Dagur - 22.12.1962, Page 3

Dagur - 22.12.1962, Page 3
J ÓLABLA» D AGS 3 Gárðsárdalur gliti safnar, geymir mýkt í öllum línum, seiðir, lokkar suður á heiðar. SVellur blóð í æðum þínum. Líttu vestar! Láttu Súlur loga þinna æða stilla, toga þig að tindum sínum, tign og yndi hug þinn fylla. Gleymdu ekki Glerárdalnum, gljúfrin kyssir vatnsins flaumur. Fyrir mátt hans ráðnu rúna rættist fyrsti ljóssins draumur. Hlíðarfjall, með hnjúka sína, horfir gjöfult .yfir byggðir, lífsins vatn úr lindum sínum læturi binda við oss tryggðir. '!? Onnur fjöll,. sem útar standá, eins og- pennadráttur fagur, | meistaraverkin handá hárra **f hylla, 'ör rís hver sóíardagur. \ Himindísir svásra sala siglá dátt á gullinskýjum árroðans, er yndisgeislar alla vekja á degi nýjum. Höfnin speglar fjöll og faðmar fljótið breitt á norðurleiðum, milli hólma fram er fellur. Fléttuð grundin jurtabreiðum. Brekkur vestan birkið lætur blanda loftið ilmi sínum. Alnáttúran ástir vekur, ólgar gleði’ í barmi þínum. Þannig yfir Akurdyri allir hlutir fegurð varpa, þegar sindrar sumardagur samstillt ómar lífsins harpa. — Tíminn líður. — Borgin bjarta bylji og hret má líka þreyja, þegar vetur völdin tekur, visna lauf og þlómin deyja. Fagþr birtist1 fjalláhringur fanphvítar er brúnir rísa. Norðurljós í breiðum bylgjum bliki varpa á skyggða ísa. — Undir hjúpnum ógnar kalda á sér vorið drauma nýja: Eyrarrósir, barr og birki, blómaangan, geisla hlýja. III. ÓSKIR Lifi hróður Helga magra, horfir enn af Sólarfjöllum, fram um byggðir fagrar, grænar, finnur landnám niðjum öllum. Sér hann nú í hylling háar húsaraðir brekkur þekja. Menntasetur dáða og dyggða dýrstan hljóm í brjóstum vekja. Þórunnar í þekktri eyju Þorbjörg Hólmasól var borip. Síðan vaskir menn og meyjar margoft stigið þrautasporin. Líka fram með farsæld gengið, fræjum sáð og gull upp skorið. Hólmasólir himineygðar hjörtum gefa trúna á vorið. Öld er hyllt í ævi bæjar, Akureyrar blessist saga. Fegurð þín og frami aukist. Finni niðjar alla dága, um sig mjúka móðurfaðminn mildum friði og kærleik vefjast. Dáðir, fórnir, fagrar listir framtíðar í þroska hefjast.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.