Dagur - 22.12.1962, Side 10

Dagur - 22.12.1962, Side 10
10 J ÓLABLAÐ DAGS Margt bendir til þess, að svefninn sé miklu meira en kærkominn og nauðsynleg hvíld þreyttum líkama, heldur sé þá einnig sál okkar að starfi með margvíslegum hætti. Og að þá muni hún oft eiga auðveldara með það en í vökunni og í þys og önn dagsins að ná sambandi við aðr- ar sálir og það bæði lífs og liðinna, og ef til vilj einnig á stundum við uppsprettur æðri krafta kærleiks og vizku. Það er og staðreynd, að í draumi skynjum við tímann með öðrum hætti en í vökunni. Og er það nú öldungis víst, að sú skvnj- un sé ætíð blekking en vökuskynj- un tímans liin eina rétta? Tíminn er okkur enn þá sú mikla gáta, sem engan veginn er að fullu ráðin eða skýrð. Og á meðan svo er, virðist mér ekki knýjandi nauðsyn í sam- bandi við drauma fyrir ókomnum atburðum, hvorki að berja höfðinu við steininn og segja þá rugl og nrarkleysu eina, né lieldur að taka þá setn óyggjandi sannanir ]>ess, að allt sé forlög og fyrirfram ákveðið, að frjálsræði viljans sé blekking ein og við fáum engu Jxtkað um Jrað, sem verða vill. Jafnvel þótt við aðhyllumst þá skoðun, að allir lijutir.gerist í tíma og séu þar þræddir á band líkt og perlur á festi, þá virðist mér ekki rcka nauður til að ætla, að ltinir ókomnu atburðir séu fyrirfram svo fast ákveðnir, að Jtar sé engu hægt um að breyta. Við getum sagt, að atímrðarásin sé fyrirfram ákveðin að því leyti, að orsök hverri fyJgir afleiðing og ltinni sömu orsök jafn- an hin sama afleiðing, ef öll skil- yrði eru óbreytt og engin ný orsök kemur til sögu, er lrreyti viðburða- rásinni. Þó eru vísindin jafnvel tek- in að draga í efa, að þetta lögmál — orsakalögmálið — sé jafn algilt og menn hafa viljað vera láta. F.n út í það skal ekki nánar farið hér. Hins. vegar liggur það í augum uppi að við mennirnir erum sífellt að breyta viðburðarásinni í lieimin- um og bæði í okkar eigin lífi og annarra með Vilja okkar, viti og orku. Mér virðist að tíkja megi atburða- rásinni — örlagastraumnum — við fljót, sem streymir fram, sums stað- ar lygnt en annars staðar með iðu- kasti og hraða. Og við erurn stödd á þessu fljóti, hvert á sinni litlu kænu. Ef við legðuin árar í bát mundi straumurinn ráða stefnunni að öllu leyti, og mætti þá segja, að hún væri fyrirfram ákveðin. En ef vilji og vit er með í för og við leggj- um út árar, þá getum við bæði liamlað gegn straumnum og tekið nýja stefnu. En lútt getur og komið fyrir að við gáum ekki að í tíma og bátinn beri um stund inn í straum- inn þar sem hann er harðastur og fáum þá við ekkert ráðið. Eins og glöggskyggnir menn geta oft séð fyrir livert stefnir, ef. ekki er tekið í taumana í tírna, eins-er sú tilgáta engin fjarstæða, að í draumi kunnurn. við á stundum að geta fiskað upp úr djúpum okkar eigin sálar liugboð um það, sem dagvitundin hefur ekki gert sér ljóst, og sjáum þá oft í mynd eða líking livernig fara muni fyrir okk- ur sjálfum eða öðrum, ef ekki er lneytt um stefnu til Jress að lúndra það, eða okkur verður ljóst, að Jreg- ar er orðið urn seinan að gjiira það. F.kki er heldur úr vegi að ætla — og margt í draumum bendir mjög eindregið til þess,—, að framliðnir vinir eða aðrar vitsmunaverur, sj;ii Jrað fyrir betur en við, hvað í vænd- um er, og reyni að aðvara okkur, svo að við getum forða/.t Jrað í tæka tíð, eða ef Jrað er ekki unnt, þá að búa okkur ajð einhverju leyti undir Jrað, sem koma skal. Oll Jiessi mál eru enn þá svo lítt rannsökuð, að of snemmt er að full- yrða þar nema fátt eitt. Hins vegar er þess að vænta að á næstu áratug- um muni rannsóknir draunianna leiða margt merkilegt og gagnlegt í Ijós, og sýna það, að svefninn er meira en livíld líkamans og að Jressi þriðjungur ævinnar, sem við eyð- um í svefn, sé stórum þýðingar- meiri fyrir sáJ okkar og andlegan ]>roska, en okkur liefur liingað til grunað. MARK TWAIN, Fjölskyldu Mark Twain hafði bætzt nýr heimsJx>rgari, og þeg- ar hinn gamansami faðir sat nokkrum dögum síðar með litla snáðann( spurði kona hans: „Þú neitar iþví sjálfsagt ekki, að þér þykir mjög vænt um bamið?“ „Ja, ekki veit eg nú, hvort eg get beinlínis sagt það, en við hitt verð eg að kannast, að eg ber virðingu fyrir honum vegna föður hans.“ TAGE BUNDGARD, danskur xunsjónarmaður. Fyrir nokkrum árum var Bundgárd í heimsókn nálægt Mossö, þar sem meðal annars ha,fa fundizt beinagrindur af manni og konu í opinni gröf. — Meðan B. var að virða fyrir sér beinagrindurnar, komu tvær málugar koriur að gröfinni, og önnur konan segir við hina: „Hvernig er nú hægt að sjá það á beinagrindunum þarna, hvor þeirra er af karlmanni og hvor afkonu?“ „Það er mjög auðvelt,“ svar- aði Bundgárd, ,ybeinagrindin til vinstri er auðvitað af konunni.“ „Hvernig geta menn séð það?“ spyr konan. „Það sézt á því, að kjálkarnir eru meira slitnir,“ svaraði Bundgárd.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.