Dagur - 13.05.1959, Side 2
2
D A G U K
Miðvikudaginn 13. maí 1959
INGVAR GÍSLASON, LÖGFRÆÐINGUR:
Nokkur atriði varáandi kjördæmamálio
Ræða flutt á f undi í Stúdentafélagi Akureyrar 30. apríl f. m.
Inngangur.
Þegar ræða á kjördæmamálið
ýtarlega og frá ýmsum hliðum,
hlýtur ósjálfrátt svo að fara, að
þessu yfirgripsmikla máli verði
ekki gerð full skil í stuttri fram-
söguræðu. Eg mun því ekki
freista þess svo mjög að kryfja
hvert einstakt atriði til mergjar
eða minnast á allt, sem til greina
getur komið í þessu sambandi,
heldur ræða nokkur atriði máls-
ins, sem mér finnst vert að gefa
gaum.
Stutt yfirlit.
Fyrst vil eg leyfa mér að gefa
stutt yfirlit yfir þróunarsögu
kjördæmanna. Þegar Alþingi var
endurreist árið 1843, var svo fyr-
irmælt í konunglegri tilskipun,
að kjördæmi fyrir þjóðkjörna
þingmenn skyldu vera 20 á land-
inu, og miðuðust þau við sýsl-
urnar 19 og Reykjavík, sem þá
var vaxandi kaupstaður og raun-
ar þá þegar orðinn höfuðstaður
landsins. Hin fyrstu kjördæmi
voru þessi: Reykjavík, Gull-
bringu- og Kjós., Borgarfj.,
Mýrasýsla (með Hnappadalssýslu
til 1861, er hún var lögð undir
Snæfellsnessýslu), Snæfellsnes-
sýsla, Dalasýsla, Barðastrandar-
sýsla, ísafjarðarsýsla (náði yfir
núv. V.-fs., N.-fs. og ísafjarðar-
kaupstað), Strandasýsla, Húna-
vatnssýsla (óskipt), Skagafjarð-
arsýsla, Eyjafjarðarsýsla, S.-
Þing., N.-Þing., N.-Múl., S.-Múl.,
Skaftafellssýsla (óskipt), Vest-
mannaeyjar, Rangárv. og Árnes-
sýsla. Skaftafellssýslu var skipt í
tvö kjördæmi 1857. Allt voru
þetta einmennings kjördæmi.
Stjórnarskráin 1874.
Með stjórnarskránni 1874 var
gerð nokkur breyting á kjör-
dæmafyrirkomulaginu, að því
leyti, að nú var sýslunum skipt í
einmennings- og tvímennings-
kjördæmi eftir fólksfjölda. Með
kosningalögum frá 1877 var gerð
sú breyting á kjördæmaskipan-
inni, að því er varðaði Þingeyjar-
sýslu og Skaftafellssýslu, að
þessum kjördæmum var skipt, en
stjórnarskráin gerði ráð fyrir í
upphafi, að þessar sýslur væru
eitt kjördæmi hvor. ísafjarðar-
sýslu var loks skipt í Vestur- og
Norður-ísafjarðarsýslur árið
1902, en annars hélzt kosninga-
fyrirkomulag stjórnarskrárinnar
óbreytt í nær aldarfjórðung.
Kau ps taðak j ördæmi.
Árið 1903 markar spor í sögu
íslenzkra kjördæma. Það ár
voru þrjú ný kjördæmi lög-
ákveðin, allt kaupstaðir, sem þá
voru í uppgangi og settu svip
hver á sinn landsfjórðung. Hin
nýju kjördæmi voru: Akureyri,
ísafjörður og Seyðisfjörður. Bætt
var einum þingmanni við fyrir
Reykjavík. Kjördæmin urðu 25,
og skiptust í einmennings- og
tvímenningskjördæmi, þjóð-
kjömir þingmenn voru 34 4- 6
konungkjörnir.
