Dagur - 02.11.1955, Síða 4

Dagur - 02.11.1955, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 2. nóvember 1955 S JÖTUGUR: Ólafur Sigurðsson, oðaisbóndi á Hellulandi Ólafur Sigurðsson er fæddur 1. nóv. 1885 í Vatnskoti í Hegranesi. Foreldrar hans voru hjónin, Sig- urður Ólafsson, Sigurðssonar, Pét- urssonar, Björnssonar, er allir voru hreppstjórar og mætismenn, og Anna Jónsdóttir (af Reykjalíns- ætt). Var afi Ólafs og nafni í Asi nafnkunur búhöldur og framfara- maður á sinni tíð og þingmaður Skagfirðinga um skeið, en sonur hans og faðir afmælisbarnsins var iistasmiðurinn og hugvitsmaðurinn á Hellulandi, sem eg heyrði mjög umtalaðan og dáðan í æsku minni, og vafalaust hefði orðið nafnkunn- jr uppfyndingamaður hefði hann verið barn stórþjóðar og fengið að :njóta sín. Standa því að Ólafi á Hellu- landi til beggja handa mikið at- gerfis- og menningarfólk, og mun bar mörgum listhneigð í blóð bor- in. Og sjálfur sver Ólafur sig í ætt sína. Ólafur Sigurðsson er búfræðing- jr frá Hólum, kynnir sér svo laxa- ■dak og fiskirækt, og verður ráðu- rautur rikisstjórnar og Búnaðarfél. fslands í veiðimálum um margra ira skeið. Var hann þá á sífelldu erðalagi um landið og vann þess- jm málum mikið gagn. Jafnframt pví rak hann svo búskap á Hellu- andi, og hefur jafnan sinnt margs íonar störfum og áhugamálum i sveit og héraði, svo sem málefn- jm bændanna, samvinnusamtak- anna, skógræktarinnar o. fl. félags- egum viðfangsefnum, enda er 'iann alls staðar liðtækur í bezta iagi. Eg gæti trúað því, að margur hugsi til Ólafs á Hellulandi þessa lagana og sendi honum hlýja kveðju, þar sem hann siglir nú skipi sínu fullum seglum fyrir einn •nerkistanga mannsævinnar, og :mun alls ekki hafa í hyggju að rifa jegl eða lækka fyrr en í fulla hnefa. Skip hans hefur heldur aldrei legið logndautt, eða rekið stjórnlaust og stefnulaust um lífs- ins sjó. Það hefur alltaf verið ein- hver gustur þar sem Ólafur var á ferð, og jafnan eitthvað að gerast i kringum hann. Fjör og áhugi á framfara og menningarmálum ein- kenna hann, og það er fjærri hon- um að muldra sannfæringu sína ofan í bringu. Ólafur Sigurðsson er manna hugkvæmastur, og jafnan fullur af hugmyndum og einlægri löngun til þess að gera sem allra flestar þeirra að veruleika. Og enginn kemur þar heldur að tómum kof- um ef talið berst að fræðilegum efnum, eða listum og bókmennt- um. Þar er Ólafur vel heima, enda er hann bókfróður vel og list- hneigður að eðlisfari. Og af lista- mönnum ætla eg að oftast séu á tungu hans, þeir Einar Jónsson og Stephan G.. Þá dáir hann mjög og kann geysimikið af ljóðum Steph- ans utanbókar og hefur yndi af að vitna í þau, líkt og eg heyrði suma i æsku minni vitna í Passíusálm- ana eða Jónsbók. En þá fyrst kemst Ólafur reglulega í essið sitt þegar lausavísurnar ber á góma. Af þeim kann hann ódæmin öll, svo að eg hygg að fáir standi hon- jm þar á sporði. Og það er jafnan gleði- go glettnissvipur áÓlafi þeg- ar þær smellnu og tvíræðu renna jpp úr honum, enda er þá oft kátt i kringum hann. En ekki hefur bóndinn á Hellu- landi alltaf verið að horfa á og hafa yfir annarra manna ljóð. .'