Dagur


Dagur - 18.02.1956, Qupperneq 6

Dagur - 18.02.1956, Qupperneq 6
6 D A G U R Laugardaginn 18. febr. 1956 Allir, sem eignazt hafa MAJORINN, eru sam- míla um ágæti hans. SPARNEYTINN KRAFTMIKILL ÓDÝRASTUR allra DIESEL-TRAKTORA 6 gangstillingar áfram 2 gangstillingar afturábak. ÁMOKSTURSTÆKIÐ lyftir 711 kg. í 3.35 metra hæð eða, með lengingu 356 kg. í 6 metra hæð. ■ ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SKRIFSTOFU OIvKAR. Geislagötu 5, Ak. — Sími 1649, RÆNDUR! Getum útvegað eftirtaldar teg. dráttarvéla: FARMALL CUB (amerískar). FARAIALL DIFSEL (ýmsar stærðir, þýzkar) FFRGUSON, berizín og diesel-vélar (enskar) Myndir og upplýsingar um þýzku vélarnar væntanlegar næstu daga. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Véla- og húsáhaldadeild. MATARSALT í plast pokwn. Kr. 2.20 pokinn. Kjötbúð KEA ROYAL APPELSÍNUR Solaris kr. 9.00 kg. Jaffa kr. 12.00 kg. BANANAR kr. 26.00 kg. ávaxtahlaup með JARÐARBERJA HINDBERJA KIRSUBERJA ANANAS APPELSÍNU SÍTRÓNU bragði. Kjötbúð KEA. SÍTRÓNUR á kr. 13.00 kg. Kjötbúð KEA. Pressað kjöt súrsað. Bringukollar súrsaðir. Er ómissandi á kvöldhorðið. Vorannir og vökunætur (Framhald.) Timburflutningurinn. Eftir nær þriggja sólarhringa vökur og erfiði við réttir og lúning, var svefninn vel þeginn. Á Möðruvöllum var vel tekið á móti lúnum og svefndrukknum vinnumönnum, er þeir loksins komu lreim úr smalamennsku á Hörgárdalsheiði. Nægur og góður matur beið þeirra og uppbúin rúmin. Hús- bændurnir kunnu vel að meta dugnað og trúmennsku og létu það í Ijósi þegar það átti við. Vinnumennirnir hreiðruðu um sig í rúmunum, með þeirri vellíðan í öllum líkama, sem þreyttir rnenn einir njóta og með góðri samvizku og gleði yfir vel unnu verki, sem eru hin hálfu laun vinnandi manns. Svo stóð á eitt sinn, er vinnumen komu af Hörgárdalsheiði, að það var 1 augardagSkvöId. Sváfu þeir áf um nóttima og fram á sunnudag. í byggingu voru, um þesar mundir, hlaða og eitthvað fleira og vantaði timbrið. Hafði samist svo um, að timbrið skyldi flutt á bát frá Akureyri til Gæseyrar á sunnu- dagskvöldið. Þurfti þá að taka á móti því og forða undan sjó og vindi. Vinnumennirnir, Sigtryggur og Stefán Sigurðsson, voru valdir til þessa verks. Riðu þeir svo út eftir á sunnudaginn. En timbrið kom ekki um kvöldið. Leiddist þeim félögum biðin og varð það úr að Stefán færi heim með hestana, en Sig- tryggur biði bátsins. Skúr var þarna við sjóinn og var hann notaður vegna flutninga frá Akureyri tiL Möðruvalla. Þá var enginn bílvegur og enginn bíl'l. Allar vörur þurfti að flytja á hestum, en stundum var sú leið stytt með því að fara sjóveg til Gæseyrar með vörurnar, en flytja þær síðan á hestum. Sigtryggur bjó nú um sig í skúrnum, en varð ekki svefn- samt, þótt svefnþurfi væri og „eftir sig“ af fyrra vosi. Bátur- inn sást hvergi og leiddist Sigtryggi biðin. Um morguninn kom Stefán aftur með hestana og átti að sækja Sigtrygg og hjálpa honum við timbrið, ef með þyrfti. Ekki vildu vinnu- mennirnir fara við svo búið heim að Möðruvöllum, heldur riðu þeir sem ákjótast til Akureyrar, 'að vita hver ástæðan væri í. Er þangað kom, varð upplýst að „timburmaður- inn“, sá er flutninginn átd að annast, hafði ekki getað það af einhverjum ástæðum. Það vissu Möðruvallapiltar, ia timbrið var pantað hjá Snorra Jónssyni. Þangað fóru iþeir. Útvegaði Snorri þeim nótabát einn mikinn til flutninganna og mann til hjálpar. Var það Guðmundur Seyðfjörð, faðir þeirra bræðra, Ingólfs og Steingríms Seyðf jörð. Þá bættist þeim ann- ar liðsmaður. Það var Guðmundur Ólafsson frá Eyrarlandi. Tók hann af þeim hestana og kom í geymslu. Vinnumenn urðu allshugar fegnir, því að báðir þessir menn voru duglegir og ráðagóðir. En dagurinn var fljótur að líða. Undir kvöldið var þó hald- ið af stað. Stafalogn var og gekk róðurinn seint. Var bátur- inn þungur og fullfermdur. Ekki var þó linnt róðrinum fyrr en á Gæseyri. Var báturinn affermdur í skyndi, en þar með var þó ekki allt búið. Bátnum varð að skila til Akureyrar, og var þegar fagt af stað inn eftir. Var nú kominn morgun og allir orðnir þreyttir. Kviðu menn róðrinum, en þá fór að gola af austri. Seglin voru sett upp og sat einn við stýri en hinir sváfu. En þegar komið var mó.ts við Skjaldarvík, gerði blæjalogn og brenn- andi sólskin skein á hin syfjulegu andlit sjómannanna í prammanum. Snemma dags náðu þeir til Akureyrar og voru harla fegnir. Flýttu þeir sér til Ólafs verts, fengu að þvo sér og keyptu sér máltíð. Urðu þeir þá þegar sem aðrir menn og fundu tæp- ast til þreytu. ITestarnir voru á vísum stað og heimfúsir út Kræklinga- hlíðina, þar sem tveir vinnumenn Stefáns á Möðruvöllum skiptust á gamanyrðum og fundu með sjálfum sér að sæmi- lega hafði verið að verki unnið A Moldhaugahálsi var dýrðlegt yfir að líta, þar sem sólin gyllti sæ norður Eyjafjörð, a!11 til hafs og roða sló á fjöllin beggja megin fjarðar. í hinu litfagra aftanskini runnu sarnan haf og land, með margvíslegum litbrigðum. Jafnvel bænda- býlin, svo kunn og samgróin sveitinni, urðu annaríeg, sem óþekktir bæir í ókunnri sveít. (Framhald.) Kjötbúð KEA. FARROW’S er merkið á grænu baununum í pökkum, sem allar húsrnæð- ur vilja. Baunirnar soðnar á 20. mín. — Aðeins kr. 3.70 pk. Kjötbúð KEA. Súrsætar RAUÐRÓFUR í laitsri vigt. Komið með glös. Kjötbúð KEA. Brytjuð freðýsa í sellofanpokum. Barinn HARÐFISKUR í pökkum. Kjötbúð KEA.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.