1915 voru ákvæðin um kon-
ungkjöma þingmenn úr gildi
numin, en tekið upp sérstakt
landskjör, sem gilti til 1934, er
það var afnumið og uppbótarsæti
til jöfnunar rnilli þingflokka voru
tekin i lög. — Þingmönnum
Reykjavíkur fór fjölgandi, urðu 4
1920 og komið á hlutfallskosn-
ingum þar, síðan 6 með stjórn-
^kipunarlögum frá 1934 og loks 8
með stjórnskipunarlögum frá
1942. — Hafnarfjörður varð sér-
stakt kjördæmi J928 og Siglu-
fjörður 1942. Stjórnskipunarlögin
frá 1942 fólu í sér þá breytingu
aðallega, að tekin var upp hlut-
fallskosning í tvímenningskjör-
dæmunum.
Grundvöllur frá
fyrstu tíð.
Af því, sem nú hefur verið
rakið, er augljóst, að megin-
grundvöllur kjördæmaskipunar-
innar frá upphafi hefur verið
skipting landsins í lögsagnarum-
dæmi, sýslur og kaupstaði. Þótt
ýmsu hafi verið breytt frá því
fyrstu kjördæmaákvæði tóku
gildi hér á landi, hefur ekki verið
hróflað við þeirri frumtilhögun,
að kosnir væru fulltrúar hcraða
til þess að fara með umboð þjóð-
arinnar á Alþingi. Löggjafinn ís-
lenzki hefur ekki viljað gera
neina róttæka breytingu á þess-
um grundvelli, fyrr en Alþingi
það, sem nú situr, er í þann veg-
inn að afgreiða lög, seín fela í sér
gjörbyltingu á hinu gróna kjör-
dæmaskipulagi.
Það skyldi því engan undra,
þótt nokkur átök verði um þetta
mál, enda hefur ekki hjá því far-
ið. Stjórnmálaumræður, það sem
af er þessu ári, hafa nær einvörð-
ungu snúizt um málið. Deilurnar
hafa þegar risið hátt, og, ef að
líkum lætur, mun þeim ekki
linna næstu mánuðina. Þótt Al-
þingi samþykki breytingu þá,
sem fyrir því liggur, öðlast hún
ekki lagagildi fyrr en að afstöðn-
um kosningum til Alþingis og
endurnýjun þinglegrar afgreiðslu.
Verði Alþingi á annan veg skip-
að eftir næstu kosningar en nú
er, kann svo að fara, að breyting-
artillögurnar falli, og veltur það
því á afstöðu kjósenda að eigi svo
litlu leyti, hvaða endi málið fær
um það er lýkur.
Lýðræði og kjördæma-
skipun.
Áður en eg sný mér að því að
ræða það kjördæmafrumvarp,
sem liggur nú fyrir þinginu,
langar mig til þess að fara enn
nokkrum orðum um kjördæma-
málið almennt.
Sérstaklega langar mig til
þess að víkja að þeirri fullyrð-
ingu meðhaldsmanna kjördæma-
breytingarinnar, að hin gamla
kjördæmaskipun sé ólýðræðisleg.
M sú fullyrðing reyndist á rök-
um reist, þá er vissulega um al-
varlegt mál að tefla, því að vita-
skuld er okkur öllum sárt um
lýðræðið.
Er kjördæmaskipunin
ólýðræðisleg?
Með því að segja að kjördæma-
skipun okkar sé ólýðræðisleg er
átt við það, skilst mér, að hún
tryggi ekki lýðræðisréttindi
þegnanna. Skipulag okkar hlýtur
því að brjóta í bága við þær hug-
myndir, sem við gerum okkur
um lýðræði. En hverjar eru þá
þessar hugmyndir? Hvað er lýð-
ræði? Hvað felst í hugtakinu?
