Dagur - 22.12.1972, Side 11
JÓLABLAÐ DAGS
11
um. Af þessu má draga þá ályktun,
að þetta sé nokkuð langt. En þetta
er auðvitað ekki stytzta leiðin milli
fyrrverandi og núverandi heimila
minna, eins og menn geta séð á
landakorti.
Lena er ein af hinum miklu
fljútum í Síberíu, sem falla til
norðurs og eru skipgengar langt
inn í land. Hún er 12 km. á breidd,
þar sem ln'tn er breiðust og stór og
smá skip eru þar stöðugt á ferðinni
á sunrrin. Hún rennur um Jakútíu,
sem er land feðra minna. En minn
fæðingarbær er Bjutejdjak, og búa
þar 4—5 þús. manns.
Þú munt þurfa að breyta klukk-
unni verulega, þegar þú ferðast á
milli?
Ekki er nú jaust við það. Stund-
um á kvöldin, þegar við erum rétt
búin að snæða kvöldverðinn lrérna
í Þingvallastræti 12, þar sem við
eigum heimili, eru frændur mínir
og vinir í mínu ganrla heimkynni,
þeir árrisulustu, rétt komnir á fæt-
ur, til að hefja störf sín. En þótt
þetta sé nú svona ólíkt, vegna hnatt
stöðunnar, er ýmislegt líkt hér og
heima, til dæmis skammdegið, sem
á báðum stöðum er langt, og svo
hin dásamlega birta á sumrin. En
þegar ég hugsa um vini mína
eystra, í sambandi við 10 klukku-
stunda tímamun, get ég stundum
ekki vaíistjhlátri.i i ! i:
Hvar ert þú uppiunnin?
L norðaustur Síberíu, þar sem
stórfljótið Lenaj rennur. Landið
okkar heitir Jakutia og er á stærð
við nokkur Evrópulönd, en þjóð-
flokkurinn, sem heitir Saha, telur
350 þúsund manns. Talið er, að
forfeður mínir hafi komið frá
Tyrklandi á fjórtándu öld, og þeir
ferðuðust þar til þeir fundu sitt
fyrirheitna land. Þeir blönduðust
mikið ýmsum ættflokkum, einkum
mongólskum, svo sem við bertiin.;.";sýn, sem við mér blasti. Norðurlj(')S-
með okkur, en tungunni héldum
við og gerum ennþá. Hún er skyld
tyrknesku.
Þarna mun kalt á vetrum?
Já, landið liggur svo norðarlega,
að þar er mjög kalt á vetrum, eða
upp í 61 stig kaldast á celsíus. Hins
vegar er hitinn mjög notalegur yfir
sumarmánuðina, svona 15—25 stig
löngum. Á vetrum er víða mikið
fannfergi, svo að lítil hús fara í kaf,
eins og mér er sagt að eigi sér stað
hér á landi. En sá er meginmunur,
að árstíðirnar eru reglulegar. Síðast
í september fara skógarnir að fella
lauf sitt á skömmum tíma. Þá eru
skógarnir ef til vill fegurstir, enda
eru þeir þá í flestum regnbogans
litum. En svo heldur veturinn inn-
reið sína og sleppir ekki tökum
fyrr en í maí. Þá kemur vorið og
snemma í júní er allur gróður í
blóma. Síðan kemur hið dásamlega
þriggja mánaða sumar. En sá er
munurinn mestur á veðráttunni
þar og hér, að árstíðaskiptin eru
gleggri og meiri. Haustið er stutt
og vorið er einnig stutt, veturinn
kaldur og sumarið hlýtt.
Er langi veturinn leiðigjarn?
Hann er langur, en ég man ekki
til að fólk talaði um það á mínum
uppvaxtai'árum. Þetta er svo sjálf-
sagður hlutur. Og veturinn á sína
töfra, þótt langur sé og dimmur,
eins og hérna. Til dæmis eru norð-
urljósin alveg dásamleg. Þau sjást
einnig hér, en eru allt öðruvísi.
Heima eru þau oft svo neðarlega
og skínandi björt. Ég man alltaf
eftir því að vetri til þegar ég var
átta ára, að þá vaknaði ég um nótt
og var jrá svo sterk birtan, að ég
lrélt að kominn væri dagur. En
birtan var þó allt önnur og miklu
skærari. Þegar ég leit út varð ég
bæði hrædd og undrandi á þeirri
in vóru alveg niður við jörð, lit-
fögur og ákaflega sterk, titrandi og
yfirnáttúrleg. En jress ber að geta,
að þegar ég sá þessi dásamlegu
norðurljós, sem ég naumast gleymi,
átti ég heima miklu norðar í land-
inu, en jrar dvaldi fjölskylda mín
um tveggja ára skeið.
Á vetrum fara margir á skíði og
sjálf var ég vön á skíðum og þótti
skíðaíþróttin flestum íþróttum
skemmtilegri. Ekki var hikað við
að fara á skíði í 40 stiga frosti, Jrví
að við vorum svo vel búin.
Hvernig er byggðin í landinu?
í gamla daga var hún ekki ósvip-
uð og hún er hér á Tándi í sveitun-
um, ]>. e. bæirnir stóðu dreifðir. Nú
er byggðin færð saman í jrorp og
samyrkjubú. Gömlu bæirnir standa
flestir auðir, en margir nota Jrá fyr-
ir sumarbústaði. Þar er víða ein-
staklega friðsælt og sérlega fagurt.
Er það rétt að jörð sé frosin árið
um kring?
Já, sá er munurinn Jrar og hér,
að hér á íslandi höfum við jöklana
uppi yfir okkur, en heima höftim
við Jrá undir fótunum, ef svo mætti
segja. Þess vegna er okkur ekki
mikil Jrörf á kæliskápum. Jarðhús
eru gerð niður í frosna jörðina og
þar helzt frostið árið um kring.
Þcssi aðferð á auðvitað ekki við í
fjölbýlishúsúm kaupstaðanna, en
héntar mæta vel í sveitaþorpunum
ög á samyrkjubúunum.
Húsdýrin?
Á samyrkjubúunum er mikið af
nautgripum. Bæði eru Jrar mjólk-
urkyn og holdakyn, sem bæði eru
ólík að stærð og vaxtarlagi. En þær
mjólkurkýr, sem elztar eru og
kenndar við okkar land, eru frern-
ur smávaxnar. Þá er svínarækt og
alifuglarækt, einnig er víða margt
hrossa. Hestarnir okkar eru litlir