Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 9

Dagur - 22.12.1972, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 Jólagesturinn lenzku hrossin upp frá dauðum og eru að skapa þeim verðugt viðfangsefni á nýjum vettvangi. Hve óendanlega miklu meira virði er það ekki, að skapa því unga fólki á íslandi, sem um þessar mundir veit ekkert hvað það á af sér að gera, markmið og leiðir innan ramma þjóðfélagsins? Þjóðin er svo fá- menn, að hún má engan utangarðs- mann eiga, og verum í því sambandi minnug þess, að þetta unga fólk, þótt stundum láti það illa, er nákvœmlega eins og foreldrar þess og ferfeður, að öllum erfðum og eiginleikum, en hefur þroskazt á annan veg vegna ytri skil- yrða. En kréfjandi verkefni og miklar kröfur sem falla að þörfum þjóðfélags- ins, leysir orku þess og hæfileika úr læðingi. Það er allt sem þarf. Og nú er óumdeildur tími ferðalag- anna um landið. Við erum taldir van- þróaðir í vegamálum, og erum það vissulega, samanborið við önnur og þéttbýlli lönd. En þótt vegirnir séu vondir, jafnvel þar sem bezt lætur, þegar frá eru dregnir smávegarspottar með varanlegu efni í slitlagi, leggjum við meira til vegamála, miðað við fólks- fjölda en flestir aðrir, svo að kalla má kraftaverk, að eiga þó þjóðvegakerfi, sem er 8.800 kílómetrar að lengd. Við eigum líka gnægð bíla, en þeir eru allir framleiddir fyrir þéttbýlar þjóðir með steypta vegi, nema jeppar, og hristast því sundur á skömmum tíma. En hvorki kippum við vegamálunum í lag á örskömmum tíma og sízt með orðun- um einum, né skiptum um bíla. En við skulum vona að þróunin verði sú, að ekki líði á löngu þar til vegirnir hæfi góðum farartækjum. Og öll munum við undir þær óskir taka, að sem flestir íslendingar geti sem oftast og bezt not- ið ferðalaga um land sitt á þessu sumri á eigin bílum og á vegunum, eins og þeir eru, og að allir ófúnir menn og brjóstheilir leggi jafnhliða land undir fót öðru hverju og reyni að lesa á bók náttúrunnar, hver eftir sinni getu. Þökk fyrir áheyrnina. Við, börnin á Hamri, vorum komin í hátíðaskap, því að nú var aðfangadag- ur og jólahátíðin að hefjast. Við vorum búin að raða jólagjöfunum eins snyrti- lega um búnum og kostur var á. Svo var kveikt á jólatrénu og þá var jóla- hátíðin gengin í garð. Úti var norðanstrekkingur og kuldi, inni var hlýtt og bjart. Snjórinn þyrl- aðist upp mðe rúðunum á litla bað- stofuglugganum. En okkur þótti meira gaman að horfa á kertaljósin og baða okkur í birtu þeirra en að horfa út í myrkrið. Þá var bankað veikt í glugg- ann og við litum þangað. Lítill fugl flögraði á gluggarúðunum, sló hratt vængjum svo að það var’ eins og ein- hver væri að banka, ofurveikt. Við horfðum á þennan litla fugl um stund, og töluðum um hann í hálfum hljóðum. Við bræður gengum þá út, fórum ofur hægt að glugganum og náðum fuglinum, sem enn var að reyna að komast til ljóssins en var hálf inni- króaður á milli gluggans og skaflsins, í holrúmi sem hafði myndazt af hitan- um að innan. Og við bárum fuglinn inn í baðstofuna og slepptum honum þar. Þetta var undur fögur sólskríkja, sem syngur öðrum fuglum fegurra um varp- tímann á vorin uppi á fjöllum og heið- um. Hún óttaðist okkur ekki, flaug um, settist á stólbrík, myndaramma, borðs- hornin og jafnvel á hendur okkar. Hún gerði líka tilraun til að setjast á jóla- tréð, en við óttuðumst að kertaljósin gætu brennt hana og vörnuðum henni þann stað. Þetta varð einstakt aðfangadags- kvöld. Mesti gleðigjafinn þetta kvöld voru hvorki jólagjafirnar, jólaljósin eða jólamaturinn, heldur þessi litli jóla- gestur, sólskríkjan svarta og hvíta, sem þáði hafragrjón í undirskál. Kvöldið var liðið áður en maður vissi af og var það ráð tekið, að búa um gest- inn í ofurlitlum pappakassa, áður en gengið var til náða. Næsta morgun, þegar við lítum í kassann, lá sólskríkj- an þar dauð og stirðnuð. Margir áratugir eru liðnir síðan þetta bar við og ég er nú orðinn gamall, sem á grönum má sjá. En aldrei hef ég gleymt litla jólagestinum, sem veitti okkur meiri unað eitt aðfangadags- kvöld jóla en nokkuð annað hefur nokkru sinni gert. Og hver var hann. (Frásögn T. J.) JÓN BJARNASON frá Garðsvík: STÖKUR Allt er á kreiki, engih grið ekkert hik né friður. Einn sig fikrar upp á við annar að skrika niður. Trúin er á ringulreið réttlætið í vanda. Stöðugt eflir einhver seið öðrum til að grinda. Veröld öllu öfugt snýr eru lögmál brotin. Enginn veit hvort öfug kýr eða rétt er skotin. Menn, sem happa-handarvik hujidrað þúsund vinna eiga þó sín asnastrik inn á milli hinna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.