Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 10

Dagur - 02.11.1955, Blaðsíða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 2. nóvember 195f' Læknaskipti Þeir samlagsmenn Sjúkrasamlags Akureyrar, sem ætla sér að skipta um lækni frá næstu áramótum að telja, verða að tilkynna það skrifstofu samlagsins í síðasta lagi fyrir 30. nóvember næstk. Nýr samlagslæknir flytur í bæinn um næstu áramót ERLENDUR KONRÁÐSSON, og geta þeir, sem þess óska, valið hann fyrir heimi'lislækni. Um aðrar tilfærslur á milli lækna geta menn fengið nánari upplýsingar um á skrifstofu samlagsins. Enginn getur valið eða skipt um lækni, nema hann sé skukllaus við samlagið. Jafnframt skal á það minnt, að öll iðgjölcl til árs- ioka eru fallin í gjalddaga, og eru samlagsmenn beðnir að gera fljót og góð skil. SKRIFSTOFA SJÚKRASAMLAGS AKUREYRAR. Kuldaúlpur á börn og fullorðna. Hentugar yfirhafnir fyrir skólafólk! Mikið úrval! Hagstætt verð! V efmtðarvönideild Jörðin Kaupangsbakki í Ongulsstaðahreppi er laus til ábúðar í næstu fardögum. Sala gæti komið til greina. — Semja ber við undirritaðan. O. C. Thorarensen Hafnarstræti 104, Akureyri. DANSLEIKUR verður að Hrafnagili laugar- daginn 5. nóvember. Hefst kl. 10 eftir hádegi. — Hauknr og Kalli spila. Veitingar seldar. KVENFÉLAGIÐ. SEL heimabakaðar smákökur. Gerður Kristinsdóttir, Kambsmýri 8. Sími 2142. Stúlkur! Stúlku vantar á sveitaheim- ili, gjarnan ungling eða eldri konu. Afgr. vísar á. Barnavagn til sölu. Uppl. í Oddeyrargötu 26 (efstu hæð). Barnabaðker Véla- og búsáhaldadeild Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum Nokkur orð um frosthörkur og harðindi á liðnum öldum Skrifað í kuldakastinu sl. maí 1955. (Framhald). Þegar eg nú á 70. aldursári lít til baka, furðar mig, hvað menn lögðu hart að sér að klifa yfir þá háu og illu fjallvegi, svo sem Hjaltadalsheiði og Héðinsskörð, jafnvel kvenfólk lagði að vetrar- lagi leið yfir Hjaltadalsheiði, og varð eg og félagi minn eitt sinn fyrir því happi, að fá tvær skag- firzkar stúlkur, ungar og myndar- legar, til samfylgdar norður yfir heiðina. Reyndust þær prýðilega duglegar og voru þó skíðalausar og færð hálfslæm. Þetta er nú sjálfsagt útúrdúr og verður talið karlaraup að líkind- um, enda er eg kominn á raupald- urinn. — En til að sýna fram á, hversu illt var tíðarfarið austan við land, set eg hér nokkur atriði, bókfærð, um ferð e.s.Lagarfossfrá Reykjavík til Seyðisfjarðar, eftir einn af farþegum skipsins, Pál Einarsson, sýsluskrifara á Akur- eyri: „. . . . 7. jan. 1918 lagði Lagar- foss úr höfn Reykjavíkur. Leiðin var ekki greið. Björgunarskipið „Geir“ varð að brjóta vök, svo að Lagarfoss losnaði úr þeirri ís- kreppu, sem þjappast hafði að honum hina síðustu sólarhringa. — Ferðinni var ætlað til Akureyrar austur um land. Frétzt hafði, að hafís væri rekinn — eða að reka — að landinu. —- Frá Reykjavík til Vestmannaeyja var afbragðs veður. — I Vestmannaeyjum var staldrað við fáar klukkustundir, og síðan haldið áfram, sem leið ligg- ur, austur með Suðurlandi í góðu veðri og sjólausu, eins og vant er að vera þar, þegar á norðan stend- ur. Hélzt þessi veðurblíða þar til fór að hilla undir Austara-Horn. Glitti þar í bakka, háan og drunga- legan. Lagarfossi fleygði áfram inn í sortann. — Er inn í bakkann kom, reyndist hann að vera grenj- andi stórhríð, og jók sjóinn, er fyrir Austara-Horn kom. Fóru þá farþegar að hypja sig undir þiljur og í „kojur“, en gerðu ráð fyrir að vakna um morguninn á Seyðisfirði, því að ákveðið var að koma þar við til þess að hafa fréttir af ísn- um. (Þá var ekkert útvarp.) Er vaknað var um morguninn 9. jan. var skyggnzt um, hvar við vætum staddir, en lítið hafðist upp úr því, svo var snjókoman stórfengleg og