Dagur


Dagur - 13.05.1959, Qupperneq 4

Dagur - 13.05.1959, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudagiivn 13. maí 1959 Hvar er níi fáni „rétt!ætisins“? ívNAFNI „réttlætisins11 hófu kaupstaðaflokkarn- ir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag herferð sína gegn kjördæmunum. Þessir flokkar hafa talið það flestra meina bót, að koma þessu „réttlætismáli" fram og eru nú búnir að samþykkja kjördæmabreytinguna á Alþingi því, sem nú er að ljúka. Hið „herfilega misrétti11, sem laga þurfti, var það, að Framsóknarþingmenn væru of margir. „Sautján þingmenn út á 15% at- kvæða“ er hersöngur íhaldsins sérstaklega og hin- ir flokkarnir taka undir. í nafni réttlætisins skyldi þessu breytt hið skjótasta, eins og blöðin hafa oft- lega orðað það. Og svo skyldu gömlu kjördæmin lögð niður, svona í leiðinni, til að tryggja réttlætið í framtíðinni. En hver er svo munurinn á tillögum Fram- sóknarmanna, sem bornar voru fram til sam- komulags í málinu og tillÖgum þríflokkanna? Mönnum er skylt að gera sér ljósa grein fyrir því. Framsóknarmenn lögðu iil að Reykjavík fengi 12 þingmenn. Ekki bar þar á rnilli. Fram sóknarmenn lögðu til, að í Vesturlandskjör- dæmi yrðu 5 þingmenn, eins og þríflokkarnir samþykktu. Hið sarna er að segja uni Vest- fjarðakjördæmi, Norðurlandskjördæmi og Suðurlandskjördæmi, þingmannatalan hin sama. En í Austurlandskjördæmi lögðuFram- sóknarmenn til, að þingnvenn yrðu 6 í stað 5 hjá stjórnarflokkunum, en hámark uppbótar- þingsæta yrði 10 í stað 11 hjá stjómarflokk- ununv. Að sjálfsögðu voru tillögur Framsókn- armanna miðaðar við það, að kjördæmin yrðu ekki Iögð niður sem slík eða slengt saman í fá og stór kjördænvi. — Menn athugi nú hvað ber á milli. I Framsóknarm. viðurkenna réttmæti þingmanna- fjölgunar, þar sem aðstreymi fólks hefur orðið mest, og þar með var fáni „réttlætisins“ þeirra þríflokkanna fallinn. En þegar hér er komið sögu, þótti ekkert sérstakt atriði lengur, að jafna kjós- endafjöldann, sem hver þingmaður hafi að baki sér og nú kemur hið grímulausu andlit í ljós. All- ir drættir þess eru jafn skýrir og þeir eru óhuggn anlegir. Þetta nýja andlit, senv áður var falið á bak við grímu „réttlætisins", segir á þessa leið: Af því að fólk í sveitakjördæmunum vill ekki kjósa okkur, skulu kjördæmin afnumin með hreinni byltingu. Við vonuðum í lengstu lög, að geta fengið hreinan meiri hluta atkvæða, en það tókst bara ekki. í kosningunum 1953 vantaði okk- ur ekki nema 344 atkvæði til að ná hreinum meiri hluta á Alþingi — ef þessi atkvæði hefðu fallið á rétta staði. — En ef við hefðum fengið þessi 344 atkvæði til viðbótar var það vissulega réttlátt að fá yfir 50% þingmanna út á 37% atkvæða. En af því að ekki er hægt að láta dreifbýlisfólkið kjósa okkur, þá er bezt að gera byltingu í kjördæma- skipuninni. Það, sem kemur okkur vel í stjórn- málabaráttunni, er réttlátt, en það sem kemur okkar flokki illa, er ranglátt. Þótt ekki verði fleira sagt af því, sem glögglega er skráð á hina grímulausu ásjónu íhaldsins og samstarfsflokka þess, má öllum Ijóst vera, að ekki var barizt fyrir réttlætismáli í sambandi við . breytingu kjördæmanna. Prjónavél til sölu Uppl. i síma 1896. Danskar ryksugur „ENILO" nýkomnar. