Dagur - 22.12.1962, Qupperneq 14
14
JÓLABL’AÐ DAGS
sóknanna. Votlendi hefur verið mun
víðáttuminna en nú. Með komu mann-
anna og fénaðar hans verður snögg
breyting. Skógur er eyddur á stórum
svæðum. Þar sem jarðvegur var rakur,
breyttist skóglendið í mýrlendi. Gras-
tegundir breiðast mjög vel út þar sem
jarðvegur er hæfilega þurr og frjór.
Grasmóar hafa naumast verið til á land
námstíð. Lyng og harðgerðar gras- og
seftegundir skipuðu víða sess skóganna
í holtajarðvegi. Holtin eru víðlend nú
á dögum. En uppblástur fylgdi víða
skógareyðingunni, einkum þar, sem fyr
ir var .laus eldfjallaöskublandaður jarð-
vegur á móbergssvæðum landsins. Sig-
urður Þórðarson, jarðfræðingur, hefur
allmikið rarmsakað uppblástur í ljósi
öskulagarannsókna. Uppblásturinn var
sums staðar stórfelldur, t. d. á Rangár-
völlum og landið er enn að blása upp.
Sandgræðsla og skógrækt ríkisins
vinna mikið þjóðnytjastarf við að
stöðva gróðureyðinguna og græða upp
landið að nýju. Farið er að bera áburð
á beitilönd.
Þótt landið væri miklu betur gróið
á landnámsöld, voru jurtategundirnar
samt mun færri. Okkur kann að virðast
það undarlegt, en sterkar líkur benda
til að svo hafi verið. Þeir Áskell Löve
og Steindór Steindórsson áætla að 20—
29% af jurtategundum landsins hafi bor
izt hingað með mönnum og varningi
síðan landið byggðist — eða 80—100
tegundir. Og sumir telja hlut mannsins
í innflutningi jurta mun stærri. Frjó-
greiningar munu leggja hér sitt lóð á
metaskálarnar í framtíðinni. Líklega
hafa arfategundir borizt í hlaðvarpa
fyrstu landnámsmanna. Varpasveifgras
sömuleiðis. einnig baldursbrá, njóli o.
fl. tegundir, sem vaxa við bæina. Njóli
o. fl. voru notaðir til matar og lækn-
inga. Má vera að þær hafi snemma
verið fluttar inn af ásettu ráði. Veit ég
þess dæmi á okkar öld, að menn hafa
flutt njóla milli' héráða, sem gagnjurt.
Njólastrokkarnir voru sums staðar
hafðir í spólur í véf, t. d. í Eyjafirði.
Eflaust hafa a. m. k. sumar algengustu
jurtirnar kringum hús og bæi verið
innflytjendur, sumar líklega álíka gaml
ar í landinu og þjóðin sjálf. Eitthvað
hefur líklega slæðzt til landsins af jurt-
um allar aldir íslandsbyggðar, og sum-
ar gerzt langærar í gróðurríki lands-
ins.
En yfirgefum nú hlaðvarpann og
göngum út á túnið. Þar ráða grasteg-
undir ríkjum. Á gömlu túnunum eru
algengustu tegundirnar vallarsveifgras,
túnvingull, lingresi og snarrótarpuntur,
og þær eru sennilega gamlar í landinu,
a. m. k. sumir stofnar þeirra eldri en
landnámið. Þessar tegundir eru líka al-
gengar úti um hlíðar, holt, og móa.
Miklu minna hefur borið á þeim meðan
skógur klæddi landið. í nýrækt vaxa
aðallega erlendir stofnar áðurnefndra
tegunda, og aúk þess alerlendar tegund-
ir, einkum háliðargas, vallarfaxgras og
sandfax. Þannig geta vaxið á sama túni
afkomendur tegunda, sem að! líkindum
eru ævagamlar í landinu og hafa e. t. v.
hjarað af síðustu ísöld — og við hliðina
á þeim erlendir stofnar sömu tegunda,
og ei'lendar tegundir, fluttar inn fyrir
fáum árum eða kannski í fyrra.
