóbels- verðlaunaskáld, Halldór Kiljan Laxness, og samfögnuðu því, er kunnugt varð um ákvörðun sænsku akademíunnar. Morgunblaðið hafði þar nokkra sérstöðu. Það samfagnaði, en sár- nauðugt. Leitaði á náðir Kristjáns Albertssonar, og bað hann að skrifa um skáldið og verðlauna- veitinguna. Ennfremur birti það viðtöl við nokkur íslenzk skáld og feitletraða innrammaða grein á forsíðu um álit sænska rithöfunda- félagsins um málið, þar sem það leggur til að Gunnar Gunnarsson hljóti hálfan heiður á móti Kiljan, eða allan að öðium kosti. Með þessum skrifum var reynt að draga í efa réttmæti viður- kenningarinnar. Og í grein Krist- jáns Albertssonar, sem er skrítinn samsetningur, er sérstaklega tekið (Framhald á 11. síðuj. Grásleppuhrogn - í æðra veldi GRÁSLEPPUHROGN munu vera dálítil útflutn- ingsvara. Skýra hagskýrslur svo frá. — Þau munu að- allega flytjast til Frakklands. Og hvað skyldu þeir nú gera við þau þar, blessaðir? Varla stífa þeir þau úr hnefa upp úr tunnunum. — Ónei. Þeir búa til úr reim hnossgæti, sem aðdáun og athygli vekur. — I dönsku blaði var nýlega rifjað upp, hvernig Frakkar skara fram úr í tilbúningi gómsætra rétta. Var þar ýmislegt tínt til, svo sem gæsalifrakæfa, sem hvað vera mikið lostæti, geitalifur, niðursoðin hænsn og sitt hvað fleira. Stundum sjóða Frakkar mat sinn í rauðvíni eða koníaki. — Ennfremur talaði danska blaðið um franskt „specialitet“ kavíar, og sagði að frumefnið í því væru grásleppuhrogn frá ísfandi. Gult og svart STUNDUM heyrist, að gult sé þreytandi litur, aðrir segja gula litinn æskilegan og fjörgandi. Og víst er og satt, að fallegt knippi af gulum blómum lifgar upp í stofunni. Því ekki að gera sterkgulan sófapúða og láta við hliðina á svörtum púða, til þess að fá fram sterk áhrif? Vér höfum séð þetta í stofu, segir í erlendum kvennadálki, og urðum að játa, að það var fallegt og skemmtilegt. , ; Ostur - úrvalsmatur Vitið þér eftir- farandi staðreyndir um pst?.,^ —-OstuF er kalkríka’sta fæða, sem völ er á. -— 35 gr. af ostí geyma eins mikið kalk og 1/4 lítri af mjólk. — Verð ostsins er því hærra, sem hann er feitari. — En feiti osturinn er fátækari af kalki er sá magrari. — Ost er bezt að geyma í plastik-poka í ca. 10 gráðu hita. ... íi'ii(i roinyntou • - ■ Afgreiðsluhættir í brauðbúðum eru brot á ákvæðum heilbrigðis- reglugerðar bæjarins í EINU sunnanblaðanna var nýlega skýrt frá vís- indalegri rannsókn, sem gerð hefur verið á því, hve mikið ef bakteríum finnist á peningaseðlum, sem eru í umferð. Niðurstaðan var ekki skemmtileg fyrir þá, sem þurfa daglega að horfa á hendur fjalla um mat- væli og peningaseðla til skiptis. En sú sjón blasir við í flestum brauðbúðum bæjarins. Nýlega hefur verið upplýst í Reykjavík, að þar verndi heilbrigðis- reglugerðarákvæði neytendur að þessu leyti, og Neytendasamtökin hafa forgöngu um að fylgja ákvæðunum eftir. -——o----- HÉR HORFA allir aðilar — heilbrigðisyfirvöld jafnt sem aðrir — upp á þennan daemalaust sóða- skap, án þess að kvarta eða krefjast þess, að opin- ber ákvæði um hreinlæti í meðferð matvæla, séu haldin. Hvað á þetta að þýða? Til hvers er að setja reglugerðir með bauki og bramli og láta þær svo liggja í skúffu án þess að líta í þær, eða reyna að framfylgja þeim? Það gekk ekki svo lítið á, þegar heilbrigðisreglugerð bæjarins var sett síðast. Upp- hófust þá bréfaskipti heilbrigðisnefndar og landlækn- is um mál og stíl á plagginu. Um framkvæmdina var ekki rætt í það sinn. ----o---- ÞAÐ ÆTTI að vera ákaflega einfalt mál, að koma heilbrigðisreglugerðinni í framkvæmd í matvælabúð- um bæjarins. Rétt yfirvöld geta krafizt þess, að þeir, sem matvæli selja, kosti upp á siðmennilega aðstöðu í búðum sinum, og hafi hreinlátt fólk við afgreiðslu, sem bæði getur og vill gegna skyldu verzlananna við (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.