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Bílalyffur 2 - 5 - 8 -10 og 12 tn. VÉLA- OG BÚSAHALDADEILD Spreed útimálning bezta fáanlegt efni. JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Garðstólar! Sólarinnar njóta menn bezt sé stólinn keyptur í JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD Sumarskór! Fjölbreytt úrval. Daglega nýjar teg. ATHUGIÐ! að fá okkur fáið ]>ér mjög ódýra barna- og unglingastakka með rennilás. Poplínblússur á kr. 126.00. Bómullarpeysur á kr. 62.00. Ennfremur sportsokka og krep- buxur í skólaferðina. ANNA & FREYJA Bifreiðar til sölu: \V7illy’s jeppi, með utvarpi og miðstöð. Chevrolet viirubíll Ford vörubíll Fólksbifreiðar, m. gerðir. Bifreiðasala Baldurs Svanlaugssonar Bjarkarstíg 3, til viðtals á B.S.A. og heima í síma 1685 Könnuseft nýkomin. Óbrjótandi glös 4 teg. VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Þéftiefni Protex-Supercote Water Seal VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Atvinna! Mig vantar mann nú þegar og í sumar. Þarf að liafa minnst. eitt bílstjórapróf og vera ágætur til allrar vinnu þess utan. JÓN ÓLAFSSON, mjólkurbílstjóri. Herbergi til leigu í Helga magra stræti 45. Uppl. i sima 1904, eftir kl. 8 á kvöldin. DÚNLÉREFT 90 cm. kr. 35.25. 140 cm. kr. 46.50. D A M A S K livítt mislitt kr. 26.50 mislitt kr. 31.00 ANNA & FREYJA 4ra manna bíll til sölu árg. 1955. Upplýs. eftir kl. 7 á kvöldin. Jóhannes Björnsson, Gránufélagsgötu 53. Blandaðir ávextir þurrkaðir Blandaðir ávextir niðursoðnir Sveskjur - Rúsínur Fíkjur - Döðlur Kandíssykur Flórsykur Púðursykur Grófur molasykur Fínn strásykur SENDUM HEIM. eyrarbúdin Eiðsvallagötu 18. Simi 1918. Matthíasarhús á Akureyri | STOFNFUNDUR Matthíasarfélagsins á Akureyri var haldinn l'yrir ári síðan. — í félagið gengu þá 30—40 manns, en meðlimir eru nú orðnir 110, og alltaf er að smábætast við þennan hóp, enda er nauðsynlegt og æskilegt að sem allra flestir gerist meðlimir félagsins. Féíaginu þykir rétt að vekja athygli sem flestra á starfsemi sinni og markmiði, sem er það, að koma upp minjasafni um þjóðskáldið Matthías fochumsson, en það hefur lengi verið óskadraumur Akureyringa og fjölmargra annarra landsmanna, sem nokkur skil kunna á bókmenntum þjóðarinnar, að varðveita minn- ingu skáldsins á þennan hátt. Fyrsta og stærsta verkefni félagsins var að festa kaup á bústað Matthíasar, Sigurhæðunt, og nú þegar hefur j>að fengið 'kcypta aðalhæð hússins, en á þeirri hæð mun væntanlegt safn verða. Það, sem nú liggur fyrir, er aðallega tvennt: Húsinu J>arf að breyta, svo að J>að verði sem líkast J>ví, sem áður var, og fá þann húsbúnað, myndir, bækur og blöð o. m. íl„ sem var í eigu séra Matthíasar. Nefnd, kosin af bæjarstjórn Akureyrar, vinnur nú að því að safna eftirlátnum munum skáldsins. Við Akureyringar megum fyrir ntargra hluta sakir vera stoltir af bæ okkar. Bæjarstæðið er fagurt, á sléttri eyri og fagurri brekku við bláan fjörð. Reisulegar bygg- ingar, mikill trjágróður og snyrtileg umgengni setja svip sinn á bæinn. En eitt höfum við Akureyringar látið undir höfuð leggjast, sem sízt af öllu má J>é> gleymast, en ]>að er að eignast Sigurhæðir, sem margar fagrar og góðar minn- ingar eru tengdar við. Hús Matthíasar, höfuðskáldsins, sem varpað liefur meiri ljóma á Akureyri en nokkur annar, sem hér hefur dvalizt, J>arf að gera þannig úr garði, að útlit J>ess, ytra sem