Grasfræið hefur lengi komið frá Nor-
egi, Danmörku og Finnlandi. Sandfax
frá Bandaríkjunum. E. t. v. eitthvað
frá Kanada á stríðsárunum.
Mikið áf slæðingum berst inn með
hænsnafóðri. Það kom fyrrum aðallega
frá Danmörku, en nú í mörg ár frá
Bandaríkjunum, einkum Miðríkjunum.
Jurtir slæðast stöðugt til landsins, þ.
e. berast af tilviljun að kalla. Miklu
meira en fyrr með grasfræi, hænsna-
fóðri og öðrum varningi, vegna hinna
öru samgangna. Þannig koma margar
tegundir árlega. í sáðsléttum og í
grennd hænsnabúa sjást á hverju ári
ýms erlend krossblóm, t. d. akurkál,
arfanæpa, mustarður, desurt o. fl. Enn-
fremur bókhveiti, hélunjóli, kornteg-
undir, akurarfi, freyjubrá, tvítönn og
margt fleira. Hefur sumt náð fótfestu,
en margt er aðeins eins sumars slæðing-
ar, sem deyja út á haustin, en berast
margir hverjir inn aftur næsta vor.
Ennfremur er margt sjaldgæfra slæð-
ingsjurta, sem berast hingáð sjáldan og
á fáa staði. Flest eru þetta einærar jurt-
ir. Ég skal nefna nokkur dæmi um „á-
sókn“ slæðinganna til íslands.
Haustið 1948 fundust 11 tegundir er-
lendra slæðinga við fiskverkunarstöð-
ina Dverg í Reykjavík og sumarið 1950
höfðu 6 bætzt við. Þarna hafði líka
verið geymd „eikin hans Áka“. 12. okt.
1959 leit ég é'ftir slæðingum við flug-
völlinn í Reykjavík og fann 20 tegund-
ir, sumar sjaldgæfar.VVið.Reykjalurid í
Mosféllssveit voru herbúðir miklar á
stríðsárunum og síðan lengi hænsnabú.
Þarna athugaði Einar M. Jónsson urtir
á árunum 1955 og 1956 og fann 39 teg-
undir erlendra slæðingsjurta. Grasteg-
und nokkur, fjölær, herpuntur, barst á
Háskólalóðina (og víðar til R.víkur) á
stríðsárunum og lifir enn góðu lifi.
Hann er ættaður frá Bandaríkjunum.
Sandfax barst líka (líklega með enska
setuliðinu) á Háskólalóðina um 1940 og
hefur vaxið þar síðan. í sumar sem
leið sá ég þroskalega breiðu af sand-
faxi í hlaðvarpanum á Miklagarði í
Eyjafirði. Hefur það auðsjáanlega vax-
ið þar nokkur ár, borizt með grasfræi
eða hænsnafóðri.
Langmest er um slæðinga á Suðvest-
urlandi eins og eðlilegt er, vegna mestra
samgangna. En þeir finnast samt í öll-
um landshlutum. 20. júlí 1960 sá ég t. d.
17 tegundir slæðinga í Patreksfjarðar-
kaupstað og s. 1. sumar 22 tegundir á
ísafirði. Nokkrar þessara tegunda eru
nýlegir slæðingar á Vestfjörðum, en
hafa lengi vaxið sem vilhjurtir suðvest-
anlands.
Sumar tegundir hafa verið fluttar
inn til ræktunar og dreifast síðan út
frá görðum. Sem dæmi skal nefnt fall-
ega, bláa engjamunablómið (Garða-
gleym-mér-éi). Það vex nú allvíða utan
garða í Reykjavík, en einnig úti um
sveitir, í skurðabökkum, við læki og
víðar. Á garðaskoðunarferð um Sknga-