veðurhæðin, að lítið sást út fvrir borðstokkinn úr káetudyrum. Eitt er víst, að í höfn vorum við ekki. Frost hafði nú aukizt mjög, en ekki veit eg, hve hátt það sté þarna á hafi úti. Er ekki að orð- lengja það, að Lagarfoss veltist þarna í blindöskubyl, hörkufrosti og töluverðum sjó í fulla 3 sólar- hringa. — Undir hádegi á laugar- dag, 12. jan., fór að rofa til. Þó sást, held eg, hvergi til lands. Fóru farþegar nú að hreyfa sig og líta út á þilfar. Það var ekki vistleg né glæsileg sjón. Um Lagarfoss lukti ísskel. Mikil slagsíða var á skipinu. — Þegar hríðinni fór að létta, jókst frostið mikið. Var nú snúið áleiðis til lands, en dálítið skrykkjótt gekk það, því að tvívegis frusu stýriskeðjurnar fastar í rennunum, og lá þá skipið flatt fyrir sjó, meðan verið var að koma þessu í lag. En hver sjógusa, sem inn kom, varð að klaka. I annað skipti, er stýriskeðjurnar festust, var mið- degisverður nærri fullsoðinn, en skipið flatt fyrir sjó. Kom þá sjó- gusa alla leið inn í eldhús, henti jómfrúnni, sem þar var stödd, út í horn, öllum pottum af eldavél- inni á gólfið, drap í eldstónni, svo að byrja á nýjan leik við matar- gerð. Varð miðdegisverður heldur síðbúinn þann dag. —^Iíú var siglt lengra í norður, í hvaða átt þori eg ekki að fullyrða um, en líklega í norðvestur. Ekki man eg hve lengi var siglt, þar til land sást. Smátt og smátt kom nú meira af landinu í ljós. Var nú farið að leiða getum að, hvar að landi bæri. — Sást nú vel til fjalla. — Eins og áður segir, taldi skipstjóri sig stefna á Dala- tanga. — Fór nú að rökkva. — Allt í einu sást viti á bakborða. Var Ingvar Þorsteinsson skipstj. þá ekki lengi að átta sig. Þetta var Bjarnareyjarviti sunnan við Vopna fjörð, og skipið statt á sem næst miðju Vopnafjarðarmynni. Var nú snúið snögglega við og áætlað að komast á Seyðisfjörð um nóttina 12.—13. janúar. Blíðskaparveður var. En svo fór þó, sem oft vill verða, að „kongur vill sigla, en byr hlýtur að ráða‘. Rétt eftir að snúið var við frá Vopnafirði, skall á slíkt ofviðri að norðan, að eg kann ekki frá að lýsa. Enda var lítt fært far- þegum að grennslazt um veðurfar- ið, því að útkomu var ekki auðið. Eftir að veðrið skall á, voru járn- hurðir settar fyrir útgöngudyr fyrsta farrýmis, og okkur, sem þar vorum, því allar bjargir bannaðar til umgrennslana. — Allir voru vongóðir um, að eftir nokkrar klukkustundir yrðum við í höfn á Seyðisfirði, og eg held að allir hafi sofnað rólegir í þeirri von. Sunnudaginn 13. janúar var seint úr rekkju risið, en farþega furðaði á því, að skipið skyldi enn vera á ferð, þar sem gert var ráð fyrir því kvöldinu áður, að það hafnaði sig á Seyðisfirði um nótt- ina. Nú hafði járnhui'ðum verið velt frá, og greiður gangur á þilfar. Indælt veður, skafheiðríkt og sjó- laust, en um allt haf, sem augað gat greint, lagði mikinn frostreyk, svo sem þoka væri. Hve mikið frostið var, get eg ekki greint frá, en skipið var ekki á leið til Seyð- isfjarðar, heldur blasti Fáskrúðs- fjörður við, og var til hans haldið. Þarna vorum við þá að sigla inn til öruggrar hafnar eftir viku úti- vist frá Reykjavík. Yzta símastöð sunnan við Fáskrúðsfjörð er Hafn- arnes. Var okkur síðar sagt, að sú stöð hefði símað inn í kaupstaðinn að Búðum og sagt, að nú væri fyrsta hafísjakann að reka inn fjörðinn, en þetta var bara Lagar- foss. — Nú var komið í örugga höfn. Allir glaðværir og s.etzt að matborði, skipstjóri kemur að borðum, en hann höfðu farþegar ekki séð í salnum í 4 sólarhringa. Reifaðar voru á honum hendurnar vegna kals. (Framhald). Kennslubælmr útvarpsins. TIL SÖLU: Rafmagnseldavél, RAFHA og utvarpstæki, Philips. Tækifærisverðl Albert Sölvason, Eiðsval'lagötu 28. Sími 1663.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.