Dagur - 17.12.1955, Blaðsíða 32

Dagur - 17.12.1955, Blaðsíða 32
32 JÓLABLAÐ DAGS urnar voru nú orðnar þrettán tals- ins, þar á meðal forustusauður úr Mýri. Fór hann fyrir fénu og var léttstígur norður grjótin. Við riðum á eftir fénu norður með Ytra-Fljótsgili. Ég minnist þess ekki, að við skoðuðum gilið neitt umfram það, er þurfti til að skyggnast eftir fé. En vissulega hefði verið fróðlegt að sjá, hvernig fljótið brauzt þar í þrengslunum, en ægi- þungan vatnanið bar þar að eyrum. Annars var það orðið svo vanalegt að við veitturn slíku lithi athygli. Enga klukku höfðum við í ferð- inni, en þegar hér var komið, mun liafa vérið nokkuð liðið á nóttina. Himininn var alheiður og kulaði til fjalla — jafnvel á okkar leið mátti finna frostkul á fönnum. En það voru kátir strákar og á- kveðnir, sem riðu í bjartri vornótt- inni á eftir sauðunum norður með Ytra-Fljótsgili — og þó var Kiðagilsá fram unclan, svo ægileg, sem hún var daginn áður. En það mun hafa verið ólíkt okkur Karli Finnboga- syni og félögum, á þeim árum, að bera kvíðboga fyrir því, sem ókom- ið var. Kiðagilsá reyndist allmiklu vatns- minni en hún var daginn áður. Þó flæmdist hún vítt um eyrar og sand- ana, en víða hafði skotið upp smá- eyruin milli kvíslanna. Forustusauðurinn fór enn fyrir fénu, og stökk hann þegar í ána, en hinar kindurnar fylgdu fast eftir, hver sem betur gat. Sóttist þeim rnisjafnlega sundið, í baráttu við ógnarþunga straumsins. Bárust sum- ar állmikið afieiðis, einkum þær, er mjqg voru ullaðar eða með flags- andi reyfi. í einni kvíslinni hraktist sauður einn mjög ullaður undan straumnum svo mjög, að útlit var fyrir að dagar fians værtx taldir. Eg ætlaði Jrá að hleypa Sokku niður með kvíslinni og ríða Jrar í veg íyrir sauðinn, en eyrin var gljúp eftir vatnsflauminn daginn áður, og fest- ist hrossið Jregar í sandbleytu. Ég óð þá út í kvíslina og hugðist samt Lijarga kindinni, sem þá liafði rekið á klöpp í ánni. Vatnið tók mér í buxnastreng, en sem ég var búinn að handsama sauðinn, kom Karl Finnbogason vaðandi ofan straum- þunga kvíslina og vildi hjálpa mér. Hann skellihló þarna í miðri ánni. Þetta var ferðalag, sem Karli Finn- bogasyni líkaði. Við tosuðum sauðnum yfir á vesturbakkann og upp á hnakknef- ið hjá Jóni Sigurðssyni, því kindin var orðin mjög dösuð. En þá kom Jxað upp, að Sokka mín var komin norður yfir á og ég orðinn gang- andi, en vatnsmesta kvíslin ófarin. Það varð því til ráðs, að ég héft í ístaðsól hjá Karli og svamlaði svo í skjóli hestsins norður yfir kvíslina, en þar syntu flestir hestarnir, og ég varð rennblautur upp á axlir. Nú vorum við komnir norður yfir Kiðagilsá, og mátti telja, að vel hefði til tekizt, því að allir vorum við ósyndir — og forsjálni lítil. Hér var liðinu skipt. Þeir Jón og Indriði fóru til fjallsins gang- andi, og skyldu jieir ganga norður ;i Helgastaði, en þar áttum við allir að hittast, en við Karl reiddum sauðinn, sem mest hafði hrakizt í ánni, jrví að hann var ófær til gangs i reyfinu. — Síðan smöluðum við norður Kvíahraun — allt norður á Helgastaði. Þegar norður á Helgastaði kom, var sólin hátt á lofti og hitaveður. Sótti okkur þá svefn og Jrreyta. Hestar okkar voru mjög svangir, og við höfðum ekki borðað af nesti okkar síðan daginn áður á Ytriinos- um. Mátti Jxví segja, að við værum allir vel að hvíld komnir. Á Helgastöðum voru sæmilegir liagar fyrir hestana. Við Karl og fndriði fórum úr mestu af fötun- um og breiddum Jrau til Jrerris, en tókum síðan til nestis okkar og borðuðum hraustfega. Þegar Jón Sigurðsson kom úr fjallgöngunni, var hann all-að- Jnengdur, eftir eltingarleik við ó- Jxegt fé í fjallabrúnum. Lagðist hann þegar fyrir og sofnaði. Virtist mér, sem Jrað myndi óheppilegt, því að auðvitað voru föt hans mjög vot, sem okkar hinna, en maðurinn var dauðþreyttur. Því hlaut hann að sofa um stund. Við hvíldum okkur Jrarna um hríð, en sofnuðum lítið. Ekkert kaffi höfðum við til að hita, Jrótt Jjörf hefði verið sh'krar liressingar eftir a’llt sullið í vötnunum. Eftir góða hvíld, héldum við at’ stað með leð, sem nú var orðið all- margt. Þegar kom norður um Galt- hól fékk Jón Sigurðsson fossandi blóðnasir, sem ágerðust svo, að við töldum honum ekki óhætt. Hann reið þá vestur yfir grjótin og létti eigi fyrr en á íshóli, þar sem honum var lijúkrað eftir föngum. Segir nú fátt af ferðum okkar. Safnið óx, eftir Jdví sem norðar dró. Nokkrir forustusauðir fóru fyrir og teygðu úr hópnum langt yfir mela og hæðir. Héldum við hiklaust, sem leið liggur, norður á Litlutunguaf- rétt, þar sem féð skyldi rúið. Þar voru allmargir menn að rýja Jjað fé, sem fannst á Mjóadal og ís- hólsdal, en þar hafði verið smalað meðan við gengum efri hluta af- réttarinnar. Safnið var Jxegar rekið í réttina, og tóku menn okkur tveim höndum, enda höfðu margir verið uggandi um f’erð okkar, vegna hinna miklu vatnavaxta. I vor eru liðin fimmtíu og fimm ár síðan þessi ferð var farin. l’vennt er mér minnisstæðast úr ferðinni: Æðandi vatnsflaumur Jökulfalls- ins milli hárra snjóbakkanna — og glaðlyndi Karls Finnbogasonar —, enda er hann skemmtilegasti félagi og samfylgdarmaður, sem ég kynnt- ist á yngri árum. Sigurður Eiríksson, Sandhaugum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.