Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 19

Dagur - 22.12.1962, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ DAGS 19 að Kvísl. Á því mýrlendi eru víða lækjarsprænur og dý. Datt mér fyrst í hug, að lambið hefði álpazt ofan í einhvern lækinn. Leitaði ég nú lengi nætur, en ár- angurslaust, enda varla nógu kunn- ugur þarna á mýrunum. Kom mér þá í hug að bregða mér suður í Ey- vík og afla mér sem be/.tra upplýs- inga um hætturnar þarna útfrá. Þá bjó í F.yvík Karl Kristjánsson síðar alþingismaður. Hann var ekki heima, en mér tókst að vekja vinnu- mann lians, er Jón hét, og sagði liann mér frá fleiri en einum lækj- argrafningi, sem ég vissi ekki um áður. Fór ég nú enn að leita. Hér um bil fast út á árbakkan- um fann ég að lokum lítinn læk, sem rann í mjög þr<"mgum, en þó furðulega djúpum farvegi. Var lækur þessi nálega yfiriuktur með frenrur smá'Vöxnum fjalldrapa. Eg liafði gamla reynslu fyrir mér í því, að einmitt svona seyrur væru hinar mestu lambasnörur. Tók ég mig því til og hljóp hálfgert á fjórum fót- umnpp nreð læknum, greiddi hrfsl- urnar til beggja ldiða og þreifaði jafnt og þétt með báðum hf'mdum niður að vatnsskorpunni. Og viti menn. Allt í einu rek ég jiær í eitt- hva'ð mjúkt ög loðið. Og í sömu andrá liggur stórt svart lamb uppi á lækjarbakkanum. Það var renn- vott og útatað mold og leir, en lif- aridi var jrað og hélt vel liöfði, en staðið gat jrað ekki lengur. — Vissi blátt áfram ekkert af fótunum. Tók ég nú Surtlu litlu í fang mér, hljóp á bak hesti mínum og jreysti lieinr á leið. Þá var kominn morgun. Surtla litla fékk fljótlega iíf í fæturna. Ég fór að vörmu spori út að Kvísl til þess að sækja móður hennar. Urðu fagnaðarfundir, þeg- ar þær: hittust á ný mæðgurnar. Lýkur nú hér að segja frá árani Bliku og lambinu hennar. HÉLA Næst ætla ég að segja sögu af annarri á og lambinu hennar. Sú saga gerðist vorið 1942. Ég átti þá enn heinra á Héðinshöfða. Þessi ær mín, sem ég ætla nú að segja frá, hét Héla. Hún var svört að lit.tHún var stór ær og fönguleg Og;jhrð mesta metfé. Hún var fjall- sækin mjög og jrótti mér jrað að vísu galli, en hafði þó hálf garnan af. ' Haustið 1941 heimti ég Hélu í fyrstu göngum, en hún slapp úr heimahögum og náðist ekki aftur í hús fyrr en komið var langt franr í janúarmánuð. Þetta varð til jress, a<ý hún átti ekki að bera fyrr en um míðjan júní 1942. fSá æg nii eiginlega engin ráð til jress að liemja Hélu í heimahögum jrangað til hún bæri. Taldi ég nokk- urn veginn víst, að ég sæi lanrbið hennar — eða lönrbin, sent vel gátu orðið. tvö, — aldrei, ef mér tækist ekki að korna á þau marki. Tók ég það þá til bragðs að koma Hélu út í Lundey á Skjálfanda, en þangað er.ekki nema röskur hálftíma róður frá Héðinshöfðanum, sé farin styt/fa leið. Lundey er mjög grasgefin og var heyjuð til skanuus tíma. Hún rís hátt úr sjó og er girt hamrabeltum allt' i kring, bæði efst og neðst. En á 'iniMi beltanna eru brattar torfur vaxnar að mestu stórgerðum mel- gróðri. Raðir eyjarinnar eða út- jaðrar eru vaxnir £uglatöð.u og skarfakáli, en sjálft yfirborðið jrykkum sinúþófa. Á nýgresið jrar jrví fremur örðugt uppdráttar síð- an liætt var að slá eyna. F.r nú Héla þarna í cynni um vorið ásamt nokkrum kindum öðr- unu. Hélu hafði aldr^þ lilekkzt á- um burð og Jrar sem ég jróttist liafa reynslu fyrir mér í Jrví, að fullorðn- ar síðbarur, sem höfðu notið gró- inda lengi, kæmust ætíð auðveld- lega frá lömbum sínum, þá taldi ég mig öruggan um, að Hélu mundi ganga vel. Ætlaði ég því að spara mér jrann aukasnúning að gá að ánni, enda önnum kafinn við bygg- ingar þetta vor og því tímanaumur. Líður nú frarn um miðjan júní. Þá var það eina riótt, að mig dreymir, að ég þóttist vera staddur niðri á Héðinsluifðanum og verður mér litið út til eyjarinnar. Þykist ég Jrá sjá, að kindur séu komnar niður á Helluna, en svo heitir flúð ein mikil sunnan við eyna. Af flúð Jressari fellur sjór með fjöru, en nteð flóði er Jrar engri skepnu stætt. Þóttist ég sjá, að kindurnar væru í bráðri hættu, Jrví að mikið aðfall var auðsjáanlega koinið. Verður mér svo mikið um sjón Jressa, að ég Iirekk upp, og var draumurinn ekki lengri. Greip mig þegar sterkur grunur um, að eitt- hvað muni vera að í eynni. Klæði ég mig því í skyndi og hraða mér til sjávar. Bát áttum við bræðurnir í svokallaðri Höfðagerðisfjiiru. Hrindi ég nú bátnum á flot og ræ út í eyna. Syðst á eynni var heystæði gamalt. Þar stóð Héla mín og við hlið henn- ar hvít gimbur, á að gizka sólar- hringsgömul. Full var hún og fjör- leg að sjá og við fyrstu sýn virtist mér ekkert ama að þeim mæðgum. En þegar ég kom nær og gætti bet- ur að, Jrá sá ég, að móðirin var í meira lagi illa stödd. Hún hafði borið þarna í heystæðinu og krafsað upp sinuþófann. 1 En undir honum hafði leynzt gamall gaddavírshring- ur. Hafði hringurinn losnað úr Jrófanum öðrum megin, luokkið upp og læst sig um ána framan- verða. Ilinum megin var hringur- inn fastur við jarðfastan staurbút, svo ærin mátti sig bvergi hreyfa. Var hún orðin huppasloppin rnjög sem von var. Tók hún nú hraust- lega til matar síns, þegar ég hafði leyst hana úr þessum hvimleiða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.