Dagur - 23.12.1970, Síða 26

Dagur - 23.12.1970, Síða 26
26 JÓLABLAÐ D AGS bardaganum, því að Hellu-Narfa voru send boð að sækja líkin. En þetta gæti verið bóndi frá Stóra-Hálsi (Hálskoti). Síðar hafa á þessum slóðum fundizt mannabein á hæðum, svo sem við Há- gerði á Stóru-Hámundarstöðum. Þeir vildu geta litið í kring um sig og séð skip sigla inn fjörðinn, karlarnir, for- feður okkar! Líklegt má telja, að orustan, sem lýst er í Valla-Ljótssögu, hafi verið háð á Hámundarstaðahálsi, eins og fyrr er nefnt. En hugsanlegt er líka, að stað- urinn hafi verið við Hrísahöfða. Ferða- langarnir gistu á Upsum og héldu það- an áleiðis inn til Eyjafjarðar, en fyrir- sátursmenn komu framan úr Svarfað- ardal, m. a. frá Tjörn. Enginn Dalsbær er heldur til í Svarfaðardal og Dalvík er nýnefni. Lítum nú lauslega á bæjarrústirnar á Neðra-Hálskoti. Veggir eru nú ával- ir, grasi grónir garðar, en allvel mótar fyrir húsaskipun. Dyr snúa móti austri, fram að firðinum, eins og enn tíðkast við vestanverðan Eyjafjöyð. Fremst virðist hafa staðið allstór skáli, sem snýr út og suður og inn af honum göng með herbergi á báðar hendur og stærra herbergi innst. Þetta er sama húsaskip- un og algeng var á Árskógsströnd fram á okkar daga. Á Stóru-Hámundarstöð- um stóð t. d. stórt langhús fremst og bæjargöng inn úr því til baðstofu. Á hægri hönd út frá göngunum var eld- hús, en til vinstri búr í tveimur hólf- um. Baðstofan var í þremur hólfum og var upp tröppur að ganga í hana úr göngunum. Þessi húsaskipun er senni- lega mjög gömul, a. m. k. sumsstaðar á landinu. Rétt við bæjarvegginn á Háls- koti er vallgróinn öskuhaugur og lík- lega fleiri, ögn fjær. Ekki hefur verið grafið teljandi í þetta, en bæði í vegg og öskuhaug hafa þó fundizt fiskbein mörg, aðallega úr vænum fiski, og hauskúpur og kjálkar kinda. Þeir hafa etið málsfisk og svið, þeir gömlu. Engin bátalending er þarna í grennd, heldur mjó fjara undir háum klettum. Þar brýtur oft í bakka. En Stór-Hálsmenn hafa getað róið til fiskjar úr Hálshorni, Hamarsvör eða Hellureit. En frá þeim stöðum var róið öldum saman. Landnámsbærinn Hámundarstaðir hefur eflaust verið reistur nálægt lend- ingu, og að öllum líkindum á sama stað óg hann stendur nú. Stóri-Háls héfur byggzt síðá’r þegar þréngjast tók um land. Gott beitarland hafa b'ændur þar haft, en ekki er ljó'st hve mikið land- rýmið hefur verið. Ornefnið Sellág er skammt þáðan en líklegra virtist, að þar hafi verið haft í séli frá Hámundar- stöðum, sém liggja fjær. Glöggur merkjagarður sést enn utan í fíá- mundarsfaðahálsinum og skilui- lönd Hámundarstaða óg Háls. Innár á Há- mundarstaðalandi liggur garður með- fram Gíslaparti. Hann gsétí verið forn landamérki. Rétt utan við Hálskot ligg- ur garður upp að fjalli og niður að sjó. Hann er varla neinn merkjagarður, en fremur fjárrekstra- og göngugarður. í gamla daga hefur fjölfarinn þjóð- vegur legið um Neðra-Hálskot, svo sem gömlu göturnar sýna. Ýmsar rústir eru í grennd við Neðra- Hálskot, sennilega af fjárhúsum og fleiri útihúsum, fjárrétt, nátthaga og matjurtagarði(?). Rétt norðvestan við bæjarrústirnar er alldjúp, hringlaga dæld, eða tóft, með veggjum í kring og dyrum, ennfremur gróin, grasivaxin hæð með dæld í, sennilega af mönnum gerð. Niðri á grundunum er stór hring- laga tóft á smáhæð og í brekku skammt utan og neðan við bæinn liggur stór, nærri hringlaga garður, e. t. v. nátt- hagi eða leifar af matjurtagarði. Djúp, hringlaga tóft er einnig á grundunum, beint niður af Hálskoti og leifar fleiri tófta, sumar kapnskí heystæði frá seinni öldum, en aðrar kvíai; og fjár- hústóftir. , Á Efra-Hálskotj sýna rústirnar tvö aðalhólf. Aðrar rústir eru þar einnig í grennd, en allt er þar smærra í snið- um. Fróðlegt væri að frétta, hvort ein- hversstaðar er getið um Stóra-Háls eða Hálskot í annálum eða öðrum fornum skjölum. Og forvitnilegt væri fyrir fornleifafræðinga, að grafa í rústirnar. Þær geta vel verið 400 ára gamlar eða meira, og virðast sýna húsaskipun þess tíma við Eyjafjörð mjög glöggt. □ GÖMUL KIRKJA Myndin n jorsiðuiini er af Svalbarðskirkju, sem nú er komin til Akureyrar og stendur á grunni þeirrar kirkju, er þar stóð áður og var fyrsta kirkja á Akureyri. Svalbarðskirkja var byggð 1863, af Þorsteini Danielssyni á Skiþalóni og áfhelguð 1957 er nfja kirkjan á Svalbarðsströnd hafði verið byggð. Svalbarðskirkja var flútt til Altureýrar i heilu lagi á stómim drátlarvagni. Ilún er 5x10 m að flatarmáli, með bekkjum, predikuhárstól, allari og altaristöflu, og er eign Minjasafhsihs á Akureyri. Kirhjan er örskammt frá Nöhnahusi og húsi Minjasafnsins. Akureyringar áttu fyrrurn kirkjusókn að Hrafnagili, en byggðu kirkju i Fjörunni 1863 eða sama ár og kirkjan á Svalbarði var reist. Akureyrarkirkja var guðshús bccjar- búa til ársins 1940, en önnur ný, sií hin svipmikla, er enn slendur, var byggð á hœð- inni ofan við Kauþvangslorg og vigð 17. nóvember það ár. En þá var gamla kirkjan rifin og harrna það margir. Jafn görnul kirkja er nú komin á hennar stað. Mun liún hljóta viðgerð að utan og innan, og siðar varntanlega verða noluð til lielgialhafna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.