innra, sé samboðið minn- ingu hins ágæta mannvinar og skálds. Öll þessi ár, síð- an sr. Matthías dó, koma fleiri eða færri innlendir menn og erlendir, til þess að sjá staðinn, J>ar sem hann átti heima. Sét sýn, sem blasir við augum þeirra, er á engan hátt samboðin minningu skáldsins, og inni í húsinu er enginn hlutur, sem á hann minnir. Ef til vill nmn mörgum vaxa í augum ]>að fé, sem til J>ess þarf að koma upp myndarlegu safni, sem væri ]>annig úr garði gert, að það yrði einn af dýrgripum ]>jóðarinnar. Þetta ætti þó ekki að vera neitt ofurefli. Framlög Akureyrarbæjar, ríkissjóðs, árgjöld félags- manna og væntanlegur stuðningur félaga og ýmissa fvrirtækja, ætti að tryggja ]>að, að engtim aðila verði bundinn of J>ungur baggi f járhagslega. Aðalatriðið er, að sem allra flestir leggi eitthvað af mörkum. Stofnun Matthíasarsafns er mikilsvert mcnningarmál, og áhugi manna á því byggist rneðal annars á J>eirri skoðun, sem néi ryður sér til rtims, að menning og siðgæði verði að haldast í hendur við bættan cfnahag og tækniþróun, ef vel á að farnast einstaklingum og J>jóðfélögum. Skáldið Matthías Jochumsson var svo lánsamur að eiga samlcið og samstarf með flestum J>eim mönnum, sem vöktu þjóðina af clvala og liigðu grundvöllinn að því andlega og efnalega, að vér Islendingar gætum öðl- azt stjórnarfarslegt frelsi. Hann veik heldur ekki af verðinum. Allri sinni löngu ævi varði hann til J>ess að auðga bókmenntir }>jé>ðar sinnar og kveða í hug henn- ar bjartsýni og trúartraust, og ]>að var hann einnig, sem gaf okkur þjé>ðsönginn. Það er metnaður þjóðar- innar og sómi að heiðra minningu sr. Matthíasar. Marleinn Sigurðsson. Kennarar og örvhent börn Örvhent sálarjrceði — Örvhent kennsla I. ÞAÐ jaðrar við marlröð að sjá þrjú börn í sama bekk. paufast við að skrifa með vinstri hendinni! Eg fæ sting í brjóstið og mér líður illa! Og það jaðrar við glæp að ltenna smábörnum að skrifa með vinstri liendi! Enda er ]>að algerlega ó]>arft! „En sálfræðingarnir segja, ..“ Já, J>eir segja svo margt. Og stundum allt of margt. Sumir af djúpri speki og sálrænni innsæi. Aðrir af furðulegri fáfræði og sérvizku. Og enginn ábyrgur sál- fræðingur myndi segja: Það má ekki þvinga örvhent börn o. s. frv. Heldur myndi hann segja: Hver sá kennari, sem þvingar börú til nókkurs náms, er óhæfur kennari! — Hann er örvhentur kennari. Börn læra flest í leik — og ættu að læra allt í leik fyrstu 2—3 skólaárin! Örvhent biirn geta lært að standa á höfði, ganga á höndunum og dansa á blá-tánum (bal- lett) alveg eins og önnur börn. Og við rétthentu verð- um að læra ótal margt með vinstri hendi! En „það má ekki þvinga örvhentu börnin...!" — Og svo syndga kennarar þeirra með góðri samvizku. Fjöldi örvhendra manna skrifa meö hægri hendi, og ég þekki allmarga slíka. menn á öllum aldri! Þeir hafa æft sig sjálfir sökum þess, að ]>eim var ekki kennl (eða látnir) að beita vinstri hendi í skrift. Hér hafa smá- barnaskólarnir ábyrgðarmikið starf með höndunl! Og i þvi mega þeir ekki reynast örvhentir! Ég mun í öðrum smákafla lýsa í stuttu máli, hvernig auðveldlega má kenna örvhentum börnum að beita hægri hendi í skrifl o. fl. Og ]>að J>arf alls ekki að taka lengri tíma en liitt! — Enda liggur ekkert á um }>ær niundir! Helgi Valtjsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.