Orðið sjálft gefur það nokkuð til
kynna, hvað í því muni felast. Þó
er ekki úr vegi að gera nánari
grein fyrir hugtakinu. Ollum er
ljóst, að orðið sjálft er þýðing á
gríska orðinu demokratia, sem
táknaði það sérstaka stjórnar-
form, sem frægt var í sumum
borgríkjum Hellas, og þá sér-
staklega í Aþenu. Undir þessu
stjórnarfyrirkomulagi höfðu allir
frjálsir karlmenn rétt til íhlutun-
ar um stjórn borgríkisins og allir
voru jafnir til embætta og virð-
inga, allir höfðu tillögurétt og at-
kvæðisrétt á þjóðfundum og
frelsi til máls og áhrifa á gang
borgarmálefna. Lýðræði Grikkja
var þannig alger andstæða þeirra
stjórnarhátta, sem þá giltu í vel-
flestum ríkjum, m. a. fullkomin
andstæða fámennisstjórnarfyrir-
komulagsins, sem sum grísku
borgríkjanna bjuggu við.
Hvað er lýðræði?
Þrátt fyrir þennan fróðleik um
uppruna orðsins lýðræði, er sag-
an þó varla nema hálfsögð. Lýð-
ræði nútímans rekur að sjálf-
sögðu ætt sína til hins gríska lýð-
ræðis, en það hefur margt breytzt
á skemmri leið en frá Gyðinga-
landi að Gaulverjabæ, og eins er
það með lýðræðið. Eg veit ekki
annað en að flestir, ef ekki allir,
FYRRI HLLTI
séu sammála um að í lýðræðis-
hugtakinu felist annað og meira
sn réttur kosningabærra manna
til þess að kjósa og verða kosnir
til þings eða sveitarstjórnar o. s.
frv. Lýðræði felur líka í sér ým-
iss konar manm-éttindi, sem fvrst
og frernst eru einkenni lýðræðis-
skipulags, en varla nokkurs ann-
ars stjórnarforms. Þar undir
kemur sjálf mannhelgin, almennt
hugsanafrelsi, ritfrelsi, funda-
og félagafrelsi, trúfrelsi og óháðir
dómstólar. Þessi atriði verða að
teljast jafnmikilvæg fyrir skýr-
greiningu hugtaksins og það at-
riði, er fyrst var nefnt, nefnilega
kosningaréttur og kjörgengi.
Lýðræðið er því, að mínu
viti, það stjórnarform, sem
veitir þegipuin þjóðfélagsins
rétt til þess að láta til sín taka í
opinbcrum málum, þar sem'
hver karl eða kona, sem náð
hefur nægum þroska, hefur
rétt til áhrifa á stjórn héraðs
eða ríkis með atkvæði sínu í
kosningum, eins og lög mæla
fyrir, og nýtur auk þess kjör-
gengis til þjóðþings og sveitar-
stjórnar eða annarra ahnennra
kosninga. Lýðræði felur í sér,
að hverjum manni er tryggð
helgi lífs og lima og jafn réttur
gagnvart lögum á við aðra
menn, og liver maður nýtur al-
menns hugsana- og tjáninga-
frelsis.
Þetta eru megin einkenni lýð-
ræðisins. Vanti eitthvert þeirra,
getur tæpast verið um lýðræði að
tala. Erfitt er að fullyiða, hver
þessara einkenna myndi kjarna
lýðræðishugtaksins, en þó eru
margir þeirrar skoðunar, að hin
almennu mannréttindaákvæði
séu í raun og veru mikilvægari
fyrir borgarana en jafnvel
ákvæðin um kosningarétt og
kjörgengi, þótt þarna megi að
sjálfsögðu varla á milli sjá, enda
styður hvað annað.
Lýðræðisréttindin
tryggð.
