Dagur - 23.12.1970, Side 3

Dagur - 23.12.1970, Side 3
JÓLABLAÐ DAGS 3 Jónas Jónsson jrá Brekknakoti. JÓNAS JÓNSSON, Það var einu sinni drengur hér á Akureyri, sem kallaður var Lási. Það er nokkuð langt síðan saga þessi gerðist, og þá voru miklu færri íbúar á Akureyri en nú, og margt breytt frá því sem þá var. Lási var nú samt ekki svo ólíkur drengjum þeim, sem við sjáum hér nú á dögum, stundum latur og leið- ur, eins og þeir, stundum góður og glaður, eins og þið nú. Hann hafði lært bænir og vers hjá mömmu, og venjulega mundi hann að lesa eitt- hvað fallegt, áður en hann fór að sofa. Bæði í skólanum og heima, hafði honum verið sagt frá Jesú, sem á jólunum fæddist og varð fyrst að liggja í fjárhúsjötunni. Jesú, sem héima í Nazaret hafði leikið sér sem drengur og síðan hjálþað föð- ur, móður og systkinum á degi hverjum; — líka frá Jesú, þegar hann fór að lreiman sem ungur maður, hógvær og lítillátur, til þess að kenna fólkinu að lifa saman í friði og kærleika, lækna sjúka, líkna og hjálpa öllum, sem bágt og erfitt áttu. Já, Lási litli óskaði þess stund- unt, að hann yrði líkur drengnum frá Nazafet. En það var bara oft svo erfitt. T. d. gekk það mjög illa á Þorláksdag, þegar Lási var iO ára. Hann var búinn að hlakka mik- ið og lengi til jólanna, og fannst þau nú aldrei ætla að koma. Og þá varð hann leiður og latur, skellti hurðunr og var bæði keipóttur og hrekkjóttur. Hann náði í Skugga, svarta köttinn hennar Ásu litlu, systur sinnar, og klippti ljósið, hvítu hárin, úr skottinu á honum, osr sa<>ði henni, að nú yrði Skuggi jólaköttur og myndi gleypa hana á jólunum! Því trúði Ása nú tæplega, en hún skældi samt út af þessu í hálftíma, því að hún liélt, að Skuggi gæti dá- ið, þegar ljósið var farið úr skottinu! Síðari hluta dagsins var Lási titi að renna sér á sleða með Ola vini sínum. Þá kom mamma út í dyrnar og bað Lása að sækja mjólk í sam- L irá Brckknakoti: - Labbi lagið, fyrir Þuru gömlu, sem bjó í næsta húsi og gat varla rótað sér fyrir gigt. Ekki tók Lási vcl í það: ,,Eg er rétt að byrja að renna mér, pvi getur kerlingin eklú farið sjálf,“ nöidraði liann. Mamma hvarf inn, og Lása þótti gott hvað gekk. — Skömrnu seinna sá hann hvar mamma hljóp sjálf af stað með mjóikurfötuna hennar Þuru. Lási vissi, að mamma hafði verið að ham- ast við jólaundirbúninginn. Snöggv ast skammaðist hann sín — en hljóp þó ekki á eftir henni. Og rétt á eftir náðu þeir Óli í svartan hund og vildu endilega láta hann renna sér á sleðanum. Hund- urinn stökk ailtaf af sieðanum, þegar hann fór að renna. En svo fundu drengirnir tóman kassa, hvolfdu honum yfir seppa á sleðan- um og brugðu bandinu yfir. Seppi ýlfraði og gelti, en þeir hlógu bara og slepjjtu s\o sleðanum fram af. Neðst í brekkunni rakst hann á stein, vált um koll, kassinn losnaði,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.