Dagur - 22.12.1972, Qupperneq 29

Dagur - 22.12.1972, Qupperneq 29
J ó LA B L A iÐ DAGS 29 Reykjakirkja i Tungusveit. Ein 9 kirkna í hinu fyrirhugaða Miklabtejarpreslakalli. prestakalli í öðrum landsfjórðungi. Því hefst frumvarpið einfaldlega við hjarta- stað Alþingis hins nýja. Kjalamesþing skulu ná yfir alla Gullbringu- og Kjósarsýslu með þar í liggjandi kaupstöðum. 5 prestar áttu að þjóna í Kjalarnesþingum, þar af 21 í Reykjavík sjálfri. Þá koma Staðaþing frá Hvalfjarðar- botni og um Borgarfjörð, Mýrar, Hnappadalssýslu og Snæfellsnes. Prest- ar í Staðaþingum skyldu vera 6. á þessu svæði eru nú 11 prestaköll, voru 13 1970. Nafnið Staðaþing gegnir furðu, enda eru fáir kirkjustaðir á þessum slóðum, miðað við aðra landshluta, sem bera staða heiti, nema Staður á Oldu- hrygg (Staðarstaður). Næstu þing eru þó furðulegust af öllu í þessu frumvarpi. Innfjarðaþing nái um Dalasýslu, Barðastrandarsýslu út að Stálfjalli og eyjar þær á Breiða- firði, sem heyra þessum sýslum, Strandasýslu allt norður á Geirólfs- gnúp og Vestur-Húnavatnssýslu. 1 Inn- fjarðaþingum skyldi vera 7 prestar, vestast á Brjánslæk, en austast í Kirkjuhvammi í Miðfirði, en sá prestur þjóni einn allri Vestur-Húnavatnssýslu, nema Stað í Hrútafirði. Þegar þetta var gert, voru 13 prestaköll á sundurleitu svæði Innfjarðaþinga. 1970 var þeim fækkað um 4 (Staðarhóll í Saurbæ, Flatey á Breiðafirði, Brjánslækur og Tjörn á Vatnsnesi). Dala- og Stranda- prófastsdæmi voru og bæði niður lögð 1970. I | Vestfjarðaþing tók yfir ísafjarðar- sýslur og Barðastrandarsýslu vestan Kleifaheiðar. Voru þau ólíkt samstæð- ari eining en Innfjarðaþingin. 4 prestar skulu þar þjóna og 2 á ísafirði, sem gegni öllu Djúpinu. Síðan þetta var áformað hafa eftirtalin brauð verið lögð niður á svæðinu: Hrafnseyri, Núp- ur, Ögurþing, Staður í Grunnavík, Staður í Aðalvik. Hin fimmtu þing voru Skagaþing, Austur-Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslur. Voru þar ætluð þessi 5 brauð: Steinnes (Undirfells-, Auðkúlu-, Svína- vatns-, Þingeyra- og Blönduóssóknir). Höskuldsstaðir (Bergstaða-, Bólstaðar- hlíðar-, Holtastaða-, Höskuldsstaða-, Hofs- og Spákonufellssóknir). Er þetta prestakall í lengra lagi, frá Fossum í Svartárdal og út að Höfnum á Skaga, a. m. k. 100 km. 1952 var Auðkúlu- prestakall sameinað Bergsstöðum, en prestsetrið þá á Æsustöðum í Langa- dal. Nú er prestsetrið í Bólstaðarhlíð, en prestlaust — og þjónustan svo sett sem frumvarpið 1935 gerir ráð fyrir. Hin 3 brauðin í Skagaþingum er Sauð- árkrókur (Ketu-, Hvamms-, Sauðár- króks-, Reynistaðar-, Glaumbæjar- og Rípursóknir). Þá er að telja Miklabæ (Víðimýrar-, Reykja-, Mælifells-, Goð- dala-, Ábæjar-, Silfrastaða-, Miklabæj- ar-, Flugumýrar- og Hofstaðasóknir). Viðvík (Hóla-, Viðvíkur-, Hofs-, Fells-, Barðs- og Knappstaðasóknir). Árið 1880 höfðu verið lögð niður prestaköll- in í Óslandshlíð og Sléttuhlíð, 1907 voru Goðdalir sameinaðir Mælifelli og 1970 Hvammsprestakall lagt til Sauðár- króks, en Barðsbrauð til Hofsóss, sem nú er kirkjustaður (frá 1959) og prest- setur um alllangt skeið í stað hinna tveggja, er af lögðust 1880. — 1 Austur- Húnavatnssýslu og Skagafirði gerði frumvarpið 1935 ráð fyrir fækkun presta úr 12 í 5. Þeim hefur fækkað í 9, en þó er enn sagt með nokkrum sanni, að fá héruð muni svo þétt setin prest- um sem Skagafjörður. Þar eru nú 7 prestar í 6 köllum, en Hvammspresta- kalli hefur þjónað frá 1946 síra Finn- bogi Kristjánsson, og heldur hann öll- um réttindum til embættisins meðan nýta vill og heilsu hefur og nær ekki sjötugsaldri. Þess má geta, að síra Finn- bogi var síðasti presturinn á Stað í Aðalvík (1941—1945). Þegar síra Finn- bogi hættir prestskap í Hvammi legst prestakallið sjálfkrafa til Sauðárkróks. Frá Almenningsnöf og austur á Sand- víkurheiði í Norður-Múlasýslu áttu að kallast Eyjaþing. Vestasta brauðið var Siglufjörður, en Ólafsfjörður skyldi sameinast Völlum í Svarfaðardal. í Grímsey voru þá 125 manns og átti eyj- an að vera sérstakt brauð áfram. Stærri-Árskógur leggist til Möðruvalla- klausturs, en um Hrísey allt á huldu sem þegar segir. Þá var áætlað, að Háls

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.