Dagur - 17.12.1955, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1955, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ DAGS kynnast, þótt >ekki sé nenta á yfir- borðinu. í stofnun þessari er t. d. safn, er sýndr þær tegundir fatnaðar alls konar, er bezt. hefur reynzt í vetrarhörkum. En það eru iot F.ski- móa og stæiingar hvítra manna, einkum þó nútíma herklæði. Virð- ist manni, að náttúran hafi kennt Eskimóum vísindi nútímans þegar fysir langa löngu á sviði klæðaburð- ar á norðurvegum. Rannsóknir á þessum stað hafa sýnt og sannað, að Eskimóar eru frá náttúrunnar liendi miklu þolnari í kulda en hvítir menn frá suðlægari löndum. iÞeir get'a berhentir fengist við véla- viðgerðir í frosti, sern berar hendur okkar þöla ekki. Yfirleitt hafa F.ski- móar gott órð á þessum slóðum, þykja glöggir véláog viðgerðamenn og eru sagðir kunna fóturri sínum forráð ;i ijármálasviðinu; en slíkt orð fá ekki Indíánaflokkar ög kvn- blendingar af Indíanum, er búa um norðarivert Karrada. Rannsóknastöð á norðurslóðum. í rannsóknarstöð þessari voru og gerðar tilraunir með farartæki, er geta öslað freðmýrina á sumrum og snjóskaflana á vétrum. Var þar m. a. farartæki nokkurt á fjóru.m hjól- um, og voru lijólin hálf önnur mannhæð. Virtist reiknað með því, að risahjól þessi skeri mýrina allt niður á frostlagið, en vélaaflið er nægilegt til slíkra átaka. Ein deild stofnunar þessarar fæst við rann- sókn á mývargi, sem er hin mesta plága á sumrum í þessu lága og vot- lenda landi, cinnttr deild rannsakar norðurl jós, en slíkar rannsóknir hafa eflzt mjög með tilkomu hinna miklu radarstöðva nútímans, því að norðurljósin munu trufla eðlilega sýn í ratsjánum. Mætti svo lengi telja viðfangsefnin, þar sem vax- iandi áhugi stórþjóðanna fyrir nátt- úru norðurhjara heims hefur fært þeim í fang. Þykir ChurchiII hinn ákjósanlegasti staður lil þessara rannsókna sökum vetrarveðrátt- unnar þar. F.n í Churchill er ekki talað svo mikið um frost, þótt kalt sé, heldur um vindkulda — wind . chill — en þegar sainan fer mikill vindhraði og frost, eru kæliáhrif á menn og tæki mjög sterk.Mælingar sýna, að áhrif viridkuklans eru sterkari í Churchill í janúar helclur en á sjálfum Norðurpólnum eða á stöðum eins og Thule, á 76 br.gr., eða Alert, nyrzt á Ellesmerslandi á 83. breiddargráðu. Þess vegna hef- ur þetta svæði á strönd Hudsonfló- ans verið valið sem miðstöð rann- sókna fyrir kuldaþol mannslíkam- ans og ýmiss konar vélabúnaðar. Listfengir Eskimóar. Önnur merkileg stofnun er í Clnirchill, og munu fáar slíkar til. iÞað er listamunasafn Eskimóa, og •hefur katólska trúboðsstöðin í þorpinu komið jrví upp. Þar geta fcrðamenn komið og séð handa- verk Eskimóa og keypt sér smá- gripi. Eskimóar eru listhneigðir og birtist það í tréskurði og útskurði úr rostungstönnum og hreindýra- hornum og í haglega gerðum smíð- isgripum, en Jíka í teikningum, einkum krítarmyndum, og eru það mannamyndir og myndir úr dag- legri lífsbaráttu. Annars sjást ekki Eskimóar í Churchhill á þessum árstíma. Þeir eru á norðlægum slóðum, en senda varning sinn suður þang.að á mark- að. Indíánar og kynblendingar munu allmargir f bænum, en flestir íbúanna rekja þó ættir sínar til ým- issa þjóða í Norður-Evrópu eða til fylkjanna í suðri. Á fund íslendinga. Lítil tækifæri voru á skömmum tíma að kynnast fólkinu í bænum, en þó fannst mér og dönskum og norskum félaga fráleitt að hverfa svo á brott, að við reyndum ekki að kynnast nánara fólkinu jiarna og lífsháttum jiess. hað varð jrví um kvöldið fyrir brottförina, að við sögðum skilið við leiðsögutrienn og ferðafélaga í flugstöðinni og héldum inn í þorp- ið upp á okkar eindæmi. Erindið átti að vera að athuga, livort ekki fyrirfyndist í þorpinu mtenn af íslenzku, norsku og dönsku Jajóðerni. Éggerði mér góð- ar vonir urn erindislok, Javí að ég hafði séð j>að út um bílrúðu fyrr tim daginn, að við aðalgötuna — og raunar einu götuna í JrOrpinu — stóð lítið verzlunarhús, skammt frá aðalverzlunarhúsi bæjarins, sem er að sjálfsögðu verzlun Hudsonflóa- lélagsins, — og á húsið var málað stórum stöfum Verzíun Martin Sig- urðson. Þótti mér seinna nafnið vænlegt tií rannsóknar, en náungi sem stóð j>ar upp við húshorn og horfði út í loftið, var fús að segja mér, hvar Sigurðson kaupmaður ætti heima. — Stóð ég þar eltir litla stund á útidyratröppum þokkalegs timburhúss og barði að dyrum. Út gekk hvatliegur maður á bezta aldri, skárplegur og grann- holda. Stenduij, heima, hugsaði ég, gæti verið, bóndason að norðan. — Mig langar til að fá að tala við Sigurðson kaupmann, sagði ég á minni beztu norðlénzku, og horfði fast á manninn til að vica, hvemig honum yrði við þetta íslenzka ávarp. Ég sá undir eins, að ég talaði ekki við steiriinn — maðurinn kink- aði kolli og bauð mér til stofu. Samtalið fór svo þannig fram, að ég talaði íslenzku, en h'ann svaraði á ensku. Sigurðson kaupmaður er fæddur í íslendingabyggð í Mani- toba og er af jiriðju kynslóð íslend- inga í Kanada. Hann lærði íslenzku af afa og ömmu í æsku, en hefur ekki haldið kunnáttunni við, enda lítil sambönd haft við íslendinga, síðan hann kom til Churchill. Við spjölluðum um stund, um lífið í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.