Dagur - 22.12.1962, Side 26
26
J ÓLABLAÐ DAGS
og fyrr. En þau báru vonbrigðin
raeð þögn og þolinmæði.
Þegar hann kom suður um liaust-
ið, treýsti hann sér ekki til að ljúka
prófinu. Hann sat aftur í öðrum
bekk um veturinn.
En nú jukust peningakröfur á
hendur föður hans að nriklum mun.
Orsök þess var aukinn drykkjuskap-
ur og svall. Brandur fór margar
ferðir til Reykjavíkur um vetur-
inn. Hjónin í Stórholti litu ekki
glaðan dag. Rektor var búinn að
gefa upp alki von um nám Gunnars.
Þegar kom fram í marz, voru
fjárkröfur Gunnars á lrendur ÍÖður
sínum orðnar svo gengdarlausar, að
Brandur skrifaði honum harðort
bréf og sagði, að hann fengi ekki
meiri peninga hjá sér til að svalla
fyrir. Ifann gæti séð um sig sjálfur.
Viku seinna fékk liann síðasta
bréfið frá Gunnari. Hann kunni
það orðrétt enda var það ekki langt:
Miskunnarlausi faðir!
Ég hef fengið hið harðorða bréf
þitt. Aldrei i'ramar þarft þú að ótt-
ast, að ég biðji þig urn neitt, livorki
peninga né annað. Heilsaðu
inömmu og Maríu.
Gunnar.
Engin kveðja. Aðeins köld fyrir-
litning. En þetta var síðasta bréfið.
Viku síðar hvarf hann, og enn veit
enginn livað um hann hefur orðið.
Hann settist á harðvellisbarð
uppi í fjárgirðingunni og' hélt áfram
að rekja þræði minniriganna.
Þessa sögu háfði liann rifjað upp
fyrir sér á hverjum degi í allt Vor.
Hafði þetta þurlt að fara svona?
Hafði hann ekki verið of liarður
við drenginn sinn? Bar honum ekki
að hjálpa honum á annan hátt til að
komast af villigötunum? Því liélt
mamma hans fram, enda dró hún
alltaf hans taum. Báðir höfðu þeir
víst hagað sér heimsknlega. Það
fannst Brandi nú eftir á.
Aldrei framar mundi hann líta
glaðan dag. Við Gunnar voru svo
margar vonir bundnar. Nú ''átti
hann aðeins Maríu. Hún var'að
vísu elskuleg stúlka, en þó' gteti
hún aldrei bætt honum áó’nar-
missinn.
Þessi sorglegi atburður liafði sett
svip sinn á heimilið þetta vór, og
sennilega mundu íoreldfárhir
aldrei jafna sig eftir þetta áfálk
Brandur gekk aftur lieim á l'eið.
Iíann vissi að konan beið iheð
morgunkaffið heima. Hún vildi allt
fyrir hann gera. En um leið og
liann stigi inn fyrir þröskuldinn,
mundi liann sjá hina djéipu sófg í
augum hennar.
Teningunum var kastað. Örlog-
in höfðu gripið inn í líf þéirra.
Orsakalögmálið varð að hafa sinn
II.
Tíu ár liðu. Hjónin í Stórliólti
höfðu elzt ótrúiega mikið á þessum
tíu árum. Þó bjuggu þau enn og
liöfðu Sömu, tryggu vinnuhjúin.
María var gift efnilegum bónda í
sveitinni.
Tíminn hafði að nokkru grætt
sárin. Þó var kvikan enn sár undir
niðri. En riú var sjaldan nfinnzt á
týnda soninn, þótt hugurinn reik-
aði þangað stundum, og hanri birt-
ist í draumum þeirra.
Enn var vor á riorðurhvcli jarð-
ar. Blærinn andaði um brekkurnar
og fjaðrir farfuglanna. Gróðurinn
jókst með degi hverjum.
Þá bar nokkuð óvænt við. Póst-
urinn kom með mjög undaríegt
bréf í Stórholt. Það var með 'frí-
merkjum, sem enginn þekkti. Bréf-
ið var til Brands í Stórholti. Það
var svohljóðandi:
Elsku pabbi!
Ég hef oiðið fyrir slysi og ligg hér
í sjúkrahúsi. Getur þú sent mér
peninga, svo að ég komist lteinf?
Gunriá'r.
Bréfið var frá Ástralíu, og heim-
ilisfang hans neðan undir. Rithönd-
in var auðþekkt.
Mikil var undrun foreldranna
yfir þessu bréfi. En Brandur hugs-
aði sig ekki lengi um. Hann fór til
Reykjavíkur sama daginn til að fá
barikann til að annast sendingu
peninganna.
Þegar þetta fréttist út um sveit-
ina, var ckki rætt um annað næstu
daga. Sonurinn, sem týndur hafði
verið í tíu ár, var fundinn. Hvað
gat liann verið að gera suÖur í
Astralíu? Mikil var iorvitni margra
að heyra sögu hans. Hann hefði et-
laust frá mörgu að segja, búinn að
vera með blámönnum í Ástralíu.
En skyldi hariri vera mikið slas-
aður? Það var spurning, sem heima-
sæturnar lögðu fyrir sjálfar sig í
leyni. En við því fengist ekkert svar,
fyrr en hann kæmi.
Hæg hljóðlát gleði fyllti hriga
hjónanna í Stórholti næstu vikur,
þött hún væri- blandin nokkrum
ugg. Þau ldökkuðu til að- sonur
þeirra kæmi. En hve mikið var
hann slasaður? Ekki var hægt að
vita, hve alvarlegt það var. Nú fóru
þau að ræða um liann aftur sín á
milli. María kom heim til foreldra
sinna til að tala við þau um þetta
óvænta bréf og sjá það. Hún tók
einnig einlæglega þátt í gleði þeirra.
Og dag einn um miðsumarsleytið
kom símskeyti til Brands. Gunnar
var kominn til Reykjavíkur.
Hjónin brugðu þegar við Og fóru
suður daginn eftir. Von og ótti
börðust um völdin í sál þeirra.
Hvernig skyldi hann líta út?
En þótt þau væru við öllu búin,
brá þeim þó í brún, er þau sáu
hann. Hann hafði misst annan fót-
inn. Hann hafði verið tekinn af
honum fyrir ofan mitt læri. Hann
gekk því við hækju. Einnig hafði
hann breytzt mikið. Andlitsdrætt-
irnir voru skarpir og harðlegir og
raunablær yfir SNÍpmun. En hann