Dagur - 22.12.1962, Side 5
J ÓLABLAÐ DAGS
5
vinátta æ síðan, meðan báðir lifðu.
Trúlegt má telja að rétt við lilið-
ina á menntasetrinu á Núputelli,
hafi vaknað hjá Grími á Hrísum
áliugi og löngun til náms. Hjá hon-
um voru líka hæg heimatökin vegna
nábýlisins, þar sem hann gat, jafn-
framt námi, stundað störf heima,
og stutt móður sína við búskapinn.
Einkum síðustu árin, sem Grím-
ur Magnússon var á Hrísum, lagði
liann allmikla alúð við tungumála-
nám hjá þeim Núpufellsfeðgum.
Þá var Jón yrigri orðinn aðstoðar-
prestur föður síns og var í Núpu-
felli. Þau tungumál, er Grímur
lagði stund á voru danska og þýzka.
í Núpufelli komst Grímur í náin
kynni við lækningar séra Jóns eldra,
sem talinn var „læknir góður“.
Jafnframt tungumálanáminu liefur
Grímur vafalaust numið nokkuð í
læknisfræði, bæði beinlínis lijá séra
Jóni og af lestri bóka um þau fræði.
Sjálfságt hefur krókurinn snemma
beygzt í þá átt hjá Grími, er verða
vildi, og læknislmeigð hans fengið
byr undir vængi við kynninguna af
lækningum séra Jóns. Enda mun
ekki Iiafa liðið á löngu þar til
Grímur hóf að stunda lækningar,
einkum handlækningar, sem liann
fékk brátt orð á sig fyrir. Þótti liann
vera afburða handlaginn og lipur
við ýmsar útvortis aðgerðir. Þessi
störf sín varð hann, einkum framan
af, að framkvæma með liarla fátæk-
legum og frumstæðum áhöldum, og
færðu gamansamir náungar stund-
um aðgerðir Gríms í skoplegan bún-
ing, þó græskulaust.
Ekki er vitað nákvæmlega hve-
nær Grírnur Magnússon liefur byrj-
að lækningar sínar, en það hefur
hlotið að hafa verið nokkru fyrir
1790. Vitað er, að þá þegar er hann
orðinn talsvert þekktur í héraðinu
og búinn að fá gott álit héraðsbúa
fyrir velheppnaðar lækningar.
Um 1790 gerðist einhver til þess
að amast við læknisaðgerðum Gríms
og hótaði jafnvel kæru um að hann
stundaði lækningar án opinbers
leyfis. Tókti Eyfirðingar þetta til-
tæki óstinnt upp og töldu harla
ómaklegt. Samt þótti þeim ekki ör-
uggt nenia hér væru gerðar ráðstaf-
anir, sem tryggðu Grími rétt til
áframhaldandi læknisaðgerða. En
hann varð að sækja suður í Reykja-
vík. Tóku nú nokkrir málsmetandi
menn í Eyjafirði sig til og fóru á
fund sýslumanns, sem þá var Jón
Jakobsson á Espihóli, og fóru Jress
á leit að hann skrifaði landlækni og
bæði liann um leyfi, Grími til
handa, að hann mætti óátalið
stunda lækningar í héraðinu.
Vékst sýslumaður greiðlega und-
ir málaleitan þessa og skrifaði land-
lækni bréf um óskir Eyfirðinga.
Beiðnin var studd vottorðum frá
ýmsum merkum og þekktum hér-
aðsbúum. Má telja víst að hér hafi
þeir Núpufellsfeðgar verið framar-
lega í hópi, því þá var séra Jón
eldri enn á lífi og Jón yngri orðinn
aðstoðarprestur hans.
Þetta var í byrjun júlímánaðar
1791. Þá um vorið hafði Sigríður
móðir Gríms brugðið búi og feng-
ið það, og ábýlið, í hendur Grími
syni sínum. Hafði þá Sigríður búið
í Ytri-Villingadal tvö undanfarin
ár. Hóf þá Grímur búskap Jrar. Var
hann þá nýgiftur Sigurlaugu Jósefs-
dóttur Tómassonar frá Hvassafelli.
Landlæknuinn, Jón Sveinsson,
sat þá á Nesi við Seltjörn hjá
Reykjavík. En á hans fund varð
Grímur að komast til að láta hann
prófa lækniskunnáttu sína og fá
lækningaleyfi. En slík ferð var erfið
og torsótt í þá daga. Mátti telja að
hér væri mikið í ráðizt, að fara för
þessa af fátækum frumbýlingi. En
Grímur lét Jiað ekki á sig fá, og hóf
ferð sína og fól konu sinni búið á
hendur. Segir nú ekki af ferðurn
Gríms fyrr en hann kom á fund
landlæknis.
Jón landlæknir var Eyfirðingur
að ætt og uppruna. Hann var son-
ur Sveins lögmanns á Munkaþverá,
Sölvasonar. Var Sölvi bróðir Tóiii-
asar í Hvassafelli, afa Sigurlaugar
konu Gríms Magnússonar. Land-
læknir brást fljótt og vel við mála-
leitan Eyfirðinga. Prófaði hann
Grím um þekkingu hans í lækning-
um, og er ekki annað að sjá, en að
Grímur hafi staðizt það próf prýði-
lega. Gaf landlæknir síðan út bréf,
dagsett 14. júlí 1791, þar sem hann
veitir Grími Magnússyni opinbert
leyfi til lækninga „innan Vaðla-
sýslu“. í bréfinu stendur að Grím-
ur sé „fundinn sem sá, er hafi þekk-
ingu, svo vel á brúkanlegum við-
teknum meðulum, sem og einninn
á sjúkdómanna ásigkomulagi".
Sneri Grímur, við svo búið, heim
aftur í F.yjafjörð, og þótti þar för
hans hafa verið hin ; frækilegasta.
Eftir Jwð var hann titlaður „Mon-
síör Grímur læknir Magnússon",
eða „handlæknir".
F.ftir að Grímur fékk opinbert
lækningaleyfi, var hann samtíma-
maður Jrriggja fjórðungslækna norð-
anlands, og fór hið bezta á með
þeim öllum.
Ólafur læknir Thorarensen gef-
ur honum lofsamlegan vitnisburð í
skýrslu sinni til þáverandi land-
læknis, árið 1831.
Grímur Magnússon starfaði að
lækningum fram á elliár. Það var
köllun hans að líkna þjáðum og
lækna mein þeirra. Þeirri reglu hélt
hann trúlega alla sína tíð, að taka
enga greiðslu af fátæklingum, en
þeir er betur gátu greiddu honum
stundum allsómasamlega. Hann
auðgaðist því ekki á lækningum sín-
um, enda jafnan fátækur. Frásagnir
af einstökum læknisaðgerðum hans
eru nú löngu týndar, þó nafn hans
lifi enn.
Auk annarra lækningaaðgerða
hans, J)(')tti hann frábær fæðinga-
læknir. Tvær sögur kann ég að
greina af því tagi, og vill svo til að