Dagur - 22.12.1972, Síða 25

Dagur - 22.12.1972, Síða 25
JÓLABLAÐ DAGS 25 ar og kíkti. Þetta vatn var aftur á móti næstum því ferkantað, álíka stórt og Hestvatn hér í Hólasókn. Rétt fyrir vestan það var annað vatn, svipað að stærð og lögun, ein- ungis lágur urðarás, á að gizka 4—*6 rn breiður aðskildi þau. Allt um- hverfis vötn þessi voru fannir, en ásinn var snjólaus. Ég tók mynd af austara vatninu. Og brátt kom ég auga á fjórða vatnið, það var lyrir norðvestan hin, kippkorn í burtu. Það var mjög 1 ítið, sporöskjuIagað, snjór í kring. Öll voru viitn þessi himinblá, jafnvel dimmblá, þþ einkum við skaflarendurnar, og unaðslega fögur í björtu sólskin- inu. Ég var staddur í um það bil 1000 m hæð yfir sjávarflöt. Það var gaman að vera svo hátt uppi og kíkja á fjöll, fell og hálsa. í há- norðri gat að líta Kerlingu, hæsta fjall norðanlands, 1538 m, nær Djúpadalsfjöllin, en í norðaustri Vaðlaheiði, Kaldbakur og fleiri fjöll þar um slóðir; og allt var þetta tignarlega og fagra landslag, bæði nær og fjær, uppljómað af yndis- legu sólskini og kyrrð og blíðu. Á suðurbrún Djúpadals er lágur grjót ás; nyrzt á honum er varða um 1 \/, m á hæð. Mér sýndist hún vera afar gömul, og ég sá ekki betur en að hún hallaðist ofurlítið til norðurs að ofan. Jafnvel grjótið lætur und- an síga þegar byljir og illviðri berja það utan fleiri daga ársins, öld eftir öld. Varða þessi mun hafa verið leiðarvísir, því að á fyrri tímum og fram yfir síðustu aldamót, fóru Ey- firðingar og Skagfirðingar stund- um gangandi, bæði sumar og vetur, jjarna yfir Nýjabæjarfjall á milli Ábæjar og Kambfells. Þegar ég hafði staðið þarna um stund, kíkt og tekið myndir, hélt ég leiðar minnar, stefndi í suðvestur, í áttina að botni Öxnadals, en bano-að var ferðinni heitið. Brátti 1 D kom þar, að eigi sá ég fannir tim” sinn, en við tóku urðir og eggja- grjót á stóru svæði, og síðar eru þau til álíka á þessum mikla fjallgarði. Þar sézt ekki stingandi strá, og eigi fugl né ferfætt dýr. Þar ríkir eilíf þögn, líkt og í gröfum framliðinna. Þarna fyrir sunnan og vestan vötn- in er það hrikalegasta landslag, sem ég hefi augum litið um mína ævi- daga, og ég held, að óvíða á íslandi sé annað eins að sjá. Hér og þar standa geysistórir steinar, sumir flatir að ofan, þeir voru eins og dálítil hús, aðeins toppmyndaðir. Á stöku stað teygðu sig mjóir stein- drangar upp úr auðninni. Ti! að sjá voru sumir þeirra eins og risa- vaxnir menn á verði. Sums staðar varð ég að klilra niður í gjótur, sem voru svo djúpar að þær náðu mér í mitti og upp undir hendur. Þessi stórkostlegi tröllavegur tafði mjög för mína, og var auk þess afar viðsjáll, hættan lá í leyni við hvert fótmál, á hverju augnabliki gat ég fallið, skemmt kíkinn (er ég bar einlægt um hálsinn), brotið mynda vélina, stafurinn farið í tvennt, og það sem auðvitað verst var, bein- brotnað, og j)á hefði ég nú verið illa staddur, aleinn uppi á regin- fjöllum, óraveg frá byggð og allri mannlegri hjálp. En allt fór vel, ég komst slysalaust yfir torfærurnar. Það er trúa mín, að æðri máttur hafi styrkt mig og stutt á þessari erl'iðu og hættulegu för. Ég kom að h.cllu einni heljarmikilli. Mér virt- ist hún liggja lágrétt á jörðinni, eða jrtd sem næst; hún var eins stór og meðal stofugólf. Á henni miðri lágu nokkrir smásteinar, engu lík- ara en jjeir hefðu j>ar lagðir verið daginn áður, munu þó sennilega vera búnir að hvíla á hellunni síð- an í lok ísaldar. Einnig var Jrar ofurlítið af möl og sandi. Hellan var rennislétt að ofan. Mér kom til , hugar, á meðan ég stóð jjarna og *virti fyrir mér JjeLta furðuverk skaparans, að á því hefði vel mátt halda ball, sópa auðvitað grjótinu af gólfinu áður, og svo gátu áreið- anlega 14 pör farið af stað og dans- að polka, ræla og valsa af hjartans lyst í blessuðu sólskininu. Þegar ég hafði gengið um hríð, kom ég aftur á snjó mikin; hann lá í boga lrá norðaustri til suðvest- urs, vestan í ár einum ferlegum, sem er rétt hjá dragi Vaskárdalsins, en sá dalur gengur úr Öxnadal suð- austur í hálendið, er mynni hans skammt út og yfir af Bakkaseli. Það er skuggalegur dalur. Ég gekk lengi, lengi eftir fönninni, hún var óralöng, um tíma var ég næstum því farinn að halda að hún væri endalaus. Þar kom jró um síðir að ég steig aftur á snjólausa jörð. Ekki tók ])á betra við, enn varð ég að ganga langa stund yfir leirflög, urðir og eggjagrjót. Það var komið undir sólsetur er ég loks nam staðar hjá vörðu einni, sem er á fjallinu austan við Öxnadalsafrétti, stutt frá botni hans. Tákmarkinu var náð, ég var kominn á leiðarenda. Ég var orðinn ofurlitill landkönn- uður. Varðan er ríflega 2 metrar á hæð, en mjó. Spölkorn norðar, á að gizka 100 m, er önnur varða álíka stór. Vörður þessar munu hafa verið hlaðnar fyrir um jrað bil 40 árum, þegar mælingar fóru þarna frarn, sem kenndar eru við herforingjaráðið danska. Ég fékk mér sæti (og auðvitað var Jiað steinn) og borðaði ])að sem eftir var af nestinu. Síðan reisti ég stafinn minn súnnan á vörðuna og tók mynd af þéim. Aðra ljósmynd tók ég svo áf öræfunum austan og sunnan við botn Öxnadals. Ég tók 5 myndir alls í ferðinni. Þarna af fjallinu er geysivítt út- sýni til suðurs og vesturs, og það er bæði tignarlegt og fagurt. F.g greip kíkinn og leit í allar höfuðáttir náttúrunnar. Miðhálendið blasti

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.