Sé þessi skýring hugtaksins
borin saman við aðstæður í hinu
íslenzka þjóðfélagi, held eg, að
engum blandist hugur um, að
skýrgreiningin og þjóðfélagsað-
stæður okkar fallast í faðma. Það
getur ekki verið neitt álitamál,
að þegnum hins íslenzka þjóðfé-
lags er tryggður réttur til þess að
láta til sín taka í opinberum
málum, kosningaréttur og kjör-
gengi er tryggt með réttum lands
lögum og hver maður nýtur hér
hugsana- og tjáningarfrelsis í
víðtækustu merkingu. Einn af
fyrirsvarsmönnum kjördæma-
breytingarinnar, Benedikt Grön-
dal alþm., sagði í ræðu nýlega, að
hvergi á byggðu bóli væri frjáls-
ara fólk en á íslandi. Sé þetta
rétt, þá hlýtur það að vera rangt,
sem sagt hefur verið af öðrum
fyrirsvarsmönnum títt nefndrar
breytingar, að hér ríki að ein-
hverju leyti ólýðræðislegt stjórn-
arfyrirkomulag. Olýði’æðislegt
stjórnarfyrirkomulag getur ekki
tryggt lýðræðisréttindi þegnanna,
það leiðir af sjálfu sér, hvað þá
að það beinlínis geri fólkið, sem
við það býr, frjálsara en alla aðra
menn á jarðríki. Alvarleg veila
er,í þessum málflutningi, enda er
hann borinn uppi af stundaræs-
ingu og hugsunarlitlu ofstæki en
ekkirökurn.
Sannleikurinn er sá, að deilan,
sem við nú heyjum um skipulag
kjördæmanna, er ekki deila um
það, hvort lýðræði skuli ríkja í
landinu eða eitthvað annað. Vit-
anlega eru fyrirsvarsmenn
beggja deiluhópanna lýðræðis-
sinnar, þó að þá greini á um form
og aðferðir vissrar lýðræðisstarf-
semi, sem er kosningatilhögun.
Tvö sjónarmið.
í kjördæmamálinu skiptast
menn í tvo hópa aðallega. Ann-
ars vegar eru þeir, sem vilja, að
Alþingi sé skipað kjörnum full-
trúum landshluta, héraða, en hins
vegar eru þeir, sem vilja, að Al-
þingi sé eins konar smækkuð
mynd af heildarfylgi stjórnmála-
flokka.Það eru með öðrumorðum
héraðasjónarmið og flokkasjón-
armið sem vegast á. Eg ber engar
brigður á, að hip .gí'^arp^f-nd^
Ifullkomle^a' ''lýðræðislegt ’ ‘og' '’e£
'get'meira að segja fallizt á, að
mjög væri æskilegt að geta full-
nægt þessu sjónarmiði, en margt
er þar þó í vegi fyrir, sem ekki
þarf síður að taka tillit til en
flokkasjónarmiða, og eg álít þar
að auki, að það sé ekki hollt fyrir
lýðræðið, að flokkssjónarmiðið
verði algerlega ofan á. Og á það
felst eg alls ekki, að þetta flokks-
sjónarmið, sem eg leyfi mér svo
að kalla, sé hið eina „rétta“ lýð-
ræði. Hin aðferðin, sem eg gat
um, sú að kjósa fulltrúa til þings
eftir sýslu- eða bæjarfélögum, þ.
e. héruðum, er fullkomlega lýð-
ræðisleg, jafnvel þótt hún geti
ekki tryggt tímanlegum stjórn-
málaflokkum, sem eru svo
óheppnir að eiga fylgi í einu hér-
aði eða mjög fáum, en ekki í öðr-
um, fulla tölu þingsæta miðað við
heildaratkvæðamagn á landinu
öllu. Lýðræðisreglum er full-
nægt með slíku fyrirkomulagi,
enda viðtekin regla í mörgum
fremstu lýðræðisríkjum og það
beim lýðræðisríkium, sem
lengsta lýðræðissögu eiga að
baki. Eg hika ekki við að halda
því fram að hvort tveggja sjónar-
miðið sé lýðræðislegt og skora á
andstæðinga mína að mæta mér á
miðri leið um það atriði, þótt þeir
verði mér kannske ekki sammála
um, hvoru sjónarmiðinu þeir
telja æskilegra að fylgja. Um það
getum við skipzt í ilokka, en
annað ekki. Eg get ekki lesið það
út úr lýðræðishugmyndum okkar
íslendinga, að lýðræðishugtakið
feli það endilega í sér, að flokk-
uni séu fremur tryggð þingsæti
en héruðum. Og það er kjarninn
í öllum okkar skoðanaágreiningi
um lýðræði og kjördæmaskipu-
lag.
