Dagur - 22.12.1962, Síða 24

Dagur - 22.12.1962, Síða 24
24 JÓLABLAÐ DAGS var dúðuð eins og fært þótti, áður en hún lagði af stað. Var þá nokk- uð liðið á vöku, er haldið- var út úr Flateyjardalnum í vaxandi illfærð og harðneskjuveðri. Gekk þó allvel ferðin út á Stakkshornið og veittist þeim félögum auðvelt að rata, þó að dimmt væri bæði af liríð og náttmyrkri, enda voru þeir nákunn- ugir leiðinni, þekktu næstum því hverja þúfu og hvern stein. Leiddu tveir Sigurbjörgu, en einn fór fyrir og mun það hafa fallið í hlut jons Hrólfs, enda var hann óumdeilan- lega fararforingi. Á leiðinni austur yfir höfðu þeir félagar ráðið ráðum sínum um Iiversu haga skyldi förinni fram af Stakkshorninu og skipt með sér verkum til þeirra hluta. Varð þar því lítil töf, enda veitti ekki af tím- anum, því að ískyggilegastir voru Forvaðarnir, eins og lýst hefur verið. Skipti nú engurn togurn þarna á brún Stakkshornsins, að lóðar- strengnum var rennt niður hjarn-' skaflinn, efri endi hans festur fyrir klettsnibbu og kom einn sér þar fyrir, til tryggingar því, að binding strengsins ekki sviki. Annar staul- aðist niður skriðuna, studdist við brekkuna rneð annarri hendi, en hélt um færið með hinni. Þegar niður kom festi hann færinu við stein og hélt þar sjálfur við. Var ljósmóðurinni nú sagt að fara líkt að og sá, sem fyrstur kleif niður og gerði hún það. Var hún svo vel bú- in, jafnt á höndum og fótum sem annars staðar, að ekki sakaði, þó að hún rynni hægt eftir hjarninu. Með haldi sínu um strenginn tempraði hún lnaða skriðsins, svo og með mannbroddunum, sent hún hafði á fótunum, en íylgdarmaður- inn, sem niður var kominn, beið þess albúinn, að taka á móti henni. Verður að fullyrða, að þessari ungu konu hafi ekki verið fisjað saman, að hún skyldi ráðast í þetta, en auðvitað var henni kunnug leiðin og svo hafa þau öll vcrið búin að þrautræða þetta á leiðinni. Og ómeidd komst Sigurbjörg ljósmóðir niður í fjöruna. Síðastur fór Jón Hrólfur niður lijarnið og hafði þá ekki við neitt að styðjast, nema broddstafinn sinn og eiginn ramleik. Figi að síður komst hann klakklaust og þótti það vel af sér vikið. Svo stóðu þau þá þarna, öll fjög- ur í fjörunni, liarla fegin þeim ár- angri, sem náðst hafði, en nú beind- ist athygii þeirra að sjónum og möguleikunum til að komast fyrir Forvaðana. Fljótt var augljóst, að mjög var að fallið og hófst nú um- ræða unr, hvað gera skyldi. Með engum hætti varð upp kornizt. á hleinarnar og var því aðeins urn tvo kosti að velja, bíða eftir útfall- inu, eða vaða sjóinn framan við klettana. Hvorugt var fýsilegt. Hvergi var skjól til að skjóta sér í og engin vægð í veðrinu. Hver gat svo vitað, nema bráð-lægi á Ijós- móðurinni heim að Kussungsstöð- um. Það var raunar líklegast. Ekkert verður fullyrt um það, liver átti uppástungu að því, sem til bragðs var tekið og jafnað mun því hafa verið til fífldirfsku. Böndin hafa þó borizt að fararstjóranum og er jafnlíklegt, að sá kostur hafi ver- ið betri, sem tekinn var, sem sé að vaða framan við og bera Ijósmóð- urina á bakinu. Ekki er vitað hvernig þeir skijrtu þessu með sér, en tveir gengu með hliðum burðarmanns til stuðnings og hlífðar gegn öldukasti og útsogi. Fara ekki af því greinilegar sögur, hvernig þetta fór fram, en kvisazt hefur, að nærri hafi legið, að illa færi. Allt um það komust þau öll lieilu og liöldnu fyrir báðar hlein- arnar, en sjóblaut voru þau mjög og hrakin, er þessu var lokið. Vildu þau aldrei segja nákvæmlega frá þessurn atburði, en það styrkti menn í grunseindum um, að þau hefðu verið liætt stödd, þó að allt slampaðist af. Frá Kaðalstaðakróki austanvert í Hválvatnsfirði var nú eftir um sjö kílómetra löng leið inn að Kuss- ungsstöðum. Færðin var orðin þung og alltaf töluvert hart í veðri, en nú var til mikilla muna skárra, að eiga undan því að sækja. Háskaleg- ast var, hve föt öll frusu, og olli það nú mestum vandkvæðum. Öll kom- ust þau þó á leiðarenda ókalin og heil á húfi. Má nærri geta, að þeiin vár vel fagnað, enda fannst öllum þau úr helju heimt. Jón Hrólfur og félagar hans voru enn allvígalegir og þótti á þeim sannast, að þeir léti sér fátt fyrir brjósti brenna. Ljós- móðirin var að vísu orðin þreytt og þau öll nokkuð hrakin, en hún náði sér furðu íljótt og gat sinnt skyldu- starfinu. Sængurkonunni leið eftir atvikum vel og dóttirin fæddist henni að morgni næsta dags, eða fá- um stundum eftir að ferðafólkið bar að garði. Hafði ferð þeirra fé- laga staðið yfir réttar átta klukku- stundir, en nokkur meiri liluti þess tíma að sjálfsögðu fallið heimleið- inni. Varð för þeirra allfræg og þótti liafa tckizt giftusamlega. Nú hafa þessar norðurbyggðir verið í auðn um skeið og hæpið, að þar verði numið land að nýju. Þarf því enginn framan að brjótast yfir Stakkshorn eða vaða fyrir framan Kýrlækjarhellur, eins og Jón Hrólf- ur og kappar hans. ★ *

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.