Dagur - 22.12.1962, Page 29
JÓLABLAÐ DAGS
29
alvörunni, þegar hann lætur hug-
ann reika heim á fornar slóðir
handan við fjöll og haf — vestur í
Dakota.
Myndi til dæmis nokkur vandi
að staðsetja þessa kveðju hans til ís-
lands:
Biðja skal þig síðasta sinn:
Svani og bláum fjöllum,
hóli, bala, hálsi og kinn
heilsaðu frá mér öllum.
Davíð Þorvaldsson fæddist og
ólst ujrp í Strandgötunni á Akur-
eyri, stundaði nám í Kaupmanna-
luifn og París, skrifaði nokkrar smá-
sögur og hvarf heim til að deyja
rúmlega þrítugur. Þetta er ekki
mikil saga í fljótu bragði, en þó
mun ástæða til, að Davíð Þorvalds-
son verði í minnum hafður. Hann
naut að ýmsu leyti sérstöðu í ís-
lenzkum bókmenntum, var þar
heimsborgari, sem numið hafði af
erlendum meisturum, en mundi
vel hlutskipti þjáningarbræðra
sinna oggerði því eftirminnileg skil
í smásögum sínum. Davíð Þorvalds-
son var engan veginn mótaður og
þroskaður rithöfundur, þegar hann
lézt mjög um aldur fram, en lýsing-
ar lians á lífi og örlögum smælingja
eru sumar slíkar, að mikils hefði
mátt af honum vænta. Hann sætti
þeirri gagnrýni, að sögur hans væru
óíslenzkar. Nú myndi engum þykja
svo. Davíð Þorvaldsson komst
lengra út í heim en þá var siður ís-
lenzkra höfunda. Við þá sérstöðu
bætti hann reynslu sinni og list-
skynjun, ungur og sjúkur vann
hann sigra, sem voru fyrirheit ann-
ars og meira. Og mig grunar, að
sögur lians beri meiri svip af Akur-
eyri en margir ætla. Honum lét
einstaklega vel að túlka smábæjar-
líf, bregða upp svipmyndum af
hugð þess og brag og tvinna saman
viðburði })ess og örlög. Sögur hans
láta ekki mikið yfir sér frernur en
húsin við Strandgötuna, sem drúpa
ufsum grá og guggin, barin regni
og stormi sextíu ár eða áttatíu eða
lengur, en þær rifja upp eins og
þau liðna tíð, sem skammtaði allt of
mörgum naumt hamingju og ver-
aldargæði. Ég geng aldrei svo eftir
Strandgötunni á Akureyri, að mér
verði ekki lmgsað til Davíðs Þor-
valdssonar og starfsins, sem liann
vann og lét ógert.
En Akureyri eignaðist annan
Davíð, þótt stjúpsonur væri. Davíð
Stefánsson er skáldkóngurinn í höf-
uðstað Norðurlands, arftaki Matt-
híasar Jochumssonar og um margt
honum líkur. Davíð er raunar ekki
sá virki þátttakandi í bæjarlífinu
sem Matthías var — og þó. Jafnan
þykir það stórtíðindum sæta á Ak-
úreyri, ef Davíð les upp, flytur
ræðu eða fyrirlestur, þá eru allir
Akureyringar stoltir af því að vera
þegnar skáldkonungsins. Og Davíð
svipar til Matthíasar um það að
vera víðförull sem nraður og skáld.
Veröldin hefur oft heillað Davíð
Stefánsson í langferðir, en þær fór
hann allar til að hverfa aftur heim
í ættargarðinn við F.yjafjörð og ból-
staðinn á Akureyri. Hús hans þar
ei’ eins og höll, ekki að stærð og
ríkidæmi, þó að Davíð búi prýði-
lega, heldur að búnaði og hefð. Þar
unir skáldkonungurinn innan um
bækur sínar og aðra góða gripi, kýs
einveru og þögn við ritstörf og
fræðiinennsku, og úti fyrir iðar og
dunar Akureyri í iinn ög áhyggju
athafnaseminnar, en svo leggst hún
til hvíldar að kvöldi og veitir háum
sem lágum dýpsta værð á íslandi,
unz sól rís og vekur luifuðstað
Norðurlands með nýjum degi.
Akureyri kann vel að meta skáld
sín, en hún mótar þau varla. Þau
virða liana eins og góðlynda og holl-
ráða stjúpu, en unna henni naum-
ast sem rnóður. Davíð Stefánsson
fer út í Fagraskóg, þegar hann vill
túlka sonarástina. Guðmundur Frí-
mann leggur leið sína sama erindis
á Bliindubakka og tregar þar brott-
för sína úr Lanstadalnum. Rósberg
G. Snædal þykir sem skáldi og rit-
höfundi sýnu vænna um eyðijarðir
í Húnaþingi en mannabyggðina á
Akureyri. Fn höfuðstaður Norður-
lands er sízt lakari fyrir þetta. liorg-
irnar koma aldrei í stað sveitanna,
og aðfluttur bæjarbúi slitnar varla
af rót átthaga og uppruna, jafnvel
fátæk og vondöpur bernska verður
ævintýralega fögur í töfrabirtu end-
urminningarinnar. Eg þckkti mann
úti í Vestmannaeyjum, þegar ég
dvaldist þar milli tektar og tvítugs.
Hann var efnaður athafnagarpur,
átti ríkmannlegt heimili og var
stundum í framboði til bæjarstjórn-
ar. Hann sagði mér iðulega sögur
af sveitinni sinni og lýsti henni eins
og aldingarði eða slæpingjalandi,
þar sem allt væri fagurt og lítið eða
ekkert þyrfti fyrir lífinu að hafa.
En hann fór aldrei heim á sínar
gömlu slóðir, dó án þess að koma
því smáræði í framkvæmd. Löngu
síðar heimsótti ég þessa sveit til að
sjá alla dýrðina. Þvílík vonbrigði!
Fjöllin voru lág og óupplitsdjörf
eins og hnuggin gamalmenni, hvorki
fiskur í ám né vötnum, ólendandi
að kalla við ströndina og jarðirnar
nær allar harðbalakot. Á koti þess-
ara kota var kunningi minn fædd-
ur og uppalinn, og þaðan hraktist
hann í hallæri. Hvað þá um æsku-
heim skáldanna á Akureyri fyrst
liægt var að gera argasta kotið á
þessum auðnarlega útskaga að höf-
uðbóli endurminningarinnar? Fn
þetta er meginafrekið í íslenzkum
skáldskap, að láta hugmyndaflugið
sigrast á ömurlegum veruleikanum,
flýja örbirgð og vonleysi og dreyma
sig svo heim að unnum sigri að
sættast við gömul og hörð kjör, en
una þeim ekki. íslendingar losna
víst aldrei við þessa stórmannlegu