Dagur - 23.12.1970, Side 32

Dagur - 23.12.1970, Side 32
32 JÓLABLAÐ DAGS trúðum því, að Hitler ætlaði að hjálpa okkur til sjálfstæðis. — En hann sveik okkur. Hann samdi um það við Mussolini, að við, 250 þús- und Tyrólar, yrðum fluttir inn fyr- ir landamæri Þýzkalands. Það vild- um við auðvitað ekki með nokkru móti. Ég man þegar Hitler fór til Rómar að semja við Mussolini, þá lá leiðin í gegn hjá okkur, og hvar- vetna safnaðist fólkið við veginn með kröfuspöld sín og bænir. En þegar hann fór til baka, vildi hann •ekki láta fólkið sjá sig, en ók með lokaða glugga. Þá var hann búinn að svíkja okkur, og það vissum við strax, en þó betur síðar. Brenner- landamærin áttu að vera hin „ei- lífu“ landamæri. Árið 1939 áttum við að velja um framtíð okkar í opinberum kosning- um, livort við yrðum þýzkir ríkis- borgarar eða ítalskir. Móðurmál okkar var þýzka. 90% kusu Þýzka- land, en án þess að flytja. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var samþykkt í aðalfriðarsamningunum, að Suður- Tyrólar fengju sjálfstæði. En þegar Mussolini kom til valda, strikaði hann þetta bara út, og gerði okkur að einu „héraði“ Italíu, en sendi okkur 150 þúsund ítali til að setj- ast að hjá okkur sem innflytjendur. Eftir síðari heimsstyrjöldina voru aftur gerðir samningar, þar sem okkur var heitið sjálfstæði. F.n það fór eins og fyrri daginn, að samn- ingar voru að'eins á pappírnum, þangað til fólk fór að sprengja, eins og Þingeyingar.Þá loksins fengum við verulegt sjálfsforræði og ítalska og þýzka voru jafnrétthá ríkismál. — En pú munt hafa verið i Þýzka- landi rétt fyrir striðið? Ég var í Berlín 9. nóvember 1938, nóttina voðalegu. Verzlanir Gyð- inga voru áður merktar og fólk var- að við að eiga viðskipti við Gyðing- ana. Þeir voru brennimerktir af nasistunum í augum almennings. — En loks tók steininn úr, og það var hafin eins konar árás á fyrirtæki þýzkra Gyðinga í borginni. Yfir- völdin sneru sér undan á meðan almenningur lét gréipar sópa í verzlunum, rændu, brutu og smán- uðu Gyðingana á allan hátt. Sumir komu með vagna til að flytja vör- urnar heim til sín. Þetta stóð í einn sólarhring, að undirlagi nasistanna. Þennan dag sagði kona sú, er ég leigði herbergi hjá: Nú er eitthvað að gerast í bæntun. Nú aetlum við loksins að sýna Gyðingunum hvern- ig á að fara með þá. — Ég fór til að sjá það með eigin augum. Og hví- lík ósköp. Það sást naumast heil rúða í nokkurri Gyðingaverzlun, og ekki nóg með það. Fólkið tók allt, sem það girntist, sumir mikið, aðrir lítið. Konur voru ekki lengi að klæða sig í pelsana og stinga á sig skartgripunum, þótt þær væru svo sem ekki verri en karlmennirnir. Sumir fóru heim með ekki minni hluti en píanó. Ég kom að dálítilli tóbaksbúð. Þar var allt bramlað og brotið. Ungir menn létu greipar sópa og formæltu kaupmanninum, liræktu á hann og köstuðu í hann vindlingum. Aðrir báru út heilu kassana af tóba.ki og gáfu þeim, sem liafa vildu, og þeir komust ekki með sjálfir. Kaupmaðurinn stóð í búð sinni og haggaðist ekki. Hann var með æðsta heiðursmerki þýzka hersins á brjósti sér. Hann sagði: Gerið eins og ykkur sýnist. Ég er ekki hræddur, hef barist fyrir Þýzkaland og þarf ekki að bera kinn roða fyrir sjálfum mér eða öðrum. Rétt á eftir heyrði ég við hliðina á mér á ensku: Þetta er hörmulegt. — Ég hvíslaði á móti: Guð hjálpi þeim, sem nú eru að ræna, ef hlut- irnir skyldu nú snúast við. — Vissi almenningur hvað var gert við Gyðingana? Nei, sjálfsagt fæstir. Ég hafði ekki heyrt getið um hinar hræðilegu fangabúðir, sem síðar vitnaðist um, en ég hafði, eins og fleiri, heyrt, að það ætti að flytja Gyðingana til. En það var nú af einhverjum ástæðum ekki gert, heldur var þeim útrýmt í milljónatali. Það er blettur, sein aldrei verður af þveginn. — Þú hefur stundað leiðsögn hjá ferðaskrifstofum? Já, hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, Ferðaskrifstofunni Sögu til útlanda, og nú síðustu fjögur árin hjá 1' erðaskrifstofu Zoega í Reykjavík. Ég Iief þessi síðustu ár verið farar- stjori Panoramaferða, eins og þær eru nefndar, en það er ellefu daga ferðir lrá Reykjavík vestur á Snæ- fellsnes, norður í land, austur á Hér- að og suður til Hornafjarðar. Út- lendingarnir eru, held ég, að níutíu og níu hundraðshlutum, harð- ánægðir með þessar ferðir, og koma sumir aftur og aftur.. Ég byrja á því að reyna að opna augu ferða- mannanna fyrir því, Iivað þeir geti séð og skoðað í náttúrunni, í lands- laginu sjálfu, gróðrinum, jarðmynd- uninni og svo auðvitað í hraunum, jöklum, fossum og hvérum. Og þá bendi ég þeim á lindarvatnið, sem sprettur upp úr jörðinni og er bæði tært og heilnæmt. Fólkið undrast þetta og dásamar og vill fá að teyga þetta vatn. Það leggst niður og drekkur og drekkur, eins og þyrstir stórgripir. Bæði finnst því vatnið dásamlegt, og svo er þetta svo ein- stakt í augurn fólks, sem aldrei hef- ur þckkt annað vatn en það, sem búið er að marghreinsa og er í raun og veru alls ekkert vatns, eins og við köllum það. Hér á landi þurfum við ekki að nota vatnið úr klóökk- unum til að framleiða ncfyzluvatn, eins og margir aðrir verða að gera. Matur og gisting líkar vel. Alveg sérstaklega er fólk hrifið af fiskin- um okkar og margt vill borða hann tvisvar á dag. Thuleölið frá Akur- Framhald á blaðsíðu 18.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.