Þegar eg hér að framan skipti
mönnum í tvær meginfylkingar
um skoðanir á kjördæmamálinu
eftir því hvaða sjónarmiðum þeir
fylgja, þá vil eg þó fyrir sann-
girnissakir minna á það, að segja
má að þriðja fylkingin sé raunar
til líka, og sýnist mér að sjónar-
mið hennar hafi ráðið nokkru á
ytra borði um þá kjördæmalausn,
sem nú á mest þingfylgi og hall-
azt er að, a. m. k. í bili. Er látið í
veðri vaka, að þrætt sé bil beggja
þeirra sjónarmiða, sem eg gat
um áður, þó að því fari fjarri, að
eg telji að það leiði til æskilegrar
niðurstöðu, og mun eg víkja nán-
ar aðjrví síðar, er eg ræði breyt-
ingarnar sérstaklega.
Breytinga er þörf.
Allir stjórnmálaflokkar í land-
inu eru sammála um, að nauð-
synlegt sé að lagfæra kjördæma-
skipunina. Þeir viðurkenna, að
hún sé um margt úrelt orðin og
úr því þurfi að bæta. Eitt af því,
sem menn finna kjördæmaskip-
uninni til foráttu.er sá mikli íhis’k
munur sem er á fólksfjölda fíjör^
dæmanna, þannig að í sumum
kjördæmum éi-u að»ins fá hundr-
uð kjósenday-en jr öðrum mörg
þúsund, samanber hið klassiska
dæmi af Seyðisfirði og Gullbr,-
og Kjósarsýslu.. Með einhliða
samanburði þessSra tveggja kjör-
dæma verður þo ekki með réttu
hægt að krefjast algerrar grurid-
vallarstefnubreytingar í kjör-
dæmaskipuninhi, því að vissulega
er hægt að jafna skekkjuna með
öðru en því, að önnur héruð, sem
alls ekki raska skynsamlegu
hlutfalli í íhlutun héraða í þjóð-
þinginu, séu svipt rétti sínum til
sjálfstæðra þingfulltrúa. Slíkar
*a§gerð|ij: mipriar jþ&ð þegar
hengja á bakara fyrir smið, eða
refsa fyrir engar sakir. Það getur
vel verið, að Seyðisfjörður hafi
unnið sér allt til óhelgi og eigi
ekki annað skilið en að leggjast
■niður sem kjördæmi, en þó að
þessi forni uppgangs- og menn-
ingarstaður liafi sett niður á síð-
ustu árum, svo mjög, að hann á
ekkert gott skilið, þá get eg ekki
séð, að nokkurt réttlæti sé í því
að svipta Akureyri sínum sér-
staka þingfulltrúa og voninni
um þingmannafjölgun. Eins get
eg ekki séð, að héruð landsins í
heild sinni hafi á nokkui’n hátt
minnkað svo að mikilvægi á und-
anförnum árum, þrátt fyrir litla
fólksfjölgun miðað við Faxaflóa-
svæðið, t. d. Reykjavík, að rétt-
mætt sé að svipta þau sérstökum
þingfulltrúa.
Mikilvægi héraðanna
sem framleiðsluheilda
óbreytt.
Ekki bólar á því, sem
betur fer, að ein einasta
sýsla eða hérað landsins sé að
eyðast að byggð og fólki. Þvert á
móti stækkar landnám hérað-
anna, ræktunarsvæðin víkka, út-
gerð og vinnsla sjávarafurða vex
og getur enn aukizt að miklum
mun, ef stjórnendur landsins hafa
trú og vilja á því að auka fram
leiðsluskilyrðin. Ótrúlcga fáa
hendur með aðstoð góðra véla,
Framhald ú 5. sid'u.