íann hefur sjálfur verið að yrkja ,ljóð“ og „drápur“ á Hellulandi iim tugi ára. Þar hefur verið mik- ið ræktað og byggt, móum og mýrarsundum bréytt í grænar grundir og moldarkofum í mikil hús, allt skipulega og myndarlega af hendi leyst. Og um sumt hefur Ólafur verið í fararbroddi. Þannig yrkja góðir bændur sín ljóð og lífsdrápur, einnig á þessa vísu. Og heimilið á Hellulandi er líka víð- kunnugt fyrir gestrisni og myndar- brag. -En þá skal húsfreyjunnar minnst, frú Ragnheiðar Konráðs- dóttur, sem er afbragðs kona, skör- ungur í stjórn og starfi og frábær húsmóðir. Og það vita allii, sem til þekkja, að slík búsýslukona muni eiga sinn sterka og merka þátt í reisn Hellulands í dag, bæði úti og inni, enda mun maður henn- ar fúsastur til að viðurkenna það. Ráðunautsstarf hans um árabil var þess eðlis, að hann þurfti oft og mörgum sinnum að vera fjærri heimilinu svo vikum skipti og láta öll búsforráð í hendur konu sinn- ar. Og það voru heilar þendur og traustar, og öllum ráðum vel ráð- ið þar sem hún var. Með þessum fáu orðum vildi eg mega vera einn í hópi þeirra mörgu vina, sem senda hlýjar kveðjur að Hellulandi nú, til af- mælisbarnsins og heimilis hans. Og þessari kveðju fylgir einlæg þökk fyrir mikla gestrisni og marga ánægjustund á heimili þeirra hjóna, bæði fyrr og síðar. Og enn fremur sú einlæga ósk, að Ólafur Sigurðsson haldi sem lengst áfram að vera glaður og reifur ræktunarbóndi, vísna vinur og kvæða karl. Snorri Sigfússon. Halldóra Ejarnadóttir flytur burt úr héraðinu Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri „Hlínar", flytur búferlum í Hér- aðshæli Austur-Húnvetninga á Blönduósi um þessi mánaðamót. Halldóra hefur átt heima i Gler- árþorpi síðastliðin 15 ár. — Býlið sitt, Móland, selur hún þeim hjón- um Bergsteini Garðarssyni og Júd- it Sveinsdóttur. Halldóra gerir ráð fyrir að halda áfram útgáfu ársritsinis „Hlin“, sem hún hefur annast um í 37 ár. Einnig er hún enn formaður Sam- bands norðlenzkra kvenna. Halldóra biður fyrir kveðjur til Akureyringa og Eyfirðinga með beztu óskum og þakklæti fyrir góða kynningu. Ágætír hljómleikar listamanna frá Sovét-Rússtandi ÞEIR OPINBERU aðilar í Rússlandi, sem skipuleggja ferða- lög listamanna, eins og annað þar i landi, velja hljómlistarmennina, sem þeir senda í önnur lönd, ekki af lakari endanum, ef dæma má af þeirri reynslu, sem fengin er hér í bæ af þremur heimsóknum rúss- nesks listafólks á liðnum þremur árum. Píanóleikarar, sem liér komu fram í fyrra og hitteðfyrra, voru ágætir listamenn. I þetta sinn voru hér á ferð fiðlusnillingur að nafni Edvard Gratsj og óperu- söngvari, Sergei Sjaposnikov. Und- irleikari var Sofia Vakman. Voru hljómleikarnir í Nýja-Bíó á föstu- dagsvöldið. Allt þetta fólk er ágætir listamenn, sem unun var á að hlýða. Gratsj fiðluleikari er ungur mað- ur, en hefur hlotið viðurkenningu heima og erlendis. Hann er mikill tæknisnillingur, og minnir þar á heimsmeistarana á grammófón- plötunum, en auk þess er tónn hans hlýr og innilegur, og músík- túlkun hans tilfinningarík og hríf- andi. Hefði verið gaman að fá að heyra veigameiri efnisskrá frá hans hendi en hér var boðið upp á. Merkasta verkefnið var Cha- conne eftir Vitali, en síðan ýmis geðþekk en minniháttar verk eft- ir Mendelsohn, Smetana, Rach- maninoff, Brahms, Prokofieff og Sarasate. Fiðluleikarinn lék nokk- ur aukalög. Honum var forkunnar- vel fagnað af áheyrendum, sem voru margir. Barytonsöngvarinn Sjaposnikov er glæsilegur listamaður, þjálfaður óperusöngvari með mikla og blæ- fagra barytonrödd. Hann minnir um margt — látbragð og glæsilega framgöngu m. a. — á landa sinn, Chaliapin, sem frægastur hefur verið rússneskra söngvara. Hann söng einkum rússnesk lög, og að auki tvö kunn lög eftir Grieg, „Eg elska þig“ og „Draumur“. Var meðferð hans á þeim báðum mjög hrífandi. En skemmtilegast var að heyra rússnesku lögin, einkum þjóðvísuna, sem var fyrst á efnis- skránni. Honum var líka ágætlega fagnað, að verðleikum, og söng aukalög. Píanóleikarinn Sofia Vakman aðstoðaði báða listamennina. Virt- ist hún hafa mikið vald á hljóð- færinu og búa yfir miklum þrótti og ágætri kunnáttu. Akureyrardeild MÍR stóð fyrir hljómleikahaldi þessu. I þetta sinn sluppu áheyrendur við ræðuhöld, og var það þakkarvert. Húsfyllir var, og sáust nú ýmsir áhevrendur, sem vafasamt er að hafi sótt hljómleika síðan Rússarnir voru hér síðast. Væri það bezti árangur, sem MIR gæti náð með þessari starfsemi, ef tækist að fá þetta fólk til þess að styðja almenna hljómlistarstarfsemi í bænum og sækja góða hljómleika, hvenær sem þeirra er völ. — A. Breytingar hafa verið gerðar á áætlun strætisvagnanna. Morgun- ferðir eru nú kl. 7, 7,40, 8,05 og 8,40. Þegar farið er úr Innbæ er ferðinni haldið áfram alla leið Hríseyjargötu á Oddeyri, og farið er frá Brekkugötu í Mýrahverfi á hverjum hálfum tíma. Á kvöldin verður ekíð til kl. 11,30. Fimmtugur: Rútur Þorsfeinsson bóndi á Engimýri í Oxnadal í DAG ER fimmtugur Rútur Þorsteinsson, bóndi, Engimýri, Oxnadal. Hann er fæddur að Möðruvöllum í Hörgárdal 2. nóv- ember árið 1905, sonur merkis- hjónanna Olafar Guðmundsdóttur frá Marðarmýri í Vatnsdal og Þorsteins Jónssonar frá Forna- stöðum í Ljósavatnsskarði, sem þar voru þá, en fluttu síðar að Bakka í Oxnadal með 5 sonu sína. Bakkabræður, sem svo voru löng- um nefndir í daglegu tali, eru nú 4 bændur í Öxnadal, allir hinir nýt- ustu menn, og sá fimmti bóndi og kennari í Glæsibæjarhreppi. Mér koma í hug margar minn- ingar frá æskuárunum, sem allar eru hlýjar og bjartar. Drengurinn Rútur Þorsteinsson var alla tíð glaðvær og reifur, hvort sem hann var að leik eða starfi. Þegar hann fór úr föðurgarði réðst hann að Svalbarði á Svalbarðsströnd, sem vinnumaður til Björns Líndals, sem þar bjó þá rausnarbúi. En svo leið tíminn. Æskuárin flugu. Eg settist að búskap hér frammi í Hörgárdalsbotni, en Rút- ur fór að skoða landið og leita sér atvinnu. Nú reis upp öld vinnu- tækni og vélamenningar; hinn ungi maður, sem alltaf unni sveit- um landsins, fékk sér dráttarvél, og vann hjá bændum að jarðrækt- arstörfum. Gat hann sér brátt góð- an orðstír, sökum framúrskarandi verkhyggni og dugnaðar. Fyrsta vélavinna, sem hjá mér var fram- kvæmd, árið 1930, var unnin af þeim bræðrum, Ingimundi og Rút, og hef eg ekki haft afkasta- meiri menn við störf. Rútur var líka hamhleypa við heyvinnu. — Um þessar mundir losnaði úr ábúð jörðin Bakkasel í Öxnadal, í ejg urikisins, afskekkt og crfið1 jörð, sem ekki geta aðrir lifað á en harðduglegir menn. Eg hvatti Rút mjög að taka hana tjil ábúaðr. Vissi, að hann var manna líkleg- astur til að gera staðinn frægan. Þar var þá viðkomustaður bíla á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur, veitingasala og gist- ing. Svo fór, sem mig grunaði: Gistihúsið í Bakkaséli fékk brátt á sig bezta orð, sökum snyrti- mennsku á öllu, bæði utanhúss og innan. Þar var ágætis viðtöku- og fyrirgreiðsla á allan hátt. Jörðina bætti hann og meir en aðrir leigu- liðar hafa gert fyrr og síðar. Enn var los í bændum við bú- skapinn, svo sem viða hefur viljað brenna við í sveitum þessa lands. Nú voru gefnar falar til kaups og ábúðar jarðirnar Engimýri og Geirhildargarðar í Öxnadal, báðar húsalausar og í niðurníðslu. En í brjóstum hinna ungu hjóna í Bakkaseli brann áhugi og eldmóð- ur til starfs og dáða, þótt bæði væru um þessar mundir heilsuveil og þreytt af erfiði dagsins. Rútur keypti þessar jarðir báðar, hélt þó áfram búskap í Bakkaseli meðan hann var að byggja íbúðarhús og fjós í Engimýri, en að því loknu flutti hann sig á nýja heimilið haustið 1945. Er þetta því raunar tv.öfalt afmæli: fimmtugsafmæli húsbóndans og 10 ára búskaparaf- mæli þeirra hjóna á eignarjörð sinni, Engimýri. Engimýrarbóndinn hefur ekki haldið að sér höndum í þessi 10 ár. Uppþurrkun og ræktun hafa tekið risaskref í höndum hans, og nú hefur hann bætt við sig þriðju jörðinni í dalnum, Fagranesi. Rek- ur hann nú á þessum jörðum all- stórt og afburðagott bú, óg er þessa dagana að enda við að byggja hús yfir 200 fjár. Hlaðan kom upp í vor fyrir sláttinn. Munu þetta vera hin -vönduðustu fjárhús, sem hér hafa verið reist í sýslunni. Veggir hlaðnir úr r-steini og tvöfalt þak úr timbri og járni, stoppað allt með hraunmöl. Enda þótt þyrfti að sækja hana 150 km. vegalengd, lét Rútur sig ekkí muna um það. Rútur er maður vel greindur, raungóður og trygglyndur og með afbrigðum duglegur. Rútur er giftur Margréti Lúters- dóttur frá Vatnsleysu í Fnjóska- dal, hinni ágætustu myndar- og dugnaðarkonu. Eiga þau tvö börn. Það er óviða yndislegra að koma en að Engimýri. Bærinn stendur á fögrum stað sunnan undir hólun- um „hálfan dalinn fylla“. Um- hverfið er hlýlegt og vinalegt, víð- ar og breiðar ræktunarlendur blasa við komumanni og þegar gengið er í bæinn mætir manni þétt og hlýtt handtak fjölskyld- unnar. Nú upp á síðkastið er all- mikið gert að því að hvetja fólk til að leggja fé í bánka og sparisjóði, og ekki nema gott um það að segja, én þau Engimýrarhjón hafa þegar lagt í sjóð handa komandi kynslóð, og munu leggja meira fram, ef þeim endist líf og heilsa. Eg þakka liðnú árín. Það er gott að eiga þau í minningunni. Eg óska þér og þinni fjöiskyldu sannr- ar hamingju á komándi tíð. Flögu, á tveggja postula messu 1955. Aðalsteinn Gðumundsson. Samvmmiskólinn byrjar starf í Bifröst i Borgarfirði Samvinnuskólinn var settur að Bifröst í Borgarfirði fyrra laug- ardag og hóf hann þar með starf- semi sína eftir flutninginn frá Reykjavík, þar sem skólinn hef- ur starfað tæplega fjóra áratugi. Guðmundur Sveinsson, skólastj., sem nú tekur við stjórn skólans, færði í setningarræðu sinni þakk- læti skólans til fyrrverandi skóla- stjóra, Jónasar Jónssonar, og konu hans, frú Guðrúnar Stefánsdóttur, svo og annarra, sem unnið hafa áð velferðarmálum skólans. Auk Guðmundar töluðu þeir séra Bergur Björnsson, prófastur í Stafholti, Erlendur Einarsson, for- stjóri SIS, og Benedikt Gröndal, ritstjóri. Samvinnuskólinn verður nú aftur tveggja vetra skóli, en i vetur verður þar aðeins annar bekkurinn með 32 nemendum. Nemenda- fjöldi mun því tvöfaldast næsta vetur. Er aðbúnaður skólans allur hinn ágætasti í hinum nýju húsa- kynnum að Bifröst. Kennarar skólans verða, auk skólastjóra, þeir Gunnar Grímsson, Snorri Þorsteinsson og Hróar Björnsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.